Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hæstiréttur Flórída frestaði úrslitum í kosningum o g tekur málið fyrir á mánudag Vilji kjós- enda og ákvæði laga P-U BAKSVIÐ Allra augu beinast nú að Hæstarétti Flórída sem ætlar að láta deiluna um atkvæðatalninffli í ríkinu til sín taka á mánudag. Ragnhildur Sverrisdóttir segir ekki ólíklegt að rétturinn túlki kosningalög rúmt og líti fremur til vilja kjósenda en lagabókstafsins eins. AI Gore getur þó ekki gengið að stuðningi dómstólsins vísum. SAGAN langa í Flórída heldur áfram. Urslit forsetakosn- inganna þar réðust ekki í gær, laugardag, eins og Katherine Harris innanríkisráðherra landsins hafði ætlað, heldur fer málið fyrir Hæstarétt ríkisins á mánudag. Akvörðun Hæstaréttar, um að taka fyrir úrskurð undirréttar um að Harris hafí verið í íullum rétti að neita að líta til niðurstöðu handtalningar at- kvæða í sumum sýslum Flórída, er talin vera áfangasigur fyrir A1 Gore. Þá hefur verið bent á, að sjö dómarar Hæstaréttar voru allir skipaðir í emb- ætti í tíð demókrata á stóii ríkisstjóra Flórída. Þeir séu því líklegir til að líta jákvæðum augum á þá málaleitan Gore að úrskurði undirréttar verði hrundið og ráðherranum verði gert að líta til nýrrar niðurstöðu atkvæða- talningar, þ.e. eftir handtalningu, í stað þess að líta tii fyrri niðurstaðna auk talningar utankjörstaðarat- kvæða. Hagur Gore í Flórída vænkaðist verulega þegar farið var að endurtelja atkvæði og á tímabili munaði aðeins 300 atkvæðum á honum og George W. Bush í rík- inu. Þá fóru utankjörstað- aratkvæðin að streyma inn og þar reyndist Bush standa betur að vígi. Þegar frestur til að skila inn utan- kjörstaðaratkvæðum í Flórída rann út á miðnætti að staðartíma hafði Bush 760 fleiri atkvæði en Gore en þá lágu fyrir óopinberar tölur frá 65 sýsl- um af 67. Það er því ekki að furða þótt Bush te^ji nú nóg komið. Ef repúblik- aninn Katherine Harris hefði haft sitt fram væri búið að lýsa hann næsta forseta landsins. Að sama skapi skyldi engan undra þótt Gore sæki það stíft að lokið verði við að handtelja atkvæði, þar sem hann telur þá aðferð rétta mjög hlut sinn. Það getur þó tekið drjúga stund. Á fostudag ákváðu t.d. yfirvöld í fjöl- mennustu sýslu Flórída, Miami- Dade, að Iáta handtelja öll 650 þúsund atkvæði sem þar féllu. Það gæti tekið allt að einum mánuði. í tveimur öðr- um sýslum, Broward og Palm Beach, sitja menn sveittir við talninguna og gengur ágætlega, alla vega ætlar Palm Beach að ljúka talningu á þriðjudag. Reyndar fer því fjarri að menn séu sáttir við afgreiðslu á utankjörstaðar- atkvæðum sem beðið hafði verið eftir en þau voru flest ýmist frá hermönn- um erlendis eða fólki búsettu í Israel sem hefur tvöfaldan ríkisborgararétt og þar með kosningarétt í Bandaríkj- unum. Um eitt þúsund þess- ara atkvæða Flórídabúa erlendis voru úrskurðuð ógild, sum vegna þess að þau höfðu verið sett í póst eftir að frestur til þess rann út, önnur höfðu verið póstlögð innan Bandaríkj- anna og á enn önnur vantaði áritun vitna. Svo rammt kvað að þessu að í einni sýslu Flórída, Dade-sýslu, var 204 af 307 utankjörstaðaratkvæðum hafnað og í Broward-sýslu var 304 at- kvæðum hafnað en aðeins 92 hlutu Mörg póstlögð atkvæði dæmd ógild Fulltrúar kjörstjórnar í Palm Beach grandskoða óvissuatkvæði. Reuters náð fyrir augum kjörnefndar. í mörg- um tilfellum var um að ræða atkvæði frá hermönnum sem höfðu verið flutt til Flórída án þess að fenginn væri á þau póststimpill. Þar sem Bush hefur notið meira fylgis meðal hermanna en Gore þykir hans fólki súrt í broti að öllum þessum atkvæðum skuli kastað á glæ en ekki er Ijóst hvort reynt verður að þrýsta á um að fá þau talin gild. Það ætti að skýrast fljótlega eftir helgi. Engin bein fordæmi Á mánudag verður ekki eingöngu tekist á um það fyrir Hæstarétti Flór- ída hvort láta eigi endurtalningu gilda við endanlegan úrskurð um niður- stöðu forsetakosninganna þar. Sama dag mun dómari í Palm Beach úr- skurða hvort stjómarskrá Bandaríkj- anna heimili honum að mæla fyrir um að kosningamar í Flórída skuli end- urteknar. Hvemig sem hann úr- skurðar má telja víst að niðurstöðunni verði áfrýjað til æðra dómstigs. Augu allra beinast að Hæstarétti Flórída en allir sjö dómarar hans ákváðu samhljóða að taka málið fyrir, meira að segja áður en rétturinn hafði tekið afstöðu til áfrýjunar Gore. Fréttaskýrendur segja að dómstóll- inn muni án efa líta til vilja kjósenda fremur en að túlka bókstaf kosninga- laga þröngt. Dómstóllinn hafí áður túlkað kosningalög á þennan hátt þótt auðvitað sé engin bein fordæmi að finna fyrir slíkri og þvílíkri þráskák í forsetakosningum. Slík rúm túlkun laganna ætti að koma A1 Gore vel því hann hefur haldið því fram að Kather- ine Harris, innanríkisráðherra Flór- ída, hafí gengið lengra en vilji lög- gjafans laut að þegar hún túlkaði kosningalögin á þann veg að henni bæri ekki skylda til að líta til endur- talningar atkvæða. Það þykir einnig til marks um vilja Hæstaréttar Flórída til að leysa málið að rétturinn ákvað að láta það strax til sín taka þótt augljóst væri að Gore myndi leita til dómstóla ef Harris staðfesti opinberar niðurstöður kosn- inganna. Rétturinn hefði hins vegar átt miklu erfiðara með að ógilda slíka ákvörðun, eftir að hún lá fyrir, enda býður dómahefð Flórída ekki upp á að opinberar og staðfestar niðurstöður kosninga séu hraktar. Misjafn stjórnendastíll Á meðan lögmannaskari Bush og Gore leggur á ráðin um næstu skref fyrir dómstólum eru frambjóðend- umir tveir önnum kafnir að láta eins og ekkert hafí í skorist og að þeir séu alveg sallarólegir. Stjómmálaskýr- endur hafa reynt að skyggnast á bak við tjöldin og segja að viðbrögð fram- bjóðendanna nú sýni hvemig þeir myndu starfa á forsetastóli. Gore sést varla fyrir framan myndavélamar þessa dagana nema í fótbolta með ættingjum og vinum eða á leið í kvikmyndahús. Bush lætur fara lítið fyrir sér á búgarði sínum í Texas, kveðst stytta sér stundir við lestur og læt- ur sjónvarpsfréttimar eiga sig. Heimildir herma hins vegar að Gore leggi nótt við dag, vopnaður nýjasta tölvubúnaði, sendi tölvupóst til aðstoðarmanna sinna og stjómi lögfræðingahópi sínum af hörku þótt ekki sé hann lögfræðimenntaður sjálfur. Hann kemur einstaka sinnum fram í sjónvarpi, aðallega til að minna almenning enn á ný á að deilumar í Flórída snúist fyrst og fremst um hvort virða eigi vilja kjósenda eða ekki. Sagan segir að eftir eitt slíkt ávarpið hafi Bush vaknað upp við vondan draum og flýtt sér að flytja eigið ávarp sem var auðvitað yfirlýs- ing um að niðurstaða fengist ekki í kosningamar með einhveijum klækj- um eða tilraunum til að móta almenn- ingsálitið. Bush byijaði strax eftir kosningar að setja sig í forsetastellingar. Hann kallaði til sín ýmsa þá sem vitað var að hann hefði augastað á í ráðhema- embætti. Sú framkoma hans þótti hins vegar lýsa hroka á meðan ekki var skýrt að hann næði kjöri og hann dró sig í hlé. Hann virðist nú láta að- stoðarmenn sína að mestu um allt fjaðrafokið í Flórída þótt vissulega sé hann í símasambandi við þá. Hans að- ferð til að vinna bug á streitunni felst hins vegar ekki í að vopnast fartölv- um, senda tölvupóst og hringja um allar jarðir heldur hefur hann stimdað líkamsrækt af miklum móð. Þverrandi þolinmæði Almenningur í Bandaríkjunum virðist enn bíða hinn þolinmóðasti eft- ir úrslitunum í Flórída. Hins vegar telja ýmsir sig sjá þar blikur á lofti. Þeir benda á, að nú falli hver úrskurðurinn á fæt- ur öðrum um hvemig eigi að telja, hverjir megi end- urtelja og hvort þau at- kvæði fái inni í heildar- atkvæðatölu. Almenningur sé hættur að hafa tölu á þessum úrskurðum, hvað þá að hann nái að fylgjast ná- kvæmlega með framvindu mála. Lík- lega sé hann fús til að bíða úrskurðar sjálfs Hæstaréttar Flórída en þegar hann liggi fyrir verði þolinmæðin á þrotum. Frambjóðend- urnir reyna að sýnast rólegir [ konan LEIKUR OQ SYMOUH yUOMUNPSSON Laugavegi 18 • Sími 515 Þríkynja skáldsaga Ný bók eftir Sigurð Guðmundsson, höfund Tabúlarasa, um konuna, kallinn og hulstríð í okkur öllum - fyndin, djúp og Ijóðræn. Mál og menning jlygj malogmenning.is I |fj * 2500 • Slðumúla 7 • Sfml 510 2500 AP Fyrsta heimsþing arabakvenna SUHA Arafat, ciginkona Palestínumannalciðtogans, situr hér á fyrstu heimsráðstefnu arabakvenna sem hdfst í Kaíró í gær. Auk þess að afla stuðnings vð sjálf- stæðisbaráttu Palestinumanna er tilgangur þingsins að ræða vandamál og horfur varðandi þróun arabaland- anna, sóð frá sjónarhóli kvenna frá þessum löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.