Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Bakatil við Kirkjuveginn. Ein mynda Ólafíu Ásmundsdóttur i bókinni Úr sumarsænum. Myndaalbúm úr V estmannaeyj um BÆKUR Ljósmyndir ÚR SUMARSÆNUM Eftir Ólafíu Ásmundsdóttur. Hönn- un: Ólafía Ásmundsdóttir og Arnar Guðmundsson. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Ólafía Ásmundsdóttir, 2000.80 bls. Verð kr. 3.900. ÁSTÆÐUR íyrir útgáíu ljós- myndabóka eru margvíslegar. Þegar Ijósmyndarar gefa út úrval mynda sinna, hafa þeir yfirleitt verið að þroska persónulega sýn og safna ljós- myndum saman í einhver ár. Síðan binda þeir í bók úrval mynda sem þeim finnst tímabært að komi íyrir augu áhorfenda. I Vestmannaeyja- bókinni Ur sumarsænum horfir nokk- uð öðruvísi við. Höfundurinn og út- gefandinn, Ólafía Ásmundsdóttir, út- skýrir í formála að nokkur undanfarin ár hafi hún átt sér þann draum að búa til ljósmyndabók um Vestmanna- eyjar, þar sem hún er fædd og upp- alin „og gera þannig hinni undurfögru og fjölbreyttu náttúru Eyjanna nokk- ir skil. Að lokum var þessi hugmynd jrðin svo ágeng að ég snaraði mér inn ljósmyndavörubúð, keypti góða myndavél, hengdi hana um hálsinn og flaug út í Eyjar með fyrstu ferð.“ Höfundurinn útskýrir þannig markmið sitt, að hún sé áhugaljós- myndari og að myndum hennar og Ásmundar Ingasonar, sem á ein- hverjar mynda bókarinnar, sé ætlað að taka fólk í einskonar ferð um Eyj- amar; hringferð um hásumartíð þar sem fegurð og, fjölbreytileiki náttúr- unnar njóta sín.i Útkoman verður alúðlegt ljós- myndaalbúm með Eyjamyndum. Eins og ferðamönnum er gjamt, er aðallega myndað í albirtu dagsins en sjaldan leitað eftir mildileika ljóssins kvölds eða morgna. Viðfangsefnið er nálgast blátt áfram og lítið gert til að greina á milli auka- og aðalatriða inn- an myndrammanna. Enda er það ekki tilgangurinn; hann er að sýna landið, náttúrana og byggingarnar; fólkið og það sem það er að sýsla. Myndimar em samt misáhugaverðar en einkum hafa lukkast vel myndir af húsum og öðmm mannvirkjum þar sem litimir leika saman. Úr sumarsænum er einlæg bók og fallega frá gengin, prentun og band með ágætum. Hún er óvenjulegt inn- legg í íslenska ljósmyndabókaflóm en tekst það sem henni er ætlað að vera: heiðai'leg ástaijátning til Vestmanna- eyja. Einar Falur Ingólfsson Li óðmyndasýning LJÓÐMYNDASÝNING Ólafs Odds- sonar ljósmyndara og Sigmundar Emis Rúnarssonar skálds verður opnuð í húsakynnum Ingvars Helga- sonar hf. við Sævarhöfða nk. þriðju- dag kl. 18. Þetta er fyrsta samsýning þeirra en sýningin heitir Innúr skóginum og túlkar myndir og Ijóð, stemmningar og upplifanir inn úr skóginum í anda naumhyggjunnar. Sýningin er fyrsta verkefni Ingvai’s Helgasonar hf. af þessum toga en fyrirtækið hyggst í framtíðinni leggja aukna rækt við menninguoglistir. Sýningin verður opin fram í janúar. Ohrædd við að sleppa fram af mér beislinu Diddú bregður á leik á nýju geislaplötunni sinni. Á nýjum diski með Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur er að fínna perlur úr kvikmyndum og söng- leikjum 20. aldarinnar. Sigrún ræddi við Súsönnu Svavarsdóttur um það aðdráttarafl sem þessi tegund tón- listar hefur haft fyrir hana í gegnum tíðina. LJÓS og skuggar er heitið á nýj- um geisladiski þar sem Sigiún Hjálmtýsdóttir syngur nokkrar af pei’lum dægurtónlistarinnar á lið- inni öld. Á diskinum eru mörg af þekktustu lögum kvikmynda og söngleikja og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur flytjandi hljóðritar mörg af þessum vinsælu lögum með íslenskum textum. Á diskinum eru fjórtán lög og þar af eru þrettán á íslensku. Þetta era lögin Alltaf trú og trygg þér (á minn hátt) úr söngleiknum og kvik- myndinni „Kiss me Kate“, Söngur hjartans úr kvikmyndinni „Little Hearts" og söngleiknum „Spring is Here“, Efinn úr kvikmyndinni „Top Hat“, Ég bið þig um það eitt úr söngleiknum „Phantom of the Opera“, Fljúgum út í geim sem er úr fjölda kvikmynda og söngleikja, Við sólarlag úr kvikmyndinni „Casablanca“, Vögguljóð í stórborg úr kvikmyndinni „Golddiggers“, Fyrir ofan regnbogann úr kvik- myndinni „Wizard of Oz“, Sí og æ úr söngleiknum „Girl Crazy“, Ég man þitt mjúka bros úr kvikmynd- inni „Sandpiper", Ég læt mér bara leiðast hér úr kvikmyndinni „Sugar Shack“ og Hlægilegt líf úr söng- leiknum „A Little Night Music“. Aðeins eitt lag er á ensku á diskin- um en það er hið ofurseiðandi Can’t Help Loving That Man úr söngleiknum „Showboat." Hér kveður aldeilis við nýjan tón hjá Sigrúnu, þótt hún hafi hafið feril sinn í dægurtónlist og þegar hún er spurð að því hvers vegna hún hafi valið að hljóðrita tónlist sem öll er úr bandarískum kvik- myndum og söngleikjum, utan eitt sem er úr Phantom of the Opera, segir hún þetta hafa staðið til í tæplega áratug, hún hafi einfald- lega ekki verið tilbúin fyrr. „Það er svo skrítið," segir hún, „að eftir tíu ára óperusöngferil er auðveldara að koma aftur að dæg- urlögunum. Eftir því sem maður þroskast sem klassískur söngvari, verður frelsið meira í dægurtón- listinni, Ég byrjaði þar og það er eins og stemmningin sem maður byrjar á dvíni aldrei.“ Sung-ið af lífí og sál En nú er mikið af þessari tónlist samið fyiir þjálfaða söngvara. Er nokkurt vit í að reyna við lögin án þess að kunna eitthvað fyrir sér? „Það er ekki hægt að syngja þessa tónlist hvernig sem er. Þetta verður að vera raffínerað en í rétt- um stíl. Ég er líka dálítill prakkari í eðli mínu og maður verður að vera óhræddur að sleppa fram af sér beislinu þar sem það á við. Þarna eru lög sem ég hlustaði á þegar ég var að syngja „okkar eig- in tónlist" með Spilverkinu. Þá þótti ekkert smart að syngja ann- arra manna tónlist. En ég hlustaði mikið á Cleo Laine, Barbru Streis- and, Julie Andrews, Diönu Ross og margar fleiri söngkonur sem voru að syngja þessar klassísku ballöður og var mjög hrifin af þeim. Ég var líka heilluð af kvikmyndatónlist eins og titillögunum í James Bond. Þau voru alltaf sungin af alvöru röddum. Ég fann að þessar konur notuðu raddir sínar öðravísi. Þær notuðu allan kroppinn. Það var sungið af lífi og sál. Mér fannst söngleikja- og kvikmyndaheimurinn svo heill- andi og var svo heppin að komast í snertingu við hann sjálf. Fyrir tíu árum kom svo upp sú hugmynd að syngja þessa tegund tónlistar inn á disk en ég varð eig- inlega dálítið feimin gagnvart verk- efninu og vildi ekki gera það þá. Ég framkvæmi aldrei hlutina fyrr en ákveðinn partur af mér er alveg sannfærður um að rétt sé að Iáta til skarar skríða." Og það er ekki annað að heyra en að einmitt núna hafi verið rétti tíminn, vegna þess að rödd Sigrún- ar fellur einstaklega vel að þessum verkum enda segist hún verða að segja eins og er, að hún sé dálítið skotin í þessum diski og bætir við: „Ég fer alveg róleg að sofa á kvöldin." En nú eru til mörg þúsund lög úr söngleikjum og kvikmyndum. Hvernig valdirðu lögin? „Það er nú alltaf mesti höfuð- verkurinn, ásamt því í hvaða bún- ing eigi að setja þau en þar komu til Björgvin Halldórsson og kona hans, Ragnheiður Reynisdóttir, sem er alger sérfræðingur í þess- ari tegund tónlistar. Ég kom með langan lista af lögum sem mig langaði til að syngja og síðan köst- uðum við á milli okkar þessum hugmyndum þangað til við vorum komin með val sem sýnir góða breidd." Hvað varð til þess að þú réðst í að hljóðrita þessa tónlist núna? „Það sem endanlega ýtti mér af ISLANDSDEILD EPTA (Evrópu- samband píanókennara), mun dag- ana 22.-26. nóvember standa fyrir fyrstu íslensku píanókeppninni og er hún ætluð efnilegum píanónem- endum 25 ára og yngri. Keppnin er síðasti liður af þremur á dagskrá píanóhátíðar EPTA í samvinnu við Reykjavík - menningarborg ái-ið 2000. Tónlistarskóli Kópavogs og Sjóvá-Almennar styrkja einnig keppnina. Keppnin fer fram í Salnum, tón- listarhúsi Kópavogs, og er opin al- menningi til áheyrnar gegn vægum aðgangseyi’i. Verndari keppninnar er Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Keppt er í þremur flokkum: mið- nám (4-5 stig, ekki eldri en 15 ára), framhaldsnám (6-7 stig, ekki eldri en 19 ára) og háskólanám (ekki eldri en 25 ára). Forkeppni fyrir mið- og fram- stað núna var að ég var stödd í Alsaace í Frakklandi í fyrra og kynntist þá hefðarhjónum sem eru eðlisfræðingar. Þeirra ástríða fyrir utan fagið er tónlist úr söngleikj- um og kvikmyndum frá því tal- myndirnar hófust og fram til 1960. Þau sýndu mér ógleymanlegt myndband af laginu „Lullaby of Broadway“ í svart/hvítu frá 1935 og þetta myndband var þvílíkt meistaraverk að það kveikti alger- lega í mér. Þegar ég horfði á þetta myndband, vissi ég að nú væri rétti tíminn.“ Sigrún segist ánægð með hversu faglega Skífan hafi staðið að hljóðrituninni; þar hafi verið valinn maður í hverju rúmi. Auk Björg- vins Halldórssonar sem er upp- tökustjóri hafi þeir Þórir Baldurs- son og Veigar Margeirsson séð um útsetningar. „Hljóðfæraleikararnfr voru rjóminn úr íslenskum tónlist- arheimi, hvort sem voru blásarar, ryþmasveit eða strengir. Það var dekrað við mig af útgef- andans hálfu," segir hún og bætir við: „Enda borgar sig alltaf að vanda til hlutanna. Ég var líka mjög ánægð með íslensku útfærsl- una á textunum en þar voru þeir Gísli Rúnar Jónsson og Karl Ágúst Úlfsson að verki. Síðan fluttum við lögin eins og þau eru samin af höf- undunum. Það hefur nefnilega vilj- að brenna við í tímans rás að flytj- endur stytti lögin. Það er miklu meira sjarmerandi að syngja allt lagið. Það myndar betri heild.“ Aðspurð um framhald á þessum skemmtilega diski, segii1 Sigrún: „Ég gæti alveg hugsað mér að fylgja honum eftir einhvern tím- ann, vegna þess að ég kom ekki öllum þeim lögum sem mig langar til að syngja á hann.“ haldsnám verður haldin miðviku- daginn 22. nóvember og fyrir há- skólanám fimmtudaginn 23. nóv- ember. Úslitakeppni í öllum flokkum verður laugardaginn 25. nóvember. Sunnudaginn 26. nóvember kl. 14 verða veitt verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum flokki. Sigurvegarar hvers flokks munu koma fram og leika fyrir áheyrendur. Keppendur velja verk frá ákveðn- um tímabilum tónlistarsögunnar samkvæmt uppgefnum verkefnalist- um fyiir hvern flokk fyrir sig. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld hefur samið verkið Sindur fyrir úr- slit keppninnar í efsta flokki. Dómnefnd skipa fimm dómarar: Halldór Haraldsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Gísli Magnússon, Anna Þorgrímsdóttii' og formaður dómnefndar er prof. Malcolm Troup. Píanókeppni í Salnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.