Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 33 LISTIR Vann keppni um listskreyt- ingu Barna- spítalans SIGURÐUR Guðmundsson mynd- listarmaður sigi’aði í samkeppni um listskreytingu Barnaspítala Hringsins. Upphaflega var haldin opin samkeppni en forvalsnefnd valdi síðan 6 listamenn til að gera tillögu að listskreytingu nýja barnaspítalans. Dómnefnd valdi úr tillögum og var Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður bygg- ingarnefndar Barnaspítala Hrings- ins, formaður dómnefndarinnar, en auk hans áttu þar sæti tveir full- trúar Sambands íslenskra mynd- listarmanna, einn fulltrúi Barna- spítala Hringsins og einn fulltrúi Kvenfélagsins Hringsins. --------------- Lesið úr ævisögum á Súfístanum LESIÐ verður úr nýjum ævisögum á Súfístanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Laugavegi, í kvöld, þriðjudag, kl. 20. Þar les Sigurður A. Magnússon úr bók sinni Undir dagstjörnu og Dag- ur B. Eggertsson les úr bók sinni Steingrímur Hermannsson: forsæt- isráðherraárin. Ennfremur les Baldvin Halldórsson leikari úr bók Jóns Múla Árnasonar Þjóðsögur III og Hjalti Rögnvaldsson leikari les úr bók Agnars Þórðarsonar I leiftri daganna. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ami Sæberg Markús Orn Antonsson afhendir tónskáldinu Hauki Tómassyni verðlaunin. Tónverkið Saga verðlaunað I TILEFNI af 70 ára afmæli RUV var efnt til samkeppni um tónverk sem hefði sömu hljóðfæraskipan og Utvarpshljómsveitin 1943 en þá var sú hljómsveit hvað öflug- ust. Tvö verk bárust í keppnina og hlaut Haukur Tómasson verð- launin fyrir verk sitt „Saga“. Verkið var frumflutt við opnun sýningar í Ráðhúsinu 2. desember síðastliðinn af Caput-hópnum. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson. Verkið verður sent út beint 20. desember á afmælis- degi Utvarpsins, en þá verða sér- stakir tónleikar í Utvarpshúsinu til að minnast þessara tímamóta. Menningarborg Evrópu 2000 styrkti verkefnið sem og annað verk sem samið var af sama til- efni „Veturgnauð" eftir Guðmund Hafsteinsson. Það verk er fyrir fiðlu og píanó en það voru fyrstu hljóðfærin sem heyrðust í útsendingu útvarps 1930. Teikning eignuð Þórarni B. Þorlákssyni tekin af sýningu TEIKNING sem sett hafði verið upp á yfirlitssýningu á verkum Þórarins B. Þorlákssonar sem nýlokið er í Listasafni íslands var tekin niður rétt fyrir opnun þar sem ábending barst um að hugsanlegt væri að myndin væri ekki eftir listamanninn. „Þessi ábending kom frá það trú- verðugum aðila að við tókum verkið út,“ segir Ólafur Kvaran safnstjóri. „Ástæðan fyrir því að myndin hafði komið inn til okkar var sú að eig- endasagan sem fylgdi frá eigandan- um var mjög trúverðug," segir hann en bætir við að sú eigendasaga hafi ekki fengist staðfest skriflega frá eigandanum, Búnaðarbanka íslands. „Og það vai- líka ástæða fyrir því að við tókum myndina út af sýning- unni,“ segir Ólafur. Þá var hins veg- ar búið að búið að prenta sýningar- skrá, þar sem myndin er birt. Ólafur segir að umrædd teikning hafí verið mjög frábrugðin öðrum teikningum Þórarins í stíl en tækni- lega séð hafi ekkert bent til annars en að myndin væri eftir Þórarin. Teikningunni var skilað aftur til Búnaðarbankans. Nýjar plötur Ingibjörg Þor- steinsdóttir píanóieikari og Theodóra Þor- steinsdóttir söngkona. • ÚT er komin geislaplata með Theodóru Þor- steinsdóttur sópransöngkonu og Ingibjörgu Þorsteinsdóttur píanóleikara. Diskurinn nefnist I fjarlægð og hef- ur að geyma sönglög eftir ís- lensk tónskáld. Platan var hljóðrituð í Stykkishólmskirkju í apríl sl. Stúdíó Stemma sá um hljóðupptöku, upp- tökustjóri var Sigurður Rúnar Jóns- son. Theodóra er skólastjóri og söngkennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Ingibjörg er skóla- stjóri, píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Stykkishólms. Theodóra stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og einnig í Vínarborg. Ingibjörg stundaði tón- listarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og í London. Þær stöllur hafa starfað saman frá árinu 1982 og komið fram víða saman bæði hér- lendis og erlendis, ýmist með kórum eða tvær saman, haldið nokkra tón- leika saman og komið saman fram í útvarpi og sjónvarpi. Útgefandi er Fjölritunar- og út- gáfuþjónustan Borgamesi. Kýja pöruscnSingin cr I*omin Ömmu Antique, Hverfisgötu 37, sími 552 0190 Tölvunám er fjárfesting ^Forritun og kerfisfræði Fornám - 144 kennslustundir Markmiðið með þessu námskeiði er að undirbúa nemendur fyrir forritunar- og kerfisfræðinámið. Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa náð tvitugsaidri og hafa lokið að minnsta kosti þremur árum i framhaldsskóla. Þeir þurfa einnig að hafa haldgóða þekkingu á Windows umhverfinu og á notkun Intemetsins. Góð enskukunnátta er einnig nauðsynleg þar sem flestar kennslubækur í aðalnáminu eru á ensku. Til að komast áfram í forritun og kerfisfræði þurfa nemendur að ná lágmarkseinkunn f þeim prófum sem lögð eru fyrir. Um er að ræða kvöld- eða morgunnámskeið. Aðalnám - tvær annir - 594 kennsiustundir Markmiðið með þessu námskeiði er að svara vaxandi þörf atvinnullfsins fyrir starfsfólk til að vinna við forritun og kerfisfræði. Val kennslugreina miðast við að mæta þörfinni þar sem hún er mest þ.e. varðandi hópvinnulausnir og hiutbundna greiningu, hönnun og forritun (Object Oriented Development). Þetta nám hefur þegar skilað góðum árangri og er reynslan sú að þeir nemendur sem Ijúka náminu og ná tilskildum prófum eru eftirsóttir á vinnumarkaðnum. Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa haldgóða undirstöðumenntun, stúdentspróf eða hliðstæða menntun og/eða starfsreynslu eða hafa lokið fomámi. Þeir þurfa einnig að hafa haldgóða þekkingu á Windows umhverfinu og notkun Intemetsins. Framhaldsnám -144 kennsiustundir Nám þetta er ætlað þeim sem hafa lokið aðalnámi f fonitun og kerfisfræði og vilja auka við kunnáttu sfna tfl að takast á við krefjandi verkefni úti á vinnumarkaðinum. Námið byggirá forritun i Delphi og C++. Til að komast áfram í framhaldsnámið þurfa nemendur að hafa náð tilskilinni lágmarkseinkunn úr forritunar- og kerfisfræðnáminu. Tölvunám er lykillinn að íramtíðinni! Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði Simi: 555 4980 - Fax: 555 4981 til framtíðar! Innritun er hafin fyrir vorönn! ^Kerfis- & netumsjón (meauNux) U Tvær annir - 540 kennslustundir Markmiðið með þessu námskeiði er að mæta vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk með sérþekkingu á rekstri og umsjón netkerfa. Kennt verður á RedHat Linux og verður fjöldi þátttakenda á námskeiðinu takmarkaður við 12. Farið er ítarlega yfir Linux umhverfið og allar helstu grunnskipanir þess. Nemendur fá góða þjálfun I almennri notenda- og skráaumsjón, þar sem sérstaklega verða tekin fyrir réttinda- og öryggismál. Nemendur læra að þekkja helstu stýriskrár kerfisins og hvemig þær eru notaðar. Farið er yfir skeljar i Linux, skeljarskriftur, táknsegðir, ferilsstjómun og pipur. Einnig er farið er yfir helstu hugtök og heiti i netkerfum. Kynntar eru helstu tegundir netkerfa, s.s. staðamet (LAN), víðnet (WAN) og Intemet. Einnig er kynntur helsti vélbúnaður netkerfa. Teknir eru fyrirhelstu samskiptastaðlar, þar á meöal TCP/IP. Nemendur fá kennslu og æfingu í uppsetningu og umsjón helstu netþjóna (stuðst við Linux umhverfið). Farið er yfir allar helstu aðgerðir s.s. skráaflutning (FTP), fjarvinnslu (Telnet), nafnaþjónustu (Bind) og vefþjónustu (Apache). Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa haldgóða undirstöðumenntun, stúdentspróf eða hliðstæða menntun og/eða starfsreynslu. Þeir þurfa einnig að hafa haldgóöa þekkingu á Windows umhverfinu og notkun Intemetsins. Góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem kennsluþækur eru á ensku. Námið byggir á kennslu og verklegum æfingum og þarf að gera ráð fyrir nokkru heimanámi utan skólatlma. Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hlíðasmára 9 - 200 Kópavogi S(mi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Netfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Austurvegi 38 - 800 Selfossi Sími: 482 3937 og 482 1006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.