Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 30
30 MIÐVTKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Biskupsævi
Garðar Pétursson við eitt verka sinna.
Kardemommur
og kaffibaunir“
Ólafur
Skúlason
SÝNING á vatnslitamyndum Garð-
ars Péturssonar stendur nú yfir
íBaksalnum í Galleríi Fold, Rauðar-
árstíg 14-16.
Sýninguna nefnir listamaðurinn
Kardemommur og kaffibaunir.
Garðar Pétursson útskrifaðist úr
auglýsingadeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands árið 1982. Frá
námslokum hefur Garðar starfað
sem grafískur hönnuður. Á náms-
árunum fékk Garðar mikinn áhuga
á vatnslitamálun og á þessari sýn-
ingu má líta árangur þess. Þctta er
þriðja einkasýning Garðars.
Gallerí Fold er opið dagiega frá
kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17
og sunnudaga frá kl. 14-17.
Sýningin stendur til 10. desem-
ber.
Bækur
Ævisaga
ÓLAFUR BISKUP.
ÆVIÞÆTTIR
Björn Jónsson skráði.
Almenna útgáfan, Reykjavík 2000,
399 bls.
SVO mikið fjaðrafok varð í kring-
um biskupsdóm séra Ólafs Skúlason-
ar áður en yfir lauk, að ég býst við að
ýmsir, sem fréttu af þessari ævisögu,
hafi hugsað til hennar með nokkuð
blendnum huga: ,T3r nú komin ein
ævisagan enn, þar sem reynt er að
réttlæta eigin gerðir eða hefna sín á
mótgerðamönnum?" Mér til léttis
leiddi lesturinn annað í ljós. Ævisag-
an er eðlileg og nokkuð hefðbundin
frásögn af merku og á marga lund
áhugaverðu lífshlaupi. Að sjálfsögðu
er ekki gengið fram hjá andstreymi
síðustu ára, en frá því er hógværlega
sagt og ekki andar kaldara til mót-
gerðamanna en við er að búast.
Séra Ólafur er Keflvíkingur og al-
inn þar upp. Ættir á hann þó annað að
rekja. Stoltur er hann af keflvíkskum
æskuslóðum og af ættemi sínu í Ár-
nesþingi. Og mikla elsku finnur mað-
ur frá honum til foreldra og bróður,
sem hann dáir mikið. Nokkuð langt
mál er í ævisögunni um æskuárin.
Ekki get ég neitað því að ég átti svo-
lítið bágt með að halda áhuganum
vakandi yfir þeini frá-
sögn. Hún er full einsleit
og litlítil. Öllu skemmti-
legra fannst mér að lesa
um háskólaárin og sam-
skipti við nemendur og
kennara.
Eftir að námi lauk
gerðist séra Ólafur prest-
ur í Vesturheimi og dvald-
ist þar ásamt konu sinni í
fimm ár. Það er einkar
fróðleg frásögn. Er heim
kom gerðist hann æsku-
lýðsfulltrúi þjóðkirkjunn-
ar og hafði þar vissulega í
mörg hom að líta. Síðan tók við
prestsþjónusta í Bústaðasókn, próf-
asts- og dómprófastsembætti og loks
biskupsembætti.
Margt gott mætti segja um alla
þessa frásögn. Fyrstu árin í kirkju-
lausri Bústaðasókn vom vissulega
átakamikikil og hljóta að hafa reynt á
ungan prest. En séra Ólafur virðist
alla tíð hafa verið verkmikill maður,
stórhuga og bjartsýnn. Enda skilaði
það vissulega góðum árangri. En
helst staldra ég þó við ítarlegar lýs-
ingar hans af starfi prestsins. Minnist
ég þess ekki að hafa fengið jafngóða
innsýn í prestsstarfið annars staðar.
Gæti ég trúað að mörgum ungum kol-
legum hans þætti það góð og þörf
lesning. Frá biskupsámnum er að
sjálfsögðu margt að segja, þó að ekki
yrðu árin þau ýkja mörg. Séra Ólafur
virðist hafa verið mikill skipuleggj-
andi og komið mörgu góðu
til leiðar. í frásögninni ber
raunar ferðalög og ráð-
stefnur til útlanda hátt og
samsldpti við tignarmenn.
Þar fór ég nokkuð fljótt
yfir í lestrinum.
Öll er frásögn séra Ól-
afs blátt áfram og oftast
talsvert persónuleg. Fjöl-
skyldan og ýmsir einka-
hagir koma mjög við sögu.
Fyrir kemur að óþarflega
mörg smáatriði em til tínd
fyrir minn smekk. Séra
Ólafur hefur kynnst mikl-
um fjölda fólks og eignast marga vini.
Talar hann yfirleitt einkar hlýlega
um fólk.
Séra Bjöm Jónsson hefur skrásett
þessa ævisögu, mest eftir viðtölum að
því er segir í formála. Séra Ólafur tal-
ar þar í fyrstu persónu. Stöku sinnum
skrifar skrásetjarinn frá eigin brjósti
og er það vel aðgreint. Fáeinar ræður
vina þeirra hjóna til heiðurs þeim em
birtar.
Ég fæ ekki betur séð en
skrásetjarinn hafi unnið verk sitt af
hinni mestu vandvirkni og tekist það
vel.
Talsvert er af myndum í bókinni.
Þar sem fjölmargra manna og
kvenna er getið eins og að líkum læt-
ur, sakna ég nafnaskrár.
Vel er frá bókinni gengið að öllu út-
liti og umbúnaði.
Sigurjón Björnsson
Ljós vísindanna
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Frank og
Jói - Ævintýri í Alaska, 2. útgáfa,
eftir Franklin W. Dixon. Jón Birg-
ir Pétursson þýddi.
Sögurnar af þeim bræðrum
Frank og Jóa hafa farið sigurför
um heiminn. Frank og Jói em syn-
ir frægs rannsóknarlögreglumanns
og ákveðnir að feta í fótspor föður
síns en þeir vilja vinna sjálfstætt
og án hjálpar hans.
Að þessu sinni liggur leiðin til
Alaska. Vinur þeirra, Toný, hefur
tekið að sér veiðivörslu en glæpa-
menn vilja hrekja hann burt.
Bræðurnir bregða skjótt við og
fara vini sínum til hjálpar. Harð-
snúið glæpahyski undir Stjórn
Rússa hefur hreiðrað um sig í
grennd við varðstöð Tonýs og leit-
ar að hrapaðri tunglflaug Banda-
ríkjamanna. Það má nærri geta að
glæpamennirnir kæra sig ekki um
afskipti Hardý-bræðra og þeir og
vinir þeirra þurfa á öllum sínum
hyggindum og snarræði að halda
til að komast af og koma óþjóða-
lýðnum undir manna hendur.
Útgefandi er Skjaldborg ehf.
Bókin er 135 bls. Verð: 1.980 krón-
• UT ER komin bókin Frelsun
Berts eftir Sören Olsson og Anders
Jacobsson. Jón Daníelsson þýddi.
Nú er Bert orðinn 16 ára og til-
finningar og kenndir, sem fylgja
þeim aldri, gera honum lífið oft æðis-
legt en stundum dálítið erfitt. Hann
byrjar á nýrri dagbók einu sinni enn
og hefur frá mörgu að segja. Það er
allt um undirbúning afmælishátíðar-
innar sem stendur fyrir dymrn; allt
um dúndurveisluna sem hann ætlar
að halda; allt um hið rosalega fjör í
skíðavikunni og á hljómleikum He-
man Hunters - undir nýju nafni og
allt um fjallaferðina með vininum
Áka. Og svo eru það auðvitað pabbi
og mamma sem eru oft ágæt en
stundum alveg óþolandi, en umfram
allt kærastan, hún Nína, og vandinn
við að „vera saman“.
Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bók-
in er201 bls. Verð: 2.480 krónur.
Verðlaun í
barna-
bókasam-
BÆKUR
IV á 11 ú r u f r æ ð i r i t
LJÓSIÐ
eftir Richard P. Feynman. 252 bls.
Hjörtur H. Jónsson þýddi. Þórður
Jónsson ritaði inngang. Utgefandi
er Hið íslenzka bókmenntafélag.
Reykjavík 2000.
VISSULEGA verða menn engir
sérfræðingar í skammtarafsegul-
fræði, þó að þeir lesi nýútkomna
bók um ljósið eftir R.P. Feynman,
sem hlaut Nóbelsverðlaun 1965. A
hinn bóginn kynnast menn dável
viðfangsefnum eðlisfræðinga, sem
fást við svonefnda skammtafræði,
en hún fjallar í stuttu máli um at-
óm og hinar smærri eindir þess.
Fátt er mikilvægara en að kynna
fólki innviði fræða og vekja athygli
á hvemig smæstu agnir efnisins
tengjast lífi og störfum. í öðm lagi
- og það er aðalefni bókarinnar -
er greint mjög vandlega frá eðli
ljóssins.
Ekki er víst, að allir viti hver
Richard P. Feynman var, þó að
hann sé talinn einn merkasti eðlis-
fræðingur á þessari öld. í inngangi
bókar greinir Þórður Jónsson frá
helztu æviatriðum hans og þeim
athugunum sem hann fékkst við.
Ljóst er, að rannsóknir hans lágu
fjarri daglegum veruleika flestra
manna, en í sem skemmstu máli
snerast þær um víxlverkun raf-
hlaðinna agna við ljós og aðrar raf-
segulbylgjur. Framlag Feynmans
var einkum fólgið í því að þróa
haglegar aðferðir við alla reikn-
inga, sem byggjast á nálgunum en
ekki fullri nákvæmni. Þá mun
Feynman hafa verið afburða fyrir-
lesari og sagt er, að fáir hafi staðið
honum á sporði við að útskýra á
einfaldan hátt flókin lögmál í eðlis-
fræði. Svo nefndir Feynmanfyrir-
lestrar um grandvallaratriði eðlis-
fræði eru víðfrægir og hafa verið
þýddir á mörg tungumál og hlotið
einróma lof jafnt byrjenda í fræð-
unum sem þeirra er lengra era
komnir.
Bókin Ljósið er fjórir fyrirlestr-
ar sem Feynman flutti við háskóla
í Kaliforníu. Ekki era tök á að
rekja efni þeirra hér, enda ástæðu-
laust, en ekki skal heldur nein
fjöður dregin yfir það, að sá, sem
hér ritar, náði ekki að skilja fræði
þessi til hlítar, einkum víxlverkun
ljóss og rafeinda. Ekki er þó við
Feynman að sakast; hann gengur
út frá því sem vísu að menn eigi
fullt í fangi með að skilja alla hluti
og bendir á, að margt af því sem
hann fæst við sé reyndar óskýran-
legt.
Haft er eftir Feynman, að engin
fræði séu svo torskilin, að megin-
atriði þeirra megi þó ekki útskýra
á hversdagslegu máli. Gott dæmi
um þetta eru hugleiðingar hans
um fræðilegu tölurnar n (kyrr-
stöðumassa fullkominnar rafeind-
ar) og j (vísi fyrir víxlverkun raf-
eindar og ljóseindar) og hvernig
þær eru frábrugðnar m (mældum
massa rafeindar) og e (mældri
hleðslu rafeindar). Hér koma
greinilega í ljós þau tök, sem höf-
undur hefur á efninu, að geta
varpað ljósi á torráðnustu gátur í
fræðunum, svo að allir fái skilið.
Þetta leiðir hugann að öðru, þótt
óskylt sé, en það er, hvað mönnum
lætur misjafnt að koma efni frá
sér á greinargóðan hátt, og hvers
virði mætir kennarar eru taldir í
menningarþjóðfélögum.
Framsetning er mjög skýr í öll-
um meginatriðum og ýmsir kaflar
bókarinnar era einkar forvitnileg-
ir. Sérstaklega er vert að benda á
umfjöllunina um ferðir ljóseinda
og speglun, sem hlýtur að vekja
áhuga hjá flestum. Állt er þar vel
útlistað og auðskilið, enda ferðir
ljóseinda táknaðar með örvum,
sem hafa ákveðna lengd og stefnu,
sem sýndar era á fjölmörgum
teikningum eða gröfum. Án þeirra
hefði bókin ekki komið að hálfu
gagni.
Þýðing bókarinnar er ágætlega
af hendi leyst, enda án efa mikið
vandaverk. Á stöku stað era áhrif
frá ensku auðsæ, eins og í for-
setningarliðnum »í dag«, sem kem-
ur alloft fyrir. Sýnilegt er, að
vandað er til frágangs, prentunar
og prófarkalesturs, svo að til fyrir-
myndar er.
Lærdómsrit Bókmenntafélags-
ins fara að nálgast fimm tugi bóka,
en þau komu fyrst út fyrir þrjátíu
áram. Þau spanna nú orðið vítt
svið vísinda, þótt flest fjalli um
heimspeki og hugvísindi. Yfirleitt
virðast bækur valdar af mikilli
kostgæfni og allmargar era undir-
stöðurit, hver á sínu sviði. Vænta
má, að útgáfu slíkra rita verði
fram haldið af fullum krafti, en ósk
mín er sú, að litið verði til fleiri
fræðigreina en hingað til.
Ágúst H. Bjarnason
• ÚT er komin skáldsagan Stúlk-
an sem elskaði Tom Gordon eftir
spennusagnahöfundinn Stephen
King. Björn Jónsson er þýðandi
bókarinnar.
í kynningu forlagsins segir:
„Hin níu ára gamla Trissa er á
stuttri gönguferð með fjölskyldu
sinni þegar hún gerir örlagarík mis-
tök sem leiða hana inn í skelfingar-
veröld eyðiskógarins."
Útgefandi er Iðunn. Bókin er 207
bls. Leiðbeinandi verð: 2.980 krón-
ur.
keppni
VEITT hafa verið verðlaun í sam-
keppni Búnaðarbankans, Sjóvár-AI-
mennra og Æskunnar um mynd-
skreytta barnabók handa ungum
lesendum. Samkeppnin fór fram fyrr
á árinu og kom verðlaunaverkið út sl.
föstudag. Bókin nefnist Kýrin sem
hvarf og er árangur samvinnu Þor-
gríms Þráinssonar rithöfundar og
Þórarins Friðriks Gylfasonar mynd-
listarmanns.
ELDHUSGARDINUR!
Mikiö úrvai af tiibúnum
eldhúsgardínum og köppum
O
O
en
in
co
co
in
-*i
l^^gluggaim ''.ámSEgn
Megas í Borgarleikhúsinu á mánudag
SONGSKEMMTUN
Megasar og hljóm-
sveitar verður í Borg-
arleikhúsinu nk. mánu-
dagskvöld, 4. des-
ember, en ekki á
miðvikudagskvöld eins
og misritaðist í blaðinu
í gær.
Á tónleikunum mun
Megas flytja úrval af
bestu lögum sínum
auk laga af nýútkom-
inni hljómplötu, ásamt
hljómsveit sem skipuð
er þeim Jóni Ólafs-
syni, Guðmundi Pét-
urssyni, Haraldi Þor-
steinssyni, Birgi Baldurssyni,
Stefáni Má Magnússyni og gest-
um.
Tónleikarnir eru liður í
Stjörnuhátíð Reykjavíkur -
menningarborgar Evrópu 2000
og hefjast kl. 20.30.
Forsala aðgöngumiða er hafin
í Borgarleikhúsinu.
Megas