Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Þormar Ingimarsson gefur út hljómdiskinn Fugl eftir fugl, sumar eftir sumar Tónlistin er í ljóðunum Ut er kominn geisladiskurinn Fugl eftir fugl, sumar eftir sumar með lögum við ljóð þjóðþekktra skálda í flutningi valinkunnra tónlistarmanna. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við ljóðaunnandann o g tónlistarmanninn Þormar Ingimarsson vegna þessa, en sá er potturinn og pannan í þessu verkefni. Morgunblaðið/Golli Þormar Ingimarsson: „...minn gróði felst í þeirri ánægju að fá að nota þessi fallegu ljdð og fá til mín þessa góðu söngvara og tónlistarmenn." ÞORMAR Ingimarsson tónlistar- maður gaf út hljómdiskinn Sundin blá fyrir fimm árum en hann inni- heldur tónsmíðar Þormars við ljóð Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Margir af okkar kunnustu flytjendum komu að disk- inum, m.a. þau Guðrún Gunnars- dóttir, Björgvin Halldórsson og Ari Jónsson en það er óneitanlega nafn Pálma Gunnarssonar sem tengist diskinum sterkast en hann söng lagið „í vesturbænum" sem varð óvænt að risasmelli í útvarpi. Eða hver kann ekki að raula línuna: „Það kvað vera fallegt í Kína, keis- arans hallir skína.“? Tónlistin mikið áhugamál Fyrir stuttu kom út annar diskur með lögum Þormars, Fugl eftir fugl, sumar eftir sumar þar sem hann nýtir sér kveðskap Reykjavik- urskáldsins sem fyrr en einnig eru þarna ljóð eftir Stein Steinarr og Kristján Eldjárn. Flytjendur sem koma að þessari útgáfu, eru t.a.m. Álftagerðisbræður, Ari Jónsson, Helgi Björnsson, Gunnar Þórðar- son, Ólafur Gaukur og Páll Rósin- kranz ásamt líka Þormari sjálfum. Aðspurður um ástæður þessarar nýjustu útgáfu segir Þormar að ánægjuleg viðbrögð við fyrri disk- inum hafi haft sitt að segja. „En einnig ánægjan sem felst í því að fá að starfa með landsþekktum söngv- urum og tónlistarmönnum. Eins og einhver sagði þá er þetta baktería og hún rekur mann áfram i að gera annan disk.“ Hann segir kveikjuna að fyrri diskinum hafa verið þá að það hafi safnast upp hjá honum lög við ljóð Tómasar og eitthvað innra með honum hafi leitt hann út í útgáfu á þessu efni. Þormar er ekki tónlist- armaður að atvinnu, segir þetta vera sterkt áhugamál. „Þetta byrj- aði á unglingsárunum. Þá kynntist ég Símoni H. fvarssyni gítarleikara og hann varð til þess að ég fékk mér gítar og þá fór ég fljótlega í það að fara að semja eigin tónlist og hef verið að taka upp lag og lag í hljóð- verum í gegnum tíðina." Ljóðin laða fram tónlistina Þormar gefur plötuna út sjálfur, segir enga útgefendur fyrir sig vera á kreiki. „Utgefendur er annars vegar í ungu hljómsveitunum, þeir veðja á þær eðlilega þar sem ungl- ingarnir eru þessi stóri kaupenda- hópur. Svo er annars vegar verið að gefa út Pottþétt plötur eða þá verið að endurútgefa. Þannig að menn á mínu reki þurfa iðulega að standa undir þessu sjálfir. En minn gróði felst í þeirri ánægju að fá að nota þessi fallegu ljóð og fá til mín þessa góðu söngvara og tónlistarmenn. Það er minn gróði.“ Þormar segir ljóð Tómasar vera tímalaus og þau eigi jafn mikið er- indi við okkur í dag og forðum. „Þegar ég fór að skoða ljóð Steins og Tómasar, fann ég fljótlega fyrir tónlistinni í ljóðunum. Þannig að í mínu tilviki sest ég ekki niður með gítar með það að markmiði að semja lag við ljóð Tómasar eða Steins. Hugmyndirnar að laglínun- um koma eiginlega sjálfsprottnar til mín við lestur á upphafslínunum. Þannig að ég hef í raun aldrei ætlað mér að gera þetta beint, þetta hefur svona komið vegna áhugans á Tóm- asi og eins áhuganum fyrir tónlist- inni.“ Huggulegt kvöld á Múlanum Morgunblaðið/Jim Smart Kristjana og Birkir Freyr bjóða upp á mjúka lýrik á Múlanum í kvöld. Gamli góði djassinn Islenskt var það heillin f KVÖLD heldur Kristjana Stef- ánsdóttir söngkona tónleika á Múl- anum á efri hæð Kaffi Reykjavíkur og hefjast tónleikarnir kl. 21. Kristjana hefur fengið með sér úrvals hljóðfæraleikara, en Birkir Freyr Matthíasson ætlar að leika á trompet og flugelhorn, Tómas R. Einarsson mundar bassann af kunnri sniild og Gunnar Gunnars- son fleytir fingrum yfir píanó og Rhodes. Eitt lag réð úrslitum „Hugmyndin að þessu bandi fæddist í Vestmannaeyjum," segir Kristjana. „Þegar ég kom heim úr náminu í vor var það það fyrsta sem ég gerði að syngja á djasshá- tíðinni þar. Ég var í bandi með Birki, en Tómas og Gunnar voru saman með dúóprógramm. Eins og á góðum djasshátiðum var „djammsession'* í lokin, og þá lék- um saman eitt lag, og þar var hóg til þess að ég ákvað að hóa strák- unum saman aftur.“ Til að lýsa bandinu segir Krist- jana að það sé draumaband fyrir söngvara, lýrík út í gegn. „Þeir eru allir svo mjúkir og fínir, eng- inn hávaði, enginn trommari," seg- ir söngkonan og hlær, „og þeir eru allir svo skemmtilegir. Það skiptir mestu máli!“ - Kemst trompetleikarinn eitt- hvað að fyrir söngkonunni? „Stundum," segir Birkir Freyr glottandi, og útskýrir að þau Krist- jana verði með „special sóló“ þar sem söngur og trompet taka sam- an fræg sóló sem þau hafa lært. Lýrík og rómantík „Við tökum Chet Baker og síðan er dagskráin bland í poka,“ út- skýrir Kristjana, „þar sem er alveg víst að allir fái eitthvað við sitt hæfi, eitthvað sem þeir þekkja. Lýríkin og rómantíkin mun svífa yfir vötnura, og þetta verður mjög huggulegt kvöld.“ „Mamma ætlar meira segja að mæta,“ skýtur Birkir Freyr inn í, „svo aðgengileg verður tónlistin. Þetta er svona léttur djass, engin korters sóló“. Og söngkonan er sammála trompetleikaranum; „Þetta er gamli góði djassinn sem er á gömlu góðu plötunum. Jafnvel drauma- kvöld fyrir þá sem hafa aldrei vog- að sér að fara á djasstónleika." Og hvers er hægt að óska sér meira þegar þau byrja að telja upp af iagalistanum; „Sveitin milli sanda, Gershwin, Nature Boy, Over The Rainhow... “ „Birkir alveg stal úr mér hjart- anu þegar hann blés yfir Over the Rainbow í Vestmannaeyjum," seg- ir Kristjana með bros á vör, „ég varð að vinna með þessum manni." Kristjana og Birkir Freyr bjóða alla hjartanlega velkomna á tón- leikana. TOIVLIST G e i s I a d i s k u r FÓLKIÐ f BLOKKINNI Fólkið í blokkinni, geisladiskur með lögum og textum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Lögin syngja Eggert Þorleifsson, KK, Katla Þor- geirsdóttir, Regína Óskarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. Undirleikarar eru Jón Ólafsson hljómborðsleikari, Stefán Már Magnússon gítarleikari, Ólafur Hólm Einarsson trymbill og bassaleikararnir Björn Jr. Frið- björnsson og Friðrik Sturluson. KK leikur á munnhörpu og skrið- gítar og Stefán Már blæs sömuleiðis í hörpu auk þess að leika á mandól- ín. Veigar Margeirsson leikur á trompet. Jón Olafsson og Addi 800 hljóðrituðu í Sýrlandi og Eyranu. Skífan gefur út. ÓLAFUR Haukur hefur um árabil verið eitt af ástsælustu leikskáldum þjóðarinnar. Minna hefur þó farið fyrir honum sem tónlistarmanni í gegnum tíðina. Platan sem hér um ræðir, FóUdð í blokkinni, inniheldur ekki tónlist úr söngleik þótt ýmislegt á henni sveiji sig í ætt við slíkt fönd- ur. Tónsmíðamar eru einfaldar og flestar í gleðilegum dúr þótt angur- værðar í moll gæti í tveimur lögum, „Elínu“ og „Góða nótt“. Margt er haglega samsett og laglínumar em víða grípandi þó engin stórvirki séu hér á ferðinni. Smekklegar en htt írumlegar útsetningar ráða ríkjum enda bjóða smíðamar kannski ekki upp á framandi lausnir í framsetn- ingu. Textamir á plötunni em, líkt og lögin, vel samsettir og á köflum stór- skemmtilegir. Mikið er um rím- og orðaleiki og tekst Ólafi Hauki oftast nær vel upp í þeim efnum þótt rím- lausnir virðast á stundum vera ein- göngu á bragfræðilegum forsendum. Stöku sinnum reynir atkvæðafjöldi í setningum á þanþol undirritaðs þótt yfirleitt séu textamir ágætlega þjálir. Kerskni er kannski betra orð en fyndni yfir hressilega texta Ólafs Hauks en gmnnt er þó á félagslegri meðvitund og heims- ósómastemmningu eins og glöggt má greina í „Góða nótt“: „í öðmm lönd- um em önnur böra/sem eiga ekkert rúm og eiga enga vöm.“ í þessu textabroti er reyndar slæm tvitekn- ing á sögninni að eiga, en ekki vil ég nú fara að velta mér mikið upp úr málfræðilegum smáatriðum enda er sjálfsagt ekki ætlast til þess að text- amir lesist sem sjálfstæð ljóð. Góða nótt þykir mér reyndar besta lag plötunnar; falleg ballaða og yndislega sungin af KK. Titillagið, „Fólkið í blokkinni", og „Hittu naglann á höf- uðið“ em sömuleiðis feikivel samin og grípandi popplög og Eggert Þor- leifsson syngur þau skemmti- , lega. „Elín“ er líka hið þekki- legasta og Regína Ósk Óskars- dóttir syngur það vel. Er ég hlýddi á lagið „Það rign- ir“, sem KK syngur, fór ég ósjálfrátt að hugsa um söngstíl og „fraser- ingar“ Rúnars Júl- íussonar og hið sama gerðist við f aðra hlustun á tit- Teikning/Magnús Gunnlaugsson Einn af félkinu í blokkinni hans Ólafs Hauks er Jónmundur jaki sem vann jólamót í blaki. ihaginu, „Fólkið í blokkinni“. Hvort áðumefnd lög hafi upphaflega verið samin með Rúnar í huga sem flytj- anda veit ég ekki, en það er einhver vinalegur Rúnarsblær yfir þeim. „Hárfínur hárfíni“, sem mér þykir eitt af skemmtilegri lögum plötunnar, minnir aftur á móti á Jollý og Kóla, en söngvari lagsins, Eggert Þorleifsson, tók einmitt þátt í þeirri plötu. Önnur lög em ekki eins eftirminnileg þó ekkert þeirra geti tahst lélegt. Heild- armyndin er góð og hugsanlega vinna önnur lög meira á með tímanum. Söngvarar og hljóðfæraleikarar skha sínu af áreynsluleysi og prýði, einkum þykir mér gítarleikur Stefáns Magnússonar skemmtilegur. Þótt enginn sé hér sérstaklega skráður fyrir / Sjf' upptökustjóm og útsetningum er líklegt að Jón Ólafsson hafa haft þar mikið segja. Hand- bragðið heyrist langar leiðir, smekklegt og \ vandað sem fyrri daginn. Hljóð- blöndun Adda 800 , er skýr og hlý, trú f íslenskum anda \ / laga og útsetninga plötunnar. Fólkið í blokk- inni er ágæt plata; ekkert tónlistarlegt stórvirki en full af hfi og skemmtilegheitum. Orri Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.