Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 23
systur minni sem hafði alist upp heima hjá for-
eldrum mínum.Þegar Hans, sem starfaði með
föður mínum í fyrirtækinu, var nýdáinn, spurði
móðir mín mig hvort ég hefði kannski meiri
áhuga á viðskiptum en læknisfræðinni og vildi
fara til starfa hjá smjörlíkinu. Hálfum mánuði
eftir lát Hans dó móðir mín.
Eg hafði unnið við fyrirtækið á sumrin við að
þvo og smíða kassa og selja úr bíl. Eftir nokkra
íhugun varð úr að ég sneri mér að viðskipta-
störfum. Þetta gerðist allt á tímum mikils til-
fínningaróts í kjölfar þessara dauðsfalla
tveggja.
Þegar ég var orðinn ákveðinn í að leggja fyr-
ir mig viðskipti vildi faðir minn að ég færi til
starfa við smjörlíkisgerð í Danmörku, það sýn-
ir vel vit hans. Ég fékk starf í litlu þorpi sem
heitir Tpllpse og vann þar í nokkra mánuði við
fjölþætt störf. Þetta var mér ómetanleg
reynsla og skynsamleg ráðstöfun.
Lengi fyrir þann tíma sem ég kom til starfa
hjá smjörlíkinu höfðu verið erfiðar aðstæður í
viðskiptalífinu hér, skömmtun var í landinu og
viðskiptahöft, verð á smjörlíki var t.d. ákveðið
á ríkisstjórnarfundum, svo og verð á kaffi og
bíómiðum. Af þessum sökum stóð fyrirtækið
ekki vel nokkur fyrstu árin sem ég starfaði
þar.“
Kökubókin seldist
í 54 þúsund eintökum
„En 1964, um það leyti sem ég tók við,
breyttist viðskiptaumhverfið. Þá var ákveðið
að fara út i samkeppni við smjörið. Þetta þótti
mjög djarft en gerðist í kjölfar umræðna um
vafasama hollustu mikils smjöráts. Ekki stóð á
viðbrögðunum. Það var staðhæft opinberlega
að ég hefði mútað dr. Sigurði Samúelssyni,
prófessor við Háskóla Islands og frumkvöðli
að stofnun Hjartaverndar. Ég átti að hafa gef-
ið honum hlutabréf i fyrirtækinu en auðvitað
var ekkert hæft í þessu - svona var baráttan
hörð í þá daga. Eg þekkti Sigurð ekki einu
sinni þá.
Farið var að framleiða Jurtasmjörlíki og sú
framleiðsla seldist afskaplega vel. Þá fór fyrir-
tækið að stækka og nýjar vörutegundir að
koma í framleiðslu. Helstu samstarfsmenn
mínir voru Einar Þórðarson í Nýja bíói sem
kallaður var, hann var einstakur maður og var
yfir útkeyrslunni. Þegar hann hætti störfum
samkvæmt eigin ósk 82 ára voru ráðnir tveir
menn í hans stað og þeir kvörtuðu yfir vinnu-
álagi, engum var sagt upp störfum hjá fyrir-
tækinu vegna aldurs. Verkstjórar voru Bjami
Bjarnason og Einar Hjörleifsson, sem báðir
voru ótrúlega hæfir menn. Samstarfsmaður
minn og yfirmaður áður var Haukur Gröndal,
hann var kvæntur móðursystur minni. Síðast
en ekki síst nefni ég föður minn, sem kenndi
mér það sem ég þykist kunna í viðskiptum, og
Ragnar i Smára. Þessi menn voru í tónlistarfé-
laginu og þegar ekki var verið að ræða við-
skipti eða skáldskap Einars Benediktssonar
var Bach til umræðu. Ragnar spurði mig eitt
sinn hvort ég vildi fara með mynd eftir Asgrím
Jónsson til að láta prenta hana í fullri stærð í
Hollandi í miklu magni. Ég taldi svo vera og
hann lofaði að koma myndinni til mín áður en
ég færi. En enginn Ragnar kom og rétt áður en
ég fór út á völl kom ég við heima við Miklatorg
og þar stóð þá á tröppunum galvaniserað nið-
urfallsrör - með myndinni innan í. Þetta var
byrjunin á sölu Helgafells á eftirprentunum á
íslenskum listaverkum.
A þessum árum tók ég saman gamlar og nýj-
ar uppskriftir í Kökubókina, og ákvað að selja
bæklinginn í matvörubúðum. Þetta þótti mjög
einkennilegt ráðslag en það skilaði þeim ár-
angri að bæklingurinn seldist í 54 þúsund ein-
tökum og annar bæklingur sem ég tók einnig
saman seldist í um 46 þúsund eintökum. En
þetta var ekki án fórna fremur en svo margt
annað. Við söfnun mína á uppskriftum varð ég
að borða mikið af kökum og bætti þá á mig
kílóum sem ekki hafa yfirgefíð mig síðan.“
Fjölskylda og einkahagir
Davíð Scheving er tvígiftur. „Fyrri konu
minni, Soffíu Mathisen, kynntist ég 1948 um
borð á skipinu Dronning Alexandrine á leið til
Kaupmannahafnar. Hún var einu ári á eftir
mér í menntaskóla svo ég hafði séð hana úr
fjarlægð, hún varð síðar kennari. Við giftumst
1953 og hófum búskap á Snorrabraut 85, á
horninu á Miklatorgi. Það var mikil umferð þar
en ekkert í líkingu við það sem er nú. Bak við
húsið var leikvöllur og þar léku sér börnin okk-
ar. Elst þeirra er Laura sem er hjúkrunar-
fræðingur, næst Hrund sem einnig er hjúkrun-
arfræðingur og svo Jón sem er verkfræðingur.
Öll hafa þau masterspróf í sínum fræðum. Þeg-
ar konan mín gekk með Jón kom í ljós að hún
var með bráðahvítblæði. Það lá þó niðri meðan
á meðgöngunni stóð en blossaði upp eftir fæð-
inguna og hún dó aðeins 33 ára gömul, þegar
drengurinn var tíu mánaða.
Við tók ráðskonutímabilið í lífi okkar. Ég var
með nokkrar ráðskonur þau tvö og hálfa ár
sem leið þar til ég gekk í hjónaband á ný. Ég
átti góða að sem hjálpuðu mér mikið, föður
minn og stjúpmóður og tengdaforeldra, þau
Jón og Jakobínu Mathisen, þau hjálpuðu mér
öll mikið með börnin. Síðari konu minni, Stef-
aníu Svölu Borg, kynntist ég í afmælisveislu
Á þessum árum tók
ég saman gamlar og nýjar
uppskriftir í Kökubókina,
og ákvað að selja bækling-
inn í matvörubúðum.
Þetta þótti mjög einkenni-
legt ráðslag en það skilaði
þeim árangri að bæklingur-
inn seldist i 54 þúsund ein-
tökum.
Ég hef sjaldnast verið vel
ánægður með það sem ég
hef gert, en óneitanlega er
ég ánægður með að hafa
eignast trúnað og traust
mótherjanna.
Ég hafði þegar þama var komið sögu gert
mér grein íyrir að stærsti iðnaður í heimi er af-
þreyingariðnaðurinn. Allt annað er smámunir
við hliðina á honum þegar málið er skoðað í
víðu samhengi. Við fórum útí að framleiða gos-
drykki og umbúðir líka. Núna sé ég að við hefð-
um ekki getað valið verra tímabil til þessarar
tilraunar allt frá því að Svarti dauði herjaði á
landið. Ef ég hefði farið út í þessa starfsemi
fyrr hefði þetta ekki verið neitt vandamál og
ekki heldur ef ég hefði beðið í tvö ár. Ég átti í
höggi við fastgengisstefnu á verðbólgutímum.
Ég hafði lagt í miklar fjárfestingar og skuld-
irnar uxu um 30 til 40% á ári en tekjurnar
stóðu í stað svo árum skipti. Á þessum árum
fluttum við út mikið af Seltzer til Bretlands og
það gekk mjög vel þar til um 1990 að hinn stór-
huga samstarfsmaður okkur í Kanada sagði:
„Ég mun ekki hefja sölu nema afkastageta fyr-
irtækisins verði tífölduð.“
Þá gerði ég mín mestu mistök í lífinu. í stað
þess að játa þessu og selja honum hlut minn í
fyrirtækinu fékk ég lán fyrir það í Japan og hóf
uð byggja heil ósköp og kaupa tæki til þess að
mæta umræddum kröfum. En þegar til kom
brást salan og tapið var óskaplegt. Það tókst
að ná nauðasamningum og fyrii’tækið er rekið
enn í dag undir nafninu Sól-Víking - en ég var
látinn fara.
Þetta hafði mikil áhrif á mína sjálfsímynd,
því er ekki að neita, og ábyggilega hefur þetta
verið mjög erfiður tími fyrh' fjölskylduna.
Hundruð viðhlæjenda hurfu með slíkum hraða
myndafræði ég ætti að fylgja í þjóðfélagsmál-
um. Ég er auðvitað fæddur inn í Sjálfstæðis-
flokkinn. En trú mín á réttmæti kenninganna
sem þar eru hafðar að leiðarljósi í starfi styrkt-
ist mjög þegar ég fór til Þýskalands 1965 og
heimsótti Austur-Berlín. Við lá að bíllinn sem
ég var í væri rifinn allur niður, meira að segja í
bensíntankinum leituðu hermenn að földum
manni sem flúið hafði sæluna. Eftir þá reynslu
var ég þeirrar skoðunar að Islendingar sem
komu hingað frá Austur-Þýskalandi sem
kommúnistar hefðu annað hvort verið veilir á
geði eða landráðamenn.“
Myndaði vináttutengsl
líka við mótherja
„Ég tók á árum áður mikinn þátt í félags-
málum. Fyrst fór ég að starfa með Rauða
krossinum íyrir hvatningu frá tengdaföður
mínum, Jóni Mathisen. Þar kynntist ég mörg-
um ágætismanninum.
Þetta var fyrir daga hinna svokölluðu spila-
kassa og ekki mikið fjármagn til ráðstöfunar.
Menn störfuðu við þetta af hugsjónaástæðum.
Ég tók að mér formennsku í stuttan tíma í
þessum félagsskap. Ég lenti m.a. í að senda
vörar til Biafra þegar stríðið var þar. Ég tók
líka þátt í að selja plötuna „All Star Festival“.
Við gátum í upphafi aðeins leyst út 50 plötur og
selt, síðan hundrað og þannig koll af kolli. Svo
fór að lokum að milljónasta platan var seld á
Islandi.
Ég átti sæti í stjóm Félags iðnrekenda og
var þar í mörg ár. Ég hitti
þar marga góða menn, einn-
ig í Vinnuveitendasamband-
inu, þar sem ég myndaði líka
góð vináttutengsl, ekki að-
eins við samherja heldur
líka mótherja, ekki síst Guð-
mund Jóhann Guðmundsson
- Guðmund jaka. Þegar ég
skoða þetta núna finnst mér
næstum óhugnanlegt hversu
mikil völd við höfðum, sem
við höfðum þó ekki verið
kosnir til af þjóðinni. En ég
veit hins vegar að við fómm
vel með þau völd og fundum
ríkt til þeirrar ábyrgðar sem
við bárum. Ekkert af því
sem við fórum fram á saman
og fengum framgengt er
þess eðlis _að ég sé ósáttur
við það. Ég hef sjaldnast
verið vel ánægður með það
sem ég hef gert, en óneitan-
lega er ég ánægður með að
hafa eignast trúnað og
traust mótherjanna. En allt
þetta samningastúss kom
auðvitað mikið niðm- á
fjölskyldunni, maður bein-
línis flutti stundum að heim-
an meðan á samningavið-
ræðum stóð. Þess má geta
að það er samningaráð
Vinnuveitendasambandsins
sem semur fyrir þess hönd
við starfsmenn, en ekki
framkvæmdastjóri þess,
eins og margir halda
kannski."
Teikning Sigmunds frá því að Davíð var í forystu iðnrekenda á verðbólguskeiðinu mikla.
Nýtt og betra
viðskiptaumhverfi
vestur í bæ. Faðir Stefaníu Svölu er Geir, bróð-
ir Óskars Borg, en svo einkennilega vildi til
hann leiddi pabba og mömmu saman forðum
daga, þegar mamma kom í kynnisferðina til
Hafnarfjarðar, en hann var vinur pabba og og
tengdasonur Flygenrings.
Eg þekkti foreldra Steffíar en hafði ekki hitt
hana fyrr. Hún hafði verið flugfreyja hjá Loft-
leiðum en var ritari hjá Reykjavíkurborg þeg-
ar ég hitti hana. Síðar varð hún sjúkraliði og er
nú læknaritari á Landspítalanum í Fossvogi.
Við eigum saman þrjú börn. Við byggðum okk-
ur stórt hús í Mávanesi þar sem við Ijjuggum
þegar flest var í heimili hjá okkur. Ég er svo
ríkur að eiga góða konu sem ég elska, sex börn
og ellefu barnabörn. Börn mín af síðara hjóna-
bandi eru Magnús sem er framkvæmdastjóri
SH í París, Guðnín sem orðin er læknir og
Stefanía er enn í foreldrahúsum, fjórtán ára
gömul."
Sól var tvisvar kosið
vinsælasta fyrirtækið
„Sól, dótturfyrirtæki Smjörlíkis hf., var
tvisvar kosið af almenningi vinsælasta fyrir-
tæki íslands, það hefur ekki gerst fyrr né síðar
að framleiðslufyrirtæki njóti svo áþreifanlegra
vinsælda. Trópí og Svali öfluðu fyrirtækinu
þessara vinsælda, en hugmyndin að fram-
leiðslu Trópí fæddist í Svíþjóð er ég heimsótti
bróður minn og fékk hjá honum sérlega góðan
appelsínusafa í glerkrukku. Á lokinu stóð nafn
framleiðandans og ég tók það með heim og all-
ir vita hvað svo gerðist. Sodastream hófum við
framleiðslu á nokkru síðar og Sólblóma. Það
var skrifuð grein um Sól og Sodastream í
Time, þá var hér mesta sala í Sodastream í
heimi, miðað við hina frægu höfðatölu.
að það sá ekki einu sinni undir iljar þeim, en
vinirnir urðu eftir. Vilhjálmur Egilsson, sem
ég hafði kynnst í Iðnrekendafélaginu og
Vinnuveitendasambandinu, bauð mér starf
sem fyrr sagði hjá Verslunarráði. Við kom-
umst í mikil peningavandræði vegna skulda
sem framreiknaðar til dagsins í dag skiptu tug-
um milljóna króna og ég átti strangt tekið ekki
að borga. Húsið okkar var selt á uppboði en við
keyptum það aftur gegn því að ég afsalaði mér
lífeyrisgreiðslum sem ég átti rétt á.“
Fann mikinn
styrk í trúnni
En hvert var helsta haldreipi Davíðs í þess-
um erfiðleikum, auk stuðnings fjölskyldu og
náinna vina?
„Ég fann mikinn styrk í trúnni. Ég ólst upp í
umhverfi þar sem trúin skipti miklu máli. For-
eldrar mínir gáfu mikið af sér, þau gáfu öðrum
stórar gjafir, bæði í efnahagslegu og félags-
legu tilliti. Mér hefur því miður ekki tekist að
feta í fótspor þeirra í þeim efnum. En ég varð-
veitti með mér trúna sem þau höfðu innrætt
mér og styrkst hafði í starfi með KFUM á mín-
um yngri árum.
Landið fór að rísa þegar ég hóf störf hjá
Verslunarráði. Þar sagði ein ágæt kona, sem er
mikil vinkona mín í dag, við mig: „Þú kannt
náttúrlega ekkert til skrifstofustarfa, ert van-
ur að láta vinna allt fyrir þig.“ Hún hitti nagl-
ann á höfuðið, ég þurfti að læra á tölvu og
margt annað og er enn að læra í þessum efn-
um. Allt gekk þetta þó upp með góðri aðstoð.
Segja má að allt hafi farið mun betur en á
horfðist um tíma.
Tniin hefur ekki aðeins verið mér mikilvæg
heldur hef ég ekki velkst í vdf'a um hvaða hug-
„Það viðskiptaumhverfi
sem við búum við núna á íslandi er beinlínis
dásamlegt ef miðað er við það umhverfi sem
ég ólst upp í og starfaði í lengst af. Hremm-
ingarnar sem ég lenti í hefðu ekki orðið í dag,
það hefði ekki verið neitt vandamál að fara
með fyrirtækið á markað og fá hlutafé. Það er
gott að búið er að breyta þessari forsjár-
hyggjustefnu yfir í að skapa jarðveginn og
láta svo fyrirtækin um að stunda viðskipti.
Sum fyrirtæki eru á mjög góðu róli en öðrum
er stjórnað af mönnum sem mér finnst vera
býsna djarfir. Mér finnst t.d. einkennilegt að
þau fyrirtæki sem mest er skrifað um skuli
enn öll vera „í brennslu", eins og kallað er,
þau hafa aldrei gert annað en tapa peningum.
Eftir því sem þau tapa meir virðast hlutabréf-
in í þeim hækka í verði. En víst er gott að sú
breyting er orðin að það ekki skammaryrði ef
hagnaður verður á fyrirtæki. Nú er sá mestur
sem mest græðir. Þegar ég var og hét var það
svo að ef menn græddu þá voru þeir taldir
þjófar en ef þeir töpuðu þá voru þeir álitnir
aumingjar. Meðalvegurinn var býsna vand-
rataður.
Ég var í stjórn Félags iðnrekenda þegai-
undirbúin var innganga í EFTA og tók þátt í
atkvæðagreiðslunni um það. Iðnrekendur
samþykktu aðildina á grundvelli loforða sem
ríkisstjórnin gaf um að breyta starfsumhverfi
íslenskra atvinnuvega. Öll ár mín sem formað-
ur Félags iðnrekenda fóru hins vegar í að
reyna að berjast fyrir að þessi loforð yrðu
efnd. Ég fullyrði að þau voru ekki að fullu efnd
fyrr en við inngönguna í Evrópska efnahags-
svæðið 25 árum síðar. Bjartasta vonin í við-
skiptaheiminum hér í dag er að mínu mati tví-
mælalaust alþjóðleg viðskiptamiðstöð. Ég hef
mjög mikla trú á slíkri starfsemi."