Morgunblaðið - 29.11.2000, Side 12

Morgunblaðið - 29.11.2000, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Deilendur hvattir til að slíðra sverðin STEINGRÍMUR J. Sigfósson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, var málshefjandi utandagskrárumræðunnar á Alþingi í gær um stöðuna í kjaradeilu fram- haldsskólakennara. Benti hann á í upphafi máls síns að verkfall fram- haldsskólakennara hefði nú lamað framhaldsskóla landsins í þrjái’ vikur og taldi að vægast sagt horfði þung- lega til um lausn deilunnar. „Þrettán hundruð framhaldsskólakennarar og hátt í tuttugu þúsund framhaldsskól- anemai-, fjölskyldur þeirra og fjöl- margir aðrir eru meira og minna fómarlömb þessa ástands," sagði hann. Steingrímur sagði að tíminn - allt frá því aðilar hófu að tala saman og til dagsins í dag - hefði í raun meira og minna farið í súginn. Ríkisstjómin hefði engan lit eða vilja sýnt í málinu. „Talað er við kennara eins og þeir hafi engan sjálfstæðan samningsrétt. Eins og að það skipti engu máli að þeir hafi dregist aftur úr öðram. Eins og það skipti engu máli að það er ílótti úr stéttinni og framhaldsskólar eru ekki samkeppnishæfir á vinnu- markaði," sagði Steingrímur. „Útspil af því tagi sem komið hafa frá rfldsstjórninni í deilunni um að kennarar skuli sækja kjarabætur í eigin vasa, að kennsluskylda skuli hækkuð og svo framvegis era ekki til þess fallin að leysa þessa deilu. Og ekki er þar hlutur hæstvirts mennta- málaráðherra bestur. Hann hendir sprengjum m.a. á heimasíðu sinni og verður í þessu sambandi helst líkt við slökkviliðsmann sem hleypur um og reynir að slökkva logandi elda með bensíni. Þannig sakar menntamála- ráðherra framhaldsskólakennara m.a. um það á heimasíðu sinni sl. laugardag að vilja grafa undan efna- hagslífi þjóðarinnar. Og loks segir ráðherrann að verkfallið sjálft varpi skugga á viðhorf almennings til skólastarfsins vegna andúðar hans á málstað, málflutningi og baráttuað- ferðum forystumanna kennara." Sagði Steingrímur að ráðherra væri með málflutningi sínum að skella allri skuld deilunnar á kennara en um leið að hvítþvo sjálfan sig. Steingrímur kvaðst krefjast þess, sem stjómmálamaður og foreldri, að Staðan í kjaradeilu framhaldsskólakennara var rædd utan dagskrár á Alþingi í gær. Þar kom m.a. fram í máli menntamála- ráðherra að ef verkfall framhaldsskóla- kennara leystist í þessari viku og kennsla gæti hafíst í byrjun þeirrar næstu ætti að vera unnt að ljúka önninni. Arna Schram gerir hér ítarlega grein fyrir umræðunni. ríkisstjómin axl- aði ábyrgð og reyndi „í alvöra að leysa deil- una“. Bar hann því næst upp nokkrar spurn- ingar við ráð- herra. í fyrsta lagi hvort enn væri hægt að bjarga haustönn skólanna leystist deilan á allra næstu dögum? í öðra lagi hver viðbrögð ráðherra væra við upplýsingum um að framhaldsskóla- kennarar væru „unnvörpum að hverfa til annarra starfa eða að minnsta kosti að leita sér að öðram störfum“. í þriðja lagi hvort unnið væri að áætlun um það í menntamál- aráðuneytinu hvemig bregðast skyldi við dragist deflan enn á lang- inn. Og í fjórða lagi hvort ráðherra sæi einhveijar leiðir til að liðka íyrir lausn deilunnar af sinni hálfu. Úrræðin ráðast af lengd verkfallsins Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra svaraði fyrstu spurningu Steingríms á þá leið að ef verkfall framhaldsskólakennara leystist í þessari viku og kennsla gæti hafist í byrjun næstu viku ætti að vera unnt að ljúka önninni og undirbúa braut- skráningu nemenda enda væra þá þrjár vikur til loka annar. „Gera þyrfti sérstakar ráðstafanir í skólum til að þetta gæti gengið eftir og yrði á valdi hvers skóla- meistara að ákveða það í ein- stökum skólum,“ ítrekaði ráðherra. í svari sínu við annarri spurning- unni kvaðst menntamálaráð- herra ekki sam- mála þeirri full- yrðingu að kennarar væru unnvörpum að hverfa til annarra starfa. Ætti það sér hins vegar stað mætti ekki síður túlka það sem van- traust kennara í garð þeirra sem færa með umboð þeirra í kjaradeil- unni en sem vantraust á viðsemja- ndann. Við þriðju spumingunni benti ráðherra á að ráðuneytið hefði lagt á ráðin um það með ýmsum hætti hvaða úrræðum mætti beita til að námsframvinda nemenda raskaðist sem minnst leystist deilan ekki í bráð. „Úrræðin ráðast að sjálfsögðu af lengd verkfallsins,“ sagði hann m.a. og benti sömuleiðis að úrræðin í einstökum skólum réðust af ákvörð- unum á þeim bæjum. Benti hann m.a. á úrræði skóla- meistara Menntaskólans á Akureyri til að draga úr áhrifum verkfallsins á námsframvindu dragist deilan á langinn en ekki verður farið nánar í þau úrræði hér. Benti ráðherra einn- ig á að það væri skoðun ráðuneytisins að starfsþjálfun nema í starfsnámi í fyrirtækjum í verkfalli ætti að vera hluti af námi þeirra og vera að fullu ALÞINGI Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Björn Bjarnason menntamála- ráðherra svöruðu gagnrýni stjórnarandstæðinga. metin þannig að heildarlengd náms- ins breyttist ekki vegna verkfallsins. Um það hvort menntamálaráð- herra sæi einhverjar leiðir til að liðka fyrir lausn á deilunni af sinni hálfu sagði ráðherra að það væri borin von meðan kröfur kennara tækju ekki mið af efnahagslegum staðreyndum og hinni almennu stefnu sem öll rík- isstjórnin og stuðningsmenn hennar á Alþingi hefðu mótað. „Enginn menntamálaráðherra getur setið í ríkisstjórn og snúist gegn grundvall- arstefnu hennar í efnahagsmálum," sagði hann. Aldrei samið um 70% hækkun Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samíylkingarinnar, kom næst í ræðustól og kvaðst skilja orð menntamálaráðherra á þann veg að hann ætlaði ekkert að gera til að liðka fyrir í deilunni. Sagði Össur ennfremm- að allt benti til þess að önnin væri ónýt. „Nú er það þannig að í samningum þarf að skapa traust til að ná lendingu. Og hvað hefur menntamálaráðherra gert til að skapa þetta traust? Hann hefur ráð- ist aftur og aftur að kennurum með gífuryrðum. Hann hefur einfaldlega verið að storka kennurum. Hæst- virtur menntamálaráðherra hefur í raun hagað sér eins og hvumpinn fíll í gleivörabúð og komið eins og sprengja inn í þessa samninga," sagði Ossur. „Rflíisstjórnin segir að það sé ekki hægt að semja því kennarar heimti 70%. Auðvitað verður aldrei samið um nein 70%. En hvar í veröldinni hafa menn gert samninga þar sem gengið er að öllum kröfum annars að- ilans. Að sjálfsögðu hvergi. í samn- ingum finna menn málamiðlun og millilendingu. Og þess vegna er þessi málflutningur ríkisstjórnarinnar í garð kennara óheiðarlegur. Stað- reyndin er sú að framhaldsskólinn er ekki samkeppnishæfur um fólk og þess vegna þarf að hækka laun kenn- ara.“ Isólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að verk- fall framhaldsskólakennara væri í raun óþolandi ástand. Það bitnaði á alröngum aðilum. Margar vinnufusar hendur væra aðgerðarlausar í augnablikinu. Ekki aðeins hendur kennara heldur líka hendur tuttugu þúsund ungmenna. „Störf kennara era mjög mikilvæg störf. Og ég tel að í framtíðinni - það er ekki hægt að koma því á nú en í framtíðinni - eigi hreinlega kjaramál stétta eins og kennara og lögreglumanna að fara fyrir Kjaradóm." Hvatti hann því næst kennara og samninganefnd rík- isins til að slíðra sverðin og reyna að kappkosta að semja í þessari slæmu deilu sem allra fyrst. Ábyrgð deilenda þung Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sagði eins og margir aðrir að þegar væri ljóst að þessi önn yrði varla unnin upp en bætti því við að alvarlegra væri að fjöldi nemenda hefði þegar horfið frá námi og óvíst væri hvernig þeim Minnihluti efnahags- og viðskiptanefndar L Skatthlutfall tekjuskatts lækki til jafns við hækkun útsvars Fjölgnn þjófnaða NOKKRU fleiri þjófnaðir voru til- kynntir eða kærðir til lögreglu á fyrra helmingi þessa árs en á fyrra helmingi síðasta árs Alls 3.606 þjófnaðir voru tilkynntir til lög- reglunnar á fyrstu sex mánuðum ár- sins í ár en alls var 2.951 þjófnaður tilkynntur til lögreglu á fyrra helm- ingi sfðasta árs. Þá var 2.701 þjófn- aður tilkynntur til lögreglu fyrstu sex mánuðina árið þar á undan. Þetta kemur m.a. fram í svari dómsmálaráðherra, Sólveigar Pét- ursdóttur, við fyrirspum Björgvins G. Sigurðssonar varaþingmanns Samfylkingarinnar. I svarinu kemur einnig fram að tilkynningar eða kæmr um líkams- meiðingar vom 693 á fyrsta helm- ingi þessa árs, 654 á fyrra helmingi síðasta árs og 685 á fyrra helmingi ársins þar á undan. Þá kemur fram að innbrot voru 1183 samkvæmt málaskrá lögreglu fyrstu sex mán- uði þessa árs, 1201 fyrstu sex mán- uðina í fyrra og 1136 fyrstu sex mánuðina árið þar á undan. Eigna- spjöll vora 2011 fyrstu sex mánuði ársins í ár og 2171 fyrstu sex mán- uðina í fyrra. Einnig kemur fram í svarinu að á árinu 1998 hafi stöður lögreglu- manna á landinu öllu verið 622 en að nú séu 666 heimilaðar stöður. Heildarljölgun sé því 44. ÞINGMENN í minnihluta efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis kvöddu sér hljóðs á þingfundi á Al- þingi í gær til að benda m.a. á þá skoðun Alþýðusambands Islands (ASÍ) að fyrirætlanir stjórnvalda í útsvars- og skattamálum grafi und- an forsendum nýgerðra kjarasamn- inga. Sögðust þingmennirnir í ljósi þessara upplýsinga frá ASI vilja fá meiri tíma innan efnahags- og við- skiptanefndar til að fjalla um fyrir- hugaðar breytingar stjórnvalda á lögum sem veita eiga sveitarfélög- um heimild til að hækka útsvar um 0,99% í tveimur áföngum til ársins 2002. Bentu þingmennirnir á að þeir hefðu borið upp ósk þessa efnis á fundi nefndarinnar á mánudags- kvöld en að meirihluti nefndarinnar hefði hafnað henni og tekið málið úr nefnd til annarrar umræðu. „Ríkis- stjórnin hæstvirt og stjórnarliðar verða að skilja að kjarasamningar eru í hættu,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, m.a. og vísaði til umsagna ASÍ þar sem m.a. kemur fram að verði ekki gripið til annarra að- gerða en skattahækkana sé ljóst að ríkisstjórnin muni ganga á bak orða sinna um þróun skattleysismarka í yfirlýsingu hennar hinn 10. mars sl; í tengslum við kjarasamninga. í umræddri yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segist hún m.a. munu beita sér fyrir þvi að persónuafsláttur og skattleysismörk breytist í takt við umsamdar almennar launahækkan- ir á samningstímabilinu. Tók Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, það fram að það sem vekti fyrir minnihluta nefndar- innar með óskum um ítarlegri um- fjöllun í nefnd væri að „tryggja heildstæða lausn í málinu sem sátt geti orðið um í samfélaginu“, eins og hann orðaði það. „Við viljum taka tillit til nýrra upplýsinga sem fram hafa komið frá heildarsamtök- uin launafólks. Óskað var eftir framhaldsfundum nefndarinnar til að freista þess að finna heildar- lausn á málinu. En því var hafnað." Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, tók undir þessar kröfur og sagði brýnt að vita hvaða áhrif umrædd- ar skattbreytingar hefðu á ákveðna hópa í þjóðfélaginu. Stjórnarliðar undruðust hins vegar „þennan málflutning stjórn- arandstöðunnar“, og sagði Sigi-íður Anna Þórðardóttir, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, m.a. að svigrúm væri til að ræða þetta mál frekar við aðra umræðu. Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, benti jafn- framt á að efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis hefði lokið formlegri yfirferð yfir málið í nefndinni. Sagði hann sömuleiðis að tækifæri gæfust til þess að ræða málið frek- ar milli annarrar og þriðju umræðu á Alþingi. Ennfremur sagði hann að sjálfsagt mætti kalla endalaust eft- ir umsögnum um breytingarnar en benti jafnframt á að einhvern tíma yrði málinu að ljúka. Persónuafsláttur hækki Minnihluti efnahags- og við- skiptanefndar, sem þau Jóhanna, Ögmundur og Rannveig skipa, hef- ur í nefndaráliti sínu um umrætt framvarp um útsvarshækkanir lagt áherslu á að lækkað verði skatt- hlutfall tekjuskatts jafnmikið og heimildir til hækkunar útsvars gera ráð fyrir eða um samtals 0,99 prósentustig, þ.e. 0,66 prósentustig árið 2001 og 0,33 prósentustig árið 2002. Benda þau á að í langflestum um- sögnum sem nefndin hafi fengið frá sveitarfélögunum hafi verið tekið undir þetta sjónarmið, þ.e. að ríkið lækki hlut sinn í staðgreiðslunni í samræmi við hækkun á útsvari, þannig að skattbyrði landsmanna aukist ekki. Verði ofangreind tillaga hins vegar felld við aðra umræðu máls- ins hefur minnihlutinn boðað breyt- ingartillögu við þriðju umræðu sem felur í sér að persónuafsláttur hækki til samræmis við áætlaðar launabreytingar, þannig að „fyrir- huguð skattahækkun, sem ríkis- stjórnin knýi’ nú fram, raski ekki forsendum kjarasamninga og hag- ur launafólks verði tryggður", segir í nefndaráliti minnihlutans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.