Morgunblaðið - 29.11.2000, Page 52

Morgunblaðið - 29.11.2000, Page 52
MORGUNB LAÐIÐ 52 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 X------------------------------- MINNINGAR * + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTHILDUR JÓHANNESDÓTTIR, Laufvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnar- firði, fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Rebekka Valgeirsdóttir, Björn Árnason, Málfríður Baldvinsdóttir, Þröstur Auðunsson, Liija Björk Baldvinsdóttir, Þórir E. Þórisson og barnabörn. Bróðir okkar, EINAR (FREYR) KRISTJÁNSSON, Gautaborg, Svíþjóð, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Rafn Kristjánsson, Sveinborg J. Kristjánsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, Skarðaborg, Reykjahverfi, Suður-Þingeyjarsýslu, lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga fimmtudaginn 23. nóvember sl. Jarðsungið verður frá Húsavíkurkirkju föstu- daginn 1. desember kl. 14.00. Þórarinn Jónsson, börn og barnabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÁGÚST GUÐBJÖRNSSON rafvirkjameistari, Grandavegi 47, sem lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 19. nóvember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 30. nóvem- ber kl. 13.30. Anna Björgólfsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Hjalti H. Hjaltason, Marteinn Steinar Jónsson, Úlfhildur S. Úlfarsdóttir og barnabörn. + Hjartkær eiginkona mín, systir, mágkona og frænka, HELGA BERGÞÓRA SVEINBJÖRNSDÓTTIR auglýsingateiknari, Ártúnsbrekku við Elliðaár, sem andaðist þriðjudaginn 21. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 30. nóvember ki. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Birgir Guðgeirsson, Gerður Guðgeirsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Guðrún Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum af alhug ölium þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför GUÐRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR, Baldurshaga, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Ebba Guðrún Eggertsdóttir, Barði Benediktsson, Erna Guðjónsdóttir, Helgi Már Barðason, Anna Kristín Árnadóttir, Anna Guðfinna Barðadóttir, Einar Ottó Einarsson, Benedikt Barðason Friðný Björg Sigurðardóttir. GEIR GUÐBRANDSSON + Geir Guðbrands- son, pípulagn- ingameistari og netagerðarmaður á ísafirði fæddist 1. maí 1933. Hann lést 23. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Anna Halldórsdóttir, f. 28. desember 1899, d. 30. nóvember 1983 og Guðbrandur Kristinsson, f. 22. nóvember 1897, d. 3. júní 1981. Systkini Geirs: Erna Guð- brandsdóttir, f. 1929, d. 1941; Ásta Guðbrandsdóttir, f. 1931, maki Gunnar Orn Gunnarsson. Þau eiga þrjú börn; Karl Guðbrandsson, f. 1932, d. 1975, maki Alice Bundgaard Nielsen, látin. Þau áttu tvær kjördætur; Stúlka (nefnd Gígja) tvíburasyst- ir Geirs, f. 1933, d. 1933; Halldór Guðbrandsson, f. 1937, maki Sig- ríður Sverrisdóttir, þau skildu. Þau eiga þijú börn; Erna Sigríð- ur Guðbrandsdóttir, f. 1941, d. 1986; Anna Lára Guðbrandsdótt- ir, f. 1944, d. 1963, maki Jolin Steve Sacik. Þau áttu eitt barn. Árið 1956 kvæntist Geir, Helgu Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 13. desember 1934, d. 5. júlí 1991. Börn þeirra: 1) Þorsteinn Geirsson, f. 1956. Maki 1: Kristín Ágústsdóttir, f. 1958. Þau skildu. Börn þeirra: Arnar Már, f. 1980 og Aldís, f.1982. Maki 2: Auður Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Aradóttir. Þau skildu. Barn þeirra: Daníel Þór, f. 1989. 2) Halldór Geirsson, f. 1957, maki Jónína Karvelsdóttir, f. 1960. Börn þeirra: Helgi Geir, f. 1977, hans maki er Lovísa Hanna Aðalbjörns- dóttir. Þau eiga eina barnabarnabarn Geirs, Rakel Ósk, f. 1999. Illynur Freyr, f. 1982 og Kolmar, f. 1992. 3) Margrét Geirsdóttir, f. 1960, maki Marzellíus Sveinbjörnsson, f. 1959. Börn þeirra: Helga Mar- grét, f. 1988, Anna, f. 1990 og Agnes Ósk, f. 1993. Uppeldisdótt- ir Geirs, dóttir Helgu Guðrúnar Sigurðardóttur og Bergs Guðna- sonar: Sigrún Ósk Bergsdóttir, f. 1954, maki Lars Frank Jörgen- sen. Þau skildu. Börn þeirra: Tommy, f. 1978 og Jacob, f. 1983. Barn Geirs og Árdísar Björns- dóttur: Eyþór Geirsson, f. 1954, maki Jónína Bachman, f. 1957. Barn þeirra: Halldór Gunnar, f. 1983. Barn Geirs og Sesselju Jónsdóttur: Guðbrandur Geirs- son Gimmel, f. 1955, maki Ing- unn Þórðardóttir, f. 1955. Börn þeirra: Heiða Njóla, f. 1982 og Berglind, f. 1988. Utför Geirs Guðbrandssonar verður gerð frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fallinn er frá góður vinur, mannkostamaðurinn Geir Guð- brandsson. Margs er að minnast og ótal myndum bregður fyrir. Tólf ára pabbastelpa, Margrét, tekur að sér að vera í vist með Ingu Birnu okkar, þá tveggja ára. En það varð til þess að óslítandi taug var bundin við hana og henn- ar fjölskyldu. Pabba Geir, mömmu Helgu, bræðurna Steina og Hall- dór og Sigrúnu systur í Danmörku. Það var ekki aðeins að Inga Birna eignaðist sína nánustu vini í Sólgötu 5, því Helga Bryndís og Muggur systkini hennar nutu þess í ríkum mæli að eiga þau að, jafnt í gleði sem sorg. Geir kenndi Ingu Birnu m.a. að þekkja gildi peninga og skiptu „Hólar í Hjaltadal" gjarnan um eiganda. Oftar en ekki var haldið matarboð í Sólgötunni fyrir litla vini og var þá uppáhaldsmaturinn á borðum. Þá var mjög eftirsótt að fá að gista og var það jafnan auðsótt. Eitt sinn fóru Helga og Geir í ferðalag til útlanda og færði hann vinkonu sinni fallegan kjól sem hann valdi. Fyrsta skólaúlpan var gjöf frá Geir og svona mætti áfram telja. Geir kom mikið við sögu í hús- byggingu okkar sem pípulagninga- meistari. Eitt sinn er húsmóðirin var að myndast við að mála heyrð- ist hljóð úr horni: „Þú ert nísk.“ Þá átti hann við að of lítil málning væri í rúllunni og upphófst kennsla í málun. Já, þessi hárfíni húmor var ætíð fyrir hendi og sjaldan varð hann orðlaus. Helga og Geir eru sameinuð á ný. Þau tvö sem alltaf var hægt að leita til og tóku okkur ætíð opnum örmum. Þakklæti er okkui' efst í huga, sem og söknuður. Þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þau að, hvenær sem við þurftum á þeim að halda. Elsku Margrét, Sigrún, Halldór, Steini og fjölskyldur ykkar, megi minningin um góðan föður ylja ykkur og styrkja. Asthildur, Kristján, Helga Bryndís og Muggur. Geir Guðbrandsson pípulag- ningameistari var innfæddur Is- firðingur og átti megnið af ævinni heima hér í kaupstaðnum. Fyrir aðflutta á staðinn kóm sér vel að kynnast honum, því að hann kunni góð skil á mönnum og málefnum við Isafjarðardjúp í meira en hálfa öld. Hann bjó yfir prýðilegum frá- sagnarhæfileikum og fór gjarna á kostum þegar hann lýsti eftir- minnilegum persónum eða atburð- um, og var þá unun á að hlýða. Undirritaður kynntist Geir fyrst sem bridge-spilara fyrir rúmlega hálfum öðrum áratug. Hann var skemmtilegur spilamaður, lifði sig inn í sagnir og úrspilun, en lét stundartap alls ekki á sig fá, held- ur var ávallt í góðu skapi og stund- um kímileitur ef aðrir urðu súrir. Best lét honum að spila við og um- gangast fremur fáa en trygga vini. Um það leyti sem við kynntumst bjó Geir ásamt hinni ágætu konu sinni, Helgu Sigurðardóttur frá Nauteyri, að Sólgötu 5, og voru þau einkar gestrisin. Helga dó fyr- ir aldur fram úr illvígum sjúkdómi og harmaði Geir konu sína mjög. Geir var mikið náttúrubarn og veiðimaður. Þegar hann kom á vettvang við innanvert ísafjarðar- djúp á haustin voru hinir villtu ís- lensku hænsnfuglar hvergi nærri óhultir. Nú fyrir fáum vikum hélt hann að venju til innfrá í nokkra daga og kom aftur með næstum 30 rjúpur. Hann tíndi líka ber ef svo bar undir og dró þá ekki heldur af sér. I sumar er leið var að hans sögn aðalbláberjasprettan svo mik- il inni í Langadal að honum tókst aldrei að komast alla leið á þekkt- asta berjasvæðið, því að berin voru alls staðar fyrir honum. Síðustu ár sín bjó Geir einn í íbúð sem hann innréttaði mjög haganlega og snoturlega handa sér að Brunngötu 12 á Isafirði, og var hann þar með nágranni undirrit- aðs. Ljúft var að koma til hans í eldhúsið þar. Geir hafði á sér sæl- kerasnið, var t.d. sérfræðingar í jólakökugerð, og ekki var áhuginn minni þegar um sviðasultu var að ræða. Náin kynni af ýmsum ágæt- um sjómönnum þýddu að hann lumaði gjarna á signum fiski og ýmsu öðru þjóðlegu góðgæti. Hin seinni ár gekk Geir Guðbrandsson ekki heill til skógar, en vildi þó lítið ræða þá hluti. Hann kvaddi okkur helstu vini sína hér vestra rúmri viku áður en hann skyldi gangast undir mjög tvísýnan uppskurð í Reykjavík. Frá þeirri raun komst hann ekki lifandi. Nú hefur hann vonandi náð fundum Helgu sinnar á ný. Með honum er horfínn á braut mjög nýtur, vel gefinn og skemmtilegur maður. Blessuð sé minning hans. Börnum, tengdabörnum og öðr- um vandamönnum Geirs heitins sendum við, ég og kona mín, inni- legar samúðarkveðjur. Björn Teitsson. MAGNI BALD URSSON + Magni Baldurs- son fæddist á Ak- ureyri 17. janúar 1942. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 24. nóvember. Magni, gamli vinur. Það koma strax upp í hugann góðu árin sem við áttum saman, félag- arnir á Arkitektastof- unni. Þar varst þú kjöl- festan, sá sem allir leituðu til. Hvort sem um var að ræða vanda- mál sem þurfti að bjarga á stundinni fyrir viðskiptavini, eða lausn á vandasömu verkefni eða bara vanga- veltur hversdagsins, þá lá alltaf beint við að rölta að teikniborðinu B oma m éuarðsK' om v/ Fossvogskirkjwgarð Símii 554 0500 þínu og fá álit þitt og góð ráð. Ráðagóður og bein- skejdtur, hlýr án þess nokkru sinni að vera of nærgöngull þegar eitt- hvað bjátaði á hjá mér í lífsbaráttunni, það var gott að eiga þig að. Við vorum sífellt að reyna að ráða í lífsgáturnar, ekki satt. Þú, svo þolin- móður og jarðbundinn, og ég, fljótfær eldhugi. Það var sennilega vegna þess hversu ólík viðhorf okkar voru að samræðurnar urðu alltaf áhugaverð- ar og víkkuðu sjóndeildarhringinn fyrir okkur bæði. Ég þakka þér samfylgdina þau tólf ár sem við unnum saman og sjald- gæfu heimsóknirnar eftir að leiðir okkar skildi, of sjaldgæfar finnst mér núna. Það var þér líkt að leggja þig fram um að ná öllum gamla starfshópnum saman á fimmtugs- afmælinu þínu um árið, í dag söfnuð- umst við saman við jarðarförina þína til að kveðja þig í hinsta sinn. Ég votta þér Brynhildur og dætr- unum Völu og Nönnu innilega sam- úð. Halldóra Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.