Morgunblaðið - 29.11.2000, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
A hálum ís
- HAFNARFJARÐARBÆR virð-
ist vera fjárhagslega á mjög hálum ís.
I grein í Morgunblaðinu 3. okt. sl. lét
ég í ljósi áhyggjur mínar í þessu sam-
bandi. Síðan hefur verið aukið við lán
og í framlagðri fjár-
hagsáætlun fyrir árið
2001 er ekki gert ráð
fyrir marktækri lækk-
un skulda enda þótt
reiknað sé með einka-
framkvæmdum í millj-
arðaupphæðum. Það er
því verið að binda
^tekjur bæjarins í stór-
um stíl marga áratugi
fram í tímann. Þá er
óvissa um það, hvort
eða hvernig, bærinn
eignist lóðir og húsa-
kost einkaframkvæmd-
anna að samningstíma
loknum.
Aðalauðlind hvers sveitarfélags
eru tekjumöguleikar þess og að ávísa
á þá í stórum stfl fram í tímann má
líkja við rányrkju auðlinda.
Fjármál
Hver bæjarstjórn,
< segir Páll V. Daniels-
son, hafí ráðstöfunar-
rétt yfír tekjum síns
kjörtímabils.
Nú þegar er búið að ráðstafa ná-
lega tveggja ára skattekjum bæjar-
sjóðs fram í tímann auk stórra upp-
hæða í einkaframkvæmdum.
Þrír til Qórir
miljarðar
A árinu 1986 urðu kaflaskil í fjár-
málastjórn Hafnarfjarðarbæjar. Þá
var hann talinn eitt af ríkustu sveitar-
félögum landsins enda var hann nær
skuldlaus. En um mitt árið hófst
tímabil hinna pólitísku bæjarstjóra
sem staðið hefur síðan linnulaust.
Þessi 14 ár hafa undantekningarlítið
reynst ár vaxandi skuldasöfnunar.
Varlega talið má ætla að 3-4 millj-
arðai- króna, á verðlagi í dag, hafí far-
ið til greiðslu vaxta og verðbóta á
þessum árum.
Nýtt kúlulán
Nýtt kúlulán að upphæð um 1.200
milljónir króna hefur verið tekið.
Lánið er tekið í evrum, en evran hef-
ur staðið mjög lágt og má því búast
við hækkun hennar og
þar með miklu gengis-
tapi. Lán þetta er til 10
ára og á þá að greiðast
upp, ásamt fyrra kúlu-
láninu sem á að greiðast
upp á sama ári. Það er
ljóst að bærinn hefur
engan möguleika á því
að standa við þá
greiðsluskilmála, nema
með því að draga stór-
lega úr eða stöðva ýmsa
lögboðna og nauðsyn-
lega þjónustu.
Erþettaheimilt?
Það sem fyrst kemur
í hugann er hvort sveitarfélögum sé
heimilt að taka lán með þeim hætti að
ákvarða gjalddaga sem augljóst er að
ekki er hægt að standa við af eigin
tekjum. Hvað lagabókstafurinn segir
um þetta skal ósagt látið en augljóst
virðist að hér sé um fjármálalega
lausung að ræða. Og siðlaust hlýtur
það að teljast að gera slíka hluti og
kasta allri ábyrgð í því sambandi á
framtíðina. Sæjust þess merki að ver-
ið væri að lækka aðrar skuldir í stór-
um stfl næstu árin horfði málið öðru
vísi við en það bólar ekkert á slíkri
ráðdeild hjá núverandi bæjarstjóm.
Eg tel að sveitarstjómarlögum
þurfi að breyta þannig að hver bæjar-
stjóm hafi ráðstöfunarrétt yfir
tekjum síns kjörtímabils. Lántökur
til lengri tíma séu aðeins heimilar til
framkvæmda sem reknar em sjálf-
stætt og geta staðið sjálfar undir
greiðslu vaxta og afborgana.
Lán til annarra framkvæmda verði
að greiðast innan þess kjörtímabils
sem þau era tekin á. Það er ekki líð-
andi að ein bæjarstjórn geti velt sér í
lánspeningum sem næsta eða næstu
bæjarstjómir þurfa svo að glíma við.
Það er heldur ekki verjandi að láta
bæjarbúa þræla undir vaxtabyrði svo
milljörðum nemur. Það verður að
koma í veg fyrir það að hægt sé að
stjóma sveitarfélögum með svo
ábyrgðarlausum hætti.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Páll V.
Daníelsson
Bókavefur á mbl.is
Á mbl.is er að finna bókavef þar
sem nær allar útgefnar bækur
síðustu ára eru kynntar.
Þar eru einnig umsagnir um
bækur og fráttir af útgáfum.
Smelltu þér á mbl.is
og finndu jólabókina í ár!
WM—M
BÆKUR Á
mbl.is
Málaflokkurinn öldrun
kemur öllum við
ÖMMUR mínar vora
kjamakonur, fæddar
fyrir aldamótin 1900,
mótuðust af landinu
sem ól þær og stað-
ráðnar í því að koma
sér áfram í lífinu. Önn-
ur ætlaði að verða for-
maður á báti, hin hjúkr-
unarkona. Eitt voru
áform annað var veru-
leiki á þessum tíma og
hvorag hafði möguleika
á að láta framtíðar-
di’aumana rætast.
Brauðstrit og barna-
uppeldi varð þeirra
hlutskipti. Þegar ég
spurði aðra þeirra að
því er hún fyllti hundrað árin, hvað
hún teldi mestu framfarirnar á þess-
ari öld, svaraði hún án þess að hugsa
sig um, rafmagnið, blessað rafmagn-
ið. Takmark hinnar var að ala upp
bömin sín níu án þess að þurfa að
þiggja af sveit, eftir að hún ung að ár-
um varð ekkja. í dag era það börn
þessarar kynslóðar sem dvelja á
hjúknmarheimilum landsins. Unga
fólkið sem yfir sumartímann kemur
og sinnir þeim á oft erfitt með að
setja sig í þeirra spor, svo gjörólík
era þau.
Það liggur ávallt ákveðin spenna í
loftinu þegar fer að nálgast sumar-
leyfistímann. Gamla fólkið er hálf-
kvíðið, veit sem er að innan tíðar fara
ókunnar hendur að hjálpa þeim,
stelpur og strákar, ung og alls ekki
vanaföst. Fyrr en varir er sumarleyf-
istíminn skollinn á og helmingur af
fasta starfsfólkinu
hverfur á braut. Unga
fólkið hefur fengið góða
fræðslu um siðfræði
starfsins, hvernig við
viljum að gamla fólkinu
sé hjálpað, ýmislegt um
hreinlæti og starfsstell-
ingar. En það tekur
sinn tíma að læra réttu
handtökin þrátt fyrir
góða leiðsögn. Raun-
veruleikinn er oft erfið-
ur. Þegar maður er
ungur þekkir maður í
raun eingöngu lýtalaus-
an líkama sem árin hafa
ekki herjað á. Annað er
svo fjarlægt og óhugs-
andi. En allt í einu er þér kippt inn í
annan heim, heim hnignandi heilsu
og krafta. Ef til vill áttu ömmu sem
er á fullu í atvinnulífinu enn þá, það
er erfitt að hugsa sér hana eins og
gömlu konuna á hjúkrunarheimilinu.
Tíminn stendur jafnvel kyrr í ein-
hvern tíma áður en þú áttar þig.
Síðan þegar umhverfið er ekki
jafnframandi fara að gerast ótrúlegir
hlutir. Þú ferð að sjá manneskjuna
sem reynir að halda reisn sinni þrátt
fyrir þverrandi heilsu og þú nýtur
þess að hlýða á frásögn löngu liðins
tíma. Tíma sem er þér algjörlega
framandi. Það vex fram hlýja og
væntumþykja hjá þér og hendumar
sem í byijun vora ókunnar miðla nú
nærgætni og alúð. Þegar sumrinu
lýkur hverfur unga fólkið á braut rétt
eins og farfuglai-nir og þeirra er
saknað. Margir koma sumar eftir
Aldraðir
Umönnun sem veitt er
með hug, hjarta og
hönd, segir Sigþrúður
Ingimundardóttir, eru
verðmæti sem mölur og
ryð fá ei grandað.
sumar og tengjast staðnum tryggð-
arböndum. Reynslan af staifinu á
hjúkrunarheimilinu fylgir þér, hún
gerir þig ánægðari, umburðarlyndari
og ekki eins kröfuharðan. Þetta era
eðliskostir sem gott er að hafa með
sér út í lífið, verðmæti sem þú getur
alltaf gripið til hvað sem þú tekur þér
fyrir hendur og hvaða menntunar
sem þú aflar þér. Auðvitað á starfið
ýmsar hliðar, sumar erfiðar, þannig
er lífið og einnig dauðinn sem þú
býrð í mikilli nálægð við inni á hjúkr-
unarheimilunum. Helgi við dánarbeð
aldraðs einstaklings er mikil, þú fyll-
ist lotningu og skilur vel hvað átt er
við þegar sagt er „Drottinn gaf og
Drottinn tók“ Allt sem lifir leitar
jafnvægis og fyrr en varði muntu
sjálfur skilja mikilvægi þess að um-
önnun sem veitt er með hug, hjarta
og hönd era verðmæti sem mölur og
ryð fá ei grandað.
Höfundur er bjúkrunarforstjóri
Sólvangs í Hafnarfirði.
Sigþrúður
Ingimundardóttir
Um verðmæti
lögréttrar hugsunar
GUÐMUNDUR G.
Þórarinsson verkfræð-
ingur og Shakespeare-
fræðingur tekur yfir-
leitt greindarlega á
þeim málum, sem hann
skrifar um í blöðin. Ég
hef trú á því að útreikn-
ingar hans séu réttir og
það sem hann segir um
Shakespeare fer afar
vel í mig. Það er Iflct
honum að verða fyrstur
manna til að koma með
raunhæft talnadæmi
inn í umræðu sem hér
nú geisar um réttindi
og lífskjör örorku- og
ellilífeyrisþega. Eins og
gengur hefur báðum aðilum deilunn-
ar gengið treglega að miðla nákvæm-
um upplýsingum um staðreyndir. í
DV-grein 21.11.2000 tekur Guð-
mundur dæmi af ellilífeyrisþega sem
á maka með kr. 100.000,- í mánaðar-
Þorgeir
Þorgeirson
NEÐGÖNGUBELTI
brjóstahöld, nærfatnaður.
Þumalína, Pósthússtræti 13.
laun og bendir á það að
ríkissjóður spari sér
einvörðungu kr. 3.358,-
í skerðingu á tekju-
tryggingu þessa ein-
staklings. Þetta er rétt
reiknað hjá Guðmundi
verkfræðingi, en húm-
anistinn Guðmundur
hefði þó á hinn bóginn
mátt geta þess, að
svona makatenging er
mismunun, sem þver-
brýtur ákvæði 65.
greinar stjómarskrár-
innar og sviptir hjónin
þar með almennum
mannréttindum. Og til
hvers? Bara til þess að
svipta þau mannréttindum? Ekki er
það gert í spamaðarskyni, því eins og
Guðmundur bendir líka á fer ónýttur
persónuafsláttur að stóram hluta til
hins tekjuhærri makans og dregst
frá sköttum hans. í þessu dæmi virð-
ist manni að tap ríkissjóðs á einu
stjómarskrárbrotinu (yfirfærðum
persónuafslætti til makans, sem
fullnýtt hefur afslátt sinn) sé nokkra
[ Nýtt - nýtt
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Uthmtu ||
tískuverslun I3
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá ki. 11-16
Réttindi
Kostir fullra mannrétt-
inda eru m.a. þeir, segir
Þorgeir Þorgeirson, að
þau borga sig.
meira en gróði Tryggingastofnunar
verður af öðra stjórnarskrárbrotinu
(mismunun fólks eftir hjúskapar-
stétt). En hvoratveggja fer í bága við
65. grein stjórnarskrárinnar. Hér er
semsé verið að kosta fjármunum al-
mennings til þess eins að svipta fólk
mannlegri reisn sinni og fjárhags-
legu sjálfræði. Ómagahugsjón mið-
aldahreppstjórans, sem löngu á að
vera horfin úr nútíma lýðræðissam-
félagi, er þannig viðhaldið hér með
umtalsverðum ríkisstyrkjum. Ef
Guðmundur tæki sig nú til og lærði
að temja sér mannréttindahugsun
nútíma lýðræðis mundi hann auðvit-
að strax sjá að slík hugsun borgar sig
peningalega í því rétt reiknaða dæmi
sem hann nefnir. Og varla er hann
svo niðursokkinn í miðaldafræði sín
að honum muni þykja peningum
þjóðarinnar verjandi í það eitt að
svipta mannlegri reisn af heilum hóp-
um meðbræðra okkar - eins og gert
er og verður meðan núgildandi reglu-
gerð nr. 808/1998 er höfð í hávegum.
Altént virðist það - a.m.k. í fyrr
nefndu dæmi Guðmundar - vera
kostnaðarmeira fyrir ríkið að gera
fólk að ómögum maka sinna en að
láta það njóta fullra réttinda í sam-
ræmi við stjórnarskrá. Það kemur
engum lýðræðissinna heldur á óvart.
Kostir fullra mannréttinda eru m.a.
þeir, að þau borga sig. í því felst dýr-
mæti lýðræðisins - jafnvel fyiÍL' þá
sem einlægt eru að hugsa um pen-
inga og aftur peninga.
Höfundur er ellilifeyrisþegi.