Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLADIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Dansleik- urvið Perluna DANSLEIKUR nefnist listaverk eftir Þorbjörgu Pálsdtíttur, myndhöggv- ara. Listaverkið, sem stendur fyrir utan Perluna í Öskjuhlíð, samanstendur af fjtírum um tveggja metra háum bronshjtípuð- um styttum. Þorbjörg vann listaverkið árið 1970 en gaf Reykjavíkurborg það árið 1995. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þjá, voru þrjár manneskjur komnar á dansleikinn. í birtunni er erfitt að greina þær frá hinum raunveru- legu styttum. Aðalsteinn Jónsson hættir sem forstjóri Fyrirtækið í góðar hendur AÐALSTEINN Jtíns- son, forstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarð- ar, hefur ákveðið að láta af störfum um næstu áramtít, en Að- alsteinn htíf störf sem forstjóri fyrirtækisins árið 1960 og hefur gegnt því samfejlt all- ar götur síðan. I sam- tali við Morgunblaðið sagði Aðalsteinn það leggjast vel í sig að draga sig alfarið út úr stjórn fyrirtækis- ins og að engin eftir- sjá væri í hans huga. „Ég hverf frá þessu sáttur, enda er þetta í gtíðra manna höndum. Maður er feginn að ein- hver tekur við þessu. Ég hef nú lítið gert síðustu árin, og hef ver- ið að draga mig út úr rekstrinum og látið yngri mönnum eftir að stjórna fyrirtækinu." Stjórn Hraðfrystihúss Eski- ijarðar hefur ráðið Elfar Aðal- steinsson í starf forstjtíra frá 1. janúar 2001. Elfar er dtíttursonur Aðalsteins og tílst upp hjá ömmu sinni og afa. Elfar er núverandi framkvæmdastjtíri Fiskimiða ehf. og á sæti í stjtírn Hraðfrystihúss EskiQarðar. Elfar mun í kjölfar ráðningarinnar láta af störfum sem framkvæmdastjtíri Fiskimiða um áramtítin. „Hann er ungur og ferskur og það eru góðir menn sem eru fram- kvæmdastjórar hér, þannig að ég kvíði nú ekki framtíðinni," segir Aðalsteinn. Hann segir að þótt aðstæður hafi breyst mikið á þessum árum sem hann hefur starf- að hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, sé undir- staðan sú sama ár eftir ár og sömu lög- málin sem gildi. „Þetta byggist bara á því að fiska og vinna fiskinn. í gegnum tíð- ina hefur maður oft lent í basli en oftast tekist að leysa úr því með þolinmæðinni og gtíðra manna hjálp.“ Aðalsteinn segist ekki kvíða framtíð fyrirtækisins, en segir þó að staðan sé erfið í dag. Olían hafí hækkað mikið í verði og það geri reksturinn erfiðari, auk þess sem að erlendir gjaldmiðlar hafi hækkað sem komi sér illa fyrir fyrirtæki sem hafi talsvert af er- lendum lánum. Velta fyrirtækisins er um þrír milljarðar á ári, en fyrirtækið á og gerir út sex fiskiskip, rekur mjöl- og lýsisvinnslu, rækju- vinnslu og frystihús. Á síðastliðnu ári störfuðu um 250 manns hjá fyrirtækinu, en að sögn Aðal- steins vinna um 270 manns hjá fyrirtækinu á háannatimum. Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 4) FORLAGIÐ Hvunndagshetjan eftir Auði Haralds MetsöLubók sem hneykslaði og heiLLaði, nú loksins fáanleg aftur í kilju. Álit félagsmálaráðuneytisins á málsmeðferð bæjar- stjórnar A-Héraðs við sölu á Eiðum ekki ótvírætt Eigandi Bakka fliugar málsókn FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ hefur skilað bæjarstjórn Austur- Héraðs umbeðnu lögfræðilegu áliti á málsmeðferð bæjarstjórnar á sölu á fasteignum á Eiðum. Bæjar- stjórnin bað annars vegar um álit á því hvort einn bæjarfulltrúi, sem var meðal tilboðsgjafa í eignir Eiða- staðar, hafi verið vanhæfur til að fjalla um afgreiðslu málsins og hins vegar hvort bæjarstjórninni hafi verið heimilt að hafna öllum tilboð- um sem komu í eignirnar. Ráðuneytið kemst að þeirri nið- urstöðu að bæjarfulltrúinn hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu fasteignanna, eftir að hann dró til- boð sitt til baka, og að á grundvelli sveitastjórnarlaga hafi ekki verið kominn á bindandi kaupsamningur milli bæjarstjórnarinnar og Bakka ehf. um fasteignir á Eiðum. Ráðu- neytið tekur ekki afstöðu til þess hvort lög um framkvæmd útboða gildi um málið, sem hefur verið eitt meginágreiningsefni lögmanna. Eigandi Bakka, Örn Kjærnested, fyrrverandi forstjóri Alftáróss, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera að íhuga það alvarlega að fara með málið lengra, og fara þá dóm- stólaleiðina, þar sem álit ráðu- neytsins væri langt því frá afger- andi. Réttlætinu þyrfti að ná fram í málinu. Tilefni þess að bæjarstjórnin bað um álit var einmitt bréf frá lög- manni Bakka ehf. þar sem lögmæti þess að hafna tilboðum og staðfesta ekki samning við Bakka var dregið í efa. Krafist var ógildingar ákvörð- unar bæjarstjórnar á þeim forsend- um að einn bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks í meirihluta hafi verið vanhæfur til að fjalla um málið, þótt hann hafi dregið tilboð sitt til baka. Einnig hafi það ekki samrýmst lög- um um framkvæmd útboða að opna tilboð frá Sigurjóni Sighvatssyni og Sigurði Gísla Pálmasyni löngu eftir að útboðsfrestur var liðinn og önn- ur tilboð opnuð. Leit lögmaður Bakka svo á að bindandi kaupsamn- ingur hafi verið kominn á milli fé- lagsins og bæjaryfirvalda. Tekið er fram í álitinu að það sé ekki bindandi, til að raska ekki mál- skotsrétti einstakra aðila sem að málinu koma. Kærufrestur sam- kvæmt stjórnsýslulögum er ekki Iiðinn frá því að bæjarstjórnin sam- þykkti að hafna öllum tilboðum fyrr í mánuðinum. Ráðuneytið bendir á að aðeins einn þeirra aðila sem sendu inn tilboð, hafi sent ráðu- neytinu athugasemdir og því kunni að vera að einhver gögn eða máls- ástæður, sem kunni að skipta máli um niðurstöðu úrskurðarmáls, eigi eftir að koma fram. Um tilboð Sigurjóns og Sigurðar Gísla tekur ráðuneytið undir með lögmanni Bakka ehf. að finna megi að þeim vinnubrögðum að taka til- boðið til skoðunar svo seint sem raun bar vitni, eða einum og hálfum mánuði eftir að tilboðsfrestur rann út. Ráðuneytið treystir sér hins vegar ekki til að fullyrða að með því hafi verið framið lögbrot. Byggist sú niðurstaða fyrst og fremst á því hvort lög um framkvæmd útboða gildi um málið, sem ráðuneytið dregur í efa, þvert á skoðun lög- manns Bakka ehf. sem vísaði í lög um framkvæmd útboða frá árinu 1993. Örn Kjærnested sagðist líta svo á að fyrst ráðuneytið úrskurðaði ekki hvort um útboð hefði verið að ræða þá væru aðrar niðurstöður marklitl- ar. Það stæðist t.d. engan veginn að 5 málið væri ekki háð útboðslögum. Af þeim sökum sagðist Örn íhuga að fara með málið lengra. Það væri klárt að brotið hefði verið á rétti hans í málinu. Örn sagði það ekki öllu skipta lengur hvers vegna tilboði hans var ekki tekið eða hvernig. Þar hefðu pólitískar ástæður legið að baki innan Austur-Héraðs og spurning j hvort meirihluti bæjarstjórnar héldi velli. I Eiðahópurinn gerir tillögur um næstu skref Björn Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs, sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna áliti ráðuneytisins. Það væri þó ekki ótvírætt varðandi öll ágrein- ingsefni, einkum hvort um útboð hefði verið að ræða eða ekki, sem væri óleyst mál. „Hins vegar er það ótvírætt mat ráðuneytisins að bæjarfulltrúinn hafi ekki verið vanhæfur og að bindandi samningur hafi ekki verið gerður við Bakka,“ sagði Björn Hafþór. Spurður um framhalds málsins sagði hann Eiðahópinn svokallaða, sem vann að sölu Eiða- staðar fyrir sveitarfélagið, ekki hafa lokið störfum og hann mundi væntanlega gera tillögu um næstu skref. Björn Hafþór ítrekaði sína skoðun að sveitarfélagið þyrfti að j ganga frá samningum við ríkið um endanlega sölu á Eiðum og þá hvort ríkið muni nýta sér forkaupsrétt. Eiðamálið kemur væntanlega til umfjöllunar bæjarráðs Austur-Hér- aðs í dag eða á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Misskilning's gætir um áhrif friðlýsingar ÁRNI Bragason, forstjóri Náttúru- verndar ríkisins, segir að stofnunin hafi skrifað landeigendum við Héð- insfjörð bréf þar sem skýrt er út hvað felst í friðlýsingu fjarðarins. Jafnframt segir hann að stofnunin hafi lagt öll áform um gerð tillögu að friðlýsingu á hilluna. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur umhverfisráðuneyt- ið beint því til Náttúruvemdar rík- isins að stofnunin hætti við gerð tillögu að friðlýsingu Héðinsfjarðar í kjölfar mótmæla landeigenda. Árni segir að umhverfisráðuneyt- ið hafi falið Náttúruvernd ríkisins að vinna að friðlýsingu. „Síðan sendu landeigendur ráðuneytinu bréf og mótmæltu því að það ætti að friðlýsa þarna. Því miður gætti misskilnings hjá landeigendum hvað í þessu væri fólgið. Algengasti misskilningurinn varðandi friðlýs- ingar er sá að verið sé að taka öll völd af fólki og að verið sé að færa forræði svæða af heimamönnum," sagði Árni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.