Morgunblaðið - 29.11.2000, Side 18

Morgunblaðið - 29.11.2000, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Steingrímur Valgarðsson, Óðinn Svan Geirsson verslunarstjóri Bónuss og Hrönn Vignisdóttir voru önnum kaf- in við að raða í hillur í verslun Bónus á Akureyri, en hún verður opnuð á laugardag. Bónus opnar nýja verslun á laugardag SAMKEPPNIN leggst vel í okkur og ég er viss um að framundan er skemmtilegt tímabil, sagði Óðinn Svan Geirsson, verslunarstjóri Bón- uss á Akureyri, en síðustu vikur hefur verið unnið hörðum höndum við að koma versluninni upp og lokaspretturinn framundan, því verslunin verður opnuð á laugar- dag, 2. desember, kl. 10. Um 170 bflastæði eru við verslunina. Bónusverslunin á Akureyri er við hringtorgið á Hörgárbraut og er hún að sögn Óðins Svans lang- brögðum keppinauta okkar hvað verður. Ef þeir keyra verðið niður fylgjum við á eftir, því við ætlum að bjóða lægsta verðið í bænum,“ sagði Oðinn Svan. Hann sagði umhverfið á Akureyri með öðrum hætti en var fyrir tæp- um áratug og það ásamt því að verslunin nú væri björt og rúmgóð og áhersla yrði lögð á góða þjónustu skapaði fyrirtækinu betri skilyrði í samkeppninni. „Við erum komnir til að vera og ég er mjög brattur og bjartsýnn á að þetta muni allt ganga skínandi vel,“ sagði Óðinn Svan, en hann gerði ráð fyrir að markaðssvæðið næði til 25-30 þús- und manns. Auk fólks af Eyjafjarð- arsvæðinu væri töluvert um að íbúar bæði austan og vestan Akur- eyrar kæmu til bæjarins að versla. Verslunin verður opin virka daga frá kl. 12 til 18.30, en 19.30 á föstu- dögum, á laugardögum verður opið frá kl. 10 til 17 og frá 12 til 18 á sunnudögum. Bæjarfulltrúi L-lista vill stórauka styrki til íþróttafélaganna Þórs og KA Starf félaganna ekki metið að verðleikum ODDUR Helgi Halldórsson, bæj- arfulltrúi L-lista í bæjarstjórn Akureyrar, segir nauðsynlegt að stórauka styrki til íþróttafélag- anna Þórs og KA. Hann lagði til við síðari umræðu um fjárhags- áætlun í bæjarstjóm að félögin fengu hvort um sig styrk að upp- hæð 10 milljónir króna en sú til- laga var felld. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, er fjárhagsvandi Þórs og KA mjög mikill en félög- in skulda samtals á annað hundr- að milljónir króna. Einnig kom fram að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hafi gert athugasemd við fjárhagsstöðu félaganna í um- ræðum um fjárhagsáætlun og fyrirhugaða byggingu fjölnota íþróttahúss í bænum. I máli bæj- arstjóra kom jafnframt fram að áður en til framkvæmda við byggingu fjölnota íþróttahússins kemur, þurfi íþróttahreyfingin í bænum að setjast sameiginlega yfir fjárhag íþróttafélaganna og gera bæjaryfirvöldum grein fyrir því hvernig fjármálum hreyfing- arinnar verður komið í viðunandi horf. Oddur Helgi sagði að miðað við það starf sem Þór og KA eru að inna af hendi, sé nauðsynlegt að stórauka styrki til þeirra. „Eg hafði ekki hugsað mér þetta sem aukinn styrk aðeins á næsta ári, heldur að styrkir til félaganna yrðu auknir til framtíðar. Með því gætu félögin tekið lán til þess að leysa þann skammtímavanda sem við þeim blasir. Bæjaryfir- völd vita að það er ekki rekstrar- grundvöllur fyrir íþróttafélögun- um, þau eru bæði að safna skuldum og mér finnst eins og að bærinn sé að bíða eftir því að fé- lögin komist í þrot og að þá eigi að fara að gera eitthvað. Ég vil ekki bíða eftir því. Samanburður Akureyri ekki í hag Oddur Helgi sagðist ekki sjá að lausnin fælist í því að sameina meistaraflokka félaganna í hand- bolta og fótbolta. „Það hefur alla tíð verið mín skoðun að bærinn þurfi að styðja betur við félögin. Þar er unnið ómetanlegt uppeldis- og forvarn- arstarf sem alls ekki er metið að verðleikum. Þar stendur hnífur- inn í kúnni og ég held að það yrði sjónarsviptir að Þór og KA, sagði Oddur Helgi og bætti við að samanburður við önnur sam- bærileg sveitarfélög í landinu í þessum efnum væri Akureyri ekki í hag og nefndi sérstaklega Hafnarfjörð og Kópavog í því sambandi. stærsta Bónusverslun landsins eða um 1.200 fermetrar að stærð. „Það hefur allt verið hér á fullu síðustu daga, enda ýmislegt sem þarf að klára áður en við getum opnað, en þetta hefst allt saman áður en að því kernur," sagði Óðinn Svan. Viðbrögð keppinauta ráða hvort verðstríð verður háð Hann sagðist búast við því að nokkurt fjör yrði í verslun á Akur- eyri nú þegar samkeppni harðnaði enn, en átti alls ekki von á að verð- stríð í líkingu við það sem háð var fyrir tæpum áratug þegar Bónus opnaði verslun á Akureyri væri í uppsiglingu. „Við ætlum okkur að bjóða lægsta verðið, það fer svo eftir við- Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband 0 ' cru okkar fag Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Akureyri tekur þátt í umhverfíssamkeppninni Nations in Bloom Keppnin fer fram í Washington um helgina AKUREYRI tekur fyrst sveitarfé- laga á Islandi þátt í umhverfis- samkeppninni Nations in Bloom, en bærinn var í haust tilnefndur til þátttöku í úrslitum keppninnar sem fram fara í Washington í Bandarikjunum um komandi helgi. Úrslit munu liggja fyrir næstkomandi þriðjudag. Sendinefnd frá bænum heldur utan á morgun með kynningar- efni um Akureyri í farteskinu, en í henni eru Sigurður J. Sigurðs- son, forseti bæjarstjúrnar, og Guðmundur Sigvaldason, fram- kvæmdastjúri Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri, en auk þeirra verður Ómar Banine, verkefnis- stjúri á svæðinu, sem og sendi- herrahjúnin, Jún Baldvin Hanni- balsson og Bryndís Schram. „Þetta er keppni og þá skiptir miklu máli að koma því vel til skila sem við höfum fram að færa, þannig að fúlk átti sig á þvi' sem við erum að gera, sagði Sigurður J. Sigurðsson, en efnið var kynnt á fundi á Akureyri í gær. I fyrsta iagi verður flutt erindi um Akur- eyri, þá verða sýndar litskyggnur, 18 taisins og loks myndband sem tekur 10 mínútur í fiutningi, en þessi mörk setur dúmnefndin. Alls er tekið á fimm efnis- flokkum í keppninni, fegrun um- hverfis, verndun minja, umhverf- isvænar aðgerðir, þátttaka almennings í umhverfismálum og skipulagning framtíðar. Sveitarfélögunum er skipt í flokka eftir íbúafjölda og er Ak- ureyri í flokki sveitarfélaga með 10-50 þúsund íbúa. Önnur bæjar- Morgunblaðið/Kristján Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjúri Staðardagskrár 21, kynnti þátttöku Akureyrar í samkeppninni Nation in Bloom, m.a. myndband og myndskyggnur. félög í þeim flokki eru Barnstaple í Bretlandi, Bury St. Edmunds, Bretlandi, sem varð í fyrsta sæti í keppninni á liðnu ári, Botany Bay í Ástralíu, Farihope í Banda- ríkjunum, Hameenlinna í Finnl- andi, Elmhurst Park District í Bandarfkjunum, Eufaula í Banda- ríkjunum, Paluan á Filippseyjum og Ptuj í Slúveníu, en sá bær lenti í fyrsta sæti fyrir verndun minja árið 1998. Árangur vekur athygli á sveitarfélaginu Að þessari samkeppni standa heimssamtök skrúðgarða og úti- vistarsvæða í samvinnu við um- hverfisstofnun Sameinuðu þjúð- anna en viðurkenningin hefur verið nefnd „Græni úskarinn". Ár- angur í keppninni vekur athygli á sveitarfélaginu, en bent hefur verið á að þau sveitarfélög sem sem tekið hafi þátt í keppninni síðastliðin tvö ár hafi fengið um- fjöllun sem nemur um 77 milljún- um krúna fyrir hver þeirra um sig. Samkeppninni er sjúnvarpað víða um heim, en um 400 sjúnvarpsstöðvar sýndu frá keppninni í fyrra. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þátttöku Akureyrarbæjar í keppninni nemi um 800 þúsund krúnum, en þar vegur þyngst gerð myndbands sem þar verður sýnt. Fyrsti hluti þess fjallar um Lystigarðinn á Akureyri, þá er í öðrum hluta fjallað um niðurdæl- ingarverkefni Norðurorku á Laugalandi í Eyjafirði og loks er í síðasta hlutanum fjallað um Græna trefilinn, svonefnda, grænt svæði sem leggst líkt og trefill um Akureyri, allt frá Óshúlmum Eyjafjarðarár í suðri, Kjarna- skúgi, Nausta- og Hamraborgum, Eyrarlandsháls og um Rangár- skúga, Kollugerðisskúg, Krækl- ingahlíð og að Krossanesborgum í norðri. Sú stefna var mörkuð fyr- ir tveimur áratugum að prjúna um byggðina á Akureyri þennan græna trefil og er útivist sett þar í öndvegi, en á svæðinu skiptast á skúgrækt, skipulög útivistar- svæði, svæði fyrir dýrahald og túmstundaiðkun og friðuð land- svæði. Markmið samkeppninnar er að hvetja til aukinnar meðvitundar almennings um gildi framúr- skarandi starfs sveitarfélaga að umhverfismálum í því skyni að auka lífsgæði allra og hvetja aðra til að ná lengra á því sviði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.