Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 12/11-18/11 ► MIKLIR erfiðleikar eru í rekstri hdtela og gisti- staða á landsbyggðinni. Nýting á landsbyggðar- hdtelum í oktdber var inn- an við 14%. Á sama tíma er mikil þörf á fleiri hdt- elum í Reykjavík þar sem hötelnýting er yfir 90% yfir sumarmánuðina. Heildarnýting á hdtelum í landinu fyrir utan Reykja- vík var að meðaltali 25% í oktöber. ► STEFNT er að at- kvæðagreiðslu um Reykja- víkurflugvöll í byrjun febrúar. Líklega verður kosið um hvort flugvöllur- inn skuli vera dbreyttur eða hvort innanlandsflug- ið skuli flutt til Keflavík- urflugvallar. Einnig er líklegt að boðið verði upp á óskilgreinda millileið. ► ISLANDSSÍMI hefur hafið að bjdða almenna símþjónustu og segja for- svarsmenn að fyrir þjón- ustuna greiði fólk lægra gjald en Landssfminn inn- heimtir. ► LÍTIÐ hefur miðað í kjaradeildu framhalds- skólakennara og ríkisins en verkfall hefur staðið sfðan 7. ndvember. ► ÍSLENDINGAR taka sæti við hlið Norðmanna sem stærstu framleiðend- ur áls í heiminum árið 2010 gangi eftir þau áform sem nú er unnið eftir að reist verði allt að 420.000 tonna álver á Reyðarfirði og í álveri Norðuráls á Grundar- tanga verði framleiðslan aukin samfara stækkun upp í 300.000 tonn á ári. Játar að hafa orðið Einari Erni að bana ATLI Helgason, 33 ára gamall við- skiptafélagi Einars Ai-nar Birgissonar, hefur játað að hafa orðið honum að bana að morgni miðvikudagsins 8. nóv- ember sl. Samkvæmt heimildum blaðs- ins var banamein Einars þungt höfuð- högg sem veitt var með einhvers konar áhaldi í Öskjuhlíðinni. Atli Helgason játaði á sig verknaðinn við yfirheyrslur á miðvikudag, þegar vika var liðin frá því Einar Öm hvarf. Hann vísaði lög- reglu á staðinn þar sem Einar fannst, í hraunsprungu vestan Grindavíkurveg- ar aðfaranótt sl. fimmtudags. Atli hef- ur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Grétar endurkjörinn forseti ASÍ GRÉTAR Þorsteinsson var endurkjör- inn forseti Alþýðusambands Islands til næstu tveggja ára á þingi ASI sl. mið- vikudag. Grétar hlaut 325 atkvæði eða 66,5% en Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri samtakanna, 157 atkvæði, eða 33,5%. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, var kjörinn varaforseti ASÍ og tillögur kjömefndar um 13 fulltrúa í miðstjóm vom sam- þykktar í atkvæðagreiðslu. Skipstjórnarmenn og Matvís boða verkfall MATVÍS hefur boðað verkfall á vinnu bakara, framleiðslumanna og kjötiðn- aðarmanna frá og með 24. nóvember sem tekur til alls um 1.200 manna. Skipstjórar og stýrimenn á kaupskip- um hafa boðað verkfall á kaupskipum frá og með 23. nóvember og Félag bryta og Félag matreiðslumanna sama dag. Boðað verkfall skipstjómarmanna nær til 98 manna sem starfa á kaup- skipum, oh'uflutningaskipum og feijun- um Heijólfi og Grímseyjarfeijunni. Barizt um Hvíta húsið fyrir dómstólum ÞÓTT forsetakosningar hafi farið fram í Bandaríkjunum á þriðjudegi i liðinni viku var í þessari engin niður- staða komin um hver yrði næsti hús- bóndi í Hvíta húsinu í Washington, demókratinn A1 Gore eða repúblikan- inn George W. Bush, þegar Bill Clint- on flytur þaðan í janúar. Deilan snýst um endurtalningu atkvæða í nokkrum sýslum Flórídaríkis sem demókratar vona að verði til þess að Gore komist aftur fram úr Bush en eftir venjulega talningu án utankjörstaðaatkvæða var sá síðamefndi með um 300 atkvæða forskot á Gore. Sá sem stendur uppi með fleiri atkvæði í Flórída og þar með hina 25 kjörmenn ríkisins verður for- seti. Hæstiréttur i Flórída úrskurðaði á fimmtudag, að halda mætti áfram handtalningu atkvæða í Palm Beach- sýslu sem hafði áður verið stöðvuð samkvæmt úrskurði Katherine Harr- is, innanríkisráðherra Flórída, en hún er repúblikani og dyggur stuðnings- maður Bush. Bush hafnaði á miðviku- dagskvöld tilboði Gores um að fallið yrði frá málaferlum ef handtalið yrði í öllum kjördæmum í Flórída og beðið með að lýsa yfir endanlegum niður- stöðum kosninganna þar til öll atkvæð- in, sex milljónir, hefðu verið endurtalin með þeim hætti. Á föstudagskvöld til- kynnti hæstiréttur Flórída að hann hefði bannað Harris innanríkisráð- herra að birta lokaúrslit forsetakosn- inganna á laugardag eins og hún hafði ráðgert, þ.e. um leið og úrslit talningar utankjörfundaratkvæða lægju fyrir. Akvörðun dómstóisins eykur líkurnar á því að demókrötum takist að knýja Harris til að viðurkenna niðurstöður handtainingar í sýslunum þremur. Hæstiréttur tekur áfrýjun demókrata á fyrri úrskurði dómara undirréttar, um að Harris hefði rétt til að hafna niðurstöðum handtalningar, fyrir á mánudagskvöld. Fagnaði Gore þess- um úrskurði hæstaréttar. ► UM 10.000 embættis- menn, sérfræðingar og fulltrúar hagsmunahópa frá yfír 170 löndum hófu á mánudag í Haag í Hol- landi tveggja vikna fram- haldsráðstefnu aðildar- ríkja loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ráð- stefnan er úrslitatilraun til að ná samkomulagi um framkvæmd Kyoto- bókunarinnar um aðgerð- ir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. ► TALSMENN Palestínu- manna kröfðust þess á fímmtudag, að öryggisráð SÞ ákvæði fyrir lok næstu viku hvort orðið yrði við kröfu þeirra um alþjóðlegt gæzlulið á Vesturbakkan- um og Gaza. Daglega létu fieiri lífið í óeirðum og átökum á sjálfstjórnar- svæðunum í vikunni, þar á meðal þýzkur læknir. ► ÞRIGGJA daga heim- sókn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta hófst í Víetnam á fimmtudag. Tugþúsundir Víetnama fögnuðu komu bandarísku forsetafjölskyidunnar þrátt fyrir að fjölmiðlar í landinu hefðu ekki sagt frá henni fyrirfram. ► MINNIN G ARATHÖFN um fórnarlömb eldsvoða sem varð í toglest í austur- ri'sku Ölpunum sl. laugar- dag fór fram í dómkirkj- unni í Salzburg á föstu- dag. Staðfest hefur verið að 155 manns hafi farizt í brunanum en þau gætu hafa verið a.m.k. einu fleiri. Fréttatilkynning frá lögreglunni í Kópavogi vegna hvarfsins og morðsins á Einari Erni Birgissyni Blóð í DNA-rann- sókn til N oregs MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá lögreglunni í Kópavogi vegna rannsóknar hennar á hvarfi og morði Einars Arnar Birg- issonar. Hún birtist hér í heild með milli- fyrirsögnum Morgunblaðsins: ,AHt frá því á aðfaranótt fimmtu- dagsins 9. nóvember sl. hefur lög- reglan í Kópavogi unnið að því að rannsaka hvarf Einars Arnar Birgis- sonar sem ekki hafði spurst til síðan um kl. 11 morguninn áður. Lög- reglan fann bifreið Einars Arnar á fimmtudagsmorgninum við Hótel Loftleiðir. Við rannsókn á bifreiðinni fundust blóðblettir. Þá þegar var rannsóknin sett í þann farveg að um sakamál værri að ræða þótt allir aðr- ir möguleikar væru kannaðir ítar- lega. Lögreglan, í samvinnu við Slysa- vamafélagið Landsbjörg og björg- unarsveitir, hóf mjög fljótlega um- fangsmikla leit að Éinari Emi víða á höfuðborgarsvæðinu og á Reykja- nesi. Fljótlega beindust grunsemdir að viðskiptafélaganum Rætt var við fjölmarga aðila sem hugsanlega gátu gefið upplýsingar og þar á meðal viðskiptafélaga Ein- ars Amar. Atriði sem hann sagði frá í skýrslu sinni vom könnuð sérstak- lega og fljótlega fóm grunsemdir lögreglu að vakna um að hann hefði ekki sagt þar rétt frá í öllum atrið- um. Til dæmis hafði hann sagt að hann hefði í hádeginu hinn 8. nóv. komið á ákveðinn veitingastað. Rannsókn leiddi hins vegar í ljós að það var rangt. Ljóst þótti þegar í upphafi að mál- ið yrði umfangsmikið. Leitað var að- stoðar embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í Reykjavík við rannsóknina og starfaði á þriðja tug lögreglumanna við rannsóknina. Þar á meðal voru til aðstoðar lögreglunni í Kópavogi lögreglumenn úr tækni- rannsóknarstofu, rannsóknardeild, efnahagsbrotadeild og tölvudeild ríkislögreglustjóra svo og rannsókn- ardeild og tæknideild lögreglunnar í Reykjavík. Einnig var fengin aðstoð frá lögreglunni í Keflavík og Hafnar- firði. Eftir þetta beindist rannsókn lög- reglu svo til eingöngu að viðskiptafé- laganum. Þegar nægjanleg rök vora fram komin fékk lögreglan skv. dómsúrskurði upplýsingar frá síma- fyrirtækjum um símanotkun Einars Arnar og hins granaða þennan dag og komu þá fram staðreyndir sem vora á skjön við framburð hins gran- aða. Lögreglan taldi rökstuddan gran vera kominn fram um aðild hins granaða að hvarfi Einars Arnar og fékk dómsúrskurð um heimild til húsleita. Hinn granaði var síðan handtekinn á heimili sínu síðdegis þriðjudaginn 14. nóvember sl. og húsleitir jafnframt gerðar á heimili hans, vinnustað og íbúð á hans veg- um. A heimili hans fundust m.a. skór og peysa með blóðblettum. Við rann- sókn á bifreið hins grunaða fundust einnig blóðblettir í farangursrými. Sundurorða í Öskjuhli'ð vegna fjármála Við fyrstu yfirheyrslu eftir hand- töku neitaði hinn grunaði sakargift- um og hélt fast við sinn fyrri fram- burð. Daginn eftir lagði lögreglan fram kröfu í Héraðsdómi Reykja- ness um gæsluvarðhald yfir mannin- um þar sem rökstuddur granur væri kominn fram um að hann hefði fram- ið afbrot sem gæti varðað við 211. gr. alm. hgl. Dómari frestaði málinu um einn dag vegna ástæðna sem vörð- uðu sakborninginn. Seint þetta kvöld játaði kærði við yfirheyrslu hjá lög- reglu að hafa orðið Einari Erni að bana um hádegisbil miðvikudaginn 8. nóvember með því að veita honum höfuðhögg með hamri eftir að þeim hafði orðið sundurorða vegna fjár- mála þar sem þeir vora staddir í Öskjuhlíð í Reykjavík. Einnig að hafa flutt lík Einars Amar síðan í farangursgeymslu bifreiðar sinnar út á Reykjanes þar sem hann kom því fyrir. Eftir tilvísan kærða fann lögreglan þá um nóttina líkið í hraungjótu hulið með hraunhellum nokkra metra frá vegslóða að malar- námu austan við Grindarvíkurveg. Daginn eftir úrskurðaði dómari sak- borning í 30 daga gæsluvarðhald. Gríðarleg vinna lögreglu á stutt- um tíma sem liggur að baki þessu máli og gott samstarf lögregluliða hefur gert það að verkum að þetta erfiða mál er nú upplýst í megin- atriðum. Þakkar lögreglan í Kópa- vogi öllum þeim sem aðstoðuðu við rannsóknina. Enn er þó óljóst um ýmis atvik þessa máls og rannsókn lögreglu hvergi nærri lokið. Frekari yfirheyrslur yfir sakborningnum eiga eftir að fara fram. Blóðsýni, sem fundust við rannsókn á fatnaði og bifreiðum, hafa verið send til Noregs til DNA-rannsóknar og niðurstaða krafningar liggur ekki fyrir. Kafarar úr sérsveit ríkislögreglustjóra- embættisins vinna nú að leit að áhaldinu sem notað var við verknað- inn og fleiri muna sem tilheyrðu Ein- ari Erni sem sakborningurinn kveðst hafa hent í sjó eftir voðaverk- ið. Fjölmiðlaumfjöllun um þetta mál hefur verið mjög mikil og ásókn fjöl- miðla eftir upplýsingum frá lögreglu hefur verið gífurleg. Með tilliti til rannsóknarhagsmuna verður lög- regla að gæta þess vandlega að gefa engai- upplýsingar, sem hugsanlega geta torveldað rannsókn málsins, til fjölmiðla eða annarra. Þetta verður lögreglan að hafa að leiðarijósi og þá jafnframt að þola gagnrýni fyrir að láta ekki upplýsingar frá sér. Lög- reglan getur hins vegar ekki unnið þannig að fara að leiðrétta villandi eða rangar frásagnir sem birtar eru í fjölmiðlum. Þannig getur lögreglan ekki með riokkra móti borið ábyrgð á hugsanlega röngum og ósönnum fréttaflutningi heldur einungis þeir fjölmiðlar sjálfir sem slíkt birta.“ Júlíus Vífíll Ingvarsson borgarfulltrúi á opnum fundi Göng undir Þingholtin JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi vill að Hringbrautin verði sú meginsamgönguæð sem tengist mið- borg Reykjavíkur og leggur til að gerð verði jarðgöng sem nái frá Sól- eyjargötu, undir Þingholtin og að mótum Lækjargötu og Geirsgötu. Þetta kom fram í máli hans á opn- um fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins á Hótel Borg í gærmorg- un. Júlíus Vífill fjallaði þar í fram- söguerindi um samgöngumál í borg- inni og sagði að forsendur svæðis- skipulags höfuðborgarsvæðisins, sem nú er verið að ljúka við, gerðu ráð fyrir að 700 þúsund ferðir væra farnar á dag á höfuðborgarsvæðinu, 96% þeirra með einkabíl en 4% með almenningssamgöngum. Ferðum bfla í borginni muni fjölga um 40-50% næstu áratugi. Þrátt fyrir það gerði núverandi aðalskipulag ekki ráð fyrir aukinni svokallaðri umferðarrýmd fram til 2016 og m.a. hefði borgarstjómar- meirihlutinn tekið mislæg gatnamót á horni Miklubrautar og Kringl- umýrarbrautar út úr aðalskipulagi, sem og veg um Hlíðarfót. Síðar- nefnda samgönguæðin væri hins vegar að nýju komin inn í forsendur svæðisskipulagsins, að tillögu þeirra dönsku arkitekta, sem að því vinna. Júlíus Vífill sagðist í vafa um að hið nýlega kynnta breytta umferðar- skipulag Hringbrautar mundi ganga upp því samkvæmt því væri umferð beint í 90° beygju af Hringbraut við Njarðargötu eða þá inn í miðbæinn um Tjarnargötu eða Bjarkargötu, sem ekki væri nógu góður kostur. Hann kvaðst því vilja að skoðaður yrði sá kostur að láta gera jarðgöng undir Þingholtin í framhaldi af Hlíð- arfæti og Sóleyjargötu og gætu þau opnast í hinn endann í grennd við væntanlegt tónlistar- og ráðstefnu- hús við austanvert hafnarsvæðið. „Ef við ætlum að byggja upp mið- stöð verslunar, mannlífs og menn- ingar í miðborginni verðum við að gera ráð fyrir að umferð komist þangað,“ sagði Júlíus Vífill og sagði stefnu meirihlutans á hinn bóginn þá að torvelda umferð til miðbæjarins. Undir þaki milli tónlistarhúss, menningarhúss og miðbæjar Bolli Kristinsson, kaupmaður og fulltrúi í miðborgarstjórn borgar- innar, kynnti nánar hugmyndir sínar um uppbyggingu menningar- og listahúss við suðurenda miðbakka hafnarinnar, í grennd við Hafnar- húsið. Nokkuð hefur verið sagt frá þeim hugmyndum í Morgunblaðinu. í máli Bolla á fundinum kom enn- fremur fram að hann hefur í sam- starfi við breskan arkitekt útfært hugmyndir um nánari tengingu þessa menningarhúss við tónlistar- og ráðstefnuhús með hóteli, sem stefnt er að. Hann gerir m.a. ráð fyr- ir að tengt verði milli tónlistar- og ráðstefnuhússins og nýja menning- arhússins og stórs hluta miðbæjar- ins með byggingum þannig að hægt verði að komast um miðbæinn að verulegu leyti undir þaki. 1.000 bflastæði í Arnarhól? Þá lagði hann til að Amarhóll yrði grafinn út og í honum gerð um 1.000 bflastæði, án þess þó að hrófla við útliti hólsins að teljandi leyti eða styttu Ingólfs Arnarsonar. Með þessu móti gæti hóllinn gegnt enn betra hlutverid fyrir samkomur í borginni. Þó mætti byggja meðfram Hverfisgötuhluta hólsins en slík staðsetning atvinnuhúsnæðis gæti orðið eftirsótt fyrir lögmenn og fjár- málafyrirtæki vegna nálægðar við dómstóla, Seðlabanka og fleiri stofn- anir. Hugmyndir Bolla gera jafnframt ráð fyrir að Kringlumýrarbraut og Sæbraut verði breikkaðar í 3 akrein- ar og að umferð frá Kalkofnsvegi að Mýrargötu fari um stokk eða jarð- göng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.