Morgunblaðið - 19.11.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 19.11.2000, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SÓLRÚN Bragadóttir hefur snúið baki við bjástri borgarlífsins. Hún er hætt að hoppa milli óperusviða í Evrópu. Ætlar að velja sín verkefni í framtíðinni. Láta hjartað ráða. Hún er sest að í danskri sveit - starir á stjörnumar og nýtur kyrrðarinnar. Þannig vill hún lifa. Frjáls, óþving- uð. Sólrún hefur skipt um lífsstíl. Því fer þó fjarri að hún sé hætt að syngja. Þvert á móti kveðst hún syngja af meiri ástríðu og innlifun en nokkru sinni fyrr. Því fá gestir á tón- leikum Tríós Reykjavíkur í Hafnar- borg að kynnast í kvöld. „Eg ætla að syngja uppáhaldslög mín eftir Strauss og síðasta ljóða- flokkinn hans Síbelíusar og tvö af frægustu lögunum hans. Þessi flokk- ur er alveg yndislegur en lítið sung- inn. Stundum kannski eitt og eitt lag en yfirleitt ekki flokkurinn í heild,“ segir Sólrún. „Síbelíus er í takti við skapgerð okkar íslendinga. Þetta eru einfald- ar náttúrustemmningar með húmor og birtu. Síðasta ljóðið er dramatísk- ast. Hann samdi þessi lög árið 1917 fyrir vinkonu sína, sópransöngkon- una Idu Eckman. Það er merkilegt að þetta skuli vera síðasti ljóðaflokk- urinn hans því Síbelíus dó ekki fyir en 1957,“ heldur hún áfram. Út frá eigin hjarta Sólrún heldur mikið upp á Síbel- íus. „Ég hef alltaf meira og meira gaman af því að kafa ofan í norrænu tónskáldin. Þau standa mér svo nærri. Schubert, Brahms og þessir karlar eru auðvitað meistaratón- skáld en maður verður einhvern veg- inn trúrri sjálfum sér með árunum. Ég er farin að velja tónlist meira út frá eigin hjarta - syng ekki bara það sem er vinsælt og fólk vill heyra. En að sjálfsögðu held ég Uka áfram að syngja Schubert og Brahms." Henni kemur raunar ekki á óvart að Síbelíus, Grieg, Nielsen og hinir norrænu kappar skuli höfða til henn- ar - Norðurlandabúar eigi alla jafna samleið í tónlist. „Ég hef verið að vinna með norskum píanóleikara, Einar Steen-Npkleberg, og honum finnst hann alveg skilja íslensku lög- in sem við höfum verið að æfa.“ Sólrún hlakkar til tónleikanna í Hafnarborg, þar sem Peter Máté leikur með henni á píanó. Peter mun jafnframt koma fram einn síns liðs og með Gunnari Kvaran sellóleikara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn með Peter - mér til mikillar ánægju. Hann er frábær píanóleikari. Gunn- ar og Guðný [Guðmundsdóttir] eru líka yndislegir vinir sem ég hef mikl- ar mætur á. Því miður höfum við ekki unnið nógu mikið saman en bætum vonandi úr því á næstu ár- um.“ Auk Síbelíusar og Strauss eiga Hafliði Hallgrímsson, Leifur Þórar- insson og Þorkell Sigurbjörnsson verk á efnisskrá. Söngur sveitastúlk- unnar Sólrún Bragadóttir sópransöngkona er gestur Tríós Reykjavíkur á tónleikum í Hafnarborg í kvöld, sunnudag, kl. 20. Orri Páll Ormarsson fór að fínna Sólrúnu sem stendur á tímamótum á sínum ferli. Morgunblaðið/Jim Smart Sólrún Bragadóttir ásamt Gunnari Kvaran og Peter Mátó. Sólrún er, eins og áður segir, sest að í Danmörku, nánar tiltekið á eynni Mon á suðurhorni Sjálands. „Ég er úti í sveit að elta gamla geit,“ segir hún glettnislega og blaðamað- ur reynir sem snöggvast að sjá þetta fyrir sér. Sólrún. Geit. Já. „Það skiptir í raun engu máli hvar maður býr þegar maður er „free- lance“-listamaður, bara að það sé ná- lægt góðum flugvelli. Ég er ekki langt frá Kastrup. Við keyptum okk- ur lítið hús og það er yndislegt að vera þarna í kyrrðinni og stjörnubirtunni. Þetta hefur haft þvílík áhrif á mig. Röddin mín - og ég sjálf - er allt önnur. Ég hef breytt um lífsstíl - kúvent." Syngur áfram óperur Sólrún hefur verið átján ár í út- löndum, fyrst fimm í Bandaríkjunum og síðan tólf í Þýskalandi, þar sem hún þeyttist af einu óperusviði á annað. „Mér fannst tími til kominn að draga mig út úr skarkalanum. Og gæti ekki hugsað mér betri stað. Danir eru miklu afslappaðri og auð- veldari í umgengni en Þjóðverjar. Mér finnst alltaf jafngaman að vinna - ég er alls ekki að hægja á mér í þeim skilningi - en hjartað þarf að vera með í för. Það var það ekki í hinum yfirborðslega heimi óperunn- ar. Ekki svo að skilja að ég sé hætt að syngja óperur, ég hef ennþá yndi af því, en nú vil ég ráða mér sjálf - velja mín verkefni. Það á eftir að skila sér í söngnum. Það er misjafnt hvaða veg fólk velur en ég nenni ekki þessu kapphlaupi - vil lifa lífinu.“ Sólrúnu leiðast líka stimplar, eins og hún kemst að orði. „Mig langar ekki í stimpla. Sólrún syngur í Cov- ent Garden! Sólrún syngur í Metro- politan! Eins og það sé einhver end- anlegur mælikvarði á getu. Það er örugglega gaman að syngja á þess- um stöðum. Ég eltist bara ekki við medalíur. Nú er ég alls ekki að hnýta í kollega mína, síður en svo. Þetta á bara ekki við mig.“ Sólrún söng í tveimur óperum í fyrra, Brúðkaupi Fígarós og Don Giovanni eftir Mozart í Belgíu og Þýskalandi, en hefur haft hægt um sig á þessu ári. „Á ég að trúa því að ég hafi ekki sungið eina einustu óp- eru á árinu 2000?“ segir hún og læt- ur hugann reika. „Já, það er rétt. Ég hef hins vegar verið dugleg að syngja ljóð, hér heima, í Danmörku bg Þýskalandi.“ Þess verður þó ekki langt að bíða að Sólrún stigi á óperusvið að nýju. I febrúar næstkomandi tekur hún þátt í uppfærslu Islensku óperunnar á La Boheme eftir Puccini. En hvað svo? „Lífið heldur áfram. Ég stefni að því að láta mér líða vel og njóta innra öryggis. Naflaskoðunin heldur líka áfram og ég vona að ég geti notað röddina til að hjálpa fólki, jafnvel heila það. Það væri mikils virði." Klarínettutónleikar Tónskáldafélags fslands Sex íslensk klarínettuverk Tónskáldafélag ís- lands og Reykjavík - menningarborg gangast fyrir klar- ínettutónleikum í Salnum annað kvöld, mánudag, kl. 20. A efnisskrá eru þrjú einleiksverk, eitt dúó og tvö tríó, allt eftir íslenska höfunda, en fram koma Einar Jó- hannesson klarín- ettuleikari, Richard Talkowsky sellóleik- ari og Örn Magnús- son píanóleikari. „Þetta er einskonar yfirlit yfir íslenskar klarínettubókmenntir í tilefni af tónleikaröð Tónskálda- félagsins. Verk sem félaginu fannst við hæfi að stilla upp sam- an,“ segir Einar. „Einleiksverkin eru öll skrifuð fyrir mig, Aubade eftir John Speight, Hringhenda eftir Karólínu Eiríks- dóttur og Blik eftir Áskel Másson. Verk Johns er frá árinu 1982. Það hét raunar ekkert þegar ég flutti það þá en hef- ur síðar hlotið nafnið Aubade, eða Morgun- söngur. Ég flyt verkið nú í fyrsta sinn frá því það var frumflutt. Verk Karólínu er frá árinu 1989 og er nokkuð langt af einleiksverki að vera. Blik eftir Áskel hef ég spilað mikið. Það hefur fylgt mér víða um heim. Síðan er á efnisskrá Sónatína fyrir klarínettu og píanó eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Skrifuð 1960. Ég hef aldrei flutt hana áð- ur og hlakka mikið til. Loks verða leikin tvö tríó, Piece eftir Leif Þórarinsson frá 1966, sem ég hef heldur aldrei leikið, og mikið og fallegt verk eftir Átla Heimi Sveinsson, Plutot Blanche Quazuvice. Er það samið í sumarbústað í Danmörku." Einar hefur unnið mikið með Richard og Erni en þetta er í fyrsta skipti að þeir leika þrír saman á tónleikum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við hristumst vel saman.“ Vel tekið í Björgvin Á miðvikudaginn var lék Einar ásamt félögum sínum í Blásara- kvintett Reykjavíkur á hátíðar- tónleikum Tónlistarfélags Björg- vinjar. Segir hann viðtökur hafa verið góðar. „Tónleikarnir voru liður í samskiptum menningarborganna Reykjavíkur og Björgvinjar og heppnuðust vel. Aðsókn var ágæt en við lékum í hátíðarsal, þar sem stofnfundur félagsins var haldinn á sínum tíma. Þetta voru svokallaðir EBU- tónleikar sem þýðir að þeim verð- ur útvarpað síðar um alla Evrópu. Fór ég í viðtal við norska útvarp- ið af því tilefni. Það var mjög vel tekið á móti okkur þarna." Og Einar hreifst af borginni. „Ég kom þarna fyrir tuttugu ár- um í rigningu og þoku og sá ekki neitt. Núna var hins vegar sól og heiðskýrt og Björgvin er svo sannarlega undurfallegur staður. Sumir segja að þetta sé fallegasta borg á Norðurlöndum og ég get hæglega skrifað undir það.“ Einar Jóhannesson Nýjar bækur Morgunblaðið/Jim Smart Selma Guðmundsdóttir, formað- ur Richard Wagner-félagsins á Islandi, afliendir Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra fyrsta eintak bókarinnar á afmælishátíð félagsins á dögunum. • ÚT er komin bókin Wagner og Völsungar. Niflungahringurinn og íslenskar bókmenntir eftir Árna Björnsson. í fréttatilkynningu segir: „Tón- skáldið Richard Wagner var ágætt ljóðskáld og samdi meðal annars all- an texta við óperur sínar fjórar sem mynda Niflungahringinn. Lengi hafa menn talið að meginuppsprettu efn- isins væri að finna í þýska miðalda- kvæðinu Die Nibelungenlied þótt ljóst væri að skáldið leitaði líka fanga í heimi Eddu og Völsunga sögu. í þessari bók sýnir Ámi Bjömsson fram á að þáttur hins norræna efni- viðar er langtum meiri en talið hefur verið. Með samanburði á textum leiðir hann í Ijós að langstærstur hluti af aðfengnum hugmyndum í Niflungahring Wagners er sóttur í íslenskar bókmenntir, en aðeins fá- ein brot em eingöngu ættuð úr forn- um þýskum skáldskap. Wagner ætl- aði sér þó aldrei að tónsetja annarra manna verk, heldur sótti hann efni- við úr ýmsum áttum, mótaði hann og endurskapaði svo úr varð sjálfstætt verk. Á lifandi og skemmtilegan hátt dregur Ami Björnsson einnig upp fróðlega mynd af tónskáldinu og hinu langa sköpunarferli Niflunga- hringsins. Hann rekur ævi Wagners, lýsir samtíma hans og þróun þýskrar þjóðvitundar, og víkur auk þess að sögu norrænna fræða í Þýskalandi til þess að varpa ljósi á tengsl Wagn- ers við hinn fomíslenska menningar- arf.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er240 bls. Leiðbeinandi verð: 4.290 krónur. y^A-2000 Sunnud. 19. nóv. USTASAFN SIGURJÓNS KL. 20 Gítar- og flaututónleikar Tónleikarnir eru lióur í þriðja og síð- asta hluta hátíðar Tónskáldafélags- ins, sem hófst 18. október og lýkur 21. nóvember. Hátíðin ertileinkuð tónsmíðum frá 1985 og til aldarloka. Flytjendur eru Guðrún Birgisdóttir, flauta, Martial Nardeau, flauta, og Pétur Jónasson, gítar. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur, Huga Guðmundsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveins- son og nýtt verk eftir Karólínu Eiríks- dóttur. Mánud. 20. nóv. SALURINN - KÓPAVOGI KL. 20 Klarínettutónleikar Flytjendur eru Einar Jóhannesson, klarínetta, Richard Talkowsky, selló og Örn Magnússon, píanó. Á efnis- skrá eru verk eftirÁskel Másson, Atla Heimi Sveinsson, John Speight, GunnarReyni Sveinsson, Karólínu Eiríksdóttur og Leif Þórarinsson. Tónleikarnir eru liöur í þriðja og síð- asta hluta hátíðar Tónskáldafélags- ins, sem hófst 18. október og lýkur 21. nóvember. Hátíðin ertileinkuð tónsmíðum frá 1985 og til aldarloka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.