Morgunblaðið - 29.11.2000, Side 60

Morgunblaðið - 29.11.2000, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ c.0 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 /------------------------------- Hundalíf ÉG VILÖI ÓSKA Aö ÞÚ HÆTTIR At> GEFA HONUM BITA -,AF BOPBINU. PEIR BATNA EKKI VI& ÞA£>, SIÐIRNIR) Ferdinand Smáfólk EVERY VETERAN5 PAV I 60 OVER T0 BILL MAULPIN'S H0U5E, ANP WE QUAFF A FEW ROOT BEERS... OL BILL ANP I A6REE ON EVERVTHIN6.. > —7*Pr-------------- EXCEPT HE NEVER TAKES ANV OF MV ^CARTOON IPEA5.. —‘3' Á minningardegi hermanna þá fcr ég alltaf á kaffihús og teyga nokkrar könnur af rótarbjór. Vertinn og ég erum mestu mátar... ... þangað til ég kem með hugmynd að næstun ræmu. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lausn byggða- vandans fundin? Frá Guðrúnu Hálfdánardóttur: VEGNA SKRIFA um ágreining út af byggingu íþróttahúss í Húnaþingi vestra í Morgunblaðinu undanfarna viku þá langar mig til að koma eftir- farandi á framfæri. Hér í Húnaþingi vestra höfum við mjög framsýna og bjartsýna sveitar- stjórn. Hún hefur fundið lausnina sem mun snúa þróuninni í byggða- málum við og laða hingað allt það fólk sem vert er að hafa. Þeir ætla að byggja íþróttahús. Stórt og flott. Nú skulu sko skilin eft- ir minnismerld að hætti gömlu kon- unganna. Iþróttahús sem á ekki að kosta nema 65 milljónir. Reyndar eru hér tvö íþróttahús á svæðinu en þau eru frekar ómerkileg. Hálfgerðir leikfimisalir og standa byggðarþró- uninni hér gróflega fyrir þrifum. Sennilega ein helsta ástæða fólks- fækkunar hér á svæðinu. Þótt héðan hafi farið 40 börn og unglingar á landsmót í sumar og komið heim með fangið fullt af verð- launapeningum, sýnt frábæran ár- angur og sannað að þau standa jafn- vel, ef ekki betur að vígi en aðrir sem státa af fullkomnu íþróttahúsi, þá er þaðekkinóg. Þótt núverandi íþrótta/leikfimisal- ir sinni vel okkar þörfum og rúmlega það þá er það ekki nóg. Þó að menningar- og æskulýðsráð, sem er fagnefnd sveitarstjórnarinnar í þessum málaflokki, mæli gegn því að ráðist verði í þessa framkvæmd að svo stöddu, þá skiptir það engu máli. Þó að þetta skapi bullandi óánægju mjög margra íbúa hér á svæðinu, or- saki sundrung og vangaveltur um að slíta þessari sameiningu, þá skiptir það engu máli. „Við viljum, við ætlum, við skulum“ Utanaðkomandi fólki sem þekkir til hér finnast þessir meirihlutamenn alveg magnaðir húmoristar.Vá! Þrjú íþróttahús í 1.200 manna samfélagi. Er ekki alveg í lagi þama hjá ykkur? Á kannski að nota þessi hús sem vörður á leið gegnum Húnaþing vestra? Að vissu leyti sé ég líka húm- orinn í þessu og eflaust myndi ég hlæja dátt með ef ég byggi ekki hér. En mér er ekki hlátur í huga því ég bý hér og hafði hugsað mér að búa hér og þetta stórslys þarf ég að borga. Þótt ég sé bara húsmóðir geri ég mér fulla grein fyrir því að 65 milljónir fyrir svona stórt og glæsi- legt mannvirki er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og það þarf svo sem engan snilling til að sjá það. Enda kemur í Ijós, þegar betur er að gáð, að það vantar sitt h'tið af hverju í þetta hús. En það eru svo sem bara smámunir og varla orð á gerandi þótt það vanti áhorfenda- svæði (snyrting fyrir áhorfendur sparast), tækjabúnað og stóra feit- letraða skiltið sem á mun standa: Vinsamlegast dragið inn magann og haldið í ykkur andanum á meðan þið notið búningsaðstöðuna og munið þröngt verða sveittir að þvo sér. Takk fyrir. GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR Söndum, Húnaþingi vestra. Verkfall kennara Frá Eddu Emilsdóttur: NÚ, þegar þetta er ritað, eru þrjár vikur liðnar í verkfalli kennara fram- haldsskóla og síðustu fréttir eru að samningaviðræðum hafi verið slitið. Ráðherrar sem málið heyrir undir, menntamála-, fjármála- og forsætis-, eiga engin ráð í viðureign kennara sem þeir teþ'a bæði kröfuharða, óbilgjarna og hafi óskað eftir verk- falli! En um hvað eru kennarar að biðja? Leiðréttingu til jafns við aðrar stéttir með hliðstæða menntun. Hvernig er kennarastarfið metið? Er eitthvert vit í því að meta skrif- stofustarf í ráðuneyti til meira verðs? Það semja ekki allar stéttir samtímis og það kemur vissulega til nokkurs ósamræmis í kjarasamning- um. Allir sem vilja geta skoðað kjarasamninga og séð að kennarar eru ekki framarlega í flokki og hafa ekki verið alllengi. Þetta hefur þegar valdið því að erfitt er að manna skól- ana, margir kennarar hafa leitað í önnur störf og nýliðun í stéttinni er svo lítil að áhyggjuefni er. Kennaralaun á öllum skólastigum verða að vera nægilega góð til að hægt sé að manna skólana góðu fag- fólki og kennarastarfið verði eftir- sóknarvert. Kostnaðurinn skilar sér margfalt í auknum mannauði og minnkandi samfélagsvandræðum. Öflugt uppeldis- og skólastarf er vænlegasta vopnið í baráttunni við þann voða sem þjáir okkur illa nú, eiturlyfjafárið. Það er skammsýni að leggja ekki áherslu á undirstöðuna, sem er upp- eldi og menntun þegnanna. Stjóm- völd sem telja að við höfum ekki efni á því hljóta að þurfa að hugsa sig rækilega um eða fá sér eitthvað ann- að að gera en stýra þjóðarskútunni. Það hefur komið fram í fréttum að ákvæði í almennum kjarasamning- um hindri launaleiðréttingu kenn- ara. Jafn aðgangur til menntunar óháður efnahag fjölskyldu var bar- áttumál verkalýðshreyfingarinnar, en nú er flest orðið með öðrum for- merkjum ef hún leggst á árar með niðurrifi hins almenna skólakerfis í landinu með þessum hætti. Það er hætt við að hún þyrfti að ræða við viðsemjendur sína ef skólagjald uppá á nálægt hálfa milljón á hvern ungling bættist við heimilisútgjöldin. Þegnar í þessu landi krefjast þess að kennaraverkfallið verði leyst strax. EDDA EMILSDÓTTIR Háaleitisbraut 35, 108 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.