Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 275. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gore reynir að varna því að almenningur skynji Bush sem sigurvegara Herbúðir beggja brydda upp á fleiri lagaflækjum Reuters Laurence Tribe, einn lögfræðinga A1 Gore varaforseta, ávarpar fjöl- miðla fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær, en lög- fræðingar Bush skutu þangað úrskurði Hæstaréttar Flórída frá í síð- ustu viku um að taka skuli niðurstöður endurtalninga inn í lokatölur kosninganna í ríkinu. Málflutningur hefst á föstudag. Washington. Reutcrs, AP. AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni demókrata, beitti sér í gær fyrir því að nýjar endurtalning- ar atkvæða í Flórída færu fram og yrði lokið innan viku, en George W. Bush, forsetaefni repúblikana, hafn- aði þessari kröfu, sendi nýtt lið lög- fræðinga á vettvang og hélt áfram að búa sig undir að taka við lyklavöldum að Hvita húsinu. Réttum þremur vikum eftir kjör- dag hleyptu herbúðir beggja meira púðri í áróðursslaginn um almenn- ingsálitið, með því að leggja enn fleiri mál fyrir dómstóla. Og Gore lagði sig fram um að varna því að almenning- ur skynjaði Bush sem staðfestan sig- urvegara kosninganna. Sakaði Gore Bush um að reyna með alls kyns lagaklækjum að sjá til þess að ferlið til að staðfesta skipun hinna 25 kjörmanna Flórídaríkis „félli á tíma“, en lögformlegur frest- ur til að gera það rennur út hinn 12. desember. „I morgun lögðum við til við dóm- inn í Tallahassee áætlun, sem miðast við að öllum endurtalningum verði lokið eftir viku, og að öllum málaferl- um verði lokið einum eða tveimur dögum eftir það,“ sagði Gore í ávarpi til fréttamanna fyrir utan heimili sitt í Washington. „Því miður höfnuðu lögfræðingar Bush ríkisstjóra þessu. Þess í stað leggja þeir til tveggja vikna málarekstur fyrir dómstólum í tvær vikur til viðbótar, alveg fram að lokafrestinum til að skipa kjörmenn Flórída hinn 12. desember." Karen Hughes, málsvari Bush, sagði hins vegar að frá sínum bæjar- dyrum séð væru kosningamar þegar útkljáðar og hann væri sigurvegar- inn. Hæstiréttur Bandaríkjanna selji „lögformlegan endapunkt“ Lagaþræturnar fyrir dómstólum í Flórída féllu þó í skuggann af máli fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna, sem liðsmenn Bush skutu þangað til úrskurðar og verður tekið til umfjöll- unar á fóstudag. Lögfræðingar Bush gerðu það með þeim rökum, að hand- talningar í vissum kjördæmum Flór- ída, sem minnkaði forskot Bush, væru stjórnarskrárbrot og ættu því ekki aðverða teknar til greina í loka- tölum. I skriflegu áliti sínu í málinu, sem lagt var fram í gær, sögðu lög- fræðingar Bush að réttinum bæri að setja „lögformlegan endapunkt" við forsetakosningarnar með því að koll- varpa úrskurði Hæstaréttar Flórída, sem heimilaði endurtalningarnar £ þremur sýslum ríkisins, og stöðva frekari endurtalningar. í sínu skriflega áliti í málinu sögðu lögfræðingar Gores það ekki eiga heima fyrir alríkisdómstól. ■ Segir að traust/28 Vegabréfa- skylda á Svalbarða Óslú. Morgunblaðið. FRÁ og með næsta vori munu allir sem leggja leið sína til Svalbarða þurfa að sýna vegabréf. Þrátt fyr- ir að eyjaklasinn norður í Dumbs- hafi tilheyri Noregi munu norskir ríkisborgarar, sem og allir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að fram- vísa vegabréfi sínu. Hinn 25. marz 2001 gengur Schengen-sáttmálinn svokallaði í gildi, en hann kveður á um afnám landamæraeftirlits á innri landa- mærum aðildarríkjanna. Af ein- hverjum ástæðum lentu bæði Sval- barði og Kanaríeyjar, sem tilheyra Spáni, utan við ytri landamæri Schengen-svæðisins, eins og það er skilgreint í sáttmálanum. Ytra eftirliti Schengen-svæðis- ins verður sinnt frá þeim stöðum á meginlandi Noregs, þaðan sem flogið er til Svalbarða. fbúar undrandi „Við hefðum helzt viljað sleppa við þetta,“ hefur Aftenposten eftir Morten Ruud, sýslumanni á Sval- barða. Um 1.400 Norðmenn búa þar, og fram að þessu hafa þeir ætíð ferðast milli meginlandsins og eyjanna eins og í innanlands- flugi. „Vegabréfaskyldan kom flatt uppá fólk hér. Það mun mörgum þykja skrýtið að þurfa að sýna vegabréf þegar ferðast er milli Noregs og Noregs," segir einn íbúanna, Endre Hoflandsdal. Ný alþjóðleg skýrsla um alnæmi Smithraði veld- ur áhyggjum Berlín, London. AFP, Reuters. UM 5,3 milljónir manna smituð- ust af alnæmiveirunni á síðast- liðnu ári og sérfræðingar óttast að heildarfjöldi sýktra og sjúkra fari yfir 36 milljónir fyrir lok þessa árs. Veldur hröð útbreiðsla sjúkdómsins í Austur-Evrópu sérstökum áhyggjum, eftir því sem segir í nýrri skýrslu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, og UNAIDS, alnæmi- varnastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Sérfræðingar þessara tveggja stofnana spá því, að um næstu áramót verði fjöldi alnæmismit- aðra í heiminum um 36,1 milljón, en það er um 50% meiri fjöldi en WHO spáði fyrir níu árum að hann yrði kominn í nú. ,Alnæmi hefur orðið fleira fólki að bana á þessu ári en nokkru öðru,“ sagði Peter Piot, framkvæmdastjóri UNAIDS. Sjúkdómurinn lagði um þrjár milljónir manna að velli á liðnu ári og hefur samtals um 21 milljón manna látist úr honum, eftir því sem næst verður komizt. í öllum heimshlutum, nema í Afríku sunnan Sahara, hafa fleiri karlmenn sýkzt en konur, eftir því sem fram kemur í skýrslunni. Er menningarbundnu hegðunar- mynstri kynjanna kennt um þetta. í tilefni af þessu hefur UNAIDS hafið sérstaka herferð til að reyna að stuðla að breyting- um á þessu kynbundna hegðunar- mynstri, sem hefur mikið með karlmennskuímynd að gera. Þá segir í skýrslunni, að gríðai-- leg aukning hafi orðið á útbreiðslu sjúkdómsins á þvi svæði sem áður tilheyrði Sovétríkjunum. I þess- um ríkjum stefni tala sýktra nú í 700.000, en fyrir aðeins ári var hún um 420.000. Piot sagði að í þessum heimshluta væri algeng- asta smitleiðin sprautunálar eit- urlyfjafikla, en aukið vændi, auk- in fátækt og hnin í almennri heilbrigðis- og félagsþjónustu ættu einnig hlut að máli. Mest fjölgun í Rússlandi Piot sagði að þessarar „smit- sprengingar" sæi stað allt frá Eistlandi við Eystrasaltið til Úsbekistan í Mið-Asíu. Astandið væri þó sýnu alvarlegast í Rúss- landi, þar sem nýsmitaðir voru í fyrra fleiri en öll árin þar á undan samanlagt. Fyrir lok þessa árs væri búizt við því að alnæmismit- uðum í Rússlandi hefði fjölgað í um 300.000, en þeir voru um 130.000 við síðustu áramót. Israelsþing boðar þingkosningar í vor Jerúsalem, Kaírd. Reuters, AP. f SRAELSKA þingið samþykkti í gær með öruggum meh-ihluta atkvæða að boða til þingkosninga en kjördagur verður þó vart fyrr en næsta vor. Verður kjördagui’inn ákveðinn ein- hvem tíma á næstu dögum. Ehud Barak forsætisráðherra sagðist í gær vera reiðubúinn að samþykkja að kos- ið yrði einnig til embættis forsætis- ráðherra þótt kjörtímabil hans renni ekki út fyrr en 2003. Segja fréttaskýr- endur að Barak muni nú gera úrslita- tilraun til að ná fram nýjum friðar- samningum sem hann geti þá staðið eða fallið með í kosningum. Barak nýtur lítils stuðnings í skoð- anakönnunum en hann hefur verið hart gagnrýndur vegna uppreisnar Palestínumanna sem hefur nú kostað 283 mannslíf, aðallega Palestínu- manna. Einn af samningamönnum Palestínustjómar, Nabil Shaath, sagðist í gær vona að friðarsamkomu- lag tækist áður en ísraelar gengju að kjörborðinu. Til átaka kom á ný á sjálfstjómarsvæðunum. Israelskir hermenn skutu til bana 17 ára palest- ínskan ungling við landamærastöð milli Israels og Gaza-svæðisins og 15 ára gamall Palestínumaður lést af sárum sem hann hlaut á laugardag. Barak hefur beitt sér gegn því að efnt verði til kosninga en sneri við blaðinu í gær. „Ég óttast ekki kosn- ingar,“ sagði hann á þingi. „Ef þið vilj- Reuters Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, setur upp svip á meðan á þingumræðum stóð í gær. ið kosningar skulum við láta kjósa til embættis forsætisráðherra og til Knesset (þingsins).“ Yfirlýsing hans kom á óvart og áttí hann síðar fund með þingmönnum og ráðherram til að útskýra stefnu sína. Heimildarmenn fullyrtu að sumir af liðsmönnum kosningabandalags for- sætísráðhemans, Eitt Israel, væra reiðir Barak fyrir að hafa ekki ráð- fært sig við þá áður en hann tjáði sig um málið. Að sögn ísraelska útvarps- ins íhugar Avraham Burg, forseti þingsins, að bjóða sig fram gegn Bar- ak þegar valinn verður frambjóðandi bandalagsins til embættis forsætis- ráðherra. Minnihlutastjóm Baraks missti fyrii- nokkra meirihluta á þingi og hefur hann átt mjög í vök að veijast. Likud, flokkm- hægrimanna undir forystu harðlínumannsins Ariels Sharons, hefur hins vegar sett það skilyrði fyrir þátttöku í þjóðstjóm með Verkamannaflokki Baraks að horfið verði frá öllum tilslökunum í friðarsamningum við Palestínumenn. Barak vinnur tíma Fær Barak nú nokkurn tíma til að reyna að ná samningum við leiðtoga Palestínumanna, Yasser Arafat. Tak- ist það þykir ljóst að væntanlegar þingkosningar verði jafnframt eins konar þjóðaratkvæði um friðarsamn- ingana og stæði Barak þannig betm’ að vígi en ella. MORGUNBLAÐIÐ 29. NÓVEMBER 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.