Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kynbótatilraunir samþykktar þrátt fyrir ótta viö Kreutzfeldt-Jakob-sjúkdóm: Norska beljuinnrásin er hafin —- - sennilegt að kúariðan geti borist með fósturvísum, segja dýralæknar og óttast tilraunastarfsemi '&MOMD’ Það kemur fyrir margan manninn að veðja á vitlausan hest, en að veðja á vitlausa belju er eitthvað sem fólk með venjulega greind skilur ekki. Eldur í sjónvarpi ELDUR kviknaði í sjónvarpi í húsi við Hlégerði í Kópavogi í fyrrinótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn um mið- nættið. íbúar hússins voru að horfa á sjónvarpið þegar eldurinn blossaði upp. Þegar slökkviliðið mætti á stað- inn hafði lögreglunni í Kópavogi tek- ist að slökkva eldinn með hand- slökkvitæki. Að sögn slökkviliðs myndaðist þó nokkur reykur vegna þessa og þurfti að reykræsta húsið. Sjónvarpið er ónýtt og nokkrar reykskemmdir urðu á húsinu. ♦ ♦ Ekið á hross HROSS varð fyrir jeppa um 25 km vestur af Höfn í Hornafirði á sunnu- dagskvöld. Hrossið drapst og jepp- inn stórskemmdist en hjón í bflnum sakaði ekki. Óhappið varð um kl. 20 skammt frá Hólmi á Mýrum. Niðadimmt var þegar áreksturinn varð. Lögreglan á Höfn í Hornafirði að ökumaður hafi ekki getað forðað árekstri. Áburðarverk- smiðjan íhugar útflutning MIKLAR verðhækkanir hafa orðið á áburði erlendis. Haraldur Har- aldsson, stjórnarformaður Áburð- arverksmiðjunnar, segir að mun minni hækkanir hafi orðið á inn- lendum áburði og með þessu hafi opnast tækifæri fyrir útflutning. Haraldur segir að áburður er- lendis hafi hækkað um að meðaltali 20% frá síðustu vertíð og sömuleið- is hafi gengisþróun verið óhag- stæð. „Eftir því sem ég kemst næst eru dæmi um allt að 35% verð- hækkun á erlendum áburði,“ segir Haraldur. Áburður frá Áburðarverksmiðj- unni hefur hækkað um 2% umfram verðbólgu. Haraldur segir að einn- ig sé að koma á markaðinn svokall- aður fjölkornaáburður, sem er á 20% lægra verði en einkornaáburð- ur. Það er einmitt þessi áburður sem til stendur að flytja út. Fram- leiðslugeta verksmiðjunnar er 60- 70 þúsund tonn á ári. Haraldur segir að innlendi markaðurinn taki við um 55 þúsund tonnum. „Við höfum verið að skoða út- flutning og teljum að fjölkorna- áburðurinn gæti hentað mjög vel til hans. Við höfum náð upp fram- leiðsluaðferð sem við teljum að geri að verkum að við náum að fram- leiða mjög góðan áburð á hagstæðu verði,“ segir Haraldur. Hann segir að einkum sé litið til markaða í nágrannalöndum, eins og t.d. Færeyja, Skotlands, Eng- lands og jafnvel Noregs. Hann seg- ir að unnt sé að auka ársframleiðsl- una opnist góðir útflutnings- markaðir fyrir áburð. Haraldur segir að miðað við verðþróun er- lendis ætti að vera hægt að bjóða íslenskan áburð á mjög samkeppn- ishæfu verði í útlöndum. Jóladagar 5- des Þriöjudag til fimmtudag 20% Afsláttur af öllum vörum í versluninni Skipholti I7a: 105 Revkiavík Sími 551 2323 Nýr vefur Hafnarfjarðar Upplýsinga- tækni fyrir alla Hafnarfjarðarbær hefur undanfarið verið að koma á laggirnar nýjum upplýs- inga- og þjónustuvef www.hafnarfjordur.org. Jóhann Guðni Reynisson, upplýsingastjóri Hafnar- fjarðarbæjar, hefur haft veg og vanda af gerð þessa vefjar, en Auður Jónas- dóttir smíðaði vefinn. Jó- hann var spurður hvað mætti helst fræðast um á vefþessum? „Þetta er virkur samfé- lagsvefur, ef svo má segja, fyrir almenning, þar sem fólk getur bæði sótt upp- lýsingar og komið á fram- færi upplýsingum og hug- leiðingum, svo og tekið þátt í umræðu og skráð sig á póstlista, svo eitthvað sé nefnt.“ - Hafíð þið haft einhvern annan vef að fyrirmynd? „Fyrsta hugmynd kom frá Frosta Bergssyni frá Opnum kerfum, fyrir um einu og hálfu ári. Hann benti á samfélagsvef í Singapore til að skoða og upp úr því varð til samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Opinna kerfa og Skýrr hf. um UTA-verk- efnið, upplýsingatækni fyrir alla. Síðan kom til liðs við okkur fyrir- tækið Saltkerfi ehf. og lagði til hugbúnaðinn DataWeb við vef- smíðina. Þetta skýrir hvernig þetta þróaðist. Svo höfum við þróað þessa hugmynd og staðfært hana fyrir íslenskar aðstæður.“ - Var það mikið mál? „Það er erfitt að segja að þetta sé skýr fyrirmynd en svona hafa íslenskir vefir þróast og þetta um- hverfi virðist falla íslendingum vel í geð.“ - Er vefurinn orðinn vel starf- hæfur? „Já, ég vona að fólk átti sig fljótlega á möguleikum sínum til að nota vefinn fyrir upplýsingar frá félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum til að koma upp- lýsingum á framfæri.“ - Léttirþessi vefur miklu starfi af starfsfólki Hafnarfjarðarbæj- ar? „Við erum enn með stjómsýsluvefinn www.hafnar- fjordur.is á fullri ferð og þar er að finna allt sem viðkemur stjómsýslunni í bænum. Sá vefur er eingöngu unninn af starfs- mönnum bæjarins. Þar emm við að vinna að margvíslegum úrræð- um til að létta okkur störfin og færa þjónustuna heim til bæjar- búa. Hinn nýi vefur er síðan fyrst og fremst ætlaður fyrir upplýs- ingaflæðið til og frá bæjarbúum sjálfum. Þannig styrkjum við „netsamfélagið" hér í Hafnarfirði, en hér eru reknir tveir öflugir vefir aðrir. Það era www.220og20.is og www.null- einn.is. Á þessum vefjum era fréttir, greinar og fleira úr bæn- um. Sá síðamefndir er einkum ætlaður ungu fólki og þar er efni hvaðan æva að úr heiminum - um allt sem skiptir engu _________ máli, eins og þeir segja.“ - Eru þessir vefír mikið notaðir? „Ég hef bara tölur um minn vef og sam- kvæmt því þá er heimsóknir á www.hafnarfjordur.is yfir 35 þús- und síðan í júlí sl. Það held ég að sé býsna gott fyrir stjómsýsluvef sveitarfélags." -Hvað er mest sótt eftir að skoða? „Það sem er vinsælast á www.hafnarfjordur.is eru fréttir af öllu tagi og almennt kynningar- Jóhann Guðni Reynisson ► Jóhann Guðni Reynisson fæddist 3. október 1966 á Sól- vangi í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1986 og BA-prófi í íslensku og fjöl- miðlafræði 1993 frá Háskóla ís- lands og tók próf í uppeldis- og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri 1996. Hann hefur starf- að undanfarin tíu ár sem blaða- maður og kennari en tók við starfi upplýsingastjóra Hafnar- fjarðarbæ 1. janúar 1999. Jóhann er kvæntur Elinborgu Bimu Benediktsdóttur hársnyrtimeist- ara og eiga þau tvær dætur. Virkir vefir Hafnar- fjarðarbæjar á Netinu efni ýmis konar og fundargerðir nefnda, stjóma á ráða á vegum bæjarins. Upplýsingavefur ferða- málafulltrúa, sem er aðgengileg- ur á hafnarfjordur.is er líka afar vinsæll og þar era upplýsingar á fjóram tungumálum um bæinn." - Er þessi vefur notaður af út- lendingum? „Já, talsvert og fer sívaxandi, ekki síst erlendis frá.“ - Hvað getur þú sagt mér meira um UTA-verkefnið? „Þar höfum við verið að vinna ýmis þróunar- og tilraunaverk- efni, t.d. með gagnaflutninga þar sem LoftNet Skýrr var tengt fjöl- býlishúsi í tilraunaskyni og í kjölfarið mun fyrirtækið bjóða slíka lausn í einhverjum mæli. Við tókum líka þátt í þráðlausu net- kerfi í Flensborgarskólanum, þar sem fjölmargir nemendur hafa verið í þráðlausu netsambandi með fartölvur og sama lausn var einnig sett upp í fundarsölum bæjarstjórnar og bæjarráðs Hafnarfjarðar. Leifur S. Garðars- son, kennari og körfuknattleiks- dómari, vinnur um þessar mundir að þróun Skólatorgs sem við fengum frá Tæknivali og hug- myndin er að nýta þann góða bún- að til fullnustu fyrir foreldra, kennara og nemendur í grunn- skólum bæjarins. I skólanum tek- ur UTA-verkefnið einnig þátt í að koma upp öflugu gagnaflutnings- kerfi gegnum LoftNet Skýrr, þannig að nemendur og kennarar þurfi ekki að bíða löng- um stundum eftir því að tölvurnar hlaði inn gögnum af Netinu. Við unnum líka rannsókn á _____ netnotkun í Hafnar- firði í samstarfi við Flensborgarskólann og nemend- ur þar og á döfinni er að Bókasafn Hafnarfjarðar á nýjum stað, á Strandgötu 1, verði vel búið tölv- um og að þar verði miðstöð upp- lýsingatækni í Hafnarfirði. Við í Hafnarfirði eram með þessu og mörgu fleira að nýta upplýsinga- tæknina til hagsbóta fyrir bæjar- búa og aðra sem til okkar leita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.