Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 25 tíma hægt að yfirfæra þessa þekk- ingu á mannfólkið og færa lömuðu fólki máttinn á ný? Margir visinda- menn telja það nær víst, eina spurningin sé hvenær það gerist. Geta skipt um hlutverk En hvernig þekkja vísindamenn stofnfrumur frá öðrum? „Það getur verið erfitt og einhver sagði þetta minna á klámið; við get- um ekki skilgreint það en þekkjum það þegar við sjáum það,“ sagði sænski læknirinn og prófessorinn Urban Lendahl sem er sérfræðing- ur hjá Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Margt óvænt hefur komið í ljós varðandi stofnfrumur. Eitt er að þær virðast geta skipt um hlut- verk, stofnfrumur sem virtust vera búnar að finna sitt svið geta stund- um, þegar þörf krefur, farið að mynda aðra gerð af vefjum. Len- dahl og fleiri vísindamenn á ráð- stefnunni sögðu að enn væri það að miklu leyti hulinn dómur hvað réði gerð og störfum stofnfruma. Ókosturinn við að nota stofn- frumur úr fullvöxnum til lækninga á meinsemd í manninum sem þær eru teknar úr er m.a. að þær verður að rækta í tilraunaglasi sem getur tekið sinn tíma. Þær eru mjög fáar, eru oft búnar að verða fyrir ein- hverjum skemmdum af völdum mengunar eða lífernis þess sem hlaut þær í vöggugjöf, eru ef svo má segja orðnar hálf-dasaðar og hrumar og því ekki jafnvel nothæf- ar og frumurnar úr fósturvísi. Sum- ir vísindamenn álíta samt að hægt sé að láta þær duga til að vinna kraftaverkin sem vísindamenn segja að verði senn innan seilingar. Kosturinn er sá að þá þyrfti ekki að taka umdeildar ákvarðanir eins og þær hvort verjandi sé að nota frumur úr fóstrum. Fulltrúar á þingi Evrópusambandsríkjanna mæltu nýlega með því að af siðferð- islegum ástæðum yrðu einvörðungu leyfðar tilraunir með stofnfrumur úr fullorðnum. Hvar eru mörkin? Hvenær er fóstur orðið mannvera? Við getnað eða eftir nokkrar vikur, eða nokkra mánuði? Um þessi efni reyndust skoðanir skiptar en þess ber að geta að við glasafrjóvgun verður til fjöldi frjóvgaðra eggja sem ekki eru nýtt, fólk biður ekki beinlínis um fimmbura. Eru eggin oft ftyst til nota síðar en mörg þeirra eru gefin til rannsókna og síðan eyða vísindamenn þeim. Enn ríkir óvissa um viðbrögðin við sumum kröfum vísindamanna sem benda á að hægt verði að lækna fólk og lina þjáningar með stofnfrumum og vilja fá sem mest frelsi til rannsókna og tilrauna. Lög eru í mótun, siðanefndir og ráð- gjafahópar reyna að setja reglur og undirbúa lög en hlutirnir gerast svo hratt að löggjafinn hefur ekki und- an, að sögn danska læknisins og siðfræðingsins Soren Holms sem kennir við Manchester-háskóla. Margir þátttakendur á ráðstefn- unni viðurkenndu að þeir væru svo- lítið ruglaðir og um leið smeykir við væntanlega byltingu, vissu ekki hvort réttara væri að leyfa en banna tilraunir með frumur í fóst- urvísum. „Ég myndi segja já en er innst inni full af mótþróa og ótta,“ sagði danski lagaprófessorinn Linda Nielsen. „Við höldum stöð- ugt áfram að bæta ofan á bunkann en vitum ekki hvenær við förum yf- ir mörkin." Hún sagði málið í reynd ekki vera stofnfrumur sem siíkar heldur grundvallaratriði í tilveru okkar og gildum. Nielsen lagði áherslu á að reynt yrði að láta markmið með rannsóknunum ráða afstöðunni fremur en aðferðina sem vísindamenn notuðu. Spren Holm varaði við því að menn reyndu að ræða gagnsemi þess „hryllilega kosts“ að eyða einu lífi til að bjarga hugsanlega öðru með árangri rannsókna, alrangt væri að vega slíka kosti hvern á móti öðrum. Það væri út í hött, sagði Holm, að sjálfsögðu væru fósturvísar mannlegs eðlis. „Af- gangsfósturvísar og fósturvísar til SJÁNÆSTUSÍÐU Hvað viltu fá að vita um tónlistina á Topp 20? Sendu póst til Sóleyjar á mbl.is! © XY.s mbl.is SKfBAFERBIR FERÐSKRIFSTOFU GUÐMUNDAR JÓNASSONAR TIL SVISS 06 C0L0RAD0 2001 SWSK Boðið verður upp á 5 brottfarir til hins fjölbreytta og skemmtilega skíðasvæðis í Crans Montana. 2 stjörnu hótel m/morgunv. 4 stjömu hótel m/morgunv. og kvöldv. 8 daga ferðir 4.og 11. febrúar 74.100 kr. 98.600 kr. 14 daga 4.-18. febróar 93.400 kr. 142.360 kr. Páskaferð 7.-16. apríl,99.900 kr. Innifalið í verði: Flug um Kaupmannahöfn til og frá ZUrich, flugvallaskattar, akstur milii flugvailar og Crans-Montana, gisting í tveggja manna herbergi og íslensk fararstjórn. Páskaferð 11.-16. apríl, 56.585 kr. Innifalið í verði: Flug til og frá Frankfurt, flugvallaskattar, akstur milli flugvaliar og Crans-Montana, gisting í tveggja manna herbergi og íslensk fararstjórn. Vail í Coloraúo: Eitt stórkostlegasta skíðasvæði Klettafjallanna er Vail í Tveggja vikna ferð þann 16. febrúar. Ferðaskritstota GUDMUNDAR JÓNASSONAR EHF BORGARTÓNI 34, SÍMI 5ITI5IS, www.gilraval.ls Hornsófi úr ítölsku gæðaleðri Nógu stór fyrir alla fjölskylduna FLODA leðurhornsófi (6 sæta) frá hinum þekkta leðurframleiðanda Natuzzi á Ítalíu. Verð 169.000 kr. Fæst í grænu, bláu og svörtu. . MBSH • ‘Wm WmSSfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.