Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 79 SVO byrja ljósmyndarar að smella af í gríð og erg, og inni bíða minni stjörnur eftir að hitta þær stærri sem koma á loka- mínútunni. Brátt hefst sjónvarpsútsendingin beint frá Théatre de Chaillot í París, sem íslendingar gátu séð á Stöð 2 á laugardagskvöld. Fyrstur allra fær Ingvar E. Sigurðsson áhorfenda- verðlaun sem besti leikarinn og ann- ar vinningshafínn er einnig Islend- ingur; Björk fær áhorfendaverðlaun sem besta leikkonan og Lars von Trier er kosinn besti leikstjórinn. Afram rúllar athöfnin undir stjóm kynnanna Rupert Everetts og Ant- oine De Caunes og misskiljanlegra gamanmála þeirra, á meðan áhorf- endum verður sífellt heitara undir sjónvarpsljósunum. Allt endar þó á rétta vegu; Björk og Lai-s hljóta verðlaun fyrir besta kvenhlutverkið og bestu kvikmynd- ina, en því miður komst Björk ekki á athöfnina, þai' sem hún er að leggja lokahönd á plötuna sína Domestika í New York, og Lars er heima í Dan- mörku fastur íyrir framan sjónvarpið vegna sinnar þekktu ferðafælni. Gamall og vitur Harris Það er ys og þys í salnum eftir að útsendingu er lokið. Allir vilja óska æstum og brosmildum sigurvegur- unum til hamingju. írski leikarinn Richard Harris þrammar af sviðinu og aftur til sætis síns, þar sem gull- falleg kona og lítil telpa bíða hans. Karl er ánægður með verðlaunagrip- inn sinn en kvartar sáran undan því að hafa aldrei fengið verðlaun áður. „Ekki það að ég hafí aldrei unnið áð- ur, ég hef aldrei verið tilnefndur!" segir hann við blaðamann. Hann er víst búinn að gleyma mörgum til- nefningum sem besti leikarinn til margra virtustu verðlaunanna í bransanum, m.a. tvisvar til Óskars- ins, og unnið bæði Golden Globe og í Cannes þótt það hafi reyndar verið á sjötta áratugnum. Harris er enn í fullu fjöri og segist hafa verið að klára mynd sem tekin var upp í Liverpool og heitir My Kingdom. „Svo er ég að fara að leika í Harry Potter og fæ þar hlutverk pró- fessors Dumbledore, sem er mjög gamall og vitur maður,“ segii- hinn gamli og vitri Richard Harris og er þotinn, ef ekki á klósettið, en sam- kvæmt þakkarræðunni var honum mjögmál. Á leiðinni úr salnum og inn í veislu- salinn rekst blaðamaður á Vibeke Windelpv kvikmyndaframleiðanda hjá Zentropa sem tók við verðlaun- unum fyrir bestu myndina. Vibeke framleiddi Riget II, Breaking the Waves, Idioteme auk Dansarans fyr- ir Lars og hún sagðist ekki hissa á að þessi mynd hafi átt ótrúlegum vin- sældum að fagna. „Eg var alltaf viss um að samstarf Bjarkar og Lars hlyti að verða frábært, þótt það hafi verið mjög erfitt. Það breytir því ekki að myndin sem þau gerðu saman er sannkallað meistaraverk." íslendingar fengu þrjár styttur á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum Mesta viðurkenning sem við höfum fengið Löngu áður en fyrstu kvikmyndastjörnurn- ar mæta á afhendingu Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna eru aðdáendur búnir að raða sér í kringum rauða dregilinn, til- búnir að hitta goðin. Hildur Loftsdóttir gekk inn og fylgdist með athöfninni. Katalóníubúinn Sergi og Islendingurinn Ingvar eru bestu leikararnir. Stellan veifar fernum verðlaunum Bjarkar og Lars. - Fær Dansarinn fleiri verðlaun ? „Það væru þá bandarísk verðlaun; Goíden Globe eða Óskarinn. Það er hins vegar erfitt þar sem myndin er á ensku, og við getum ekki keppt sem besta erlenda kvikmyndin. Við hefð- um t.d. átt góða möguleika með Breaking the Waves, en þurftum að keppa á móti bandarískum myndum og við vitum öll hversu mikla peninga þær leggja í auglýsingar. En vonandi eigum við möguleika á Golden Globe,“ segir Vibeke brosandi. Þrenn og hálf verðlaun Blaðamaður gengur inn í stór- glæsilegan veislusalinn, þéttsetinn af kvikmyndagerðarfólki með kampa- Evrópsku kvikmyndaverðiaunin Verðlaun ■ Verðlaunahafar árið 2000 Besta kvikmynd: Dancer in the Dark - eftir Lars von Trier ,.#S» Besta leikkona: Björk - Dancer in the Dark Besti leikari: Sergi López - Harry, un ami qui vous veut du bien Bestu handritshöf.: Agnes Jaoui og Jean-Pierre Bacri - Le Gout Des Autres Besti kvikmyndatökumaður: Vittorio Storaro - Goya En Burdeos Áhorfendaverðlaun: Besti leikstjórinn: Lars von Trier - Dancer in the Dark Besta leikkonan: Björk - Dancer in the Dark Besti leikarinn: Ingvar E. Sigurösson - Englar alheimsins Önnur verðlaun: Heiðursverðlaun fyrir ævistarf: Richard Harris Verðlaun fyrir framtak í alþjóða kvikmyndagerð: Jean Reno Fipresci verðlaun gagnrýnenda: Nuri Bilge Ceylan - Mayis Sikintisi Fassbinder verðl., uppgötvun ársins: Laurent Cantet - Resources Humaines UIP stuttmyndaverðlaun: Livia Gyarmathy - A mi gólyánk « ARTE heimildamyndaverðl.: Agnes Varda - Les Glaneurs et la Glaneuse Screen International verðlaun: Wong Kar-wai - In the Mood for Love vínsglas í hönd, þar sem glæsilegt út- sýnið blasir við; Eiffel-tuminni upp- lýstur í allri sinni dýrð. íslendingarnir í hópnum eru í góðu skapi, stoltir af sínu fólki. Þai- má sjá akademíumeðlimina Hrafn Gunn- laugsson og Friðrik Þór Friðriksson, sem kom með Önnu Maríu Karls- dóttui-, Þorfinn Ómarsson hjá Kvik- myndasjóði og einhvers staðar leyn- ast svo auðvitað Ingvar og Edda Amljótsdóttir eiginkona hans. Bjarkar er hins vegar sárt saknað. - Porfínnur, hvar er Ingvar? „Hann er frammi í myndatöku, þú verður að bíða aðeins.“ - Hvernig líst þér annars á frammistöðu íslendinganna? „Stórkostlega. Við eigum ekki bara tvo fyrstu vinningshafana held- ur fær Björk aftur verðlaun í lokin, og líka myndin sem hún ber uppi. Við vitum það að Dancer in the Dark væri ekkert án hennar, þannig að við eigum talsvert í þeim verðlaunum og fengum því allavegana þrenn og hálf verðlaun. Ég myndi segja að þetta væri ein sú mesta, ef ekki allra mesta, viðurkenning sem við höfúm fengið á kvikmyndasíðunni." - Er íslensk k\ikmyndagerð á hraðri uppleið? „Já, vonandi, en það er erfitt að segja til um. Ef framhaldið verður gott, emm við í góðri aðstöðu til þess að þær myndir fái athygli, þetta hjálpast allt að. Ég myndi segja að við væmm loksins komin algjörlega inn. Þrjár myndir frá okkur vom til- nefndar, fjórar tilnefningar og það var stórfrétt að fá bara tilnefningam- ar, en svo tökum við þrjár styttur heim. Það er ekki amalegt,“ segir Þorfinnur stoltur. Mikill þjóðrembingur Á vappi í veislunni, þar til Ingvar hefur lokið myndatökunni, leggur blaðamaður við hlustir um miklar Richard Harris með einu verð- launin sem hann man eftir að hafa hlotið. vangaveltur um sigurvegarana, um fyrirkomulag athafnarinnar og hvað megi betur fara. Sama hvaðan veislu- gestir em, allir hafa sitt álit á málun- um, og það hefur Friðrik Þór Frið- riksson einnig. „Evrópsku kvikmyndaverðlaunin era uppskeruhátíð, þar sem flestar góðar myndir fá einhverjar útnefn- ingar,“ útskýrir Friðrik Þór. „Það endar svo með að eitt þúsund með- limir Evrópsku akademíunnar kjósa. Af þeim era 250 Frakkar og þeir ná því fram sem þeir vilja. Sem betur fer er Björk mjög vinsæl í Frakklandi. Dancerin the Dark vann líka í Cann- es og það þýðir ekkert fyrir danska eða franska akademíumeðlimi að hnika því, það kæmi óorði á þennan félagsskap. Þetta em stærstu evrópsku verðlaunin, því Cannes og Berlin era alþjóðlegar hátíðir. En það er alltaf mikill þjóðrembingur í þessu, og mér finnst það galli. Mér fyndist betra ef dómnefnd réði úrslit- unum. Öll akademían fær hundrað spóla með myndunum sem komast í undanúrslit og ég þekki það bara sjálfur að ég nenni kannski að horfa á meirihlutann því ég er með Kvik- myndahátíð í Reykjavík, en ég efast um að Bernardo Bertolucci nenni því,“ segir Friðrik Þór og glottir. Eðlilegra að fá ekki verðlaun Sænski leikarinn Stellan Skars- gárd var einn af sex sem tilnefndur var sem besti leikarinn. Hann tók á móti styttunum fyrir Lars og Björk þegar þau fengu áhorfendaverðlaun- in. „Þetta er mjög skemmtilegt. Mér finnst þau bæði frábær og er mjög glaður fyrir þeirra hönd,“ segir Stell- an, sem lék lítið hlutverk læknis í Dancer in the Dark, aðalhlutverkið á móti Emily Watson í Breáking the Waves, og segir að þeir Lars séu að tala um að vinna fljótlega aftm- sam- an. - Ertu leiður yfír því að vinna ekki? „Nei, ég hef unnið mörg verðlaun og er alltaf glaður þegar ég hlýt þau, en ekki leiður þegar ég fæ þau ekki. Það er eðlilegra að fá ekki verðlaun, því það era svo fá verðlaun og svo mikið af fólki,“ sagði Stellan spakur. Þessi kvikmyndaheimur er stór Og þá er Ingvar laus í smáviðtal, og blaðamaður spyr hvort þetta sé mikill heiður fyrir hann. „ Já... það er það áreiðanlega. Ég er allavegana mjög hamingjusamur. Mér fmnst fyrst og fremst heiður að vinna svona sterkt hlutverk. Og ég er búinn að fá þessi áhorfendaverð- laun heima, ég finn það á viðbrögðun- um og finnst það alveg frábært. - Fattaðir þú strax að þú værir búinn að vinna? „Nei, ég hélt að ég væri bara einn af fleiri tilnefndum og var ekki viss hvort ég ætti að fara upp á svið. Ég var með hnút í maganum en síðan þegar ég var staðinn upp, var ég orð- inn nokkuð öruggur á gangi, ha, ha.“ - Hvað heldurðu að þetta þýði fyr- ir þigsem leikara? „Ég veit það ekki,“ segir Ingvar íhugull. „Þessi heimur er svo stór og það er fljótt að snjóa yfir svona við- burð ef ekkert meira gerist í fram- haldi af þessu. Ég er svo sannarlega ekki að búast við einhverjum meiri- háttar tilboðum. Það hefur sýnt sig að menn geti orðið stjömur á einu kvöldi og síðan ekki meir.“ - Langar þig til að fá hlutverk er- lendis? „Það fer eftir viðfangsefninu. Ef ég get dregið einhvem lærdóm af því sem ég er að gera, finnst mér það gott. Það góða við að leika í erlendri mynd er að fá að leika á öðra tungu- máli, eins og ég reyndi núna í haust við tökur á Monster eftir Hal Hartl- ey. Þar lék ég lítið hlutverk, en vissi ekki hvort ég gæti komið öðra tungu- • máli til skila, en það gekk upp og mér fannst það frábært." - En núna vita fleiri en íslendingar að þú ert góður leikari... „Hér í kvöld hafa margir í akadem- íunni tekið í höndina á mér og sagst hafa kosið mig, hvort sem það er satt eða ekki. En við þekkjum það að heiman að allir vilja koma sínum manni að og atkvæðaréttur Islend- inga er svo lítill miðað við Frakka. En þeirra maður, Sergi López, er frábær leikari, og ég er alls ekki spældur yfir því að hafa ekki fengið aðalverðlaun- in,“ segir Ingvar og fer að spjalla við evrópska kollega sína. Meiriháttar lífsreynsla Sergi López lék í myndinni Une liaison pornographique, sem sýnd var á Kvikmyndahátíð í ár, og í myndinni Western, sem Regnboginn sýndi í fyrra. Sergi var orðinn svolítið þvældur í lok kvöldsins þar sem hann raðar i sig Ijúfum veitingum og biður þjóninn um meira kampavín. Hann er enn með sigurbros á vör þrátt fyr- ir allar myndatökumar og endalaus- ar hamingjuóskir, sem hann er búinn að taka við. „Ég er hæstánægður," segir hann brosandi og talar frönsku með undar- legum hreim. „Harry er meira en mjög sérstakt hlutverk fyrir mig, en mér var fyrst boðið annað hlutverkið í myndinni, sem mér fannst frábært, en þegar við byrjuðum að æfa fékk leikstjórinn þá hugmynd að láta mig leika Han-y og það reyndist alveg meiiiháttar lífsreynsla." - Er Harry öðruvísi en önnur hlut- verk sem þú hefurfengist við? „Já, ég veit ekki af hverju en fólk hefur alltaf fengið mig til að leika traustvekjandi náunga, en hlutverk Harry er allt annað en traustvekj- andi, sem var fín tilbreyting. “ - Ertu með spænskan hreim ? „Já, ég er frá Katalóníu og bý í litlu þorpi ekki svo langt frá Barcelona. Katalónía er í rauninni lítiðland sem vill öðlast sjálfstæði, alveg eins og ísland gerði,“ segir þessi geðþekki leikari brosandi. Stuttu seinna röltir hann út í regnvota Parísamóttina, og þarf vart að veifa hendi til að fá limm- ósínu í sína þjónustu frekar en aðrar kvikmyndastjörnur á Evrópsku kvikmyndahátíðinni. V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. V/SA œmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.