Morgunblaðið - 19.11.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 19.11.2000, Síða 38
£8 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN JÓNSSON fyrrv. bóndi og oddviti, Ormsstöðum, Norðfirði, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju þriðju- daginn 21. nóvember kl. 14. Hulda A. Scheving, Garðar Scheving, Jón Þór Aðalsteinsson, Magnea Móberg Jónsdóttir, Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Finnur Malmquist, Jakob Sigfinnsson, barnabörn og langafaböm. + Elskuleg systir mín, mágkona og frænka okkar, GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR, Baldurshaga, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 22. nóvember kl. 13.30. Barði Benediktsson, Erna Guðjónsdóttir, Ebba Guðrún Eggertsdóttir, Helgi Már Barðason, Anna G. Barðadóttir, Benedikt Barðason. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, MAGNIBALDURSSON arkitekt, Einarsnesi 12, Reykjavik, andaðist á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 16. nóvember. Útför hans verður gerð frá Háteigskirkju föstu- daginn 24. nóvember kl. 10.30. Brynhildur Þorgeirsdóttir, Vala Magnadóttir, Nanna Magnadóttir, Gísli S. Jensson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Njálsgötu 31 a, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 21. nóvember kl. 13.30. Birgir Birgisson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ólafur Magnússon, Lilja Sigmundsdóttir, Emilía Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkænj móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGUNNAR EINARSDÓTTUR frá Drangsnesi. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins fyrir alla umhyggju þeirra og vináttu. Guð bless: ykkur öll. Kolbrún Guðjónsdóttir, Bendt Pedersen, Daði Guðjónsson, Kristín L. Gunnarsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Ingimundur Hilmarsson, Jóhann G. Guðjónsson, Rakel K. Gunnarsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Skarphéðinn Jónsson, Þórey Guðmundsdóttir, Jón Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÁRNÝÓLÍNA ÁRMANNSDÓTTIR þó synda, eymda og sorgarbönd sárt vilji hjartað meiða, almáttug Drottins hægri hönd, hún mun þau af mér greiða. (H. Pét.) Elsku Freysteinn og Monika, missir ykkar er mikill. Guð gefi ykk- ur styrk. Innilegar samúðarkveðjur. Sigríður og fjölskylda. Sorgin hefur knúið dyra. Hún Adda, kraftmikil kona í blóma lífsins, er fallin frá. Hugurinn leitar til baka. Pað virðist svo stutt siðan hún og Freysteinn og Monika fluttu í íbúð- ina við hliðina á okkur. Þá var Jón Óskar tveggja ára og Monika fjög- urra. Litli strákurinn fékk kærkom- inn leikfélaga þar sem Monika var og eignaðist þau öll að vinum til fram- tíðar. Það var aldrei stuggað við hon- um þótt hann hringdi dyrabjöllunni þeirra nokkuð oft. Ef Monika var ekki heima fannst honum það mjög fínt að fá að vera aðeins með Öddu eða Freysteini. Svo fékk hann að fara með þeim í brúðkaupið þeirra á Þingvöllum og í fleiri minnisstæðar ferðir. Þau fylgdust vel með litla stráknum og sýndu honum mikinn kærleik. Þannig var það áfram þótt þau flyttu í annan bæjarhluta. Þegar hann lenti svo í alverlegu umferðar- slysi fyrir ári, voru þau hjónin fljót að koma á sjúkrahúsið til að styrkja hann og hvetja til framfara. Það veit víst enginn fyrr en reynt hefur hversu ómetanlegur slíkur stuðning- ur er. Þá var ekki hægt að sjá á Öddu að þar færi kona sem berðist við hættulegan sjúkdóm. Hún geislaði af orku og dugnaði og gaf mikið af sér á sinn örugga og yfirvegaða hátt. Og það fór henni greinilega vel úr hendi að hlynna að sjúkum. Svo gat hún talað um sjúkdóminn, sem hún barð- ist við, af svo miklu raunsæi og æðruleysi að við munum ekki gleyma því. Nú þegar leiðir skilur, þökkum við fyrir allt og biðjum góðan Guð að halda verndarhendi sinni yfir henni og leiða hana á ljóssins vegi. Við biðj- um hann líka að gefa Freysteini og Moniku og öðrum aðstandendum styrk til að takast á við þennan mikla missi. Núleggégaugunaftur. Ó, Guð þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virstmigað þértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbj. Egilss.) Ragnheiður og Jón Óskar. ,Af öllu því sem viskan færir okk- ur til að við megum öðlast sem mesta lífshamingju er ekkert nándar næm eins dýrmætt og vináttan." (Eskóp- in.) Þessi orð er að finna í bókinni „AL veg einstakur vinur“, bók sem þú, Adda mín, færðir mér að gjöf. Sá fé- lagsskapur sem við vorum báðar í fyrir um þrettán árum, tengdi okkur sterkum vináttuböndum. Síðan þá, höfum við átt margar stundir saman, bæði í gleði og sorg. Þú hafðir alla þá kosti sem góður vinur þarf til að bera, lífið verður ekki samt án þín. Þó er léttir að þjáningum þínum er lokið og þú ert komin í fegri heim, þar sem þú sameinast ástvinum þín- um sem þar eru. í mínum huga verð- ur þú alltaf hetja og mér er óskiljan- legt hvað þú afrekaðir á þinni stuttu ævi. Og þrátt fyrir allar þær raunir og erfiðleika sem að þér steðjuðu, eftir að þú greindist fyrir tveimur ár- um með þennan illvíga sjúkdóm, hélstu ótrauð áfram og oft á viljanum einum. í vor laukstu sjúkraliðanám- inu, þann dag geislaðir þú af gleði. Þú hafðir unnið við umönnun á Dval- arheimilinu Höfða. Á þeim stað áttir þú marga góða vini, bæði vistmenn og samstarfsfólk. Þið í fjölskyldunni áttuð sameiginlegt áhugamál, sem var hestamennskan. Þú varst mikill dýravinur og þegar þið sinntuð þessu áhugamáli ykkar var hundur- inn ykkar Frigg með í för. Ég veit að þetta gaf ykkur mikið. Þú kunnir vel til verka í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Margt af því hafðir þú áður lært í sveitinni þinni. Heimiii ykkar höfðuð þið í sameiningu gert svo fallegt. Þér þótti mjög vænt um fjölskyldu þína og talaðir oft um hvað hún Monika dóttir þín væri vel gerð og góð stúlka. Það er mikill harmur kveðinn að lítilli fjölskyldu, og ég veit að orð megna lítils. Ég vona að seinna meir megi minning- arnar sem þið eigið um Öddu ykkar færa aftur birtu í ykkar líf. Þið nán- ustu ættingjar hennar gerðuð allt sem í ykkar valdi stóð til að styðja hana í veikindunum. Hún kvaddi þennan heim umvafin ást ykkar og umhyggju. Elsu Adda mín, vináttu þína og tryggð þakka ég Guði fyrir að hafa átt. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Sofðu rótt, elskuleg. Guð gæti þín. Elsku Freysteinn, Monika og allir ástvinir Öddu, ykkur sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Þín Ólöf. Árný vinkona mín hefur kvatt og haldið á vit ljóssins og birtunnar. Þegar dagarnir styttast óðum og skammdegið og veturinn boðar komu sína kvaddi hún þreytt og þjáð. Hver er tilgangurinn þegar ung kona í blóma lífsins, sem á svo miklu ólokið, er kölluð burt? Þegar stórt er spurt, er yfirleitt fátt um svör. Ég trúi því að allt hafi sinn tilgang og ef- ast ekki um það, að Guð hefur ætlað vinkonu minni önnur störf á nýjum stað. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Ég sit með kertaljós fyrir framan mig og horfi í logann. Um hugann líða ótal minningar um Amýju eða Öddu eins og hún var oftast kölluð. Við vomm frænkur, vinnufélagar til margra ára og saman settumst við á skólabekk og lukum sjúkraliðanámi síðastliðið vor. Það em forréttindi að hafa fengið að kynnast Öddu og eld- móði hennar og dugnaði. I janúar ár- ið 1999 greindist hún með krabba- mein, en þrátt fyrir erfiðar skurðaðgerðir og lyfjameðferðir hélt hún ótrauð áfram náminu þegar stund var milli stríða. Hún var mjög góður námsmaður og átti afar auð- velt með að læra. Við vomm báðar í vinnu með námi og ef önnur okkar gat ekki mætt í tíma, þá glósaði hin og saman unnum við fjölmörg verk- efni. Við fengum líka að taka smá- hluta af starfsnámi okkar saman á deild á sjúkrahúsi í Reykjavík. Við gistum þá hjá móður hennar og fjöl- skyldu. Ég dáðist svo að Öddu, því einmitt þá dagana gekk hún í gegn- um eina lyfjameðferðina. En þessir dagar verða mér ógleymanlegir, því þarna urðum við svo nánar, tvær saman á ókunnum starfsvettvangi og svo ákveðnar í að standa okkur vel. Þegar við komum af kvöldvkt heim til móður hennar og vonim háttaðar gátum við spjallað langt fram á nótt og sögðum hvor annarri ýmislegt, sem við kannski töluðum ekki um við aðra. Adda átti svo auðvelt með að vaka á kvöldin, en þótti svo gott að lúra á morgnana í staðinn. Þetta næturspjall okkar endaði alltaf með því að ég var farin að hrjóta löngu á undan henni. Ég vaknaði svo fyrr að morgninum og þegar ég vakti Öddu sagði hún „Ég ætla aðeins að lúra“. Adda var einstaklega samvisku- söm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, sama á hvaða vettvangi það var. Hún var vel heima á flestum sviðum, las mikið og það var fróðlegt og gaman að spjalla við hana um nánast alla hluti. En hún hafði líka sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær óspart í Ijós ef því var að skipta. Hún var mikil fjölskyldumann- eskja og þótti afar vænt um litlu fjöl- skylduna sína og með þeim Frey- steini og Moniku átti hún líka sameiginlegt áhugamál, sem var hestamir þeirra. Margar hestaferðir fór hún og það veitti henni ómælda ánægju að komast á þann hátt í snertingu við náttúru landsins okkar fagra. Ég minnist þess líka að eitt fagurt kvöld í vor bauð hún mér með sér á tónleika karlakórs í Mosfellsbæ. Á eftir keyrði hún að hesthúsahverfinu þar, og sýndi mér hesthúsið sem hún hafði átt þar, þegar hún var ung og bjó í Reykjavík. Oft talaði hún um ömmu sína í Kjósinni, sem látin er fyrir örfáum árum, en hjá henni dvaldi hún löngum sem barn og ungl- ingur og þaðan átti hún margar góð- ar minningar úr leik og starfi. Eitt sinn skal hver deyja. Það er það eina sem er alveg víst, þegar við fæðumst. í vændum er hátíð Ijóss og friðar, jólin. Við skulum öll horfa fram á við til birtunnar og ljóssins. I huganum eigum við mynd af góðri konu sem barðist eins og hetja, og þó að hún sé farin frá okkur um stund- arsakir getum við yljað okkur við minningarnar, þær tekur enginn frá okkur. Öddu minni þakka ég fyrir allar samverustundirnar okkar, hennar sterki persónuleiki gleymist mér aldrei. Ég bið Guð að gæta hennar um alla eilífð. Elsku Freysteinn og Monika, þið hafið misst svo mikið, ég bið algóðan Guð að styrkja, styðja og leiða ykkur og alla aðra aðstandendur Öddu. Einlægar samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð blessi ykkur. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kveðja frá samstarfsfólki á Dvalarheimilinu Höfða Með sorg í hjarta kveðjum við vinnufélaga okkar, hana Ámýju. Öll vorum við slegin þegar við fréttum af veikindum hennar fyrir tæpum tveimur árum. Á þeim tíma hefur hún sýnt ótrúlegan baráttu- vilja og dugnað með vonina að leiðar- ljósi. Árný var góður vinnufélagi og vin- ur sem allir mátu mikils, hún var líka mjög virk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, svo samviskusöm og dugleg. Hún var um tíma í stjórn starfs- mannafélagsins okkar og í starfi sínu þar var hún ávallt boðin og búin til að gera það sem gera þurfti og leysa þau mál sem upp komu hverju sinni. Hún tók líka alltaf virkan þátt í öllu félagslífi okkar og er þess skemmst að minnast þegar hún fór með okkur í haustlitaferðina okkar í Skorradal, seinast í september. Þó að þrekið væri lítið var hugurinn sá sami og viljinn, og hún tíndi í sinn krans og lauk við eins og við hin sem í ferðinni vorum. Hún var félagsvera sem hafði yndi af samveru við annað fólk og það nýttist henni vel í starfi hvar sem var. Hún var líka fróðleiksfús og athugul um alla hluti. Hún stundaði vinnuna sína eins lengi og hún gat og í rauninni miklu lengur, var oft jafn- framt í erfiðum lyfjameðferðum, en baráttukonan Árný gafst ekki svo auðveldlega upp. Öll dáðumst við að henni og söknum hennar sárt. Við sendum Freysteini, Moniku, aðstandendum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum þeim bless- unar Guðs. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engils á er vonin blíð. Blessuð von, í bijósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu Ijómann dýrðar bak við hel. (H. Hálfd.) Samstarfsfólk. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.