Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Okkar ástkæri faðir, sonur, tengdafaðir, afi, ættingi og kær vinur, ÓSKAR HAUKUR FRIÐÞJÓFSSON hárskerameistari, Austurströnd 4, Seltjarnarnesi, sem lést sunnudaginn 26. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 6. desember kl. 13.30. María Björk Óskarsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Haukur Óskarsson, Hulda Bjarnadóttir, Kristjana Jósepsdóttir, Jörundur Þorsteinsson, Óli Pétur Friðþjófsson, Ingiríður Oddsdóttir, Hólmfríður Friðþjófsdóttir, Michael Hohnberger, Bryndís Svavarsdóttir, Kolbrún Una Einarsdóttir, barnabörn og ættingjar hins látna. ÓSKAR ARNAR LÁRUSSON + Óskar Arnar Lárusson fædd- ist í Reykjavík 23. nóvember 1919. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 23. nóvember. Foreldrar Óskars voru Lárus Einars- son verkstjóri hjá Eimskip, f. 7.11.1893, og kona hans Guðrún Ólafs- dóttir frá Kirkju- landi í A-Landeyj- um, f. 25.05. 1895. Eftirlifandi eigin- kona Óskars er Þórhalla Guðna- dóttir frá Krossi í A-Landeyjum, f. 25.2.1925. Börn þeirra eru Lárus Ýmir kvikmynda- gerðarmaður, f. 1.3. 1949, og Helga Guðrún myndlistar- maður, f. 4.12.1963. Óskar starfaði um 30 ára skeið sem leigubifreiða- stjóri á Bifreiða- stöðinni Hreyfli. Útfór Óskars fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. * t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, DÓRA JÓHANNESDÓTTIR, Safamýri 81, Reylgavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 5. desember, kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ingi Þorbjörnsson, Guðmunda Kristinsdóttir, Sigurður Elli Guðnason, Sigríður Hanna Kristinsdóttir, Finnbogi Finnbogason, Hannes Kristinsson, Rósa Sigríður Gunnarsdóttir, Þóra Kristinsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug sem okkur var sýndur við andlát og útför okkar ástkæru UNU HALLDÓRSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Þorgeir Hjörleifsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Halldór Þorgeirsson, Arnaldur Máni Finnsson, Sjöfn Heiða Steinsson, Berglind Halldórsdóttir, Hákon Atli Halldórsson. t Útför systur okkar, mágkonu og frænku, HALLDÓRU EGGERTSDÓTTUR fyrrverandi námsstjóra, Stórholti 27, Reykjavík, fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 6. desember kl. 15.00. Hildigunnur Eggertsdóttir, Gissur Eggertsson, Sigríður Davíðsdóttir, Runólfur Runólfsson, Gerður Hafsteinsdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vin- áttu og hlýhug viö andlát og útför elskulegs föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS M. SIGURÐSSONAR mjólkurfræðings og fyrrum bónda í Austurkoti, Engjavegi 67, Selfossi, Magnús Pétursson, Ólafur Pétursson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður H. Pétursson, Ragnhildur Þórðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Jórunn Pétursdóttir, Þröstur V. Guðmundsson, Guðrún K. Erlingsdóttir, Pétur Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. Óskar Lárusson er látinn, and- látsdag hans bar upp á afmælis- daginn þegar hann varð 81 árs að aldri, þann 23. nóvember síðastlið- inn. Mínar fyrstu minningar um Ósk- ar eru frá bernsku- og uppvaxtar- árum mínum á Krossi í Landeyj- um. Þá kom hann akandi sunnan úr Reykjavík með konu sinni Þór- höllu Guðnadóttur, móðursystur minni, og með þeim var sonur þeirra Lárus Ýmir frændi minn, þá lítill strákur. Frændfólkið úr Reykjavík kom ætíð færandi hendi í sveitina með ýmsan glaðning sem auðfenginn var fyrir sunnan en sjaldséður í fábreytninni fyrir austan. Allt var það eftirminnilegt ungum sveitastrák. En eftirminni- legast var þó faratækið sem var gljáfægð og glæsileg drossía af fínustu gerð, en Óskar var á þeim tíma farinn að vinna sem leigubíl- stjóri á Biðfreiðastöðinni Hreyfli og stundaði þá atvinnu lengst af ævinnar. Slíkir farkostir voru sjaldséðir í sveitinni og vöktu þvi óskipta athygli þegar þá bar að garði. Halla frænka kom oft með Lárus litla og dvaldi hjá okkur um stundarsakir á sumrin en Óskar gat ekki haft langa viðdvöl því hann var bundinn af sinni atvinnu syðra. A Krossi var stór fjöl- skylda, afi og amma, foreldrar mínir og við fimm systkinin. Þar ríkti glaðværð og gestrisni og þeg- ar frændfólk að sunnan var hjá okkur var oft glatt á hjalla og margt til gamans gert. Þá eru ekki síður eftirminnilegar heimsóknir okkar að austan til Óskars og hans fjölskyldu þegar þau bjuggu vest- ur í bæ í Granaskjóli. Að loknu námi fyrir austan í barnaskóla og gagnfræðaskóla var afráðið að ég færi til náms í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1960. Foreldarar mínir bjuggu þá austur í Skógum og ég var tekinn í fóstur hjá Óskari og Höllu frænku, sem þá voru flutt að Bragagötu 35. Þar dvaldi ég tvo fyrstu veturna og var tekið opnum örmum eins og væri ég eldri son- urinn á heimilinu. Sú umönnun var mér unglingspiltinum ómetanleg þessi fyrstu ár í óþekktu umhverfi borgarinnar, þakkarskuldin fyrir slíkt er ævarandi og fyrnist ekki. Seinni hluta menntaskólaáranna var ég í fóstri hjá Þórarni frænda mínum og fjölskyldu hans í næsta nágrenni á Sjafnargötunni. Á þeim árum leit ég oft við hjá frændfólk- inu á Bragagötunni því leiðin lá ósjaldan þar hjá garði. Þegar for- eldrar mínir fluttu að austan sett- ust þau að í Reykjavík og bjuggu fyrst á Bragagötu 38, beint á móti húsi þeirra Óskars og Höllu. Helga systir mín var þá byrjuð að búa en við strákarnir fjórir vorum allir í skóla og bjuggum hjá for- eldrum okkar á Bragagötunni. Mikill samgangur var á milli heim- ilanna því ekki var nema yfir göt- una að fara og má segja að fjöl- skyldurnar byggju líkt og tvíbýlt væri á sama hlaðinu. Gestrisni var á Bragagötunni beggja megin göt- unnar og oft var mannmargt í þröngum húsakynnum þegar hóp- ur ungra kunningja að austan kom þar saman í góðu yfirlæti. Systurnar Bergþóra móðir mín, sem nú er látin, og Halla frænka voru líkar um margt sem þær og þau systkin höfðu frá afa og ömmu á Krossi, ekki síst hlýtt viðmót. Eg og við öll í okkar fjölskyldu vorum heimagangar hjá Öskari og Höllu um langt árabil, þar hefur alltaf verið gaman að koma og gott að vera. Óskar var listfengur og laginn, þetta kom fram í ýmsu því sem hann fékkst við einkum framan af ævi. Hann gekk í iðnskóla, lærði úrsmíði og fékkst við hana um skeið en þoldi illa vegna álags á augu og sjón. Hann fékkst talsvert við myndlist sem teiknari og mál- ari og var um skeið við nám í Handíða- og myndlistarskólanum, en þar kynntist hann Þórhöllu eig- inkonu sinni. Sum málverka hans frá þessum tíma bera ótvíræðan vott um listfengi hans og hæfi- leika. Óskar starfaði lengst af ævinnar sem leigubílstjóri á bifreiðastöð- inni Hreyfli. Á stöðinni þurftu bíl- stjórar oft að bíða löngum stund- um og var þá gjarna gripið í tafl enda varð Óskar slingur skákmað- ur, keppti fyrir sitt fyrirtæki á skákmótum og vann til verðlauna á þeim vettvangi. Hann lagði mikið upp úr því að eiga góða bíla og ók gjarnan á glæsivögnum. Einn slík- ur er mér öðrum fremur minnis- stæður, það var skærrauður og silfurkrómlitur Chevrolet af ár- gerðinni 1957. Enn þann dag í dag get ég ekki að mér gert að snúa mér við og horfa í aðdáun á eftir t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR SVÖLU INGVADÓTTUR, Borgarhrauni 12, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks M.N.D. samtak- anna og starsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun. Sæmundur Jónsson, Lilja Ósk Þórisdóttir, Jónatan Ásgeirsson, I. Karen Matthíasdóttir, Brian Lynn Thomas, barnabörn og barnabarnabörn. slíkum bílum þá sjaldan þeir sjást á gotum nú til dags. Óskar hafði gaman af ferðalög- um og stundaði þau sem bílstjóri meðan heilsan leyfði. Hann fór í jeppaferðir um ótroðnar slóðir uppi um fjöll og öræfi sem þá var miklum mun torsóttara en nú er orðið. Oft rifjaði hann upp slíkar ævintýraferðir ekki síst þegar hann fór með frétta- og blaðamenn um Hekluslóðir við upphaf eld- gossins mikla árið 1947. Á sumar- ferðum fékkst hann oft við stang- veiði og fór um árabil í veiðiferðir einkum vestur í Dalasýslu. Eitt það besta við veiðiferðirnar taldi hann hafa verið að borða nýveidd- an sjóbirting eldaðan á prímus á árbakkanum. Alla tíð fylgdist Óskar vel með þjóðmálum og stjórnmálum, bæði á innlendum og erlendum vett- vangi. I þeim efnum fór hann ekki dult með skoðanir sínar, hann var róttækur og gallharður vinstri sinni. Álit sitt á mönnum og má- lefnum sagði hann oft umbúðalaust og gat verið orðhvatur ef því var að skipta. Hann var ræðinn og skemmtilegur á að hitta, en skap- mikill var hann og gat verið þung- ur fyrir þegar svo bar undir. Óskar gekk aldrei heill til skóg- ar og átti oft óblíða ævi í baráttu við illvígan og sjaldgæfan bæklun- arsjúkdóm. Allt frá unga aldri dvaldi hann langdvölum á sjúkra- húsum vegna tíðra beinbrota. Síð- ar leiddi þessi heilsubrestur til vaxandi fötlunar og mörg síðustu æviárin var hann rúmfastur. Þetta setti mark sitt á manninn og allt hans líf, fjölskyldu og heimili. Halla frænka mín hefur alla tíð borið þessa miklu erfiðleika með manni sínum og fjölskyldunni allri af einstöku æðruleysi, manngæsku og hetjulund. Glaðværð og góðvild var aldrei látin víkja fyrir mótlæti eða skakkaföllum daglegs lífs. Nú að leiðarlokum þakka ég og fjölskylda mín Óskari samfylgdina og margar góðar stundir með hon- um og hans fólki á liðnum árum. Við sendum Höllu frænku, Lárusi og Helgu Guðrúnu okkar irinileg- ustu samúðarkveðjur. Njáll Sigurðsson og fjölskylda. Ég held að það séu forréttindi hverrar manneskju að fá að um- gangast forfeður sína, kynslóðirn- ar geta kennt hver annarri svo margt. Þessara forréttinda hef ég verið aðnjótandi í lífinu. Ég hef varið miklum tíma í ömmu og afa húsi á Bragagötunni, sérstaklega á mínum yngri árum, og ég held að ég sé betri manneskja fyrir vikið. Þangað er maður alltaf velkomin og maður gat alltaf verið viss um að einhver væri heima. Um leið og maður kemur þar inn fyrir dyr er eins og maður sé kominn í skjól frá umheiminum, þar er ekkert sem truflar. Að setjast inn í stofu til afa og spjalla við hann, lesa blöðin eða bara að hvíla sig var al- gert frí frá amstri dagsins. Þegar ég var krakki settist ég á rúm- stokkinn hjá honum og hann gaf mér nammi úr einhverri af krús- unum sínum eða stakk að mér smá aur, og í staðinn fékk hann koss á kinn. Og bæði vorum við ánægð með skiptin, hann þó enn ánægðari held ég. Ég kveð afa með þessum ljóðlínum Steins Steinarrs og bið að hann fari í friði. Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu og ax, og kvöldið stóð álengdar hikandi feimið og beið. Að baki okkur týndist í mistrið hin langfarna leið, eins og léttstigin barnsspor í rökkur hins hnígandi dags. Og við settumst við veginn, tveir ferðlúnir framandi menn, eins og fuglar, sem þöndu sinn væng yfir úthöfin breið. Hve gott er að hvfla sig rótt, eins og lokið sé leið, þótt langur og eilífur gangur bíði manns enn. (Steinn Steinarr.) Halla Björg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.