Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 62
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ofnæmi eða óþoli gagnvart hreinsiefrium í heimilishaldi og iðnaði. Tlðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, ollu, kltti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfis. LYFJA K. Pétursson ehf www.kpetur8son.net J FERSKT • FRAMAfJDI • FRUMLEGT La Espanola Olívuolía Suðurlandsbraut 6 • s. 568 3333 Hágæða vogir á góðu verði Með prentara og án prentara Fyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 UMRÆÐAN Meðal(a)hófið er vandratað UMFJÖLLUN um lyfjamál er oftar en ekki á neikvæðum nót- um hérlendis. Af ein- hverjum ástæðum virð- ast fréttir um aukinn lyfjakostnað, ofneyslu og jafnvel skaðsemi lyfja eiga greiða leið í fjölmiðla. Minna fer hins vegar fyrir um- ræðum um jákvæðar afleiðingar lyfjanotk- unar og þau stórvirki sem unnist hafa í heil- brigðismálum vegna örrar framþróunar í Stefán S. lyflækningum á undan- Guðjónsson förnum árum. Ýmsir stjómmálamenn og emb- ættismenn virðast jafnvel vera mót- fallnir aukinni notkun lyfja í heil- brigðiskerfinu og hafa ímugust á lyfjafyrirtækjum sem framleiða eða flytja inn lyf. Par heggur sá er hlífa skyldi því fáum ætti að vera betur ljós stórkostlegur árangur lyfja í baráttunni við illvíga sjúkdóma og aðrar þrautir sem mannskepnan á í eilífri baráttu við. Lyf auka Iífsgæði Miklar framfarir hafa orðið í lyfja- þróun og lyflækningum á undanförn- um árum. Lyf verða sífellt sérhæfð- ari og á hverjum degi koma nýjar efnablöndur fram á sjónarsviðið sem ætlað er að lækna eða halda niðri sjúkdómum og öðrum meinum sem ekki var unnt að meðhöndla áður. Margra ára þróunarstarf liggur oft að baki nýjum lyfjum og í þeirri vinnu er keppst við að hámarka virkni lyfsins gagnvart því meini sem tekist er á við, en valda sem minnst- um óæskilegum aukaverkunum ann- ars staðar í líkamanum. Hefur víða náðst ótrúlegur árangur að þessu leyti eins og dæmin sanna. Augljóst er að ný lyfjaúrræði bjarga mannslífum og færa því sjúklingum og aðstandendum þeirra gæfu sem aldrei verður metin til fjár. Þessi lyf bæta auk þess lífsgæði sjúklinga og aðstand- enda þar sem þau draga úr beinum þján- ingum af völdum sjúk- dóma og margvíslegum óþægindum og auka- verkunum sem notkun eldri lyfja hefur gjarn- an í för með sér. Lyf spara al- mannafé Ný lyf hafa ekki að- eins aukin lífsgæði í för með sér; þjóðhagslegur spamaður vegna þeirra er einnig ótvíræður. Hver ein- staklingur er þjóðfélaginu dýrmæt- ur og það er hagur allra að hver mað- ur sé sem minnst frá vinnu vegna veikinda. Að þessu leyti spara ný lyf þjóðfélaginu ómælt fé því þau stytta legutíma og fækka veikindadögum starfsmanna fyrirtækja og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu vegna veikinda bama svo eitthvað sé nefnt. Þegar rætt er um útgjaldaaukn- ingu í heilbrigðiskerfinu virðist ráða- mönnum stundum vaxa í augum kostnaður við lyfjakaup. í þessu sambandi er rétt að benda á að háar fjárhæðir hafa sparast í heilbrigðis- kerfinu á undanfömum ámm með nýjum og árangursríkum lyfjaúr- ræðum þar sem þau leysa af hólmi enn dýrari innlagnir og meðferðir í sjúkrahúsum. Kostnaður við aukin lyfjakaup er að sjálfsögðu afar sýni- legur en sparnaður heilbrigðiskerfis- ins og þjóðfélagsins vegna þeirra virðist hins vegar oft vera mörgum hulinn. Auðvelt er að sjá hvernig út- gjöld til lyfjamála hafa aukist á und- anförnum ámm en það væri athygl- isvert ef reynt yrði með vísindalegum hætti að reikna á móti sparnað einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera vegna aukinnar lyfja- notkunar. Athyglisvert væri ef óháð- Möguleikar íslenskra fyrirtækja á erlendu fiármagni Útflutningsráð íslands gengst fyrir opnum hádegisverðarfundi föstudaginn 8. desember, kl. 12:00-13:30 í Ársal, Hótel Sögu. Gestur fundarins er Thomas Palmblad, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá EASDAQ kauphöllinni, með áherslu á skandinavfsk hátæknifyrirtæki. Fundurinn er sérstaklega áhugaveröur fyrir fulltrúa þeirra fyrirtækja sem sækjast eftir erlendu fjármagni og/eða hyggja á skráningu á erlendum mörkuðum. Hádegisverðarfundurinn er haldinn f tengslum við verkefnið Venture lceland, sem nú er haldið í fjórða sinn á vegum Útflutningsráðs og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Boðið verður upp á jólamálsverð á kr. 1.700,- Vinsamlega tilkynniö þátttöku í síma 5114000 eða í tölvupústi: mottaka@icetrade.is ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavík • Slmi 511 4000* Fax 511 4040 • icetrada@icetrade.is • www.icetrade.is Lyfjamál Almenningur á kröfu á því að umræðum um lyfjamál, segir Stefán S. Guðjónsson, verði lyft á hærra plan þar sem litið er yfír sviðið í heild. ir aðilar réðust í slíkt verkefni en ekki þyrfti að koma á óvart þótt lyfjaútgjöldin yrðu léttvæg fundin miðað við sparnaðinn. Það kostar að vera í fremstu röð Samhliða miklum framförum í lyf- lækningum hafa orðið miklar breyt- ingar á alþjóðlegum lyfjamarkaði. Þar sem heilbrigð samkeppni ríkir hefur verð á einstökum lyfjum lækk- að töluvert og á það einnig við hér- lendis. Þó er ljóst að aldrei hefur meira fé verið varið til lyfjakaupa í hinum vestræna heimi vegna mikilla framfara í greininni. Þetta á einnig við á íslandi þar sem ný, betri en jafnframt dýrari lyf leysa hin gömlu af hólmi. Hérlendis hefur þó gætt nokkurrar tregðu hjá ríkinu með að kaupa ný lyf og fremur verið hvatt til notkunar eldri og „ódýrari lyfja“. Það er vandratað meðalhófið í þess- um efnum og sífellt verður að minna stjómvöld á að of mikill spamaður á þessu sviði kemur á endanum niður á gæðum í heilbrigðiskerfínu. Það kostar vissulega fjármuni að vera í fremstu röð á þessu sviði sem öðmm. Gífurlegar breytingar hafa orðið á íslenskum lyfjamarkaði á undan- fömum ámm. Yfirlýst stefna stjórn- valda er að koma böndum á kostnað með því að koma á samkeppni í greininni. í því skyni hafa sérleyfi verið afnumin og lögum og reglu- gerðum breytt. I sjálfu sér er ekki deilt um að þetta er rétt stefna enda er hún í samræmi við þróun á al- þjóðavettvangi. íslensk stjórnvöld verða hins vegar að átta sig á því að markmiðið um frelsi og samkeppni næst ekki nema heilbrigðir við- skiptahættir ríki í greininni. Frelsið verður því að ríkja jafnt á öllum svið- um greinarinnar eða frá framleiðslu til afhendingar lyfjanna. Gildir það jafnt um kynningarmál sem aðra þætti. Mikið skortir hins vegar á að fjallað sé um lyfjamál með upplýst- um og faglegum hætti þar sem óheimilt er að auglýsa eða jafnvel að veita upplýsingar um lyfseðilsskyld lyf í fjölmiðlum. Miklar breytingar framundan Á næstu áratugum munu miklar breytingar eiga sér stað á uppbygg- ingu og þjónustu heilbrigðiskerfisins í landinu, ekki síst vegna aukinnar sérhæfingar, nýrrar tækni og hækk- andi meðalaldurs þjóðarinnar. Lík- legt er að lyflækningar gegni lykil- hlutverki við lausn þessara viðfangsefna en sum þeirra eru nú þegar orðin aðkallandi. Mikilvægt er að opin og fordómalaus umræða geti átt sér stað um þessi mál á vettvangi ríkisins og heilbrigðisþjónustunnar og þá ekki síður meðal almennings. Því miður virðist heilbrigðisráðherra og embættismenn hans oft skorta heildaryfirsýn í lyfjamálum og hafa þeir fallið í þá gryfju að vega að lyfja- fyrirtækjum með ósanngjörnum hætti. Álmenningur á hins vegar kröfu á því að umræðum um lyfjamál verði lyft á hærra plan þar sem litið er yfir sviðið í heild og öllum sjónar- miðum leyft að njóta sín. Höfundur er frnm k væm dustjóri Samtoka verslunarinnar-FIS. Af þjóðmenn- ingu Islendinga SIÐUSTU dagana hefur verið að koma í ljós að nokkrar fram- kvæmdir hins opin- bera hafa verið að fara allhressilega fram úr þeim fjárveit- ingum sem Alþingi hafði heimilað á fjár- lögum. Þetta eru byggingar sem eiga t.d. að hýsa þjóðmenn- ingu okkar og löggjaf- arvaldið sjálft. Al- menningur virðist órór yfir þessu athæfi enda hann sem borgar brúsann þegar upp er staðið. Hin virðulega stofnun, Framkvæmdasýsla ríkis- ins, hefur einnig af þessu stórar áhyggjur enda skilst manni að það Fatlaðir í ár hefur framkvæmd- um ítrekað veríð frestað við sambýli fatlaðra, segir Friðrik Sigurðs- son, vegna þess að Friðrik Sigurðsson stjórnvöldum hafa þótt hús þess allt of dýr. sé hennar hlutverk að sjá til þess að svona hlutir gerist ekki. Til að róa skattborgara þessa lands um að nauðsyn kunni að vera á að hið opinbera teygi sig lengra ofan í vasa þeirra til að borga það sem fram- kvæmt hefur verið án heimildar skal hér upplýst að þess gerist ékki þörf. Stjórnmálmenn hafa nefnilega fundið tekjustofn sem nægir til að greiða þennan mismun. Þessi tekju- stofn er skerðing á lögvörðum tekjum í framkvæmdasjóð fat- laðra. í ríkissjóð á að renna árið 2001 kr. 372 milljónir sem lög- um skv. ættu að renna til að leysa húsnæðismál fatlaðra á íslandi. Og til að róa fólk um að Fram- kvæmdasýsla ríkisins standi sig ekki og ekkert eftirlit sé haft með byggingum hins opinbera skal það upplýst, að í ár hefur framkvæmd- um ítrekað verið frestað við sam- býli fatlaðra vegna þess að stjórn- völdum hafa þótt hús þess allt of dýr svo að það væri ekki „forsvar- anleg notkun á almannafé". Einhvern tímann var því haldið fram að þjóðmenning væri best mæld í viljanum til að rétta hlut þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Maður spyr sig, hvar er íslensk þjóðmenning til húsa um þessar mundir? Höfundur er framkvæmdastjóri Land8samtakanna Þroskahjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.