Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 88
V Leitid upplýsinga í sima 520 2040 www.atlantsskip.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNU, MREYIUAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Skipt um dekk í Hafnarfirði SLITIN dekk voru í gær fjarlægð af bryggjukantinum í Hafnarfjarðar- höfn og „ný“ dekk sett í staðinn, en að sögn Ingva Einarssonar hafnar- varðar í Hafnarfírði er skipt um dekk í höfninni á um það bil þriggja ára fresti. Dekkin á bryggjukantin- um skipta hundruðum og eru þau fengin á dekkjaverkstæðum og er yfirleitt notast við notuð dekk af vörubflum og dráttarvélum. Stefnuyfirlýsing grunnskólakennara og sveitarfélaga Ætla að semja fyrir jól FORMENN samninganefnda Fé- Jags grunnskólakennara, Skóla- Jístjórafélags íslands og launanefndar sveitarfélaga stefna ákveðið að því að ljúka gerð kjarasamnings vegna grunnskólans fyrir jól. í gær kynntu samningsaðilar stefnuyfirlýsingu sem samkomulag hefur náðst um og á að leggja til grundvallar í væntanlegum kjara- samningi, þar sem sett eru fram langtímamarkmið í grunnskóla- starfi. Enn er þó ósamið um launa- breytingar í væntanlegum samningi og um fjölmörg önnur atriði sem samningsaðilar leggja áherslu á, s.s. um lengingu starfstíma í skólum og um endurskilgreiningu á vinnutíma og vinnuskyldu kennara. Forsvars- menn samninganefndanna hafa end- -^urskoðað viðræðuáætlun og stefna að því að ná saman um meginmark- mið væntanlegra samninga fyrir 15. desember. í lokaáfanga viðræðn- anna verður tekist á um launabreyt- ingar o.fl. Er í áætluninni gert ráð fyrir að textavinnu við nýjan samn- ing verði lokið fyrir 23. desember. Svigrúm til kjarabreytinga I sameiginlegu stefnuyfirlýsing- unni er m.a. lögð áhersla á að koma á kerfisbreytingu í skólum, m.a. með nýjum áherslum í störfum kennara og skólastjómenda og að skapa svigrúm til kjarabreytinga. Samn- ingsaðilar hafa ákveðið að ráðast í að bæta skólastarf með kerfisbreytingu -,^em skapar ákveðið svigrúm til lyarabreytinga og getur gert skól- ann samkeppnisfæran og kennara- starfið eftirsóknarvert. ■ Kerfisbreyting/42 Morgunblaðið/RAX Ráðherrar sáttir við niðurstöðu landbúnaðarráðherra ESB Banna ekki fískimjöl í fóður svína og alifugla ÁFRAM verður heimilt að nota fiski- mjöl í fóður fyrir svín, alifugla og fiska. Var það niðurstaða Evrópu- sambandsins og kom fram í gær að stefhubreytingin hefði ekki síst orðið vegna breyttrar afstöðu Frakka sem fyrstir þjóða höfðu bannað notkun dýramjöls í skepnufóður. Áfram verð- ur bannað að nota allt dýramjöl í fóð- ur nautgripa, kinda og geita en það hefur h'tíl áhrif á fiskimjölsiðnaðinn hér á landi þar sem einungis um 4% af framleiðslunni hafa farið í það. Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsins samþykktu á fundi í Brussel í gær að undanskilja fiskimjöl frá allsherjarbanni við dýramjöli í skepnufóðri. Er það gert með þeim rökum að fiskimjöl sé ekki hættulegt og að einfalt sé að greina það, ólíkt öðru dýramjöli. Fram kom hjá Ritt Bjerregaard, matvælaráðherra Dana, að ákvörðun- in í gær væri ekki síst tfl komin vegna stefnubreytingar Frakka en danskir embættismenn segja að hún hafi beitt sér mjög í málinu. íslenskir embætt- ismenn og ráðherrar hafa einnig gert það. Fullur sigur „Ég er nyög ánægður og sýnist að hún þýði nánast fullan sigur fyrir okk- ur,“ segir Davíð Oddsson forsætisráð- herra um niðurstöðu Evrópusam- bandsins. Halldór Ásgrímsson telur að niðurstaðan sé viðunandi miðað við aðstæður. Hann segir þó slæmt að fiskimjöli skuli enn vera blandað inn í umræðuna en komið hafi fram að það sé eingöngu vegna ótta við að öðrum mjöltegundum sé blandað saman við það. „Þessi niðurstaða er mjög jákvæð fyrir fiskimjölsframleiðsluna hér á Islandi, því mestur hluti þess fiski- mjöls sem við erum að selja og fer í skepnufóður, fer í svína- og kjúklinga- fóður,“ segir Ami M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra. Umrætt bann við notkun alls dýra- mjöls í fóður jórturdýra og kjöt- og beinamjöls í fóður svína og alifugla er tfl komið vegna kúariðu og riðu. Það tekur gildi 1. janúar næstkomandi og gildir í sex mánuði. Samþykktin gerir ráð fyrir að aðgerðir einstakra þjóða tfl að banna dýramjöl eða kjöt verði afnumdar. Til dæmis munu Frakkar verða að aflétta banni við bresku nautakjöti og dýramjöli. Aðeins 4% af fiskimjöli sem íslensk fyrirtæki flytja út fara í jórturdýra- fóður, að sögn Jóns Reynis Magnús- sonar, formanns Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, sem var ánægður með niðurstöðuna í Brussel. ■ Landbúnaðarráðherrar/12 $>sr> 53Ö tSOO f&x 530 tftlt Lyfja og Lyfjabúðir hf. sameinast Til skoðunar hjá Samkeppnisstofnun LYFJA og Lyfjabúðir hf., dótturfé- lag Baugs, sem rekur lyfjaverslanir undir nafninu Apótekið, hafa gengið frá samkomulagi um sameiningu og að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Samkeppnisstofnun, hefur málið verið tekið til skoðunar hjá stofnun- inni. Guðmundur segir að Sam- keppnisstofnun hafi skrifað viðeig- andi aðilum bréf og óskað eftir gögnum varðandi sameininguna. I tilkynningu frá Lyfju og Lyfja- búðum hf. segir að með sameining- unni náist fram aukið hagræði sem styrki stefnu um smásölu lyfja á lágu verði og að sú mikla reynsla sem fengist hafi af samkeppni á lyfja- markaði hérlendis verði nýtt til sóknar á erlenda markaði. Baugur á 55% Baugur mun eiga 55% hlutafjár í sameinuðu félagi, en núverandi eig- endur Lyfju um 45% og mun félagið reka 16 lyfjabúðir um land allt, en lyfjabúðir hérlendis eru 56 talsins. Áætluð velta félagsins á þessu ári er liðlega þrír milljarðar króna. Rafmagnsleysi á Skaganum Allir út að aka RAFMAGNIÐ fór af Akranesi rétt fyrir klukkan sjö í gær- kvöld vegna bilunar í aðveitu- stöð. Viðgerð tók um einn og hálfan tíma. Að sögn lögreglunnar var mikil umferð um bæinn meðan á rafmagnsleysinu stóð. Fólk vildi greinilega frekar ganga eða aka um bæinn til að sjá hvað væri um að vera í stað þess að hanga heima í raf- magnsleysinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.