Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 27 ERLENT Reuters Andstaða við einkavæðingu flugumferðarstjðrnar í Bretlandi Fellt tvisvar í lávarðadeild London. AFP. BRESKA stjórnin tilkynnti í fyrrakvöld, að frumvarp um einkavæðingu flugumferðar- stjórnar í Bretlandi að hluta yrði sent lávarðadeildinni í þriðja sinn en hún hefur nú fellt það tvisvar. Hafa verið gerðar á því nokkrar breytingar í málamiðlunarskyni og sú helst, að einkavæðingunni verði frestað um þrjá mánuði. Lávarðadeildin samþykkti í fyrradag með 132 atkvæðum gegn 125 að fresta einkavæðingu flugumsjónarinnai' fram yflr næstu kosningar en almennt er búist við, að þær verði á vori kom- anda. Hefur stjórnin í hyggju að selja 51% af bresku flugumferð- arstjórninni til eins af þremur bjóðendum snemma á næsta ári. I lávarðadeildinni tóku höndum saman íhaldsmenn, frjálslyndir demókratar og óánægðir lávarðar úr Verkamannaflokknum en þeir sögðu, að einkavæðing flugum- ferðarstjórnarinnar snerist ekki síst um öryggi og því yrði að leyfa kjósendum að taka afstöðu til hennar í næstu kosningum. Ágóðinn í öndvegi? Andstæðingar þessarar fyrir- huguðu einkavæðingar bera hana gjarnan saman við einkavæðingu járnbrautanna en þar hefur slys- um fjölgað eftir breytinguna. Ott- ast margir, að einkafyrirtæki myndi taka ágóðann fram yfir ör- yggið og fréttir um, að þegar sé farið að ræða um að spara 20,3 milljarða íslenskra króna í rekstrinum hafa ekki dregið úr þeim ótta. Hafa öll verkalýðsfé- lög, sem starfseminni tengjast, lýst yfir andstöðu við einkavæð- inguna. Sendifulltrúi Paiestínumanna staddur hér á landi „Friðarvilji Palestínu- manna einlægur“ Morgunblaðið/Kristinn Omar S. Kittmitto, í miðið, á fréttamannafundi í gær. Með honum eru Sveinn Rúnar Hauksson og Eldar Ástþórsson, formaður og varaformað- ur félagsins Island-Palestína. OMAR S. Kittmitto, sendiherra Pal- estínu á Norðurlöndum og sendifull- trúi Palestínumanna á Islandi, er staddur hér á landi í tilefni af alþjóð- legum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna til stuðnings réttindabar- áttu palestínsku þjóðarinnar. í kvöld mun Kittmitto flytja erindi á opnum fundi félagsins Ísland-Palestína, þar sem fjallað verður um átökin á sjálf- stjórnarsvæðunum og hvað íslend- ingar geti gert til að sýna palest- ínsku þjóðinni stuðning. Kittmitto sagði á fréttamanna- fundi, sem félagið Island-Palestína stóð fyrir í gær, að einlægur friðar- vilji ríkti meðal Palestínumanna, en við morð Yitzhaks Rabíns, forsætis- ráðherra ísraels, árið 1995, hefði komið bakslag í friðarferlið. Fullyrti Kittmitto að leiðtogar ísraela hefðu síðan sýnt stífni í samningum og oft- sinnis gengið á bak orða sinna. Hann kvað kröfur Palestínumanna um 22% landsvæðis í Palestínu vera hóf- legar, einkum í ljósi þess að um hernumin svæði væri að ræða, og lýsti furðu sinni á því að ísraelar sæju sér ekki fært að ganga að þeim. Atökin á sjálfstjórnarsvæðum Pal- estínumanna hafa nú staðið í tvo mánuði, og lýsti Kittmitto ábyrgð- inni alfarið á hendur Israelum. Sagði hann ljóst að harðlínumaðurinn Ariel Sharon hefði hlotið samþykki Ehuds Baraks, forsætisráðhen-a ísraels, fyrir því að heimsækja Must- erishæðina í Jerúsalem í lok septem- ber, og ögra þannig Palestínumönn- um. Fullyrti Kittmitto að Barak skorti bæði þor og vilja til að semja um frið. Samstöðudagrir frá 1977 Aðspurður um hvernig íslending- ar gætu aðstoðað Palestínumenn í réttindabaráttu sinni svaraði Kittmitto að þeir hefðu jafnt vægi at- kvæða á við stórþjóðirnar á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna, og gætu lagt sitt lóð á vogarskálarnar þar. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti árið 1977 að lýsa 29. nóvember samstöðudag með Palest- ínumönnum, og eru uppákomur hon- um tengdar haldnar víða um heim. Eins og fyrr segir stendur félagið Ísland-Palestína fyrir fundi í tilefni dagsins, en hann fer fram á Korn- hlöðuloftinu og hefst klukkan 20. Omar S. Kittmitto flytur aðalræðu kvöldsins, en auk hans flytja erindi þau Guðbjörn Bjömsson læknir og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar Amn- esty International. Bensín, sjálfskiptuf Ríkulega útbúln bifrelð á álfelgum auk Bosch ABS hemlakerfls, Bosch ABD 5 spólvörn, AC sjálfvlrkii míðstöð, þjófavörn, 31" BFGoodrlch dekkjum o.m.fl. Vérðmœti kr. 3.290.000,- 2.0,133 hö. - sjálfskiptur Ríkulega útbúin blfrelð, m.a. Bosch ABS hemlakerfi, leðurklæddur, þjófavörn o.m.fl. Verðmæfi kr. 2.170.000,- hver «ð verðmæti kr. 2.000, Samtals kr. 5.826.000 LEGANZA Executive, fólksbifreið bíöferðir fyrir tvo, með popp og kók, myndir að eigin vali hver að verðmæti kr. 100.000,- - Samtals kr. 5.500.000 m~*q»m** ferð'r 30 tt Landsbanki íslands ferðavinníngar frá æ^MiíFílíimi íiRiJTii éíTiT» KVJíl hver að verðmæti kr. 200.000,- Samtals kr. 6.000.000 Landsátak um veiferð barna í umferðinni „£.áíHM ífés úkkm* skmaí Ágæti bifreiðaeigandi, sýndu varúð í akstri. Skólar eru byrjaðir og ungir vegfar- endur eru á ferli í rökkri. Þátttaka þín með kaupum á heimsendum happdrættis- miða styrkir gjöf á endurskinsborða og öryggisriti til allra 6 ára barna á landinu. Stuðningur þinn gæti fækkað slysum Skátahreyfingin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.