Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ • ÚT er komin bókin Grímur og sækýrnar eftir Álfhciði Ólafsdót t ur. Sagan fjallar um strákinn Grím, hundinn Týru og ævintýri þeirra í undirdjúpunum. Dag einn fær Grímur, sem býr í húsi við sjóinn, einkennilega heimsókn sem verður til þess að hann ferðast alla leið niður á hafs- botn og kynnist þar ýmsum furðuverum, svo sem fljúgandi sæ- kúm, marbendli og vondum risakol- krabba. Grímur og sækýrnar er myndabók, ríkulega skreytt mál- verkum höfundarins. I bókinni er skírskotað til þekktra þjóðsagnaminna. Álfheiður ólst upp í Fljótshlíðinni og heimur þjóðsagn- anna var henni nálægur í uppvexti hennar. í Fljótshlíðinni er nyk- urvatn og frá unga aldri hefui- þjóð- sagan um sækúna verið henni hug- leikin. „Þegar ég var lítil fannst mér mjög sorglegt að ef blaðra sækýrinn- ar var sprengd þá var hægt að temja hana og binda hana á bás. Þess vegna hafa mínar sækýr vængi. Þá geta þær flúið ef hætta steðjar að,“ segir Alfheiður. Útgefandi er Nýja bókafélagið. Bókin er 36 bls. Andrea Haralds sá um umbrot og hannaði kápu. Filmu- vinna, prentun og bókband fór fram í Prentsmiðjunm Oddahf. • ÚT er komin bókin Óttist eigi eft- ir Dean Koontz. Jón Daníelsson þýddi. Næturhúmið þekki ég flestum betur. Cristopher Snow er hraustur, myndarlegur og vel gefinn ungur maður en sjaldgæfur sjúkdómur hef- ur dæmt hann til að lifa lífi sínu að náttarþeli. Dagsbirtan er honum banvæn og af þeim sökum hefur hann aldrei farið út fyrir mörk heimabæjar síns, Moonlight Bay. Þetta umhverfi þekkir hann betur en nokkur annar og varla er til sá af- kimi sem er honum ókunnur. Þegar faðir hans deyr er líkinu stolið og í kjölfarið fylgja óhugnan- legir og dularfullir atburðir. Christ- opher verður ljóst að í Moonlight Bay eru undarlegar breytingar í að- sigi - breytingar sem kynnu að leiða af sér endalok heimsins - í þeirri mynd sem við þekkjum hann. Þetta er sjálfstæð saga en í bókar- lok gefur höfundur í skyn að hann kunni að skrifa fleiri bækur um aðal- söguhetjuna, Christopher Snow. títgefandi er Skjaldborg ehf. Bókin er 304 bls. Verð: 3.480 krón- ur. Nýjar bækur • ÚT er komin ný bók í bókaflokk- inum Ógnaröfl eftir Chris Woodingí þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Röskvi veit að engin rök eru fyrir því að breyta eins og hann geiir. Hann getur ekki treyst Vikari, hann er í hræðilegum háska og leggur alla starfsemi Dáðrekkis í hættu. En ef hann kemst í tæri við Takamí - gæti hann komið fram hefndum. - Kía er á ferðalagi og lendir ekki síður í háska. Völungar vilja leggja fyrir hana próf og ef hún gengst undir það kemst hún að ýmsum miður þægi- legum sannindum. Ógnaröfl er spennuflokkur, ævintýri um ástir, skemmtun og svik. Guðni Kolbeins- son hlaut þýðingarverðlaun Reykja- víkurborgar á sl. ári fyrir þýðingu sína á fyrsta hluta bókaflokksins. Útgefandi er Æskan ehf. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Hún erl72bls. ogkostar 1.690krón- ur. • ÚT er komin bókin Kaspían kon- ungsson eftir C.S. Lewis í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Kaspían konungsson er ein hinna heimsfrægu ævintýrabóka C.S. Lewis um töfralandið Narníu og börnin fjögur sem kölluð eru þangað til þess að koma þar lagi á hlutina. I þetta sinn geisar þar borgarastyrj- öld milli valdræningjans Mírasar og dverganna og dýranna, en foringi þeirra er Kaspían konungsson. Bömin verða að gera út um þennan ófrið og þeim tekst það með hjálp ljónsins Aslans, en þó ekki fyrr en eftir hrakninga, undur og stórmerki. Bókin er sjálfstætt framhald bók- anna Frændi töframannsins, Ljónið, nornin og skápurinn og Hesturinn og drengurinn hans. Útgefandi er Muninn bókaútgáfa. Bókin er 160 bls., leiðbeinandi verð: 1.890 krónur. • ÚT er komin bókin Leyndarmál indjánans eftir Lynne Reid Banks í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Á bókarkápu segir: „Margir af stríðsmönnum Litla- Bola eru særðir eftir skelfilegan bar- daga. Ómar verður að sækja þeim læknishjálp, en hann verður líka að varðveita leyndarmál indjánans. Hver mundi líka trúa því að leik- fangaindjáni úr plasti ogplastkúreki gætu lifnað við? Vinur Omars, Pat- rekur, hverfur aftur í tímann inn í villta vestrið og það gerir Ómari erf- itt um vik að gæta leyndarmálsins." Þetta er þriðja bókin um indján- ann í skápnum í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Önnur bókin í flokknum, Indjáninn snýr aftur, var valin á heiðurslista IBBY yfir þýddar bæk- ur árið 2000. Útgefandi er Muninn bókaútgáfa. Bókin er 140 bls., leiðbeinandi verð: 1.890 krónur. SJÓMANNASKÓLINN ^ Stýrimannaskólinn í Reykjavík Landsspitalinn Fossvogi Slysavarnaskóli sjómanna SJÚKRA- 0G SLYSAHJÁLP - LYFJAKISTAN 18. desember - 20. desember Námskeið fyrir alla sjómenn verður haldið í Stýrimannaskólanum, Slysavarnaskóla sjómanna, Sæbjörgu ug slysa- og bráðamðttöku Landspítalans, Fossvogi. Kennt er skv. alþjóðlegum kröfum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, STCW A-VI/4-1 og A-VI/4-2 Kennarar eru læknar og hjúkrunarfræðingar Landspítalans, Fossvogi, og leiðbeinendur Slysavarnaskólans. Samhliða námskeiðinu verða gengnar vaktir á bráðamóttöku Landspítalans, Fossvogi. Upplýsingar í Stýrimannaskólanum í síma 551 3194 eða fax 562 2750. Til gagns og gleði • ÚT er komin bókin Fótboltafár eftir Nick Hornby. í fréttatilkynningu segir: „Lífið á áhorfendapöllunum og ástar/haturs- samband aðalpersónunnar við Ars- enal er bakgrunnur Fótboltafárs, þroskasögu Nicks Homby þar sem ævin mælist í leiktíðum en ekki ár- um. Höfundurinn afhjúpar líf og innsta eðli „okkar strákanna" á vits- munalegan, ögrandi og umfram allt fyndinn hátt. Fótboltafár er í senn einföld saga og margbrotin stúdía um þráhyggju, ást og vináttu, tryggð, karlmennsku og sjálfsímynd. Þessi bók á erindi jafnt við áhuga- menn um fótbolta og bókmenntir og höfðar bæði til karla og kvenna (sem vilja skilja karla). Nick Hornby (f. 1957) er einn helsti merkisberi bresku „stráka- bókmenntanna". Skáldsögurnar High Fidelity (1995) og About a Boy (1998) hafa verið kvikmyndaðar en aðeins var lauslega byggt á Fótboltafári í sam- nefndri kvikmynd." Kristján Guy Burgess íslenskaði og Hemra ehf. gefur út. • ÚT er komin bókin Engilbjört og lllhuga í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Á bókarkápu segir m.a.: „Enginn er alfullkominn - eða svo hefur okkur verið kennt. En þið eigið eftir að kynnast Engilbjörtu sem fædd er gallalaus. Enginn er alvond- ur. Sá sem trúir því hefur ekki kom- ist í kynni við Illhugu, versta barn í heimi. Gæskan og illskan sem hefur átt að blandast í þeim báðum urðu viðskila, og annar tvíburinn fékk allt hið góða en hinn allt hið illa. Vesa- lings foreldrarnir, ættingjarnir og kennararnir vita ekki sitt rjúkandi ráð, enginn skilur Engilbjörtu og enginn fær tjónkað við Illhugu." Höfundurinn, Lynne Reid Banks, hefur unnið til fjölda verðlauna og bækur hennar selst í milljóna upp- lögum, m.a. Indjáninn í skápnum og framhald þeirrar sögu: Indjáninn snýr aftur, Leyndarmál indjánans o.fl. Útgefandi er Muninn bókaútgáfa. Bókin er 160 bls. Leiðbeinandi verð: 1.990 krónur. ÚT er komin bókin Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt í þýð- ingu Haralds Johannesscns. Hagfræði í hnotskurn er klassískt verk um grundvallaratriði hagfræð- innar. Hvaða hlutverki gegna verð og hagnaður - og hvemig virkar markaðurinn? Hvað býr að baki há- um sköttum, verðbólgu, atvinnu- leysi, kreppu? Höfundurinn leiðir lesandann um völundarhús hagfræð- innar og kennir honum að hugsa upp á nýtt um sígild álitaefni í þjóðmála- umræðunni. Henry Hazlitt var bandarískur blaðamaður sem skrifaði mikið um efnahags- og þjóðmál í helstu blöð og tímarit Bandaríkjanna. Útgefandi er Nýja Bókafélagið. Bókin heitir á frummálinu Econom- ics in One Lesson. Hún er 208 bls. Dægradvöl hannaði kápu og sá um umbrot. Filmuvinna, prentun og bókband fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf. • ÚT er komin skáldsagan Fyrir norðan Tóg og rétt eftir hinn þekkta danska heimskautafara Ejnar Mikk- elsen. I fréttatilkynningu segir: „Bókin fjallar um veiðimanninn Sachawachi- ak og innrás siðmenningarinnar í líf hans. Fáar bækur þykja endur- spegla jafnvel þá menningará- rekstra sem orðið hafa á norðurslóð- um og er gjaman vitnað til þessarar bókar í því tilliti. Eftir Ejnar Mikk- elsen liggur mikill fjöldi bóka sem flestar byggjast á frásögnum af hans eigin ferðum og hafa þrjár slíkar ferðasögur komið út á íslensku. Hann hafði meðal annars kynni af vestur-íslenska heimskautafaranum Vilhjálmi Stefánssyni. Fyrir norðan lög og rétt er fyrsta skáldverk Ejn- ars Mikkelsen sem gefið er út á ís- lensku." Útgefandi er Almenna útgáfan. Bókin er prentuð hjá Steindórs- prenti-Gutenberg hf., hún erl58 bls. og kostar 3.490 krónur. BÆKUR K a i' n a b ó k VERÖLDIN OKKAR ALFRÆÐI FYRIR BÖRN Ritstjóri Katie Puckett, höfundur Angela Wilkes, hönnuður John Jamieson og framkvæmdastjóri Miranda Smith. Islenskir ritstjórar Árni Árnason og Karl Helgason. ís- lensk þýðing Árni Árnason, Guðni Kolbeinsson, Sigrún Ástríður Eir- íksdóttir. Æskan ehf. gefur bókina út árið 2000. Prentuð í Kína. Sam- tals 320 blaðsíður. HVERS vegna hefur kolkrabbinn svona marga handleggi? Móðirin snýr sér að fjögurra ára telpuhnokk- anum og hvarflai’ augunum yfir opna bókina á borðinu. Svarið hlýtur að leynast í textanum. Mikið rétt því þar segir að kolkrabbinn mjaki sér um hafsbotninn í leit að æti. Átta kruml- ur hljóta að koma sér vel til að ná til skeldýranna allt um kring. Mæðg- umar skoða opnuna, ræða innihaldið og fletta varlega áfram. Eins og al- gengt er á meðal yngri bama er telp- an hrifnust af dýmnum. Ekki bara ís- lensku húsdýmnum heldur öllum dýmnum í dýraríkinu - allt frá smæstu skordýmm upp í stærstu fíla. Mamman verður að lesa hverja einustu klausu og engu skiptir að sum orðanna em heldur sjaldgæf í daglegu tali. Stíllinn er einfaldur og ekki eytt ónauðsynlegum orðum í óþarfa smáatriði. Á hinn bóginn hefði verið gaman að láta fljóta með heiti karl- og kvendýra algengari tegunda. Böm era fljót að læra og æ algengara er orðið að fullorðnir þekki ekki orðið yfir kvenkyns sel eða svín. Virðingar- vert er að sérstaklega er fjallað um dýr 1 útrýmingarhættu aftast í dýra- kaflanum. Annars er bókin afar viðamikii og skiptist með skýmm hætti niður í 10 kafla: Alheiminn, Heiminn sem við lifum í, Forsögulegan tíma, Jurtarík- ið, Dýraríkið, Fugla og spendýr, Mannslíkamann, Fólk og staði, Sam- BÆKUR G u ð f r æ ð i LÍF Á NÝJUM NÓTUM Höfundur: Nicky Gumbel. Þýðing: Kjartan Jónsson. Teikningar: Charlie Mackesy. Prentverk: Isa- foldarprentsmiðja hf. Utgefandi: Salt-2000.152 síður. HÖFUNDUR leggur Páli postula í munn: „Metnaður minn hefur breytst. Nú er Jesús þungamiðja lífs míns. Vilt þú verða mér samferða?" (104). í raun er þetta inntak bókar- innar allrar: Vilt þú verða mér sam- ferða? Höfundur, lögfræðingur er snéri sér að guðfræðinámi og vígðist til prests í starfsliði Holy Trinity Brompton kirkjunnar í London, er með bókinni að benda hærra í þrosk- ans fjall en Alfanámskeið hans gerðu og gera. Hún ber þessu glöggt vitni. Hann velur Filippíbréf Páls postula til þess að vekja lesandanum spumir um lífið og tilgang þess. Þetta hefir David Stone fundið, ogþví samið leið- beiningar um notkun bókarinnar fyr- ir leshópa, og þær birtar í bókarlok. Bóldn er ekki predikunarsafn, sem betur fer, heldur spjall um skoðanir Páls, sem fundið hafði lifandi Krist, og leit höfundar að hinum sama Kristi í okkar samtíð. Á stoðir skoð- ana sinna, úr daglegri önn, er hann mjög fundvís, setur þær fram, í 9 köflum, á auðskilinn hátt. Þú átt ekki að flýja af iðutorgi lífsins, heldur lifa göngur, Þannig er það og aftast em atriðaorðaskrá og þakkir. Hver kafli skiptist síðan niður í opnuumfjöllun um ákveðin viðfangsefni. Efst á vinstri síðunni er yfirskrift eins og Hreyfmg. Undir er almennur texti með stóm letri og fjallað er nánar um einstaka þætti í smærri klausum með smærra letri og fallegum litteikning- um um opnuna alla. A sumum opnun- um er gulur rammi með margvísleg- um verkefnum fyrir börnin. Bæði í texta og myndum er sérstaklega höfðað til barna, t.d. em böm hlut- fallslega oft fyrirsætur á teikningun- um. Börnin era ekki aðeins hvít held- ur af ólíkum upprana og vakin er sérstök athygli á ólíkum menningar- heimum og trúarbrögðum. Fróðleik- urinn í bókinni er miðaður við nú- tímasamfélag og greinilega er gert ráð fyrir að lesendur bókarinnar séu aldir upp í velmegunarsamfélögum hins vestræna heims eins og skýrt kemur fram í eftirfarandi klausu undh- yfirskriftinni Iþróttir og leikir í kaflanum Fólk og staðir: „Mörg börn eiga tölvu heima hjá sér. Þau geta notað hana við að leysa verkefni fyrir skólann, farið í könnunarleiðangur á Netinu eða í ýmiss konar tölvuleiki." (Bls.253.) Með Veröldinni okkar hefur tekist að skapa frábært uppflettirit fyrir börn frá þriggja ára aldri. Ekki þarf heldur að efast um að foreldrar yngstu barnanna eiga eftir að fræð- ast talsvert við lesturinn. Eins og gerist og gengur breytast hugðarefni barna með aldrinum. Veröldin okkar ætti að svara þörfum barnanna langt fram á unglingsaldur. Lifandi um- fjöllun um Veröldina okkar svarar spumingum og stuðlar að því að byggja upp traustan þekkingargrunn fyrir framtíðina. Útgáfan er metnað- arfull, textinn lipur og myndirnar hreint út sagt frábærar. Veröldin okkar er ein af þessum bókum sem ættu að vera til á öllum heimilum bama frá þriggja ára aldri, bömun- um - og reyndar hinum fullorðnu h'ka -tilgagns oggleði. Anna G. Ólafsdóttir á nýjan hátt. Marteinn Lúther slær höfundi taktinn: „Þú getur ekki kom- ið í veg fyrir að fiigl fljúgi yfir höfuð þér en þú getur komið í veg fýrir að hann byggi sér hreiður í hárinu á þér.“ (114.) Hægt er að lenda í hlekkjum fang- ans án þess að rimlar hefti för. Gleð- in, þá þeh- rofna, er mikil. Granur minn er, að allir þrír: Páll, Marteinn og Nicky hafi þetta reynt, og því sé lotningai'tal þeirra allra, fyrir skaparanum, yljað gleðinni, er frelsi þeirrafylgir. Höfundur bókar hefur mál sitt á lýsingu á borginni Fihppí á dögum Páls, og rekur síðan efni bréfsins til íbúanna af leikni predikarans, líka fræðimannsins, vitnar í mörg rit, er veitt hafa honum fróðleik og innblást- ur. Persónulega er eg ekki alltaf sam- mála höfundi, t.d. er hann ber saman andlega hæfileika Páls og Lýdíu, þykir þar gmnnt vaðið, hendi Páls sleppt. Slíkt er þó enginn málstokk- ur, og það dylst mér ekki, að bókin muni gleðja marga, auðvelda söfnuð- um starf þeirra. Þýðing er látlaus og lipur, fellur vel að stíl höfundar. Eg hnaut aðeins einu sinni illa við lesturinn, er Jesús er látinn KLIFRA niður. Prentvillur em nokkrar, en mein- lausar, svo augljósar sem þær em. Láti enginn mont í litlu i-i, aftan á kápu, fæla sig frá góðri bók. Myndir mjög skemmtilegar. Prentverk vel unnið. Sig. Haukur GLEÐI - LÍF !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.