Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 21 Heilbrigðisstofnunin í V estmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Frá afhendingu gjafabréfsins fyrir hjartalínurits- og greiningatæki. Jólamarkaður á Selfossi Selfossi - Arlegur jólamarkaður starfsfólksins á Vinnustofunni í Gagn- heiði á Selfossi verður opnaður föstu- daginn 1. desember klukkan 9. Á markaðnum er alltaf fjölbreytt úi-val muna sem starfsfólk hefur unnið á haustmánuðum; handverk af ýmsu tagi svo sem úr basti, leir, tré og vefn- aði, auk þess nokkuð úrval af dúkku- fötum. Fjölmargir leggja leið sína ár- lega á markað Vinnustofunnar en í fréttatilkynningu frá starfsfólki er vonast eftir að sem flestir sjái sér fært að líta inn. Þess er getið að heitt verði á könnunni enda er gott að koma á þennan hlýlega vinnustað. Opið verð- ur til 20. desember frá klukkan 9-16 mánudaga til föstudaga. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsfólk á Vinnustofunni í Gagnheiði með sýnishorn af þeim munum sem bjóðast á jólamarkaðnum í ár. Frá vinstri: Hafþór Snorrason, Kristján Gíslason, Tinna Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Garðarsson. Hjarta- sjúkling- ar gefa tæki Vestmannaeyjum - Félag hjarta- sjúklinga í Vestmannaeyjuiri hélt aðalfund sinn nýlega og hélt upp á 10 ára afmæli félagsins. Fundurinn var fjölsóttur en nær 50 félagsmenn mættu. Á fundinn kom framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum Gunnar Kr. Gunn- arsson og Hjalti Kristjánsson Iæknir og var þeim afhent gjafabréf fyiir hjartalínurits- og greiningatæki af tegundinni „Page writter 300“ sem er sameiginleg gjöf félagsins og Landssamtaka hjartasjúklinga. Gunnar Kr. Gunnarsson þakkaði fyrir hönd stofnunarinnar þann mikla hlýhug sem félagið hefði ávallt sýnt stofnuninni og gat Gunn- ar þess að eiginlega væri aðeins eitt af endurnýjuðum lækningatækjum stofnunarinnar t ilkomið á annan hátt en að tilstuðlan félagasamtaka í gegnum tiðina. Hjalti Kristjánsson heilsugæslulæknir lýsti tækinu sem þeir hafa haft í notkun um nokkra hríð og lýsti yfir ánægju lækna með það og ekki síst gæðum greininga- forritsins sem í því væri, en það taldi hann mjög vandað. Varaformaður LHS Þorbjörn Árnason sat fundinn og flutti erindi fundarmönnum til fróðleiks, en það Ijallaði um starfsemi samtakanna og einnig SÍBS sem LHS er aðili að. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa Hjörtur Hermanns- son, Atli Elíasson, Sigurður Gunn- arsson, Garðar Ásbjörnsson, Jóhann Ólafsson, Ólöf Waage og Tryggvi Jónasson.. I tilefni 10 ára afmælis félagsins var fundarmönnum og gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni afmælisins. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Sigursteinn _ Sveinbjörnsson, bóndi í Litlu-Ávík, að rýja einn hrút.inn. Fé tekið inn o g rúið Árneshreppi - Um síðustu helgi var farið að taka fé inn á hús á gjöf og byrjað að rýja það þó tíð sé góð. Reynt er að ná fénu sem mest þurru inn og eftir að búið er að rýja það er það ekki sett út aftur. $ SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyrl: BSA hf, Laufásgötu 9, slml 482 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 22 30. Isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grðfinni 8, simi 421 12 00. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Komdu í reynslu Grand Vitara er þekktur sem aflmikill, sterkbyggður jeppi, byggður á grind og með hátt og lágt drif. í nýjum Grand Vitara eru m.a. ABS'hemlar með EBD-hemlajöfnun, aukið farþegarými, umhverfis- vænni vél og fleiri spennandi nýjungar. Líttu við og reynsluaktu liprum og spameytnum alvöru jeppa. 3-dyra: frá 1.840.000,- 5-dyra: frá 2.190.000,- 5-dyra: 23.510,- á mánuði Dæmi um meðalafborgun miðað við 1.100.000 kr. útborgun (t.d. bíll tekinn upp í), í 60 mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.