Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þroskahjálp og Sjálfsbjörg héldu alþjóðadag fatlaðra hátiðlegan Þrír „múrbrjótar“ fá viðurkenningu Á ALÞJÓÐADEGI fatlaðra á sunnu- daginn veittu Landssamtökin Þroskahjálp þremur aðilum Múr- brjótinn sem er viðurkenning sam- takanna til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr við að ryðja fötluðum nýjar brautir í jafnréttisátt. Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra, hélt daginn einnig hátíðlegan og veitti sjö aðilum viðui’kenningu fyrir að- gengilegt húsnæði fyrir hreyfihaml- aða. Múrbrjótinn hlutu Akureyrarbær fyrir samþættingu í þjónustu við fatl- aða, Nemendafélag Borgarholtsskóla vegna samskipunar fatlaðra og ófatl- aðra í félagsstarfi skólans og Morg- unblaðið fyrir vandaða umfjöllun um málefni fatlaðra og auðlesna síðu. Ól- afur Ragnar Grímsson, forseti Is- lands veitti viðurkenningamar við há- tíðlega athöfn. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar sagði það hafa verið stefnu samtakanna frá árinu 1992 að fólk með fótlun sækti félagsþjónustu sína með sama hætti og samborgarar þess. .Akureyri reið á vaðið og hefur verið tilraunasveitarfélag í þessum efnum undanfarin ár. Vinnan þar hef- ur einkennst af áhuga á þessum mála; ílokki og metnaði," sagði Friðrik. I brautryðjendastarfi væru eðlilega gerð einhver mistök, sagði hann, en Akureyringar hefðu sannað metnað sinn og verið fljótir að viðurkenna ef út af hefði brugðið og tekið vel öllum Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ólafur Ragnar Grimsson, forseti Islands, afhendir Sigursteini Sigurðs- syni, formanni Nemendafélags Borgarholtsskóla, Margréti Sigurðar- dóttur, markaðssljóra Morgunblaðsins, og Kristjáni Þór Júlíussyni, bæj- arstjóra á Akureyri, Múrbijótinn. ábendingum um það sem betur mætti fara. Þá sagði Halldór Morgunblaðið hafa gert málefnum fatlaðra góð skil með vandaðri umfjöllun. „I haust undirstrikaði það síðan áhuga sinn og skilning á sérstöðu fólks með þroska- hömlun með því að gera fyrst ís- lenskra blaða auðlesna síðu að föstum lið í útgáfu blaðsins," sagði Halldór og bætti við að slagorð Morgunblaðsins Ólöf Rfkarðsdóttir, sem er fremst á myndinni, afhenti fulltrúum fjög- urra fyrirtækja og stofnana í Reykjavík viðurkenningu fyrir gott að- gengi. I aftari röð f.v. Gunnar Hauksson, forstöðumaður Sundlaugar- innar í Breiðholti, Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, og Salóme Þorkelsdóttir, formaður hússtjórnar Þjóðmenningarhússins. um að það væri „blað allra lands- manna“ ætti nú vel við. Halldór sagði Nemendafélag Borg- arholtsskóla hafa unnið afar gott starf við að skipa saman fötluðum og ófótluðum nemendum skólans í fé- lagsstarfi hans. Til þess að vel tækist til við framhaldsskólagöngu fatlaðra skipti gott viðhorf nemenda og starfs- fólks höfuðmáli. „Ófatlaðir nemendur Borgarholtsskóla hafa tekið fotluðum jafnöldrum sínum afar vel og skynjað vel þau tækifæri sem slík blöndun fel- ur í sér,“ sagði Halldór. Þetta var í annað sinn sem Múr- brjóturinn var veittur. Verðlauna- gripurinn er unninn af fötluðum starfsmönnum á handverkstæðinu Ásgarði í Kópavogi. Aðgengilegt húsnæði Sjálfsbjörg veitti að þessu sinni sjö aðilum viðurkenningu. Fyrir nýtt húsnæði, fullkomlega aðgengilegt hreyfihömluðum, hlutu Ráðhús Ölf- uss, Grensáskirkja, Sundlaugin í Breiðholti og Listasafn Reykjavíkur viðurkenningu. Fyrir eldra húsnæði, eftir verulegar lagfæringar með tilliti til aðgengis hreyfihamlaðra, hlutu Þjóðmenningarhúsið, Heilbrigðis- stofnunin á Blönduósi, Grunnskólinn á Blönduósi og íþróttahús Grunnskól- ans á Blönduósi viðurkenningu. Fulltrúi Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu, Ólöf Ríkharðsdóttir, af- henti viðurkenningamar sem fóru til fyrirtækja og stofnana á höfuðborg- arsvæðinu. Hún rakti í stuttu máli sögu viðkomandi bygginga og hverjir væru arkitektar þeirra. Þá lýsti hún sérstakri ánægju með að Þjóðmenn- ingarhúsið við Hverfisgötu hefði nú verið gert aðgengOegt hreyfihömluð- um. Sjálfsbjörg stóð fyrir útiskemmtun við Sjálfsbjargarhúsið að viðstöddu fjölmenni að sögn Sigurðar Einars- sonar framkvæmdastjóra. Félagið hefur haldið alþjóðadag fatlaðra há- tíðlegan frá árinu 1995 m.a. með því að veita viðurkenningar fyrir að- gengilegt húsnæði. Hækkun fasteignamats skerðir vaxtabætur HÆKKUN fasteignamats um 14% á höfuðborgarsvæðinu leiðir, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur alþingis- manns, m.a. til skerðingar vaxtabóta um allt að 70 milljónir kr. Hækkunin getur einnig haft þau áhrif til hækk- unar á eignarskatti og að fleiri þurfi að greiða eignarskatt. Jafnframt mun neysluverðsvísitala og láns- kjaravísitala hækka um 0,15-0,20%, að mati fjármálaráðuneytisins, sem hefur áhrif til hækkunar á verðlagi oggreiðslubyrði lána. Jóhanna Sigurðardóttir segir að áhrif af fasteignamatshækkun taki mið af breytingu á nettóskuldastöðu heimilanna á milli ára. Hún segir að hækkun fasteignamats um 18% í fyrra hafi haft áhrif á bamabætur en sú verði þó ekki raunin á næsta ári þar sem verið sé að taka út eigna- viðmið í greiðslu bamarbóta. Jó- hanna segir að áhrif hækkunar fast- eignamats á vaxtabætur og eignaskattsstofn ráðist af því hveij- ar eignir manna em að frádregnum skuldum. „Skuldaaukning frá árslokum 1999 til ársloka þessa árs er áætluð 87 milljarðar króna. í fyrra reiknaði Þjóðhagsstofnun út að miðað við að eignir að frádregnum skuldum hækki um 10% á milli ára, skerðist vaxtabætur um 70 milljónir króna. í forsendum fjárlaga er gert ráð fyrir að eignir að frádregnum skuldum hafi hækkað um 10% og ég held að geri megi ráð fyrir að vaxtabætur skerðist um 70 milljónir króna eða jafnvel meira að teknu tilliti til breytinga á tekjum," segir Jóhanna. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands, segir að hækkun fasteignagjalda hafi ekkert með forsendur kjarasamninga að gera. „En þetta er ein byrðin til við- bótar á herðar almennings. Fast- eignamat tekur mið af því hvernig fasteignaverð hefur hækkað í land- inu. Menn eru samt ekkert betur stæðir til þess að greiða hærri fast- eignagjöld þótt fasteignamatið hækki því fæstir eru í því að selja of- an af sér húsnæðið. Þetta er enn ein afleiðingin af þeirri miklu þenslu sem við búum við. Einn helsti or- sakavaldur mikillar verðbólgu er hækkun á fasteignaverði," segir Ari. Hann segir að kaupmáttur hafi ekki hækkað miðað við það sem vonir stóðu til í kjarasamningunum. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir að hækk- un fasteignagjalds í kjölfar 14% hækkunar á fasteignamati á höfuð- borgarsvæðinu leiði til aukinna tekna sjóða sveitarfélaganna. Hann segir að hækkunin ætti í sjálfu sér að draga úr þenslu. ----------------- 40% aukn- ing í sölu barnabóka BÓKSALAR eru ánægðir með söl- una það sem af er jólabókavertíð. Hjá Pennanum-Eymundsson var 40% meiri sala á barnabókum í nóv- ember en í sama mánuði í fyrra og 20% söluukning á öðrum bókum. „Við erum mjög ánægðir með bók- söluna í nóvember," segir Ingimar Jónsson, framkvæmdastjóri Penn- ans, sem meðal annars rekur Ey- mundsson. Segir hann að sjaldan eða aldrei hafi verið jafngott úrval af bókum og það segi til sín í sölunni. Þá hafi verið góð verðtilboð á nýjum bókum og þau byijað í nóvember. Anna Einarsdóttir, verslunar- stjóri í Máli og menningu, telur að bóksalan fari fyrr af stað í ár en oft áður. Það hafi komið fram í aukinni sölu í versluninni í nóvember. Dalalff eftir Guðrúnu ,frá Lundi ■«w v $ Mif Eitt af meistaraverkum íslenskra frásagnar- bókmennta loksins fáanlegt i kilju. Fimm bindi í öskju: 5.990 kr. Mái og menning malogmenning.is n Laugavegi 18 • Slmi 515 2500 • Siðumúla 7 • Slml 510 2500 Andlát ESRA S. PÉTURSSON ESRA S. Pétursson læknir lést á heimili sínu í Flórída föstu- daginn 1. desember, 82 ára að aldri. Esra fæddist í Reykjavík 11. septem- ber árið 1918. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937, prófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1940 og prófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1946. Esra lauk sérnámi í tauga- og geðsjúkdómum frá University of North Carolina árið 1957 og sér- námi í sálgreiningu frá American Institute for Psychoanalysis í New York árið 1970. Esra starfaði víða við fag sitt, hérlendis og í Bandaríkjunum. Hann starfaði meðal annars við Klepps- spítalann og var starf- andi sálgreiningar- læknir bæði í Reykjavík og New York. Auk þess kenndi hann víða, meðal annars við Cornell háskóla, Col- umbia háskóla, Nýja hjúkrunarskólann og Hjúkrunarskóla Is- lands._ Kona Esra var Ásta Einarsdótt- ir. Hún lést árið 1991. Eignuðust þau sjö syni og auk þess lætur Esra eftir sig dóttur og son. Eftir- lifandi eiginkona hans er Edda Val- borg Scheving. JACK HEMINGWAY JACK Hemingway rit- höfundur lést á sjúkrahúsi í New York síðastliðinn föstudag, 77 ára að aldri. Hann var þekktur veiðimað- ur og náttúrverndar- maður, kom oft til lax- veiða á íslandi og átti sæti í stjórn Lax- verndarsjóðsins NASF. Jack Hemingway var sonur rithöfundar- ins Ernest Heming- way og faðir leik- aranna Margaux, sem er látin, og Mariel Hemingway. Hann lætur einnig eftir sig eldri dóttur, Muffet, og eiginkonu, Ang- elu Hemingway. Jack Hemingway tók þátt í seinni heimsstyrjöld- inni og var um tíma fangi Þjóðverja. Hann vann meðal annars sem verð- bréfasali í Bandaríkj- unum og skrifaði ævi- minningar sínar árið 1986 og bækur um fluguveiði. Jack Hemingway kom oft til laxveiða á íslandi og undanfarin ár hefur hann dvalið hér sumarlangt við veiðar og við stefnumótun fyrir Laxvemdarsjóðinn NASF sem hefur höfuðstöðvar á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.