Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Gjaldþrot Nasco hefur ekki áhrif á útgerð í Eistlandi Umsvif Nasco i \ \ í Barentshafi Nasco \ / \ I icc Bolungarvík Fistland K a n a d a / ' í _ Nasco Canada Nasco V, ISLAND _// . . i: Permare ’ / <, Oversea f i , V /■-:< >—7/T\ T 1 \ ,rL.\ ('MrS '''jLaaJttkr / i NascoUK Bretland 'J jí~ i Lmtbs rrli ljl«r í xSsPsy 'v. /rl ifcir <LJahí aLJ&r Á Fiæmingjagrunni 1 } \ v“~ / | \ y A\— j I \ f <C\>' Sparisjóður vélstjóra selur í Kaupþingi Söluverðið 1.642 milljónir króna SPARISJÓÐUR vélstjóra hef- ur selt 10,40% hlut sinn í Kaup- þingi og verður eignarhlutur sparisjóðsins 0,239% eftir söl- una en var áður 10,6417%. Kaupverðið er ríflega 1,64 millj- arðar króna. Samkvæmt tilkynningu frá Verðbréfaþingi íslands verða eftirtaldir aðilar kaupendur að eignarhlut Sparisjóðs vélstjóra í Kaupþingi hf. ef sparisjóðimir nýta sér ekki forkaupsrétt sinn að hlutnum: Lífeyrissjóður verzlunarmanna 4,39%, Lífeyr- issjóðurinn Framsýn 1,90%, Lífeyrissjóður starfsmanna rjk- isins 1,58%, Þróunarfélag ís- lands hf. 1,58% og Lífeyrissjóð- ur sjómanna 0,95%. Hentugur tími til þess að selja Hluturinn sem Sparisjóður vélstjóra selur er að nafnverði 100.761.843 krónur en sölu- gengið er 16,3 og kaupverðið því 1.642.418.041 króna. Hallgrím- ur Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra, segir að mönnum hafi þótt tíminn vera hentugur til þess að selja hlut- inn í Kaupþingi. Kaupþing sé vissulega öflugt fyrirtæki en hafi í sjálfu sér alltaf verið kepp- inautur. Sparisjóður vélstjóra hafi tekið þessa ákvörðun alger- lega á eigin spýtur og ætli sér að ganga tvíefldur til leiks í harðn- andi samkeppni á fjármála- markaðinum. Af hálfu spari- sjóðsins sé þetta fyrst og fremst hugsað þannig að með sölunni styrki menn annars vegar mjög eiginfjárstöðuna og hins vegar opni þetta sóknarfæri fyrir bankann. Því sé ekki heldur að leyna að Sparisjóður vélstjóra taki mjög alvarlega þær ábend- ingar sem hafa komið frá Fjár- málaeftirlitinu um að banka- stofnanir þurfi að vera með sterka eiginfjárstöðu. Meðal annars sé verið að bregðast við því og raunar gott betur en það því eiginfjárstaða sparisjóðsins verði nú mjög sterk. Aðspurður segir Hallgrímur að vegna hlut- hafasamkomulags sparisjóð- anna verði ekki Ijóst fyrr en 8. desember hvort kaupin ganga eftir þar sem sparisjóðimir hafa frest til þess tíma til þess að ákveða hvort þeir hyggjast nýta sér forkaupsréttarákvæði. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um 5,2%, eða úr 15,30 í 16,10, í gær. Fyrstu TETRA- stöðvarnar frá Radio- miðun hf. RADIOMIÐUN hf„ sem er umboðsaðili fyrir Tetra-fjar- skiptabúnað frá Simoco, af- henti á dögunum fyrstu tækin til Stiklu hf. Tetra-kerfið er hannað samkvæmt sam- evrópskum staðli sem sameinar 1 einu tæki eiginleika farsíma, talstöðva, símboða og ýmsa gagnaflutningseiginleika. I fréttatilkynningu segir að sérstaða Simoco-stöðvanna sé meðal annars fólgin innbyggð- um GPS og meiri sendiorku umfram aðrar stöðvar. EINS OG sagt var frá í gær hefur stjóm Naseo ehf. óskað eftir gjald- þrotaskiptum á búi félagsins. Velta Nasco árið 1999 var um 4 milljarðar króna og hefur helsta starfsemi þess verið þjónusta við og útgerð rækju- togara í Barentshafi og á Flæm- ingjagrunni, aðallega þó á Flæm- ingjagrunni. Nasco er eigandi nokkurra dóttur- og hlutdeildarfé- laga. Þau em dótturfélögin Nasco Bolungarvík, Nasco UK, Nasco Canada og Oversea og hlutdeildar- félagið Permare, sem Nasco á 42% hlut í. Á móti Nasco eiga eistneskir aðilar 42% í Permare, sem er eist- neskt fyrirtæki, og 16% em í dreifðri eign. Váino Ruul, fram- kvæmdastjóri Permare, segir að fé- lagið geri út þrjá rækjutogara á Norður-Atlantshafi og að gjaldþrot Nasco muni ekki hafa áhrif á útgerð þeirra. Hins vegar hafi Nasco séð um markaðs- og sölumál fyrir Perm- are og ekki hafi verið tekin ákvörð- un um hvernig þehn verður háttað. Ruul segist áður hafa sinnt sölumál- um sjálfur og að hann muni líklega gera það fyrst um sinn, en svo verði það stjórnarinnar að taka ákvörðun um hvernig haldið verður á þeim málum í framtíðinni. Dótturfélagið Oversea hefur í raun ekki haft annan tilgang en að halda utan um eign Nasco á rækju- skipum. Dótturfélögin Nasco UK og Nasco Canada em söluskrifstofur Nasco og munu ekki halda áfram starfsemi eftir gjaldþrot Nasco. Skýrist á morgun hvort af sölu rækjuverksmiðjunnar verður Undirritaður hefur verið kaup- samningur um rækjuverksmiðjuna Nasco Bolungarvik, en hann er með þeim fyrirvara að endurfjármögnun verksmiðjunnar takist. Fram- kvæmdastjóri hennar, Agnar Eben- esersson, og markaðsstjórinn, Guð- mundur Eydal, standa að kaup- LÍKUR eru á því að verðgildi krónunnar verði svipað í lok næsta árs og það er nú, að mati Ingólfs Bender og Jóhannesar Baldurs- sonar hjá FBA. Þetta mat þeirra kom fram á morgunverðarfundi FBA í gær undir yfirskriftinni „Hvert stefnir krónan?“ Spá þeirra byggist á því að horfum um fjárstrauma frá landinu vegna við- skiptahalla og fjárfestinga erlendis verði mætt með markvissum að- gerðum af hálfu stjórnvalda. Ingólfur og Jóhannes sögðu að viðskiptahalli og straumur áhættu- fjármagns frá landinu sköpuðu þrýsting til lækkunar krónunnar. Reikna mætti með að viðskipta- hallinn næmi á þessu ári um 60 milljörðum króna og að nettó- áhættufjármagnsstreymi frá land- inu næmi svipaðri fjárhæð. í ár þyrfti því að skapa innflæði gjald- eyris sem nemur um 120 milljörð- um króna með erlendri skulda- bréfaútgáfu, lánum o.fl. Að óbreyttu væri útlit fyrir að þessi fjárhæð yrði enn hærri á næsta ári eða um 140 milljarðar. Til að koma í veg fyrir að þetta útstreymi fjár komi fram í veikari krónu sögðu þeir að beita þyrfti ýtrasta aðhaldi í opinberum fjármálum. Halda þyrfti aftur af útgjöldum og ekki væri rými fyrir skattalækkanir að svo stöddu. Kjarasamningar opin- berra starfsmanna þyrftu að vera í takt við samninga á almennum vinnumarkaði. Þá sögðu þeir afar samningnum og eiga nú í viðræðum við aðra um þátttöku í kaupunum. Að sögn Agnars mun það skýrast á morgun, fimmtudag, hvort kaupin ganga í gegn. Agnar segir að umskipti hafi orðið á rekstri verksmiðjunnar frá því í fyrra og á þessu ári hafi reksturinn gengið ágætlega. Um 85 starfsmenn vinni nú á tveimur vöktum við vinnsluna, en framundan séu að vísu mánuðir sem yfirleitt eru erfiðir í rækjunni, þ.e. frá desember fram í febrúar. Agnar segir verksmiðjuna ekki hafa verið háða rækju frá skipum Nasco. Mestur afli hafi komið frá Noregi en einungis um 15% aflans hafi komið af skipum Nasco og hafi sú rækja verið keypt á markaði á fullu verði. Burðarás og Skagstrendingur keyptu meirihluta fyrir tæpu ári Burðarás, eignarhaldsfélag í eigu mikilvægt að einkavæðing yrði framkvæmd, t.d. á Landssímanum, með sölu til erlendra aðila. Slík sala gæti skapað umtalsvert mót- vægi við útflæðið að þeirra mati. Þá yrði að gera allt til að efla framleiðni svo að styrkja mætti samkeppnisstöðuna til lengri tíma. Spá vaxandi verðbólgu Þeir Ingólfur og Jóhannes fóru á fundinum yfir ástæður þess hvers vegna krónan hefur rýrnað að verðgildi að undanförnu eins og raun ber vitni. Sögðu þeir að röð neikvæðra frétta skýrði þessa þró- un þar sem upphafið mætti rekja til þess tíma í sumar er tilkynntur var niðurskurður aflaheimilda. I framhaldi fylgdu slök uppgjör fyr- irtækja, fréttir af áframhaldandi þenslu á vinnumarkaði og lítilli framleiðniaukningu svo eitthvað sé nefnt. Gengisþróun krónunnar síð- ustu misseri hefði endurspeglað endurmat á samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í hvað virkastri samkeppni við erlenda aðila og hagkerfisins í heild. Lækkun krónunnar á síðustu mánuðum kæmi fram í auknum verðbólguþrýstingi á næstunni. FBA spáir vaxandi verðbólgu og að hún geti verið komin upp í um 6,3% í lok fyrsta ársþriðjungs næsta árs. I þeirri spá er minni eftirspurnarþrýstingur að vegast á við auknar kostnaðarhækkanir, miklar launahækkanir, hægan Eimskipafélagsins, og Skagstrend- ingur, sem Burðarás á um þriðjung í, eiga sameiginlega 61% í Nasco. Jóel Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings, segir að í byrjun desember í fyrra hafi Skag- strendingur og Burðarás keypt sig inn í Nasco og á fyrri hluta þessa árs hafi fyrirtækin nýtt sér kaup- rétt á hlutabréfum í félaginu að auki. Samanlagt eigi félögin 61% í Nasco. Jóel segir Nasco hafa vaxið hratt áður en Skagstrendingur og Burðarás komu inn í það og því hafi þurft að styrkja lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu þess. Fjármunirnir sem komu inn í fyrirtækið við kaup- in hafi nær eingöngu farið í að styrkja fjárhagsstöðu þess. Jóel segir að þegar Skagstrend- ingur og Burðarás keyptu sig inn í Nasco hafi vonir staðið til að lág- marki væri náð í því umhverfi sem fyrirtækið starfaði í og því væri bjartari tíð framundan. Þá hafi framleiðnivöxt og lækkun krón- unnar. Ekki tímabært að slaka á taumhaldinu í peningamálum Ingólfur og Jóhannes sögðu að Seðlabankinn hefði haldið raun- vöxtum háum að undanförnu og með því leitast við að slá á vöxt innlendrar eftirspurnar. Á sama tíma hefði bankinn haldið uppi miklum mun á innlendum og er- lendum skammtímavöxtum og hefði það stutt við gengi krónunn- ar og unnið þannig gegn verð- bólgu. Þeir sögðu að svo virtist sem nú væri farið að örla á merkj- um um hægari vöxt hagkerfisins. Þar réði vaxtastigið nokkru um en einnig hægari kaupmáttaraukning og minni hækkun eignaverðs. Til dæmis hefðu hlutabréf lækkað í verði og dregið hefði úr verðhækk- un húsnæðis á síðustu mánuðum. Minni vöxt mætti m.a. lesa úr töl- um um virðisaukaskattsveltu, kortaveltu og nú nýverið í auknu atvinnuleysi. Að mati Ingólfs og Jóhannesar kallar þessi þróun ekki á vaxtalækkun að sinni. Ekki má slaka á taumhaldinu í peninga- málum fyrr en fullvíst þykir að úr verðbólgu sé að draga. Veltan á millibankamarkaði með íslensku krónuna nam 3,8 milljörð- um í gær. Lokagildi krónunnar var 119,53 stig en hún byrjaði í 119,11 og rýrnaði því um 0,52%. Seðla- bankinn greip ekkert inn í í gær. samstarf Skagstrendings og Nasco á árinu 1999 verið ábatasamt og það hafi verið hvati til kaupanna. Veður hafi hins vegar skipast þannig í lofti að kostnaður jókst um leið og tekjur minnkuðu. Ástæður þess hafi meðal annars verið hærra olíuverð og smærri rækju, þar sem hlutfall iðnaðarrækju í afla hækkaði á kostnað stærri og verðmætari rækju. Miðað við þessa óhagstæðu þró- un og horfur í rekstrinum hafi ekki verið taldar forsendur til að setja meira fé í rekstur Nasco í haust til að styrkja rekstur þess, en Skagst- rendingur hafði í heildina sett 236 milljónir króna í fyrirtækið. Jóel segir að þótt gjaldþrot Nasco sé áfall fyrir Skagstrending skipti það ekki sköpum fyrir rekst- ur fyrirtækisins. Fjárfestingin i Nasco ekki mistök Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss, segir að ástæða þess að Burðarás og Skag- strendingur keyptu hluti í Nasco hafi verið sú staðreynd að Skag- strendingur var í góðu og árang- ursríku samstarfi við Nasco og að áhugavert hafi verið talið að efla þetta samstarf. Grundvallar- forsendur hafi hins vegar breyst þegar tekjur minnkuðu um þriðj- ung og olíuverð tvöfaldaðist. Lækkandi verð á rækju hafi haft sérstaklega slæm áhrif á Nasco ef miðað sé við mörg önnur félög, þar sem tilvera fyrirtækisins byggðist á veiðum á Flæmingjagrunni en það hafði ekki kvóta hér við land. Þegar hann er spurður hvort hægt sé að segja að það hafi verið mistök að fjárfesta í Nasco segir Friðrik að sú niðurstaða sem nú er fengin sé Burðarási mikil vonbrigði en ekki hafi verið hægt að sjá fyrir að svo illa myndi fara. Hvíta húsið og íslenska auglýsingastofan Eitt félag með allt hlutafé STOFNAÐ hefur verið nýtt eignarhaldsfélag sem mun eign- ast allt hlutafé í íslensku auglýs- ingastofunni og Hvíta húsinu. Félagið hefur hlotið nafnið ABS, en eigendur félagsins eru á þriðja tug starfsmanna auglýs- ingastofanna. Á næstunni er gert ráð fyrir að fjárfestar komi að félaginu og standa yfir við- ræður um þátttöku erlends aðila en hlutafé ABS verður 100 mil- ljónir. Að sögn Halldórs Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra Hvíta hússins, stendur ekki til að sameina auglýsinga- stofurnar, heldui- verða þær reknar áfram sem tvö aðskilin fyrirtæki. Hins vegai- er ætlunin að hagkvæmni stærðar verði nýtt í innkaupum fyrir viðskipta- vini á hinum ýmsu sviðum og í aðföngum fyrir fyrirtækin bæði. Halldór segii’ að tilgangui-inn með stofnun eignarhaldsfélags- ins sé að styrkja rekstrargrund- völl fyrirtækjanna og gera þau hæfari til að takast á við breyttar aðstæður „Við sjáum hagræð- ingarmöguleika í sameiginlegum innkaupum á aðföngum fyi-ir fyrirtækin og öllum rekstrarvör- um. Við sjáum líka hagræðingu í innkaupum fyrii- viðskiptavini okkar, eins og á birtingum og prentefni og í samskiptum við undirverktaka." Morgunverðarfundur FBA um þróun krónunnar Með réttum aðgerðum lækkar krónan ekki frekar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.