Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 55 } FÓLK í FRÉTTUM mvndbönd Efnalaugln / Nettoyage á sec ★★% Bældar hvatir eru megininntak þessa áhugaverða franska drama um flókinn ástarþríhyrning. Herbergi handa Romeo Brass / A Room For Romeo Brass ★★★ Aideilis fersk og skemmtileg mynd frá hinum mjög svo athyglis- verða Shane Meadows. Olík öllum öðrum á leigunum í dag. Fíaskó ★★★1/4 Fíaskó er sérlega skemmtileg og vel gerð íslensk gamanmynd með Ihrollköldum undirtóni. Ragnar Bragason á hrós skilið fyrír þessa frumraun sem og aðrír sem að myndinni standa. Berið út þá dauðu / Bringing Out the Dead ★★★★ Þessi myrka borgarmynd leik- stjórans Mai'tins Scorsese kallast á áhugaverðan hátt á við meistaraverk hans Taxi Driver frá áttunda áratug- unum. Áhrifarík kvikmynd. Amerísk fegurð / American Beauty ★★★% Hárbeitt, bráðskemmtileg og ljóð- ræn könnun á bandarísku miðstétt- arsamfélagi. Kevin Spacey fer þar á kostum. Annars staðar en hér / Anywhere But Here ★★★ Vel leikið drama um samskipti mæðgna sem horfa á lífið gjörólíkum augum. Blessunarlega Jaus við væmni þökk sé leikstjórn Waynes Wangs. Karlinn í tunglinu / Man on the Moon ★★★1>4 Milos Forman bregður hér upp sérlega lifandi og áhugaverðri mynd af grínistanum Andy Kaufman. Jim Carrey túlkar Kaufman af mikilli list. Vofan: Leið samúræjans / Ghost Dog: The Way of the Samurai ★★V4 Hvaðgerist þegar lífsgildi samúr- æjans eru heimfærð á harða lífsbar- áttuna í skuggahverfum stórborgar- innar? Jim Jarmusch kannar það í nýjustu mynd sinni. Vígvöllur / War Zone ★★★ Atakanlega opinská lýsing á einu mesta böli samfélagsins. Enn og aft- ur er Ray Winstone magnaður - sem og reyndar allir í myndinni. Aska Angelu / Angela's Ashes ★★★ Yndislega Ijúfsár mynd um eymd- arleg uppvaxtarár Franks McCourts i fátækrarhveríi Limerick á Irlandi. Skattmann / Taxman ★★% Gamansöm glæpamynd sem kem- ur verulega á óvart, ekki síst vegna hlýrrar kímnigáfu og góðrar per- sónusköpunar. í Kina borða menn hunda /1 Kina spiser de hunde ★★’A Danir á Tarantino-slóðum. Fersk og feikikröftug en yfírgengilegar blóðsúthellingar menga útkomuna. Þrír kóngar / Three Kings ★★★% Aldeilis mögnuð kvikmyndagerð. Á yfírborðinu hörku hasarmynd en þegar dýpra er kafað kemur fram hárbeittur ádeilubroddur sem sting- ur. Tarsan ★★★ Disney bregst ekki bogalistin frekar enn fyrri daginn í þessari fyndnu og skemmtilegu teiknimynd um Tarsan apabróður. Hæfileikaríki Ripley / Talented Mr. Ripley ★★★ Fín mynd í flesta staði. Fagurker- inn Minghella augljóslega við stjórn- völinn og leikur þeirra Matts Dam- ons og sérstaklega Judds Law til fyrirmyndar. Ungfrúin góða og húsið ★★★ Prýðileg kvikmynd sem fjallar um stéttaskiptingu og hugarfar í ís- lensku þorpssamfélag fyrr á öldinni. Fellibylurinn / The Hurricane ★★% Hér er sögð stórmerkileg saga bandaríska hnefaleikakappans Rub- in „Hurricane“ Carter, sem mátti þola gríðarlegt mótlæti vegna hör- undslitar síns. Bleeder / Blæðarl ★★★ Sterk og dramatísk kvikmynd danska leikstjórans Nicolas Winding Refn um ungt fólk í leit að lífsfyll- ingu. Sagan af Brandon Teena / The Brandon Teena Story ★★★★ Gífurlega vel unnin heimildar- mynd um óhugnanlegt morðmál sem átti sér stað í smábæ í Nebraska- fylki. Líðurseint úrminni. Ljúflingur / Simpatico**1A Myndgerð á sterku drama eftir Sam Shepard. Fremur þunglamaleg en góður leikarahópur heldur manni við efnið. Allt er gott að austan / East Is East ★★★% Stórskemmtileg og um leið átak- anlegmynd um grafalvarlegt vanda- mál pakistanskra innflytjenda í Bretlandi. Eiga þeir að halda í siði gamla heimalandsins eða meðtaka þánýju? Að vera John Malkovich / Being John Malkovlch ★★★V4 Þvílík frumraun! Unaðslega hug- Opið sunnudag RCWELLS myndarík frumraun Spikes Jonzes fyllir mann trú á framtíð kvikmynd- anna. Neðanjarðarsógur/ Tube Tales ★★★ Vel heppnað safn stuttmynda sem eiga sér allar stað ílestarkerfí Lund- úna ogmynda litríka ogsterka heild. Kyndlklefinn / Boiler Room ★★★ Vel gerð kvikmynd ungleikstjór- ans Ben Younger um heim verð- bréfabrasks og peningahyggju. Vélgengt glóaldin / A Clockwork Orange ★★★★ Þessi umdeilda k\dkmynd Stanl- eys Kubrick um ofbeldi og samfélag hefur nú verið gefín út á myndbandi með íslenskum texta. Myndin mark- ar einn af hátindunum á ferli leik- stjórans. Svindlararnir / The Cheaters ★★★ Fín mynd sem byggir á sannsögu- legum atburðum um kennari hjálp- aði nemendum sínum að svindla í sérstakri prófkeppni milli sem hald- in er milli bandarískra skóla. Endalok ástarsambandslns / The End of the Affair ★★% Hádramatísk og vönduð ástarsaga með trúarlegum undirtónum. Gæða- leikar á borð við Juliann Moore, Ralph Fiennes og Stephen Rea koma við sögu. Við setrið / Up At The Villa ★★V4 Rómantísk spennumynd í gamla svart-hvíta Hollywoodstílnum. Ástir og undirferli á tímum Mussolinis. Kristin Scott-Thomas og Sean Penn góð. Sunnudagar til sælu / Any Given Sunday ★★★% Oliver Stone kryfur heim ruðn- ingsíþróttarinnar ofurvinsælu vestra í sterkri mynd og eins og við má búast af kappanum er hnefafylli af boðskap. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson Jólin byrja hjá Radisson SAS Meistarakokkar okkar eru komnir í jólaskap og reiða fram gómsæta rétti á jólahlaðborði frá og með föstudeginum 24. nóvember fram til annars dags jóla, 26. desember. Skrúður býður upp á glæsilegt jóiahlaðborð í hádegi og á kvöldin alla daga vikunnar I hádeginu á sunnudögum kíkir jólasveinninn í heimsókn og gleður yngstu gestina. Súlnasaiur er nétti staðurinn viljirðu sameina jólahlaðborð og dansleik. Þar er boðið upp á úrval rétta öll föstudags- og laugardagskvöld frá 24. nóvember til 16. desember Borðhald er einsetið. Aðgangur að dansleik á eftir er innifalinn í verði. Grillið býður upp á jólamatseðil frá 24. nóvember til 30. desember. Gestir mega eiga von á óvæntum glaðningi.Jólastemningin á Grillinu er óviðjafnanleg! Jól alla daga á Café ísland Við tökum jólin snemma og bjóðum upp ó Ijúffengan jólaplatta ó kr. 1.450. Opið kl. 10-22 alla daga. Radisson SAS Hótel Saga S: 525 9900 Radisson SAS Hótel Island S:595 7000 f HOTELS & RE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.