Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 35 Ríkir menn Einn helsti gallinn við tvískipt heil- brigðiskerfi er að það býr til afgerandi skiptingu ísamfélaginu ogljœrþeirri skiptingu viðurkenningaryfirbragð, svo hún færásig blœ eðlilegs ástands. A lvarlega ríkir menn hafa jafnan talið það rétt sinn að fá notið auðsmunar í samfé- lagi við sér lélegra fólk (það er að segja fátæka), og núna vilja þeir íslendingar sem telja sig til ríkra fá að kaupa sig fram til betri heilbrigðisþjónustu. Að minnsta kosti skjótari heil- brigðisþjónustu. Hvað mælir á móti því að fólk fái að ráða hvort það ver pening- um sínum í til dæmis nýjan bíl eða sjúkrahússvist? spyrja þeir eins og forviða skynsemdarmaður sem mætir óupplýstum út- nesjahikk. Og sá sjálfskipaði skynsemdar- forkólfur heldur áfram: Það er löng röð af fólki sem bíð- ur þess að komast í að- gerð, og það VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrimsson kemur öllum til góða að ég fái að nota mína eigin peninga - ef ég vil - til þess að fara úr röðinni. Þá styttist hún, og þar með biðin fyr- ir hina. Þessi röksemdafærsla hins upplýsta er reyndar, ef nán- ar er að gáð (og þarf svo sem ekki að gá neitt svakalega nánar), verulega gölluð. Það er kannski helst tvennt sem gerir rök hins upplýsta lítt sannfærandi. I fyrsta lagi: Þó svo að hann kaupi sig fram fyrir röðina skiptir það nákvæmlega engu fyrir þá sem eru á undan honum í röðinni. Ef eitthvað er, þá hefur hinn upp- lýsti gefið frat í þá sem voru á undan honum, og með gjörðum sínum í rauninni lýst því yfir að hann telji sjálfan sig skipta meira máli en þá. í öðru lagi: Með því að gera ríkum kleift að kaupa sig fram fyrir biðraðir í heilsugæslu er þeim ríku gert mögulegt að verða jafnari en aðrir. Þannig ýtir þetta enn frekar undir stéttskiptingu í samfélaginu. Bæði þessi atriði, sem talin eru hér á undan, eru eiginlega alveg bjánalega skýr mótrök gegn því að komið verði á tvískiptu heil- brigðiskerfi á íslandi. Þess vegna er erfitt að skilja hvers vegna menn eru að mæla slíku kerfi bót. En þess vegna er einmitt líka nauðsynlegt að reyna að átta sig á því hvaða hugsunarháttur geti búið að baki. Það kemur tvennt til gi'eina. Annars vegar að fylgismenn tvískipts kerfis telji shkt í raun öllum jafnt til hagsbóta, eða hins vegar að þessir tvískiptingarsinn- ar hreinlega vilji koma á svona skiptingu í trausti þess að þeir verði sjálfir - í krafti peninga sinna - alltaf á fremra farrými. Það er að segja, að tvískiptingar- sinnar séu einfaldlega ekki hlið- hollir jöfnuði. Þessi síðarnefndi kostur - að ríkir menn vilji beinlínis koma á tvískiptu kerfi - þarf ekki að vera fráleitur. Hvers vegna skyldu rík- ir menn ekki fá notið ríkidæmis síns þegar kemur að heilsugæslu, rétt eins og þeir fá notið þess þegar þeir fljúga til útlanda og geta borgað fyrir að vera á saga- klass þar sem þeir fá kampavín? Sennilega birtist hvergi eins greinilega peningabundin stétt- skipting eins og í farrýmisskipt- ingu farþegaflugvéla, og þar af leiðir að ekki er til auðveldari og áhrifaríkari leið til að sýna bæði sjálfum sér og öðrum að maður sé stórmenni sem hefur mikið um- leikis. Þetta byrjar strax á jörðu niðri. Maður getur gengið um borð þegar manni hentar en þarf ekki, eins og fátækur pöpullinn, að fara í röð. Maður er tjaldaður af frá skrílnum. Og þegar lent er fær maður að fara fyrstur út á meðan hinum lægra settu er haldið og þeir horfa á mann (eru þetta ekki áreiðanlega öfund- araugu?) stíga fyrstan á land eins og sæmir þeim forgöngumanni, sem maður er nú sannarlega orð- inn. Ríkir menn hafa lagt mikið á sig til að verða það sem þeir eru (ríkir, það er að segja) og jaðrar það ekki við að vera einhverskon- ar réttindabrot að þeir fái ekki að finna og njóta auðsins með þeim hætti sem er þeim sjálfum og öðr- um skýrastur? Það er, með því að þeir séu sýnilega metnir meira en þeir sem ekki eru ríkir. Þess vegna þarf það alls ekki að vera með öllu fráleit ályktun að ríkir menn (og talsmenn þeirra) séu í raun og veru mót- fallnir því að í samfélaginu ríki sem mestur jöfnuður þegar kem- ur að grundvallargæðum á borð við heilsugæslu. Aftur á móti eru líklega flestir sammála um að lítið sé við það að athuga að sumir geti keypt sér flottari bíla en aðrir, eða flogið á sagaklass. Einn helsti gallinn við tvískipt heilbrigðiskerfi (sem fylgismenn þess nefna „blandað") er sá, að það býr til mjög afgerandi skipt- ingu í samfélaginu og ljær þeirri skiptingu viðurkenningai-yfir- bragð þannig að hún fær á sig blæ eðlilegs ástands. Það er ein- faldlega þannig, samkvæmt þessu, að sumt fólk er á hærra plani en annað og því alls ekki óeðlilegt að þetta fólk hljóti skjót- ari afgreiðslu í hverju sem er. Eðli þessarar skiptingar er hið sama og eðli farrýmaskiptingar í flugvélum. Sumir fá kampavín og þurfa ekki að bíða í röð. Hinir fá fúlt kaffi og mega híma í keng. Svona úrvalshyggja er hvorki ný af nálinni né í eðli sínu forkastan- leg. Það er vel hægt að hafa þessa skoðun og jafnvel færa fyrir henni töluvert sannfærandi rök. Þess vegna er líklegt að ríkir menn, og talsmenn tvískipts heil- brigðiskerfis, séu, þegar öllu er á botninn hvolft, fylgismenn auk- innar stéttskiptingar í samfélag- inu. Þeir eru þar með andvígir jöfnuði, þótt þeir segist ekki vera það. En ef hægt á að vera að ræða af viti um leiðir til úrbóta í þreyttu heilbrigðiskerfi er nauð- synlegt að þeir sem vilja taka þátt í umræðunni geri sér grein fyrir grunneðli skoðana sinna og fari ekki í felur með það. Jöfnuður er á mörgum sviðum hvorki mögulegur né æskilegur, því hann getur heft góða og gef- andi samkeppni. En það eru svið mannlegs samfélags þar sem jöfnuðar er þörf. Jafnvel til þess beinlínis að gera samkeppni mögulega á öðrum sviðum. Til leigu verslunar- eða veitingapláss Til leigu 300 m2 verslunarpláss á annarri hæö í verslunarmiðstöðinni Firði í miðbæ Hafnarfjarðar, mjög góðir auglýsingagluggar. í húsinu er í dag rek- inn til dæmis banki, ÁTVR, 10-11 verslun, apótek ásamt fjölda annarra verslana. Næg bílastæði, meðal annars í bílakjallara, hugsanlegt að skipta í minni einingar, t.d. 100 m2 pláss. Upplýsingar í síma 897 - 6533. Glæsilegar bygg>ngadó«r til úthlutunar i Garöaoæ á Hraunsholti Alls verður 45 lóðum úthlutað við Greniás, Eikarás, Grjótás og Furuás og skiptast þær sem hér segir: Lóðir fyrir 26 íbúðir í rað- og parhúsum. 19 einbýiishúsaióðir. Lóðimar verða byggingarhæfar um mitt árið 2001. Allar upplýsingar um byggingar- og skipulags- skilmála ásamt umsóknar- eyðublöðum liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7. Einnig er hægt að sækja um lóð og fá upplýsingar á vef Garðabæjar www.gardabaer.is Umsóknarfrestur er til 8. desember 2000. Góður staður Góður bær Bæjarstjórinn í Garðabæ imtfM C\*s\\e9ar KOSTAB Allt aö afsláttur Fagleg rábgjöf Fullkomin tölvuteiknun Fyrsta flokks hönnunarvinna Friform HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.