Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mat nefndar á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis á úrræðum í öldrunarþjónustu Brýnt að hækka laun þeirra lægstlaunuðu INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, sagði í ávarpi sínu á ráðstefnu um öldrunar- þjónustu, sem haldin var á Hótel Loftleiðum, að nokkur tilhneiging væri til þess að leggja að jöfnu öldr- unarmál og vandamál vegna öldrun- ar. „Það er fjarri öllu lagi að halda að ellin sé ávísun á vanda - frekar en æskan eða unglingsárin. Þetta eru verkefni sem takast þarf á við,“ sagði ráðherra og benti fundargestum á að ein ástæða fyrir því að ungt fólk kynni að veigra sér við því að hasla sér völl í umönnunarþjónustunni byggðist á ókunnugleika og jafnvel á fordómum gagnvart ellinni. Ingi- björg sagði mikilvægt að vinna bug á þessum ókunnugleika og finna úr- ræði til að breyta viðhorfi fólks svo umönnunarstörf yrðu eftirsótt. í því skyni var sett á laggimar nefnd sem Anna Bima Jensdóttir, sviðstjóri öldranarsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss, var formaður fyrir. Anna Bima sagði nefndarmenn hafa náð þeirri niðurstöðu að aðgerða væri þörf og viðhorfsbreyting meðal almennings, stjómvalda, fjölmiðla og heilbrigðisstéttanna sjálfra væri að- kallandi. Efla þyrfti menntunarmál starfsfólks þ.m.t. sjúkraliðanám og fjölga námsplássum í hjúkranar- fræði. Launakjör þyrfti að bæta svo laun yrðu samkeppnisfær og brýnast væri að hækka laun þeirra lægstlaun- uðu. Vinnuumhverfi þarf að vera starfsmannavænt. Að mati nefndar- innar þarf að setja gæðastaðla um ráðningu nýrra starfsmanna og stuðla að staifsaðlögun þeirra. Jóhann Árnason, framkvæmda- stjóri Sunnuhlíðar, sagði að öldranar- þjónusta væri ung starfsgrein og hugarfar og viðhorf þjóðarinnar til öldranarmála hefði breyst mikið á til- tölulega skömmum tíma. „Við íslendingar höfum ákveðið að öldranarþjónusta skuli vera á ábyrgð samfélagsins og kostuð úr sameigin- legum sjóðum þjóðarinnar. Stjóm- völd skulu taka ábyrgð á henni, þróa, skipuleggja og framkvæma,“ sagði Jóhann og vitnaði til laga um málefni aldraða þar sem kemur fram hvernig þeim skuli háttað. Jóhann sagði öldr- unarþjónustu á íslandi vera mjög víð- fema og miðaðist við að þjóna hinum aldraða eins og heilsufar hans og fæmi segðu til um. Hvenær fólki þætti tímabært að nýta þessa þjón- ustu sagði Jóhann byggjast á ein- stakiingsmati þar sem öldran væri hugaifar og hugarfarsleg viðmiðun- armörk um hvenær maður yrði al- draður væra afar misjöfn. Hann taldi þessi mörk þó færast sífellt ofar þar sem stöðugt stærri hópur þeirra sem fer á eftirlaun býr við betra heilsufar. „Þjónustan við þennan hóp þarf að vera marbreytileg og byggjast á þörf einstaklingsins fyrir þjónustu. Sá sem er 65 ára í dag getur átt von á því að eiga næstu 20 ár án nokkurrar fótlunar en 40% þeirra sem náð hafa 85 ára aldri geta átt von á því að búa við einhvers konar fötlum það sem þeir eiga eftir ólifað.“ Þessi hópur þarf að eiga kost á þjónustu og aðstoð. Félagsleg þjón- Morgunblaðið/ Kristinn Hækkun lægstu launa starfsfólks í umönnunarþjónustu voru fundarmönnum mikið kappsmál. usta, svo kölluð opin þjónusta, er rek- in af sveitarfélögum í þjónustu- og fé- lagsmiðstöðvum. Til opinnar öldr- unarþjónustu teljast einnig heima- þjónusta, dagvistir og þjónustu- íbúðir. Til stofnanaþjónustu teljast svo dvalarheimili. Þróun í öldranar- málum er á þá leið að færri aldraðir óska eftir þjónustu á stofnunum og 68% aldraðra sjálfbjarga að öllu leyti. Öldrun „kvennamál“ Aðalsteinn Guðmundsson, lækn- ingarforstjóri á Hrafnistu, sagði með- al lífslíkur þjóðarinnar hafa aukist sem og fjölda háaldraðra en ævilengd héldist óbreytt. Aðalsteinn benti á þær staðreyndir að öldran á íslandi væri „kvennamál“ þar sem konur lifðu lengur en karlar, væra með fleiri langvinna sjúkdóma, meiri fæmis- skerðingu og væra oftar í umönnun- arhlutverki. Þess má geta að 70% íbúa á hjúkranarheimilum era konur. Aðalsteinn sagði þessar tölur sýna með óyggjandi hætti að mikil þörf væri á meiri rannsóknum á heilsufari kvenna. Aðalsteinn benti á aðra áhugaverða staðreynd þar sem hann sagði aldraða vera aðalmarkhóp lyfjafyrirtækja og væra nú 132 ný lyf fyrir aldraða í þróun. Kostir lyfjanna væru meiri lífsgæði, lækningamögu- leikar, forvamir og óbeinn spamaður vegna minni umönnunarþarfar. Gall- ar gætu hins vegar sýnt sig í fjöllyfja- notkun, hjáverkunum og hærri bein- um kostnaði. Aðalsteinn sagði hreyfingu og þjálfun aldraðra vera afbragðs forvörn þar sem fólk kæm- ist í betra form og héldi færni sem aftur skilaði minni depurð og betri svefni - atriðum sem legðust oft þungt á aldraða. Greinargerð stjórnar Þjóðmenningarhúss vegiia kostnaðar við endurbætur Kostnaðarhækkanir stafa ekki af ákvörðunum stjórnar STJÓRN Þjóðmenningarhússins tel- ur að skýrsla Ríkisendurskoðunar um kostnað við endurbætur á húsinu staðfesti með ótvíræðum hætti að kostnaðarhækkanir verksins stafí ekki af ákvörðunum sem stjómin tók. Þetta kemur fram í greinargerð sem stjómin sendi forsætisráðuneytinu 10. október sl. að beiðni ráðuneytisins vegna niðurstöðu Ríkisendurskoðun- ar um kostnað við framkvæmdimar. „Stjóm Þjóðmenningarhússins þykir mjög miður að kostnaður við endurbætur hússins skuli hafa farið fram úr áætlunum sem gerðar vora. Þótt ljóst sé að kostnaðarhækkanir verksins hafi að langmestu leyti staf- að af breyttum ytri aðstæðum á fram- kvæmdatímanum, tekur hún undir það með Ríkisendurskoðun að margt hefði mátt betur fara í skiplagi í stjóm verksins og samvinnu þeirra aðila sem að því stóðu,“ segir í bréf- inu. Umframkostnaður kom öllum í opna skjöldu Fram kom í Morgunblaðinu í gær að kostnaður við endurbætur á Þjóð- menningarhúsinu nam 397,9 milljón- um kr. og fór kostnaðurinn 100 millj. kr. fram úr áætlun. í skýrslu Ríkis- endurskoðunai- kemur einnig fram hörð gagnrýni á hvemig staðið var að framkvæmdum og telur stofnunin að í raun hafi ekkert virkt kostnaðareftir- lit verið til staðar. Forsætisráðuneytið fól Ríkisend- urskoðun sl. sumar að fara yfir kostn- að vegna framkvæmda við húsið. Var stjóm Þjóðmenningarhússins síðan send skýrsla Ríkisendurskoðunar í september með ósk um að hún léti í ljós álit sitt á niðurstöðu Ríkisendur- skoðunar. Stjóm Þjóðmenningarhússins skipa Salóme Þorkelsdóttir, fyrrver- andi alþingismaður, sem er formaður stjómarinnar, Jóhannes Nordal, fyrr- verandi seðlabankastjóri, og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Salóme sagði í samtali við Morgunblaðið að stjómin hefði verið ánægð með að Ríkisendurskoðun var falið að fara yf- ir þetta mál, vegna þess að umfram- kostnaðurinn hefði komið öllum í opna skjöldu. „Þetta urðu okkur auð- vitað mjög mikil vonbrigði en þetta eftirlit var ekki í okkar höndum eins og fram hefur komið," sagði Salóme. Ekki nægilega tíðar og skýrar upplýsingar Framkvæmdasýslu í greinargerð stjómar Þjóðmenn- ingarhússins til forsætisráðuneytis- ins kemui’ fram að stjómin telji skýrslu Ríldsendurskoðunai' vandaða og fróðlega úttekt á framkvæmdum við húsið. „Ríkisendurskoðun bendir á að til þess að geta sinnt hlutverki sínu sem yfirstjómandi verksins í samvinnu við Framkvæmdasýslu rík- isins (FSR) hafi stjómin þurft á að halda góðu upplýsingaflæði um kostnað við verkið og framgang þess, en hún hafi ekki haft nægilega tíðai' og skýrar upplýsingar frá FSR til að öðlast fulla innsýn í framgang verks- ins...“ segir m.a. í greinargerð stjóm- arinnar. „Aftur á móti bendir Ríkisendur- skoðun á að stjómin hefði átt að bera sig eftir þessum upplýsingum. I þessu sambandi er rétt að benda á að for- sætisráðuneytið tók ákvörðun um að skipa ekki byggingarnefnd með hefð- bundnum hætti heldur fela stjóminni yfirstjórn framkvæmda í samvinnu við FSR. í framkvæmd fólst samvinn- an í því að stjómin markaði stefnu um fyrirhugaða starfsemi í húsinu og nauðsynlegar breytingar innan dyra og utan, en FSR sá um að gerð yrði kostnaðaráætlun fyrir veridð, tók að sér gerð allra útboða og samninga, réð hönnuði og verktaka, sinnti bók- haldi og reikningum og hafði daglega yfirstjóm og eftirlit framkvæmda með höndum. Eftir að framkvæmdir vora hafnar á grundvelli stefnumörk- unar stjómar og fjárhagsáætlunar var ekki um að ræða bein afskipti stjómarinnar af daglegri framkvæmd verksins eins og staðfest er í skýrsl- unni. Hún fylgdist með framvindu þess með því að kalla reglulega á sinn fund umsjónarmann verksins hjá FSR og aðalhönnuð endurbótanna. Stjómin reiddi sig á að upplýsingar frá FSR gæfu rétta mynd af stöðu mála og kostnaði og telur sig ekki hafa haft forsendur til að rengja þær,“ segir þar ennfremur. Meginskýringar stafa af ytri aðstæðum Bent er á að þegar raktar séu ástæður þess að framkvæmdir fóra fram úr fjárheimild verði að hafa í huga að öllum aðilum verksins, for- sætisráðuneyti, stjóm og FSR var þegar á síðasta ári, 1999, kunnugt um að misvægi var á milli fjárheimildar og kostnaðaráætlunar. Þá upphæð átti síðan eftir að framreikna m.t.t. vísitöluhækkana. Var þetta misvægi áréttað af FSR á fundi í forsætisráð- uneytinu í janúar á þessu ári án þess að gripið væri til ráðstafana, að því er segir í greinargerðinni. „Unnt er að fallast á það með Ríkis- endurskoðun að annmarkar vora á skipulagi verksins þótt aðilar hafi ekki gert sér nægilega ljósa grein fyr- ir því meðan á framkvæmdum stóð. Stjóm Þjóðmenningarhússins telur þó að meginskýringar á því að verkið fór fram úr áætlunum sé ekki að rekja til stjómarfyrirkomulags fram- kvæmdanna heldur stafi þær af ytri aðstæðum. í því sambandi bendir hún á þijú atriði: 1. Á verktímanum, sérstaklega frá sumri 1999 eftir að framkvæmdir inn- anhúss vora hafnar, urðu veralegar hækkanir á launum og aðföngum. Hafði það áhrif á aukaverk og viðbót- arverk sem unnin vora. Skýrir þetta umtalsverðan hluta þeirra hækkana sem urðu frá hinni framreiknuðu kostnaðaráætlun. 2. Aðeins einn aðili gerði tilboð í framkvæmdir innanhúss, einkum vegna stífra krafna sem gerðar vora, og við það tapaði verkið nauðsynlegu samkeppnisumhverfi. Fóru samning- ar við verktaka fram við óvenjulega erfiðar aðstæður að þessu leyti (sbr. 9. og 21. bls. [í skýrslu Ríkisendur- skoðunar-innskot Mbl.]). 3. Stjómvöld ákváðu að fresta end- urbótum innandyra til ársins 1999. Vora þá aðstæður á vinnumai'kaði nokkuð breyttar vegna þenslu í at- vinnulífinu og skilyrði til að ná hag- stæðum verksamningum mun verri en áður,“ segir í greinargerð stjómar Þjóðmenningai'hússins. Frádrátt- ur vegna iðgjalda í lífeyris- SJOOl MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá ríkis- skattstjóra: „Vegna fréttaflutnings að undanförnu um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna iðgjalda til lífeyrisspai'naðai’ vill ríkisskattstjóri vekja at- hygli á eftirfarandi. Frádi'áttur frá skattskyld- um tekjum, vegna iðgjalda til viðbótarlífeyrisréttinda, hækkar úr 2% í 4% á tekjuár- inu 2000. Þessi breyting er „afturvirk“ í þeim skilningi að frádráttarheimildin miðast við 4% af launatekjum alls ársins 2000 en ekki einungis laun eftir gildistöku lagabreyting- arinnar 2. júní 2000. Skilyrði fyiár þessum frádrætti eru að iðgjaldið sé greitt til lífeyris- sjóðs eða annars viðurkennds aðila samkvæmt samningi sem launamaður eða sjálf- stætt starfandi maður hefur gert við ofangreindan aðila skv. 8. gr. laga nr. 129/1997. Réttur manns skv. framan- greindu til frádráttar frá skattskyldum tekjum er óháð- ur því að viðkomandi hafi samið við launagreiðanda sinn um afdrátt og skil á iðgjöld- um. Rétt til frádráttar hafa þannig einnig þeir, sem greiða iðgjöld sín milliliðalaust til líf- eyrissjóðs eða annars líf- eyrisvörsluaðila skv. samningi við þá. Ef greiða á iðgjald vegna launa fyrir liðinn tíma þarf að semja sérstaklega um greiðslu þeirra iðgjalda við líf- eyrisvörsluaðilann og inna þau af hendi á árinu 2000 til þess að heimild skapist til að nýta þann frádrátt sem lög leyfa. Mótframlag launagreið- anda, sem kemur til frádrátt- ar þvi tryggingagjaldi, sem á hann verður lagt, getur hækk- að við þessa breytingu úr 0,2% í 0,4% og verið aftur- virkt með sama hætti. Um mótframlag þetta þarf hins vegar að semja við launa- greiðanda. Mótframlag þetta er ekki skilyrði fyrir rétti launamanns til frádráttar.‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.