Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ✓ Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur er sitjandi formaður Jöklarannsóknafélags Islands og er að ljúka þriðja árí sínu í þeim stóli. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Magnús um jöklamennsku fyrr og nú og hvernig hlutverk JÖRFI hefur breyst í áranna rás. MAGNÚS Tumi er ung- ur maður sem fáir þekktu utan hans nánustu og kollegar, eða þar til Vatnajök- ull rumskaði með látum á síðasta ára- tug og eftirminnileg eldgos með til- heyrandi hlaupum brutust út í Gjálp og Grímsvötnum. Þai- var Magnús Tumi í eldlínunni, í viðtölum við fjöl- miðla úti um allt og allt í einu var hann orðinn landsþekktur maður. Magnúsi þykir JÖRFÍ vera stór- merkilegur félagsskapur og hefur ör- ugglega margt til síns máls. Hann segir félagið afsprengi þess að áhugi manna á jöklum vaknaði með aukinni ferðamennsku er leið á öldina, en peningar voru ekki fyrir hendi til að fjármagna rannsóknir. Félagsskapur vísindamanna og ferðamanna sem vinnur störf sín í sjálfboðavinnu og stuðlar að uppbyggingu ómetanlegr- ar aðstöðu í krafti samtakamáttar og sér stofnunum og fyrirtækjum fyrir mannskap til að halda utan um hvers kyns rannsóknir. „Það er styrkur JÖRFÍ, að fólk sem kynnist þessu vill ekkert hætta og stoppar lengi hjá okkur. Þá erum við svo heppin að í félagið hafa alltaf sótt mjög klárir menn, oft iðnaðar- menn, sannkallaðir þúsundþjala- smiðir, sem sjaldan verður ráðafátt. Svoleiðis menn eru nauðsynlegir á jöklum þar sem langt er í næsta verk- stæði. En áhugafólkið kemur úr öll- um áttum og jöklamennskunni hefur alltaf fylgt rómantík, spenna og ævin- týramennska," segir Magnús Tumi. Eru þið þá spennufíklar? „Menn hafa velt þessari spumingu margsinnis upp, af hverju leita menn í þetta? Það hefur orðið fátt um svör. I rannsóknarferðum forðast menn óþarfa áhættu og brölt, enda skilar slíkt yfirleitt litlum árangri. Hins vegar er það engin launung, að vís- indamenn í rannsóknum upplifa gjarnan mjög spennandi augnablik í starfi sínu og ef það er hægt að sam- eina það við rannsóknir á náttúrufari þar sem stórkostlegir hlutir gerast og menn hafa enga stjóm á, verða bara að bíða og sjá hver framvindan verður, þá er komin umgjörð sem hlýtur að heilla. Þetta þekkir útivist- arfólk sem hefur kynnst landi sínu, enda er það fjölmennt í þessum fé- lagsskap." En það er tæplega sama rómantík- in yfir vötnunum nú til dags, öll um- gjörðin miklu léttari þökk sé tækn- inni o.s.frv.? „Já, já, það er margt til í því. Nú orðið fara menn víðar um á meðan á rannsóknarleiðöngrum stendur og koma meiru í verk. Vorferðimar em gjaman tíu daga leiðangrar og það em fjórir til fimm hópar á ferðinni í einu og em að sinna 7-8 verkefnum. Það er minna um að menn sitji í kofa á meðan aðstæður em slæmar og bíði og kynnist vel, syngi og skemmti sér á meðan. Menn nota GPS-staðsetn- ingartæki og sigla eftir þeim og einn- ig má nefna að aðstaðan er orðin afar góð, t.d. á Grímsfjalli þar sem við hit- um húsakynnin með hitaveitu og höf- um m.a. gufubað til afnota. Nú em allir stroknir, greiddir og rakaðir á jöklum þar sem menn sátu áður allir jafn skítugir og órakaðir. Ekki að það hafi verið nein sérstök rómantík í því. Samt, þrátt fyrir þessa athugasemd þína, þá er ekki lengra síðan en í vor- ferðinni 1999 að við hímdum veður- tepptir í þrjá sólarhringa í snar- vitlausu veðri með helming far- aríækjanna fyrir utan húsin í lama- sessi.“ Pér er tíðrætt um Vatnajökuí? „Já, Vatnajökull er virkasta svæð- ið. Þar verða Grímsvatnahlaupin, Skaftárhlaupin. Þar em eldgosin tíð- ust. Sögulega séð er þar mest að ger- ast og svo er hann líka stærstur. Allra síðustu árin hafa Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull orðið virkari, en nú em aðrir tímar, JÖRFI er ekki lengur í forystu með að skipuleggja rannsóknir og aðrir aðilar vakta og fylgjast með Mýrdalsjökli og Eyja- fjallgjökli. Hins vegar emm við ekki bundin alfarið við Vatnajökul. Við er- Morgunblaðið/RAX Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur stendur við vatnið sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið 1998. Að upplifa spenn- andi augnablik um með aðstöðu í Langjökli og alla tíð hefur hluti okkar rannsókna náð til margra jökla og þá er ég að tala um mælingar á jöðrum skriðjökla. Em þeir að hopa, em þeir að skríða? A fimmtíu áram fæst ómetanleg vitneskja um hvemig jöklar bregðast við breytingum í veðurfari." En hvað eruð þið helst að gera á Vatnajökli? „Það er æði margt og margir vís- indamenn og stpfnanir sem þar eiga hlut að máli. Á Grímsfjalli er t.d. sjálfvirk veðurstöð og jarðskjálfta- mælii-, sá eini sem er inni á jöklinum. Þá em gerðar alls konar mælingar, t.d. á vatnshæð Grímsvatna, ákomu og leysingu á jöklinum, ísskriði og hreyfingum jarðskorpunar. Gríms- vötn em t.d. að tútna út í rólegheitum og þar gæti vel gosið aftur á næstu ámm. Reynslan sýnir að við eram að fara inn á tímabil mikillar virkni sem getur varað i áratugi. Það liðu aðeins tvö ár á milli gosanna í Gjálp og Grímsvötnum, en að jafnaði hafa eld- gos orðið á um það bil fimm ára fresti á meðan svona tímabil hafa staðið yf- ir á liðnum öldum.“ Pama komum við kannski að há- punkti starfsins og jöklamennskunn- ar, návígið við náttúruöflin í sínum ægilegasta ham? „ Já, ef til vill. Eins og ég gat um áð- an þá eiga vísindamenn í rannsókn- um oftast mjög spennandi augnablik. Meira að segja á skrifstofunni getur slíkt átt sér stað, augnablikið er upp- götvun er gerð eða eitthvað nýtt og hulið lítur dagsins ljós. En uppi á Morgunblaðið/Magnús Tumi Þorsteinn Jónsson og Árni Páll Ámason gera við „snittvél" sem er hluti snjóbors. jökli þar sem eldgos stendur yfir eða er nýafstaðið getur orðið spennu- þmngið andrúmsloft. Dæmi um þetta er Gjálpargosið, en þar gerðust stór- kostlegir hlutir. Það var mikil eftir- vænting fyrir vorferðina okkar á Vatnajökul árið 1997 því það var fyrsta sumarið eftir gosið. Til að komast að gígnum þurfti að ganga 3 km leið, á köflum torfæra, inn eftir gosgjánni sem myndaðist í jöklinum í gosinu. Þetta var feikilega spennandi ferð, ekki vegna þess að hún væri erf- ið heldur var þama allt nýtt og við höfðum ekki áður séð þetta nýja land nema úr lofti. Þarna fundum við fjallstind, toppinn á fjallinu sem myndaðist í gosinu. Vísindamenn og áhugamenn era eflaust allir með það sama í huga þegar þeir ganga á vit landsins, helst að upplifa eitthvað sem er á sinn hátt einstakt. Þarna skoðuðum við land sem við vissum að yrði allt öðm vísi seinna, enda var þetta allt komið undir vatn seinna um sumarið og um veturinn hvarf fjalls- tindurinn í jökulinn. Svipað mætti segja um ferðir okk- ar upp á jökul eftir Grímsvatnagosið. Síðastliðið sumar var orðið til mikið lón sem lítið hafði borið á áður áður. Við settum gúmbát út á lónið og sigldum um það, mældum vatnshita og dýpi og reyndum að átta okkur á því hvernig svona lón héldist við. Það er mikil upplifun að taka þátt í svona nokkm og má næstum segja að starf- ið allt sé happdrætti og svona augna- blik eins og ég hef lýst séu vinning- arnir,“ segir Magnús Tumi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.