Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 36

Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kraftmikil tónsmíð með rammislensku tónmáli TClNLIST Geislaplötur JÓRUNN VIÐAR Jórunn Viðar: Slátta, konsert fyrir píanó og hljómsveit í flutningi Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur og Sinfóníuhljómsveitar fslands undir stjórn Petter Sundquist. Til- brigði um ísienskt þjóðlag fyrir selló og pianó flutt af Lovísu Fjeld- sted og Steinunni Birnu Ragnars- dóttur. Hugleiðingar um fímm gamlar stcmmur fyrir pfanó leikn- ar af Valgerði Andrésdóttur. Is- lensk svíta fyrir fiðlu og pianó (þjóðlffsþættir) í flutningi Laufeyj- ar Sigurðardóttur og Selmu Guð- mundsdóttur. Heildarlengd: 64’47. Útgefandi: Smekkleysa sm/ehf SMK9. Verð: kr. 2.199. FYRIR réttum tveimur árum fór undirritaður afar lofsamlegum orð- um um geislaplötuna „Únglíngurinn í skóginum" (Smekkleysa, SMK8) sem inniheldur 20 sönglög Jórunnar Viðar. Góð uppbygging, sérstaklega vandaður ílutningur og síðast en ekki síst frábær tónlist gera þessa plötu eina þá minnisstæðustu sem undirritaður hefur haft til umfjöllun- ar. Nú er komin út önnur platan í því sem mér skilst að verði heildarút- gáfa hljóðritana á verkum Jórunnar Viðar og inniheldur hún verk þar sem píanóið, hljóðfæri Jórunnar, kemur alls staðar við sögu. Á næsta ári er svo von á geislaplötu með ball- ettverkum Jórunnar, Eldur og Ólaf- ur Liljurós, auk kórverksins Man- söngur fyrir Ólafs rímu Grænlendings. Varla sér fyrir end- ann á útgáfu þessari því Jórunn er enn að og verður vonandi sem lengst. Þótt hrifning mín á þesum nýja diski sé ekki alveg eins ótvíræð og á þeim fyrri er hér margt gott að finna. Enginn vafi er á því að megin- verkið á plötunni er píanókonsertinn Slátta sem frumfluttur var árið 1977 og þá með tónskáldinu við flygilinn. Hann er enda lengsta verkið, tæpur hálftími að lengd, auk þess að vera mestur að innihaldi. Þetta er kraft- mikil tónsmíð með góða, rökræna framvindu, hefðbundin í sínu þriggja kafla formi, hratt - hægt - hratt. Eins og við er að búast reynist tón- mál Jórunnar vera rammíslenskt en þó má vel greina nýklassísk áhrif (t.d. Hindemith), og „folkloristísk" áhiif sem ættuð eru úr Austur- Evrópu (Bartók o.fl.). Píanóröddin er glæsilega skrifuð í „grand conc- erto“ stíl og stelur einleikshljóðfærið svolítið senunni frá hljómsveitinni sem mér finnst á stundum vera óþarfiega mikið í undirleikshlut- verkinu. Eins virkar hljómsveitin svolítið undirmönnuð, t.a.m. er strengjahljómurinn ekki eins þéttur og maður hefúr átt að venjast frá Sinfóníuhljómsveitinni undanfarið. Því þrátt fyrir fámennið hefur mönn- um þar á bæ oft tekist að ná undra- verðum árangri að þessu leyti. Hér hljómar SÍ eins og stór kammer- sveit. Píanóleikur Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur er sannarlega virt- úós í þessu krefjandi verki. Gæsileg frammistaða. Sama má segja um hlut Valgerðar Andrésdóttur í Hug- leiðingum um fimm gamlar stemmur fyrir píanó frá 1963. Valgerður fer á kostum í þessu skemmtilega og vel- samda verki. Tilbrigði um íslenskt þjóðlag fyrir selló og píanó (eða heit- ir það Tilbrigði við gamalt íslenskt kvæðalag, sbr. bls. 4 í textahefti?) eru leikin af sellóleikaranum Lovísu Fjeldsted, dóttur tónskáldsins, og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur á píanó. Þetta er fallegt verk og prýði- lega flutt. Lokaverkið, íslensk svíta fyrir fiðlu og píanó (þjóðlífsþættir), leikið af þeim Laufeyju Sigurðar- dóttur og Selmu Guðmundsdóttur, er svipminna en hin verkin á diskin- um og finnst mér flutningurinn ekki ná sér fullkomlega á flug fyn- en í lokakaflanum sem nefnist Vikivaki. Texti bæklingsins, sem að megin- uppistöðu er sá sami og á fyrri disk- inum, ber nokkur vitni um óhöpp sem stundum verða í ritvinnslu og er uppsetning hans ansi einkennileg. Ekki hefði veitt af því að endurskoða textann alveg. Einnig hefði betri prófarkalestur hefði verið til bóta, sbr. ósamræmi í titli verks utan á umslagi og inni í bæklingi. Eins eru óþarfa prentvillur, eins og í nafni hins heimsþekkta Jorma Panula, kennara stjómandans í hljómsveit- arstjórn, og Eötvös-stofnuninni í Ungveijalandi þar sem hann var í framhaldsnámi. Þegar á heildina litið er Slátta að sjálfsögðu mikilvæg viðbót við hljóðritanir á íslenskri tónlist og ekki síst á verkum Jórunnar Viðai’. Sem slík er hún ómissandi í safnið, þótt enn betur hafi til tekist með fyrri diskinn. Valdemar Pálsson Nýttverk Michael- angelos fundið? SKÚLPTÚRINN á myndinni er eftir 16. aldar ítalska endurreisnar- listamanninn Michaelangelo Buon- arroti og er viðfangsefnið „Cristo Redentore,” eða Kristur lausnarinn. Þennan skúlptúr er að finna í kirkju heilagrar Maríu í Róm, en italskir fræðimenn telja sig nú hafa uppgötvað eldri útgáfu skúlptúrsins sem Michaelangelo hafi á sínum tíma hafnað vegna galla í marmaranum. AP Hrífandi píanóleikur TÖNLIST III j 6 m d i s k a r EDDA ERLENDSDÓTTIR LEIKUR VERK EFTIR GRIEG Edvard Grieg: pieces lyriques, suite Holberg. Edda Erlendsdótt.ir, pía- nó. Upptökur 10.-12. aprfl 1993, Lyon. 1993-2000. LYRISKE stykker (stutt ljóðræn píanóverk) samdi Grieg á tímabilinu 1867-1901. Þau voru jafnóðum gefin út í 10 hlutum og eru leikin hér í réttri ópus-röð (utan síðustu smá- verkin fimm sem eru nokkuð sér á parti, Frá tímum Holbergs eða Hol- bergssvíta op. 40. Þessir fínu og skemmtilegu þættir voru seinna út- settir í þekktari útgáfu fyrir kamm- ersveit). Hið fyrsta, hin gullfallega „Arietta", birtist er tónskáldið var um hálfþrítugt. Síðan rekur hver gullmolinn annan, Vals op. 38 nr. 7, Fiðrildi, Einmana ferðalangur, Litli fugl og Til vorsins op. 43. Aldeilis fínn ópus, þar sem snilldin sjálf er að verki; síðasta „stykkið" sárt, fallegt og jafnvel grátbroslegt í senn og geri aðrir betur! Þau sem á eftir koma eru sum nokkuð lengri og formið ekki jafnknappt, en fín verk og hug- tæk engu að síður (Næturljóð op. 54, Klukknahljómur op. 54, Horfinn dagur op. 57 og Leyndarmál op. 57, svo minnst sé á þau lengstu - um 4-6 mín.). Og innanum smellir einsog Scherzo (með e.k. „þjóðdansatríói") op. 54 og „Puck“ (,,Bokki“?) op. 71, leikinn með miklum sjarma og eleg- ans! Um Eddu Erlendsdóttur er það að segja að hún er einsog kjörin til að leika verk Griegs, jafnvel hinn klári og fremur bjarti píanóhljómur fer þessum verkum einstaklega vel; um túlkunina þarf ekki að fjölyrða, ým- ist fínleg (má t.d. benda á hið yndis- lega Air eða aríu úr Holbergssvít- unni), þokkafull (Hún dansar) eða fyndin - eða allt í senn (Puck). Það vantar heldur ekkert upp á kraftinn og klára tilfinningu fyrir „strúktúr" verkanna. Með öðrum orðum, hrífandi píanó- leikur. Upptaka og hljóðritun einsog best gerist. Ekki sakar fallegur og vand- aður bæklingur (ekkert plastdrasl hér) með mjög góðri umfjöllun Árna Kristjánssonar um tónskáldið (á frönsku, ensku og þýsku). Og mikið og fjölbreytt efni, heildartími um 70 mín., sem telst rausnarlegt. Oddur Björnsson Ljúfir söngvar hljóma TONLIST Hallgrfmskirkja KÓRTÓNLEIKAR Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur. Sigrún Hjálmtýsdótt- ir sópran; Monika Abendroth, _ harpa; Douglas Brotchie, orgel; Ás- geir Steingrímsson, trompet. Stjórnandi: Sigrún Þorgeirsdóttir. Sunnudaginn 3. desember kl. 20.30. FYRSTU aðventutónleikar ársins hófust sl. sunnudagskvöld þegar Kvennakór Reykjavíkur svo tU fyllti Hallgrímskirkju með hefðbundnu jólalagaprógrammi frá ýmsum tím- um. Reyndar svo hefðbundnu, að upp rifjaðist þularklausan forna frá Ijós- vakaeinokunardögum Ríkisútvarps- ins, fastir liðir eins og venjulega, sem gárungar ku hafa uppnefnt „giktar- ávarpið". En svo verður samt að vera, ekki sízt á okkar lausungartímum, þegar ástsælir jólasöngvar frá 2000 ára kristni eru meðal síðustu hald- reipa andlegrar ístöðu og lífsfyllingar í svartasta skammdeginu. Og stærsti, fremsti og fallegast hljómandi kvennakór landsins er vissulega, að öðrum tónmiðlum ólöstuðum, ekki verst fallinn til að laða fram þann englasöng á jörðu, sem þegar á fyrri tugaldamótum grætti margt grjót- hart rauðavíkingshjartað í kirkju- messum suður á Englandi og Norm- andí, svo að norrænir sjóferða- hryðjuverkamenn létu prímsignast í hrönnum. Ef stiklað er lauslega á 20 dag- skráratriðum vakti fyrst milda undr- un manns hvað kórinn heldur mikla tryggð við texta Hvað flýgur mér i hjarta blítt, á kostnað Borinn er sveinn í Betlehem við sama íslenzka þjóðlag sem sennilega er upphaflegri og allavega bitastæðari. En það lag, líkt og Ó Jesúbam blítt og hið svolítið þunglamalega Immanúel oss í nátt sitt hvorum megin, var samt prýðis- vel flutt þrátt fyi-ir að gætti örlítils upphitunartónsigs, sem reyndar dró mjög úr eftir þessi fyrstu þrjú lög. Síðan tók við arfur erlendra jóla- laga. Meðal bezt heppnuðu atriða mætti nefna Cantique de Jean Rac- ine, æskuverk eftir Gabriel Fauré, sem var hægt og tignariegt. Stráka- lagið kunna úr Töfraflautu Mozarts, „Bald prangt, den Morgen zu ver- kúnden", sem slitið er úr upphaflegu samhengi í íslenzkuninni í dag er glatt í döprum hjörtum, hljómaði og fallega. Kór og orgel blönduðust mjög vel í Ave verum corpus Mozarts K618 eftir að tókst að ná fram réttri reg- istrun að undangenginni hvæsandi regal-stikkprufu, og undirleikslaus kórsöngurinn var sériega hreinn og tær í Rinu sinni í ættborg Davíðs e. Guntlett. Ótrúleg hljómfylling og stemmn- ingarauki var að hörpuleik Moniku Abendroth með kórnum í Wassail- syrpu J. D. Edwards á þrem frábær- lega útsettum enskum jólalögum, og kom sá sláttur enn í góðar þarfir nokkru síðar í tveim lögum úr meist- araverki Brittens, A Ceremony of Carols. Þar féll niður eitt lag „vegna veikinda", trúlega með áformuðum alt-einsöng Soffíu Stefánsdóttur. Sigrún Hjálmtýsdóttir sá um meg- ineinsöngshlutverkið í ár. Fyrst í kyrrlátu Laudate Dominum K339, þar sem kórinn bættist inn í síðari hluta. í Let the Bright Seraphim úr Samson eftir Hándel söng hún ein við orgelleik Brotchies og tignarlegan fylgiraddartrompet Ásgeirs Stein- grímssonar af væntanlegum glæsi- brag, þótt drægist aðeins aftur úr orgelinu í byrjun. Seinna söng hún með kómum í a cappella Lofsöng Hildigunnar Rúnarsdóttur, þar sem töluverðar hæðarkröfur höfundar kölluðu fram ávæning af píningar- hljóði úr 1. sóprönum þótt væri að öðru leyti snoturlega flutt. Smávegis tónhnig í kórnum á móti agnariitlu inntónunaryfirskoti í ein- söngsröddinni gerðust í sameiningu heyranleg í Ave María Kaldalóns þrátt fyrir orgelmeðleik, en í lokaat- riðinu, Adeste Fideles (Frá ljósanna hásal), var allt orðið í stakasta himna- lagi, ef svo má segja, með sameinuð- um glæsikröftum Sigrúnar á latínu, kórsins á íslenzku og upphöfnu fram- lagi Douglasar Brotchie á konung hljóðfæranna. Ríkarður Ö. Pálsson Tríóið „Rússneskir virtúósar", þau Dimitry A. Tsarenko Nicholas A. Martynow og Vera A. Tsarenko. „Rúss- neskir virtúósar“ í Salnum TRÍÓIÐ „Rússneskir virtúósar" mun halda tónleika í Salnum i' Kópavogi í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20; í Deiglunni á Akureyri fimmtudaginn 7. desember kl. 20.30 og í Dalvíkurkirkju laugar- daginn 9. desembcr kl. 20. Um sl. helgi héldu þau tvenna tónleika, í Hveragerðiskirkju og í MÍR-saluum, Vatnsstíg 10, Reykja- vík. Eins og nafnið gefur til kynna er tríóið rússneskt og mun í heimsókn sinni hingað til lands leggja áherslu á að kynna rússneska tón- list og hljóðfæri. Tríóið er skipað valinkunnum tónlistarmönnum sem hafa unnið til fjölmargra verð- launa á tónlistarsviðinu, heima fyr- ir og erlendis. Tríóið mun heimsækja grunn- skóla og tónlistarskóla í Reykjavík og á Akureyri auk þess að halda al- menna tónleika. Meðlimir tríósins eru sem fyrr segir mjög þekktir tónlistarmenn í heimalandi sínu: Dimitrí A. Tsar- enko, stjórnandi tríósins, leikur á balalaiku og á jafnframt heiðurinn af útsetningum allra laga sem tríó- ið spilar. Dimitrí ver miklu af tíma sfnum í' að spila á tónleikum en á efnisskrá hans eru yfir 100 einleiksverk. Einnig fæst hann mikið við útsetningar. Árið 1995 var hann gerður að heiðurs- listamanni í Rússlandi í viðurkenn- ingarskyni fyrir framúrskarandi framlag sitt til kynningar á rúss- neskri þjóðlagatónlist. Nicholas A. Martínov leikur á bassa-balalaika. Nicholas starfar nú sem einleikari í rússneskri þjóð- lagahljómsveit með akademísku söngsveitinni, sem stjórnað er af N. Kutuzov og kennir sig við útvarps- og sjónvarpsstöðina „Ostankino". Vera A. Tsarenko leikur á domra. Frá árinu 1981 hefur hún leikið með akademísku ríkis- hljómsveitinni, sem kennd er við N. Osipov. Að auki hefur Vera komið fram sem einleikari með ýmsum hljómsveitum, bæði í heimalandi sínu og erlendis. Sem fyrr segir eiga meðlimir tríósins það sammerkt að hafa unn- ið til fjölmargra verðlauna á tón- listarsviðinu, heima fyrir og er- lendis. Auk þess að halda ofangreinda tónleika mun tríóið heimsækja nokkra skóla og kynna nemendum rússneska þjóðlagatónlist. Mánu- daginn 4. desember liggur leiðin í Vogaskóla og Tónskóla Sigur- sveins, daginn eftir verða nemend- ur Valhúsaskóla sóttir heim og föstudaginn 8. desember fá nem- endur Brekkuskóla og Tónlistar- skólans á Akureyri rússnesku gest- ina í heimsókn. Styrktaraðilar tónleikaferðar- innar eru rússneska sendiráðið á íslandi, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, SÍF, Marel. Fiskmiðlun Norðurlands og Útgerðarfélag Ak- ureyringa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.