Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 3'Á eru farnir taka á móti þér opnum örmum og hjálpa þér að ná áttum í nýjum heimi þar sem lífið er ljúfara. Elsku Monika og Freysteinn. Þið eigið innilega samúð mína. Ykkar missir er mestur þar sem þið sjáið á bak yndislegri móður og eiginkonu og ykkar besta vini. Ég bið góðan guð að hjálpa ykkur og leiða ykkur útúr þeim sorta sem ástvinamissir er. Tíminn læknar ekki sárin, en læt- ur smátt og smátt mestu kvölina og sársaukann dofna og kennir okkur að lifa með því sem við fáum ekki breytt, en sættum okkur samt aldrei við. Ólína og Stefán, amma og afi Öddu, þið eigið einlæga samúð mína. Pið sem öldruð og lasburða þurfið að sjá raðir þynnast í stóra hópnum ykkar. Ég bið guð að vera ykkur líknsamur. Foreldrar Öddu, tengdaforeldrar, systkini og allir þeir sem nú syrgja og sakna, þið eigið innilega samúð mína Elsku Adda mín. í þeirri fullvissu að látinn lifir og kærleiksríkur guð vísar veginn kveð ég þig að sinni. Við hittumst aftur. Sigurbjörg. Það vora erfiðustu fréttir sem ég hef fengið sem mamma mín færði mér föstudagskvöldið 10. nóvember þegar hún sagði mér að nú væri þetta búið hjá henni Öddu, hún hefði dáið síðdegis. Ég hugsaði til hennar nánustu, um þær kvalir sem þau líða og um þá sorg sem þau ganga í gegn- um. Nú er þjáningum Öddu lokið eft- ir erfiða baráttu. Við vorum fimm frænkurnar sem vorum á sama aldri og það er erfitt að sætta sig við að ein af okkur sé farin. Elsku Adda. Ég man síðustu stundina sem við eyddum saman, það var laugardaginn 2. september sl. Þá fórum við í berjamó upp að Fossá og hún Ólína amma var með okkur. Veðrið var yndislegt þennan dag, logn og hlýtt, og þú talaðir um hvað það væri gott að vera úti í nátt- úrinni, þú mundir öll hressast við það að vera úti. Við sátum og töluð- um saman á meðan Ólína amma og krakkarnir voto að tína ber. Við töl- uðum um daginn og veginn og þú reyndir að vera hress en ég fann hvað þú varst döpur. Þú sagðir við mig: „Jæja, Borga mín, hvað segir þú gott? Gengur ekki allt vel hjá þér?“ Þú varst eina manneskjan sem kallaðir mig Borgu. Elsku Adda, það er erfitt að kveðja. Nú ert þú komin til ömmu og Digga frænda sem fór líka allt of snemma frá okkur. Ég bið Guð að varðveita þig. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Pó þú sért horfin úr heimi Ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Monika, Freysteinn, Inga, Beggi, Ásta og aðrir ástvinir. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Elínborg Arnadóttir. Það er undarleg tilfinning að skrifa niður minningar um svo unga konu sem látin er langt um aldur fram. Jafnvel þegar dauðann ber að höndum eftir langvinna baráttu við illvígan sjúkdóm kemur hann þeim sem eftir lifa alltaf í opna skjöldu og það er erfitt að sætta sig við hann. Ég kynntist Öddu fyrst í júní árið 1980 þegar ég hóf störf hjá hreinsun- ardeild Reykjavíkurborgar. Við urð- um strax mjög góðar vinkonur svo mörgum þótti nóg um. Við unnum saman alla daga og hittumst næstum hvert kvöld og flestar helgar. Við brölluðum margt saman á þessúm árum. Þá var Adda með hesta í Mos- fellsbæ og þar var mörgum stundum eytt. Við áttum líka margar góðar stundir í Brynjudal, dalnum sem hún unni, og það veitti henni hugarró að komast þangað úr skarkala og ys hversdagsins. Þai- eiga foreldrar hennar lítið sumarhús undir fal- legum fossi og þar var gott að vera, hlusta á fossniðinn og náttúruna. Samskipti okkar Öddu minnkuðu þegar hún flutti með fjölskyldu sinni til Akraness en vináttuböndin slitn- uðu aldrei alveg. Við áttum aðallega samskipti í gegnum síma en þó hitt- umst við reglulega fyrstu árin. Seinni árin hittumst við sjaldnar en þá sjaldan það gerðist reyndist okk- ur auðvelt að taka upp þráðinn þar sem við skildum við hann síðast. Adda unni náttúrunni og öllum dýrum og mátti ekkert aumt sjá. Hún hafði sérstaka ánægju af hest- unum sínum og hundi og áttu hún og fjölskylda hennar margar góðar stundir með þeim. Adda var mjög greiðvikin og góð þeim sem minna máttu sín. Trúmennska og heiðar- leiki einkenndu hana og öll hennar störf. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Allt var unnið af kappi og með það að markmiði að gera sitt besta. Það sama var uppi á teningn- um þegar veikindin knúðu dyra. Hún tók þeim með jákvæðu hugarfari og var staðráðin í að sigra þá baráttu. Adda átti trú á Jesúm Krist og ég trúi því að Hann hafi hjálpað henni í gegnum þennan erfiða tíma. Nú er baráttunni lokið og ég kveð góða og trygga vinkonu með sorg í huga. Elsku Freysteinn og Monika, Drottinn umvefji ykkm’ í sorginni og gefi ykkur þann frið sem Hann einn getur gefið. Elsku Inga, Vilberg, Ár- mann, Ásta og aðrir aðstandendur, Drottinn gefi ykkur styrk á þeim erf- iða tíma sem framundan er. Ég kveð ykkur með orðum Davíðs konungs úr sálmi 23. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Ágrænumgrundum lætur hann mig hvílast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrirsakirnafnssíns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíaðþúerþjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þúbýrmérborð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, ogíhúsiDrottinsbýég langa ævi. Sigi’íður Esther Birgisdóttir og fjölskylda. Nú hefur Árný kvatt okkar jarð- neska líf og farin til starfa á öðru sviði. Ég kynntist henni fyrst fyrir u.þ.b. tveimur árum þegar hún hóf nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, í sjúkraliðanámi. Ég tók strax eftir henni sem ákveðinni ungri konu sem ætlaði að láta draum sinn rætast. Draum um að öðlast réttindi og hæfni til að sinna sjúkum og vanmátta með- bræðrum sínum. Hún hafði starfað við umönnun aldraðra í nokkur ár, var þai- vel liðin af öllum, bæði skjól- stæðingum og samstarfsfólki sem allt tregar hana. Snemma á námsferlinum greind- ist hún með það mein sem varð henni að lokum yfirsterkara. Ég segi yfir- sterkara, því þrátt fyrir langa reynslu mína sem hjúkranarfræð- ingur hef ég ekki kynnst öðru eins baráttuþreki. Hún brást þannig við að hún ætlaði aldrei að gefast upp, hún var ákveðin í að berjast fyrir líf- inu og halda sínu striki. Þrátt fyrir erfiðar aðgerðir gerði hún það. Síð- astliðið vor lauk hún prófi sem sjúkraliði og sá þann draum sinn rætast. Ekki af veikum mætti heldur með 9 og 10 í öllum greinum ásamt frábærum vitnisburði frá öllum þeim deildum sem hún starfaði á sem nemi. Ég naut þess að verða trúnaðar- vinur hennar og hún sagði alltaf; „joað tekur enginn frá mér vonina“. Ég lærði margt af þessari ungu konu. Vonin gaf henni kjark og ástin til eiginmanns og einkadóttur sat í fyrirrúmi. Hún var svo stolt af stelp- unni sinni sem hún vissi að myndi standa sig í öllu sem hún tæki sér fyrir hendur. Síðast þegar við hittumst sagði hún mér frá draumi sem hana hafði dreymt. Draumurinn fjallaði um það að hún væri að bjarga börnum frá erfiðleikum. Ég er ekki draumspök kona en draumurinn lýsti henni. Fram að síðustu stundu var hún að hugsa um aðra, að bjarga, að hlúa að og sinna fólki sem ég trúi að hún geri áfram. Freysteinn, Monika, Vallý, Börk- ur, foreldrar Árnýjar og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur, guð styrki ykkur. Brynja Einarsdóttir. Ég kynntist Öddu er við hófum að vinna saman fyrir rúmum 20 árum. Við urðum strax ágætir kunningjar og breyttist það síðar í góðan vin- skap. Ádda kom strax fyrir sjónir sem mjög ákveðin stúlka sem vissi hvað hún vildi og sést það best á því að hún hafði bæði eignast sína eigin íbúð og sitt eigið hesthús fyrir tví- tugt. Adda var manneskja sem þú gast treyst fyrir þínum innstu leynd- armálum og hún gat talað um öll þín vandamál við þig í mikilli einlægni. Eitt dæmi með þagmælskuna vai’ það að þegar Adda gekk með Mon- iku þá vissu sumir vinnufélagarnir ekkert um það fyrr en viku eftir að Monika fæddist. Á meðan Adda bjó í Hlunnavoginum var yndislegt að koma þar í heimsókn, alltaf gott kaffi og eitthvað nýbakað með því og mjög líklegt að Adda væri sest við ein- hverjar hannyrðir bara til þess að hafa eitthvað að gera því það virtist ekki eiga við hana að hafa ekkert fyr- ir stafni og það einhvern veginn lék allt í höndunum á henni. Ef enginn svaraði í kjallaraíbúðinni þá mátti búast við að finna hana á efri hæð- inni, þá að baka með mömmu sinni eða taka slátur sem henni þótti nú ekki leiðinlegt. Einnig gat hist á að Adda væri ekki heima og þá var ekki ólíklegt að hún hefði skroppið í hesthúsið með Begga en með þeim var alltaf mjög gott sam- band enda var hann henni sem faðir alla tíð og gerði aldrei upp á milli Öddu og Astu systur hennar og náðu þau Beggi á allan hátt vel saman svo sem maður varð vitni að, bæði í vinnu og eins þann tíma sem ég stundaði hestamennsku með þeim. Já, hestamennskan, þar naut Adda sín vel og fékk ég að njóta þess að fara í útreiðartúra með henni á með- an hún átti hesthús í Mosfellsbænum og var Adda ein af þeim sem reyndu að kenna mér að sitja hest en með Öddu var það þannig að það var sama hversu oft maður kom með hnakkinn heim undir hendinni, þá hló hún ekki að manni, brosti kannski, heldur sendi mann á bak aftur og af stað, aldrei að gefast upp. I vinnunni var Adda mjög röggsöm og lét Beggi hana oft um að stjómast í okkur strákunum og þótti okkur nú oft nóg um en hlýddum henni alltaf því hún var svo skemmtilega ákveðin og það vai’ nú ekki sagt um alla sem reyndu að stjórnast í okkur. Eftir að Adda flutti upp á Akranes kom ég nokkrum sinnum á Vallarbrautina en eftir að þau fluttu í Grenigrundina kom ég aldrei í heimsókn en var á leiðinni í öllum jólakortum og í því síðasta var ég undir Akrafjallinu. Elsku Adda ég vona að ég eigi eftir að komast alla leið í Grenigrundina en það verður tómlegra að koma þar án þín. Élsku Freysteinn, Monika, Inga, Beggi, Ásta og aðrir aðstandendur, um leið og ég og fjölskylda mín vott- um ykkur innilega samúð trúum við því að drottinn taki opnum örmum á móti góðri sál. Felix Sigurðsson. Elsku Árný mín, þá ertu farin. Stríðinu stranga er lokið. Þú sýndir ótrúlega þrautseigju og styrk í þín- um erfiðu veikindum. Þakka þér fyr- ir samfylgdina og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Ég veit að þú verður í kallfæri þegar ég kem. Guð geymi þig elskan. í mínum Guði ég huggun hef, hveiju sem öðru sælir, mig á hans vald og vilja gef veit ég það hann mín gætir, SJÁNÆSTUSÍÐU + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓNSSON frá Asparvík, Hamraborg 14, Kópavogi, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Fossvogi föstudaginn 17. nóvember. Guðmunda S. Halldórsdóttir, Samúel Richter, Ólöf Svava Halldórsdóttir, Ágúst Árnason, Gísli Halldórsson, Ása Margrét Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar ástkæri BRYNLEIFUR KONRÁÐ JÓHANNESSON, Frostafold 40, Reykjavík, lést þriðjudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 22. nóvember kl. 13.30. Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Gísli Helgason, Jóhannes Brynleifsson, Sigríður Garðarsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og systkini hins iátna. + Faðir okkar og tengdafaðir, VALGARÐUR ÞORKELSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum föstudaginn 17. nóvember. Sigurður Valgarðsson, Óskar H. Valgarðsson, Kolbrún Karlsdóttir, Anna S. Vaigarðsdóttir, Theódór Ingólfsson, Valgarður Valgarðsson, Þórunn Siemsen, Fanney Valgarðsdóttir, Ólafur Óskarsson. + Bróðir okkar, GARÐAR VILBERG GÍSLASON, Claremont, New Hampshire, U.S.A., áður Fálkagötu 13, er látinn. Sigrún Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir, Anna Sigríður Gísiadóttir Neville, Aðalheiður Erna Gísladóttir. + Frænka okkar, AUÐUR EINARSDÓTTIR, frá Garðhúsum, í Grindavík, síðast til heimilis á Dalbraut 27, lést föstudaginn 17. nóvember. Frændsystkinin frá Garðhúsum. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA HÁKONÍA STURLUDÓTTIR, elliheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju, Mosfells- bæ, á morgun, mánudaginn 20. nóvember, kl. 15.00. Sölvi Sölvason, Guðrún K. Þorsteinsdóttir, Andrés Sigurbergsson, Dís Aðalsteinsdóttir, Hlynur Sigurbergsson, Ingibjörg Sigmarsdóttir, Ragnar Sigurbergsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.