Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bandarík- in orðin höfuðdvin- ur Kína Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa batnað mikið undanfarinn áratug en samt er augljóst, að þau hafa versnað nokkuð síð- ustu tvö árin. Kemur ýmislegt til, ekki síst deilan um Taívan og einnig innanlandsþró- unin í Kína. Þar er verið að kasta út komm- Reuters únisma fyrir þjóðernishyggju og slík hug- myndafræði þrífst ekki nema eiga sér ákveðinn óvin. I Kína er jafnvel rætt um styrjöld milli ríkjanna á næstu tíu árum. The Washington Post. Jiang Zemin, forseti Kína, og Qian Qichen aðstoðarforsætisráðherra ræða við Bill Clinton Bandaríkjaforseta á fundi APEC, Efnahagssamvinnuráðs Asíu og Kyrrahafsríkja, í vikunni. KÍNVERSK stjórnvöld gáfu í annað sinn út Hvíta bók um varnarmál 1998 og þar var 10 sinnum minnst á Bandaríkin og ávallt með fremur já- kvæðum hætti. í þriðju Hvítu bók- inni, sem kom út í síðasta mánuði, kveður við annan tón. Þar er vikið að Bandaríkjunum 13 sinnum og 11 sinnum með neikvæðum hætti. Þess- ar tölur eru til marks um mikilvæga stefnubreytingu, sem á vafalaust eft- ir að mæða mjög á þeirri ríkisstjórn, sem tekur á næstunni við í Banda- ríkjUnum. Kínverska stjórnin er farin að líta svo á, að Bandaríkin séu helsti þröskuldurinn í vegi fyrir uppgangi Kína sem stórveldis í Asíu. í opinberum tilkynningum, í dag- blöðum, bókum og í viðtölum við embættismenn verður það æ algeng- ara, að Bandaríkjamönnum sé lýst sem höfuðóvininum, og í hermála- tímaritum og málgögnum hersins er ALEKSANDAR Dimitrov, utan- ríkisráðherra Makedoníu, kom síð- degis á föstudag í vinnuheimsókn til íslands og átti viðræður við Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra. A blaðamannafundi eftir fund ráðherranna í Þjóðmenningarhús- inu við Hverfisgötu lýstu þeir báðir yfir vilja til að efla samskipti ríkj- anna, einkum á efnahagssviðinu, en viðskipti milli landanna eru mjög lítil eins og er. Stuðningur við NATO- og ESB-umsókn Dimitrov vakti athygli á því, að viðskiptabannið á Júgóslavíu hefði valdið efnahagslífi Makedoníu miklum búsifjum, sem og stríðið í Kosovo sem olli því að alls um 360.000 flóttamenn, flestir Kosovo- Albanar, leituðu hælis í Makedon- íu. Makedónsk stjórnvöld byndu því miklar vonir við umbyltinguna í Serbíu, en Makedonía er eitt lýð- velda gömlu Júgóslavíu, landlukt, og er frá fornu fari viðskiptalega nátengt Serbíu og öðrum grann- ríkjum sínum á Balkanskaga. opinberlega fjallað um líkur á því, að styrjöld bijótist út milli Kína og Bandaríkjanna út af Taívan. Styijöld yfírvofandi? „Nýtt vígbúnaðarkapphlaup er hafíð,“ sagði Liu Jiangjia, foringi í kínverska hernum, í tímaritsgrein. „Stríð er ekki langt undan.“ Þessi nýja afstaða á rætur í þeirri trú margra Kínverja, að Bandaríkja- menn vilji ekki, að Kína verði öflugt ríki. Jafnvel hófsamir fræðimenn hafa látið í ljós ótta við, að þrátt fyrir mikil viðskipti, rúmlega 8.000 millj- arða ísl. kr. á síðasta ári, muni koma til átaka milli ríkjanna á næstu tíu árum. „Afstaða Kínverja til Bandaríkja- manna hefur breyst verulega frá 1998,“ sagði Shen Dingli, sérfræð- ingur í afvopnunarmálum við háskól- ann í Shanghai. „Bandaríkjunum er Lýstu ráðherrarnir áhuga á því að samstarfs- og viðskiptamögu- leikar milli íslands og Makedoníu verði kannaðir með markvissum hætti. Halldór lýsti stuðningi íslenzkra nú lýst sem ógnun við öryggi Asíu- og Kyrrahafsríkja. Það hefur aldrei fyrr verið tekið jafn djúpt í árinni og ég held, að Kína sé að undirbúa meiriháttar átök við Bandaríkin." Kínastjórn lítur svo á, að Banda- ríkin komi í veg fyrir, að hún nái tveimur helstu markmiðum sínum: Sameiningunni við Taívan, sem litið er á sem táknræn lok þeirrar auð- mýkingar, sem Kínverjar hafi mátt sæta af hendi útlendinga í 150 ár, og yfírráðum yfír hinum mikilvægu skipaleiðum í Suður-Kínahafí, en eft- ir þeim fer megnið af olíuflutningum til heimshlutans. Engin skýr stefna Þótt samstaða virðist vera um að líta á Bandaríkjamenn sem höfuð- óvininn virðist forystan samt ekki vera á einu máli um viðbrögðin. Nú- verandi stefna Pekingstjómarinnar er endurbætt útgáfa af stefnu Maós á sjötta áratugnum. Hún felst í því að vera á öðru máli en Bandaríkin í mörgum málum, til dæmis hvað varðar Irak, Iran og Slobodan Milos- evic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, og einnig hvað varðar réttinn til af- stjórnvalda við umsókn Makedóníu um aðild bæði að Atlantshafs- bandalaginu og Evrópusamband- inu, en innganga í þessi tvö ríkja- bandalög eru hornsteinar utan- ríkisstefnu Makedóníu eins og skipta af öðrum ríkjum af mannúð- arástæðum og tilraunir til að hefta útbreiðslu langdrægra eldflauga. „I raun er ekki um að ræða neina skýra stefnu," segir Shi Yinhong, sérfræðingur í alþjóðlegum sam- skiptum. „Það er ekkert auðveldara en að útmála Bandaríkin sem óvin en það segir ekkert um það hvemig skuli bregðast við bandarískum yfir- ráðum; hvernig bregðast skuli við þeirri lýðræðisbyltingu, sem fer um alla heimsbyggðina; við alþjóðavæð- ingunni eða því fullveldisafsali, sem felst í aðild að Heimsviðskiptastofn- uninni." Það er ýmislegt, sem Kínverjar nefna, þegar þeir rökstyðja hina nýju skoðun sína á Bandaríkjunum. Stækkun NATO; nýjar reglur um sameiginlegar aðgerðir Bandaríkja- manna og Japan á svæðinu kringum Japan; bandarísk þingskýrsla þar sem fullyrt er, að Kínverjar hafí stundað umfangsmiklar njósnir í Bandaríkjunum í tvo áratugi; heim- sókn Zhu Rongjis forsætisráðherra í Bandaríkjunum á síðasta ári þegar honum mistókst að fá samþykki fyrir aðild að Heimsviðskiptastofn- hinna Austur-Evrópuríkjanna. Sagðist Halldór telja að Makedón- íumenn hefðu staðið sig vel í að fylgja aðildaraðlögunaráætlun NATO, en þess væri þó tæplega að vænta að Makedónía yrði á meðal rikja sem NATO byði inngöngu næst þegar stækkunarferli banda- lagsins verður endurskoðað, árið 2002. Að sögn Halldórs væri inn- ganga Makedóníu í ESB íslandi fagnaðarefni vegna þess að þar með stækkaði jafnframt Evrópska efnahagssvæðið. Sagði Halldór að sem Evrópuríki fyndi Island til meðábyrgðar á því að tryggja stöðugleika og frið á Balkanskaga og reyndu Islending- ar því að leggja uppbyggingarstarfi þar lið með margvíslegum hætti. Lýsti Dimitrov yfir ánægju sinni með þá virkni sem íslendingar sýndu í að stuðla að friði og stöð- ugleika í þessum hluta Evrópu. Dimotrov, sem er fyrsti ráðherr- ann úr ríkisstjórn Makedoníu sem sækir ísland heim, þáði kvöldverð í Ráðherrabústaðnum á föstudags- kvöld en hélt af landi brott á laug- ardagsmorgun. uninni og auk þess er Kínastjórn ákaflega andvíg hugmyndum Bandaríkjamanna um eldflauga- vamakerfi og óttast, að það verði selt til Taívans. Ekki þarf heldur að minna á reiði Kínverja vegna árásar- innar á kínverska sendiráðið í Bel- grad í maí í fyrra en þeir neituðu að fallast á þær útskýringar Banda- ríkjastjórnar, að um slys hefði verið aðræða. I Hvítu bókinni um varnarmál, sem kom út í síðasta mánuði, segir, að „engin raunveruleg breyting hef- ur orðið á hinu gamla, rangláta og vitlausa kerfí alþjóðastjórn- og efna- hagsmála". „Stefna sumra stórvelda (Bandaríkin) er ennþá íhlutun, yfir- gangur og efnahagsleg áþján, sem skerða fullveldi, sjálfstæði og þróun margra ríkja og eru ógn við frið og öryggi.“ Hin nýja rfldstrú, þj óðernishy ggj an Deng Xiaoping, fyrrverandi leið- togi Kína, beitti sér fyrir umbótum á fjórum sviðum og efst á blaði voru efnahagsmálin en varnarmálin neðst. Kínverskir og bandarískir stjómmálafræðingar telja hins veg- ar, að nú hafí áherslan á varnarmálin verið aukin, aðallega vegna Taívans og harðari afstöðu til Bandaríkj- anna. Innanlandsmálin koma líka við sögu. Kínverskir ráðamenn em að taka upp nýja ríkistrú, skipta út kommúnismanum fyrir þjóðernis- hyggju, og til þess þurfa þau að eiga sér óvin. Hinn nýi, pólitíski rétttrún- aður beinlínis ki-efst andúðar á Bandaríkj amönnum. Endurnýjunin í kínverska hernum hefur aðallega snúist um kjarnorku- vopn, eldílaugar og öryggi þeirra og auk þess hafa verið keyptar ormstu- þotur, tundurduflaslæðari og kafbát- ar frá Rússum. Geta kínverska hers- ins er eftir sem áður takmörkuð og í skýrslu, sem kínverska öryggis- málaráðuneytið lét taka saman á síð- asta ári, segir, að bilið milli Banda- ríkjanna og Kína hvað hernaðarmátt varðar muni enn breikka á næstu 35 ámm. Kínversku leiðtogarnir hafa hvað sem þessu líður verið að minna her- foringjana á, að efnahagsþróunin sé ennþá forgangsmál, og Jiang Zemin forseti gagnrýndi nýlega herinn fyr- ir að vera með hræðsluáróður í því skyni að fá aukin framlög. Shi Yinhong, fyrrnefndur sér- fræðingur í alþjóðamálum, segist telja, að samskipti næstu Banda- ríkjastjórnar við Kína muni hafa mikil áhrif á framvinduna. „Hún má hvorki vera of hrædd né of óákveð- in,“ segir hann. „Þegar allt kemur til alls hafa Bandaríkjamenn miklu meiri áhrif á Kínverja en Kínverjar á þá.“ Utanrikisráðherra Makedoníu í vinnuheimsókn Vilji til eflds samstarfs Morgunblaðið/Kristinn Aleksandar Dimitrov, utanríkisráðherra Makedoníu, á blaðamanna- fundi ásamt Halldóri Ásgrímssyni í Þjóðmenningarhúsinu á föstudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.