Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 60
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Neytendur ' njóti vafans UMRÆÐAN um tengsl kúariðu og nýs afbrigðis af Creutz- feldt-Jakob-sjúkdómn- um í mönnum hófst fyrir meira en 20 ár- um. Eins og nú er kunnugt var umræðan þá bæld niður og ráða- menn í Bretlandi gerðu vísvitandi lítið ^jr hættunni og fóru beinlínis með ósann- indi í fjölmiðla til að ógna ekki hagsmunum breskra nautgripa- bænda. Margar þjóðir Evrópu bönnuðu neyslu og innflutning á bresku kjöti og nautgripum, en því miður virðist sú aðgerð ekki hafa dugað, því stöðugt berast fréttir um ný tilfelli kúariðu í löndum, sem fyr- ir örstuttu töldu sig vera laus við allt smit. Kúariðumálið er alvarleg- asta vandamálið í evrópskum land- búnaði þessa dagana. Þetta er vandamál, sem snertir ekki ein- göngu hagsmuni kúabænda og þjóð- arframleiðslu, heldur heilsu allra írianna og skepna á sýktum svæð- um. Smitleiðir kúariðu eru ekki þekktar að fullu, hún berst líklega í önnur dýr auk manna og víst er að smitið berst út með miklu meiri hraða en menn töldu sig geta spáð fyrir um. Sýkingar af völdum veira geta verið alvarlegar, þar sem enn hafa ekki verið framleidd lyf til að vinna á veirusýkingum. Sumar veir- ur eru mjög hæggengar og langur tími getur liðið frá smiti þar til ein- kenni eða sjúkdómur koma fram og kúariðuveiran er ein þeirra. Þess vegna er talið að fjöldi fólks í Evrópu beri nú þegar vírusinn í sér án þess að sjúk- dómseinkenni hafi komið fram. Þetta á sérstaklega við í Bret- landi þar sem sýkt kjöt var á markaði um margra ára skeið. Get- gátur eru uppi um fjölda sýktra einstakl- inga, en þar sem smit- leiðir og ferli sjúk- dómsins er ekki þekkt að fullu mun tíminn einn geta upplýst, hversu mörgum mannslífum hags- munagæslan á sínum tíma ber ábyrgð á. Kynbótatilraun með innflutn- ingi á norskum fósturvísum Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur landbúnaðarráðherra nýlega leyft tilraun með innflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Mál þetta á sér langan aðdraganda og veitti ráðherra leyfi til tilraunarinn- ar á forsendum samkeppni og at- vinnufrelsis, þar sem áður hafa ver- ið leyfðar kynbætur á íslenskum dýrastofnum, s.s. svínum og hænsn- um. Þessi afstaða væri skiljanleg ef ekki þyrfti að taka tillit til fjöl- margra annarra sjónarmiða, t.d. verndunar íslenska stofnsins, smit- hættu og möguleikum á frekari kyn- bótum innan stofnsins. Hér er að- eins tekið á einum þætti og það er verndun íslenska kúastofnsins fyrir Þuríður Backman ' X N áttúruhamfanr við Elliðavatn Á ÍSLANDI hafa ár oft verið helguð sér- stöku þema, t.d. hafa verið „ár trésins“, „ár aldraðra" o.s.fr. Eg sting upp á að árið 2000 verði tilnefnt „ár skipu- lagningar á útivistar- svæðum eða svæða á náttúruminjaskrá". Til- fellin þar sem keppst er við að koma niður byggð eða áframhald- andi iðnaði í viðkvæm lífríki eða græn svæði eru mýmörg. T.d. leyf- isveiting á áframhald- andi kísilgúrtöku úr Rut Kristinsdóttir ísku vatni. Þessi hái styrkur áljóna getur hugsanlega haft nei- kvæðar afleiðingar á fiskistofna vatnsins. Ekki er vitað hvað veld- ur svo háum álstyrk, en hugsanlega er um flók- ið samspil umhverfis og lífvera að ræða. Auðvit- að er ekki hægt að gera kröfu um að bæjar- stjórnarmenn skilji til hlítar mjög flókin mál á sviði efna- og líffræði, en það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þeir skilji meginatriði máls- hugsanlegu kúariðusmiti. Landbún- aðarráðherra telur að tilraunin sé örugg, veirusmit berist ekki með fósturvísum og allrar smitgátar verði gætt. Vísindamenn eru ekki á einu máli um möguleika á smiti með fósturvísum og þar til öllum vafa verður eytt tek ég undir vamaðar- orð fjölmargra íslendinga og hvet ráðherra til að hætta við tilraunina. Óþarfa áhætta Tilrauninni ætti a.m.k. að fresta þar til evrópska kúafárið er gengið yfir eða smitleiðir eru kunnar. Fólk í Evrópu og víðar er mjög á varð- Kúariða Þar til öllum vafa er eytt hvet ég ráðherra til að hætta við tilraunina, segir Þuríður Backman í grein sinni um tengsl kúariðu og Creutzfeldt- Jakob-sjúkdóms. bergi gagnvart hugsanlegu smiti á kúariðu. Veirur af svo hæggengum stofnum eru afar lífseigar, þola bæði mikinn kulda og langa suðu. Þær geta því lifað í niðursoðnu kjöti og lifað í jarðvegi árum saman. Við þessar alvarlegu aðstæður mætti segja að eins dauði væri ann- ars brauð og vísa til möguleika okk- ar á að flytja út hreinar afurðir, sem engin sýkingarhætta stafar af. Því er mikilvægt að tryggja með öllum ráðum hreinleika íslenskra landbún- aðarafurða og hætta engu varðandi markaðssetningu þeirra erlendis. Tilraunin ein getur valdið tor- tryggni erlendis, hvort sem hún á við rök að styðjast eða ekki. „íslenska kýrin er að fá sinn stóra sjens,“ sagði landbúnaðarráðherra fyrir skömmu og vísaði til hreinna landbúnaðarafurða hér á landi og í Noregi. Megi óskir ráðherra rætast með því að beita varúðarreglunni, ekki eingöngu fyrir náttúru landsins heldur ekki síður fyrir íslenska neytendur. Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs. botni Mývatns, skipu- lagstillögur á Hörðuvöllum í Hafnar- firði, hugmynd um uppfyllingu og íbúðabyggð í Arnarnesvogi, svo og byggingaráform við Elliðavatn, sem voru nýverið samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs. Ekki er hægt að leggja þessi svæði algerlega að jöfnu, en þrjú þeirra eiga það þó sameiginlegt að vera á náttúruminjaskrá, t.d. Elliðavatn og vatnasvæði þess. Fyrirhuguð bygging sex hæða blokka við Elliðavatn hefur verið mikið í umræðunni og skyggði á aðr- ar fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Þremur hæstu byggingun- um hefur nú verið skotið á frest og orð bæjarstjórans höfð fyrir því að blokkirnar verði lækkaðar í seinni tíma skipulagi. Vonandi stendur hann við þessi orð sín, en rétt er að rifja upp orð bæjarstjórans í Kópa- vogi í viðtali við Morgunblaðið 8. mars s.l. „Það er eitt og eitt hús neð- an við veginn innst við vatnið en sú byggð sem við skipuleggjum fer hvergi yfir veginn. Við viijum hafa breiða græna rönd við vatnið og því verður ekki byggt niðri við vatnið." Því miður virðist góður vilji bæjar- stjórans ekki alltaf ná fram að ganga. I tengslum við umhverfismál vatnsins hafa verið gefnar út skýrsl- ur og kallaðir til sérfræðingar og er það vel. Rannsóknir í vatninu hafa m.a. leitt í Ijós háan styrk áljóna í vatninu, sem er sjaldgæft í svo bas- ins. Einhver misbrest- ur er á því og t.d. hélt einn fulltrúi meirihlutans í bæjarstjórn því fram að byggð niður við vatnið hefði ekk- ert með álstyrk í vatninu að gera, Umhverfi * I þessu skipulagsferli, segir Rut Kristins- dóttir, hefur lítið farið fyrir réttindum íbúa svæðisins. „því varia ætla íbúarnir að dæla áli í vatnið"! Það er auðvitað ekki von á góðu ef vanþekkingin er slík meðal bæjarstjórnarmanna, þegar þeir samþykkja byggingarframkvæmdir á þeim stað Vatnsendalandsins sem næst er vatninu. Ef rannsóknir leiða í Ijós að aukin byggð við vatnsbakk- ann geti haft skaðleg á vatnið, á þá að láta hina nýju byggð víkja fyrir lífríki vatnsins? í þessu skipulagsferli hefur þó lítið farið fyrir ekki síður alvarlegum hlut, þ.e. réttindum íbúa svæðisins, um þá hafa hvorki verið gefnar út skýrslur né kynningarmyndbönd. Á því svæði sem nú var samþykkt til skipulagningar eru bæði heimili og sumarhús. Það kom fyrst fyrir sjónir þessara húseigenda, á skipulagsupp- drætti sem hékk til kynningar á Bæj- arskipulagi Kópavogs, að inn á lóðir þeirra var fyrirhugað að byggja nokkur hús, leikskóla, gera reið- og göngustíga, sparkvöll eða það sem verst er, að heimili eða sumarhús ættu að víkja fyrir nýrri byggð. Það eru forkastanleg vinnubrögð af sveit- arfélagi í lýðræðisríki, að láta íbúa sína komast að því við lestur á auglýsingatöflum bæjarins, að heim- ili þeirra til fjölda ára eigi að víkja. Á þetta hefur margoft verið bent frá því skipulagstillögurnar voru fyrst kynntar, en engin almennileg svör fengist, t.d. lét bæjarfulltrúi hafa eft- ir sér í fjölmiðlum, „enginn þarf að Jólafundur í félagsheimili Sjálfstæðismanna Austurströnd 3, 3ju hæð sunnudaginn 10. des. kl.19.00- j Jólafundur í félagsheimili Sjálfstæðismanna Austurströnd 3,3ju hæð sunnudaginn 10. des. Id.19.00- j Sr. Sigurikr Grétar Helgason flytur jólahugvekju | Nemendur úr tónlistarskólanum leika undir stjóm Kára Einarssonar. | Sérstaklr gestir fundarins: | Geir H HaardeJjárm.ráöherra og Ingajóna Þóröardóttir borgarJúUtrúi | Visamlegast tilkynnið þáttöku fyrir fimmtudagskvöld til: Snorra Magnússonar s: 898 8185 eða Elínar H. Guðmundsdóttur s: 561 4285 | PEDIC Heilsunnar vegna Þróaó af NASA tsZll ir sem kaupa Tempur heilsukoddann í desember, fara í lukkupott þar sem dregið verður út eitt stórglæsilegt Philips 28" víöóma sjónvarpstæki bann 31. desember n.k. Yfir 27.000 sjúkraþjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þar á meðal þeir íslensku. TEMPUR-Heilsukoddinn Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur 1 + Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.