Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FISKELDISKAFLINUMER TVÖ í NAFNIFRAMSÓKNAR HVAÐ er það sem fær framsóknar- ráðherrana aftur og aftur til að gera atlögu að íslenskri náttúru í stað þess að standa vörð um hana? Spyr sá sem ekki veit. Undanfarin ár hafa landsmenn orðið vitni að því að spill- ing og siðleysi í íslenskri pólitík er nánast rekin fyrir opnum tjöldum og hafa framsóknarmenn þar farið fremstir í flokki. Halldór Ásgríms- son vælir yfír því að mönnum þyki óeðlilegt hvernig hann tengist kvótakerfinu þegar ráðherrar í öðr- um siðmenntuðum löndum væru búnir að segja af sér eða þá að landsmenn og fjölmiðlar væru búnir að knýja þá til þess að fara frá út af tengslum sínum við svona kerfí. Nei, hann vælir yfir því að fjölmiðlar hafi verið vondir við sig og hann eigi það ekki skilið og ekki mamma hans heldur. Halldór þrjóskast við og vælir og núna hefur Siv Friðleifsdóttir fundið það út að umhverfismat sé eitthvað sem gildi í öðrum löndum en ekki á íslandi og titillinn hennar sé ein- göngu til að réttlæta launin sem hún HÚSASKILTI Pantið tímanlega til jólagjafa. Klapparstíg 44, sími 562 3614 r fær. Úr því að Eyja- bakkamálið er í ein- hverjum vandræða- gangi þá er næsta mál á dagskrá að útrýma ís- lenska laxinum með erfðamengun, lúsfar- aldri og úrgangi. Og hvemig gerir maður það? Jú, nú eiga ein- hverjir menn, þóknan- legir Framsókn, að fá upp í hendumar leyfi fyrir risafiskeldi í Mjóafirði fyrir austan og víst víðar. Kæri les- andi, veist þú hvað er verið að tala um? Komið hefur í Ijós að bara úrgangurinn úr fyrirhuguðu fiskeldi á Mjóafirði yrði eins og frá 40.000 manna byggðarlagi. Alls liggja nú fyrir umsóknir um þrjár slíkar stöðvar á viðkvæmum fjörð- um, sem er meira umfang en saman- lagt allar sambærilegar fiskeldis- stöðvar á Atlantshafsströnd Kan- ada. Aðeins ein lítil fiskeldisstöð hefur ögrandi áhrif á vistkerfið og breytir því. Fjarðarbotnar geta beð- ið mikinn skaða af eða gjöreyðilagst þrátt fyrir hafstrauma. Sé tekið mið af reynslu Norð- manna má ætla að hvert úthlutað leyfi til fiskeldis sé mörg hundmð milljóna virði og varla getur það tal- ist eðlilegt að ríkið færi nokkmm velunnurum sínum þessi leyfi á silf- urfati og þó... reynslan sýnir okkur að slíkt gerist því miður og þú felur ekki tilgang ykkar Halldórs með þessari ákvörðun þinni, Siv. Allir vita að veiðimálastjóri er samþykk- ur þessari óráðsíu ykkar framsókn- armanna og þær raddir heyrast nú æ oftar að hann sé óhæfur til að tryggja framtíð íslenskra laxastofna. Pað hefur engin opinber undir- ---------------------------------- búningsvinna verið unnin, Siv. Og laga- rammi er varla til. Reglugerðir em af skornum skammti og aðlögun að þeim al- þjóðasamþykktum sem Island hefur gerst aðili að hefur ekki far- • ið fram. Um hvað talið þið Halldór þegar þið hittist að ræða þessi mál? Getur verið að þér sé bara sagt að þegja, Siv, og gera það sem hann segir þér að gera eða er bara verið að spjalla um mótor- hjól og augnskugga? Pú veist að allar Evrópuþjóðir hafa á undanfömum áram hraðað í gegn margvíslegum reglugerðum til að vernda umhverfið fyrir fiskeldi. í löndum eins og Skotlandi er í gildi Evróputilskipun um umhverfismat (85/337/EC, amended by Directive 97/11/EC) sem beinlínis gerir kröfu til að fiskeldi sem er ætlað fyrir 100 tonn eða meira eða nær til ’/io hekt- ara svæðis eða meira eða er áætlað að vera á viðkvæmu svæði fari skil- yrðislaust í umhverfismat. Á sama tíma hunsar þú að láta sérfræðinga fjalla um mál eldisstöðvar sem er áttatíu sinnum stærri. Halló! Er ekki allt í lagi hjá þér, vinan? Hvað ert þú að gera í þessu embætti? Get- ur verið að þú sért bara strengja- brúða Halldórs og þú framkvæmir svona hluti án þess að skammast þín, hvað þá meira? Þú talar um að Rússar séu að menga hafið. Þér væri nær að taka til í þínum eigin bakgarði og helst sem allra fyrst. Við erum stór hópur fólks sem er til- búinn að rétta þér hjálparhönd við tiltektina. Þegar aðrar þjóðir era nánast í örvæntingu að reyna að bjarga nátt- úru sinni og lífríki standið þið, berjið Er ekki kominn tími til að við, fólkið í landinu, spyr Bubbi Morthens, sýnum þessum háu herrum að við elskum landið okkar? ykkur á brjóst og hrópið: Til fjand- ans með náttúra Islands og lífríki. Gefum skít í hvað landsmenn era að hugsa. Byggjum álver, álver, álver og hefjum laxeldi. Náttúran er ekkert nema möl og grjót í ykkar augum. Siv, þú átt börn sem verða einn daginn fullorðin og þau munu hugsa og greina sannleik- ann á gagnrýninn hátt, eins og flestra barna er siður þegar þau stækka og sjá foreldra sína í réttu ljósi. Er þetta arfleifðin sem þú býð- ur þeim? Náttúran á undir högg að sækja alls staðar í heiminum. Það era til aðrar leiðir en þær sem þér er skipað að fara. Og Halldór, þú stöðv- ar ekki fólksflóttann suður með ál- veri eða laxeldi. Nei, þú verður að taka afleiðingum gjörða þinna. Fingraför þín era á kvótakerfinu og það er ein helsta ástæðan fyrir því að fólkið flýr suður. Þú léttir hvorki á samvisku þinni með álveri né lax- eldi. Og verið viss um það, bæði tvö og þið hin sem standið að þessum mál- um, að sagan mun dæma ykkur. Sá dómur verður vitnisburður fyrir komandi kynslóðir um það hvernig þið og ykkar líkar fóruð með landið. Og um leið verðum við hin ef til vill dæmd af sögunni sem sauðir sem höfðu tækifæri til að stöðva þessa firra en gerðum ekki neitt nema kjósa ykkur í þessar stöður og kalla þar með yfir okkur ógæfu sem við ættum þá líka skilið. En landsmenn. Enn er tími til að stöðva þessa þró- Bubbi Morthens un. Þetta er landið okkar en ekki þeirra sem haga sér eins og þeir ein- ir eigi það. Er ekki tími til kominn að við, fólkið í landinu, sýnum þess- um háu herram að við elskum landið okkar og að það á skilið að við verndum það og gætum þess fyrir fólki eins^og Siv Friðleifsdóttur og Halldóri Ásgrímssyni? Það má líka benda á það, Siv, að yfirvöld í Kanada hafa kynnt víð- tækar verndar- og aðhaldsaðgerðir varðandi laxeldi þar í landi. Það er sjávarútvegsráðuneyti Kanada sem mun greiða kostnaðinn við þær, 75 milljónir kanadadala, til viðbótar við fyrri fjárveitingar, og fer féð gagn- gert til viðnáms gegn áreiti laxeldis og tíl að skilgreina og afmarka skil- yrði þar að lútandi. Af ofangreindri fjárhæð munu 12 milljóntr dala renna til umhverfis- og vistfræði- rannsókna og 22,5 milljónir til þess að herða sjávareftirlit og kynna betri stjórnun á búsvæðum hafsins. Við vitum líka að þegar leikur á borð við þetta er stundaður hér á landi kaupa stjórnvöld sér stundum sérfræðinga sem eiga að sýna fram á að hann sé í lagi og þá er öllum meðulum beitt til að bleklg'a al- menning. Þetta hefur verið gert og verður gert hér sem og í öðram löndum þar sem ríkjandi valdhafar þurfa að keyra einhver mál í gegn í nafni lýðræðis. Þekkir þú það hug- tak, Siv? Nei, ég bjóst ekki heldur við því í Ijósi seinustu atburða á þessu sviði sem þú komst að. Þú gerðir það sem þér var sagt að gera. Ekkert helvítis umhverfismat. Lax- eldi í Mjóafirði skal verða í nafni Halldórs. Amen. Kæra Siv. Þú ert búin að standa þig hræðilega í embætti þínu. Ef þú getur ekki gert betur ættirðu að vera svo væn og sýna þá skynsemi að fara frá með þeirri sæmd sem eft- ir stendur. Hvað Halldóri viðvíkur þá er hon- um ekki viðbjargandi, þannig að við hin sem elskum landið verðum bara að bíða og vona að flokkurinn þurrk- ist út, sem hann er á góðri leið með að gera. P.s. Það verða íslenskir skatt- greiðendur sem munu borga brás- ann vegna þessa ævintýris. Og að auki munu Austfirðingar sitja uppi með lífvana firði ef af þessu verður. Með hæfilegri vinsemd og virð- ingu. Höfundur er tónlistarmaður og áhugamaður um veiði. Bónus fyrír korthafa Nú getur þú greltt með EUROCARD og MasterCard greiðslukortum í Bónus! Til leigu Nýtt skrifstofuhúsnæði í Bryggjuhverfinu Stœrðir: larðhœð: 560 m2 2. hœð: 585 m2 3. hœð: 540 m2 4. h. mitlil. 284 m2 Samtals 1.969m2 Glœsilegt 1.969m2 skrifstofu- og verslunarhúsnœði til leigu í nýja bryggju- hverfinu, sem ó sífettt vaxandi vinsœldum að fagna. Húsið er hannað af Birni Ólafs arkítekt og staðsett beint við hafnarbakkan með útsýni yfir smðbátahöfnina. Um er að rœða vandaða byggingu á 3 hœðum auk millllofts. Engar súlur eru í húsnœðinu. fjöldi bílastœða uppfyltir nýjustu kröfur skv. byggingarreglugerð. Frágangur og afhending: Verið er að leggja síðustu hönd á utanhússklœðningu og sameign og hœgt að afhenda húsnœðið fultinnréttað samkvœmt óskum leigjanda 1. febrúar 2001 eða Jafnvel fyrr. Þetta er húsnœði fyrir framsýna aðila. sem vilja skapa sér sterka ímynd í fallegu og friðsœlu umhverfi. Hafið samband og fáið teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar (Guðlaugur sími 896 0747). Verðlð gœtl komlð ð óvartl L 1 ^IGUUSTINN LEIGUMIÐLUN ATVINNUHÚSNÆÐI - SKIPHOLTI 50 B SIMI 511 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.