Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGMAR HJÁLMTÝR
JÓNSSON
+ Sigmar Hjáhntýr
Jónsson fæddíst á
Saursstöðum í
Haukadal í Dalasýslu
27. febrúar 1951.
Hann lést í Bergen í
Noregi 21. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Jón
Hjálmtýsson, f. 5.4.
1918, og Margrét
Sigurðardóttir, f.
20.2. 1923. Systkini
Sigmars eru Valur
Freyr, f. 1947; Helgi
Haukdal, f. 1949; Sig-
urður Breiðfjörð, f.
1952; Sesselja, f. 1954; Fróði Ingi,
f. 1955; Jóel Bæring, f. 1962.
Sigmar kvæntist 27. desember
1971 Huldu Sigurðardóttur, f. 5.
júlí 1951, frá Jafnaskarði í Staf-
holtstungum í Borgarfirði. Þau
slitu samvistir 1997. Börn Sig-
Jæja pabbi, nú ert þú dáinn og við
sitjum héma þrír bræðumir með ótal
spurningar í höfðinu en engin svör.
Undarleg tilhugsun það að eiga
aldrei eftir að sjá þig aftur eða að fá
símhringingu frá Noregi með þig hin-
um megin við línuna. Að hugsa sér að
við eigum engan pabba lengur og er-
um bara 28, 23 og 15 ára gamlir og
mars og Huklu eru:
1) Sigurður Már, f.
6.9. 1972, kvæntur
Margréti Rögnu
Kristinsdóttur, f.
25.2. 1972, dætur
þeirra eru Hulda
Karen og Telma Rut.
2) Stefnir Örn, f.
16.6. 1977, unnusta
hans er Valdís Eyj-
ólfsdóttir, f. 29.10.
1976. 3) Sævar Þór,
f. 24.10.1985.
Sigmar bjó frá ár-
inu 1970 á Akranesi
og starfaði lengst af
við járnsmíðar. Hann fluttist til
Hafnarfjarðar 1997 og síðan til
Noregs í júní 1999, þar sem hann
lést.
Útför Sigmars fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
eigum eftir að gera svo margt um æv-
ina. Svo margt sem væri gott að hafa
pabba sér til aðstoðar, t.d. sem svara-
mann í brúðkaupum okkar tveggja
yngri sona þinna, fæðingu bama-
bama þinna og uppeldi þeirra. En
sem betur fer varstu viðstaddur
brúðkaup elsta sonar þíns og fæðingu
barna hans, þeirra Huldu Karenar og
Ástkærir foreldrar okkar og tengdaforeldrar, afi og amma, sonur og
dóttir.bróðir og systir,
JÓN RÚNAR ÁRNASON og VILBORG JÓNSDÓTTIR,
Túngötu 17,
Keflavík,
sem létust af slysförum þann 30. nóvember verða jarðsungin frá Kefla-
víkurkirkju föstudaginn 8. desember kl. 14:00.
Jón Ingi Jónsson, Berglind Sigþórsdóttir
og Rúnar Ingi Jónsson.
Árni Rúnar Jónsson, Guðrún Andrea Borgarsdóttir
og Alexandra Líf Árnadóttir.
Björn Vilberg Jónsson.
Árni Vilhjálmsson Guðrún Magnúsdóttir.
Jón Stígsson Ingibjörg Björnsdóttir.
Kristín Árnadóttir, Vilhjálmur Árnason
Ingibjörg Gerður Bjarnadóttir.
Björn Línberg Jónsson Helga Jónsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GYÐA HELGADÓTTIR,
Víðihlíð, Grindavfk,
áður til heimilis
í Smáratúni 15, Kefiavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðviku-
daginn 6. desember kl. 14.00.
Þóra Helgadóttir, Njáll Skarphéðinsson,
Björn Helgason, Þóra Margrét Guðleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út-
farar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SVANHILDAR SIGRÍÐAR
VALDIMARSDÓTTUR,
Hólshúsi,
Sandgerði.
Valdimar Sveinsson,
Sigurlína Sveinsdóttir,
Einar Sveinsson, Kolbrún Kristinsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Telmu Rutar. Ó pabbi, þær héldu svo
mikið upp á þig og þá sérstaklega
Hulda Karen, hún dýrkaði þig.
Pabbi, við þökkum fyrir allar þær
stundir sem við fengum að eiga með
þér og sérstaklega þær sem við áttum
í bílskúmum sem voru óteljandi og öll
þekkingin þaðan er ómetanleg. Því
miður er enginn eins mikill þúsund-
þjalasmiður og snillingur eins og þú
varst, þú gast allt og vissir hvemig
átti að gera allt.
Elsku pabbi, við vonum að núna
sért þú í góðum höndum og líði vel.
Bless pabbi og takk fyrir allt.
Þínir
Sigurður Már Sigmarsson,
Stefnir Öm Sigmarsson,
Sævar Þór Sigmarsson.
Okkur langar til að minnast þín
með fáeinum orðum. I dag verður þú
lagður til hinstu hvfldar. Eftir stönd-
um við og fáum engin svör. Maður í
blóma lífsins sem átti svo margt eftir.
Eg varð þess aðnjótandi að fá að
kynnast þér og fjölskyldu þinni þegar
ég fór að vera með unnusta mínum.
Þar sá ég fljótt að góð fjölskylda var
þama á ferðinni, sem bauð alla vel-
komna á heimili sitt og oft var margt
um manninn. Þær vom ófáar stund-
imar, sem við áttum öll saman í eld-
húsinu á Laugarbrautinni, spjallandi
um heima og geima. Þú varst ræðinn
maður, sem hafðir ýmsan fróðleik að
færa okkur um lífið og tilveruna. Við
minnumst oft orða þinna: „krakkar
mínir“, þau sögðu svo margt. Þú lést
velferð annarra þig varða og hlýjan
sem þú gafst frá þér var einlæg. Þú
hafðir nóg af henni fyrir aðra, en
skortir hana oft í eigin garð.
Við minnumst stundarinnar er við
komum til ykkar Huldu og Sævars
þegar þið vorað nýflutt til Grindavík-
ur. Við töluðum svo mikið saman að
áður en varði var langt á nótt liðið og
ekki kom annað til greina en að við
gistum. Mikið var þá gott að vera hjá
ykkur. Ferðin vestur í Dali á þorra-
blót með þér og Huldu var sömuleiðis
ógleymanleg.
Síðustu árin hafa verið þér erfið.
Sjúkdómurinn fór smám saman að ná
tökum á þér. Fyrir fáeinum árum
þegar þú varst veikur og lást á
sjúkrahúsi í Reykjavík áttum við góð-
an dag saman. Þú fékkst að fara með
okkur heim og við elduðum góðan
mat og fóram í langa gönguferð um
Elliðaárdalinn. Við töluðum ótal
margt um lífið og yndislegu drengina
þína, sem þú varst svo stoltur af.
Undanfarin ár hittumst við sjald-
an. Leiðir ykkar Huldu skildu, þú
fluttir suður og síðan til Noregs.
Elsku Sigmar. Við treystum því að
þér líði vel núna. Þjáningum þínum
hefur linnt og við biðjum góðan guð
um að vemda þig. Við vitum að þú
munt í fjarlægð fylgjast með sonum
þínum, konum þeirra og barnaböm-
um vaxa úr grasi og dafna.
Góður guð færi honum frið og um-
lyki hann með Ijósi sínu. Um leið og
við kveðjum góðan vin þökkum við
fyrir allar samverastundmnar og
góðu minningamar, sem verða
geymdar eins og perlur í hjarta okk-
ar.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta;
ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið....
en þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug,
sál mín lyftist upp til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur,
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfirlífmu....
(Höf.ók.)
Við biðjum góðan guð að gefa
Huldu, Sævari, Stefni og Sigga og
öðram ástvinum styrk í þeirra miklu
sorg.
Hvfl í friði.
Lára og Skarphéðinn.
Sigmar kom til Noregs og þar með
til Rör- og Stalmontering sumarið
1999.
Hann var ný og viðkunnanleg til-
breyting í okkar hversdagslíf. Hann
var jákvæð manneskja með ótrúlega
marga og góða eiginleika. Sigmar leit
á Noreg sem draum sem orðinn var
að veruleika og það var greinilegt að
hann blómstraði.
Eftir því sem tíminn leið, skildum
við að það var eitthvað sem íþyngdi
sálarlífi Sigmars.
Við vitum í dag að þessi vandamál
ristu mikið dýpra en þau vandamál
sem hann sem nýbúi í Noregi myndi
mæta. Hann var langt niðri haustið
1999 af því að hann lentií vandræðum
með að fá norskt bflnúmer á bflinn
sinn. En hann komst yfir þetta með
góðri hjálp frá þeim félögum sem
hann hafði eignast.
Eins og við kynntumst Sigmari var
hann maður með marga leyndar-
dóma. Hann sagði mikið frá sjálfum
sér og lífinu á Islandi, en hann lét það
vera að segja alveg allt, nokkuð sem
við vitum í dag.
Það er auðvitað erfitt að segja til
um hvort við hefðum getað gert eitt-
hvað meira fyrir Sigmar, ef við hefð-
um vitað það sem við vitum í dag. Það
er líklega spurning sem við fáum
aldrei svar við.
Það er þung og erfið stund fyrir þá
félaga og vini sem Sigmar hefur eign-
ast hér í Noregi að þurfa nú að kveðja
hann. Hans mun lengi vera minnst á
meðal okkai- fyrir sinn faglega dugn-
að og góða máta við að umgangast
fólk. Það var því miður ekki lengi sem
við fengum að vera saman, en okkur
hafði öllum lærst að líka vel við Sig-
mar. Hann mun verða í huga okkar
um langa hríð.
Friður ríki yfir minningu Sigmars.
Kveðjur frá
vinnufélögum og vinum
í Bergen, Noregi.
Hvað þú leiðst,
viðvissumekM.
Þó svo þú byrðamar bærir
sem þú leyndir til hins hinsta.
Takk fyrir allt sem þú varst okkur.
Þú hefur loksins fengið frið.
SofðuróttkæriSigmar.
Kærar kveðjur frá
Róbert Brun, Irene Lund,
Thomas Lund Brun og
Preben Lund Brun.
Mig langar að minnast þín, Sigmar
minn.
Ég hef þekkt þig frá því ég man
eftir mér. Þú varst giftur henni
Huldu frænku minni.
Það var alltaf svo gaman þegar þú
komst í heimsókn. Þá settist þú oft
við skemmtarann okkar og ef þú
komst í nikkuna mína þá varst þú
óstöðvandi.
Að vísu kynntist ég þér ekki al-
mennilega fyrr en eftir að þið Hulda
skilduð. Þá komst þú alltaf við hjá
okkur uppi á Kjalamesi á ferðum þín-
um milli Akraness og Hafnarfjarðar.
Þér fannst gott að geta sest niður yfir
kaffibolla og spjallað um lífið og til-
verana. Alltaf nefndir þú strákana
þína og talaðir um afabörnin þín. Þú
saknaðir þeiira og hefðir gaman vilj-
að að það væri meira samband á milli
ykkar. En því miður gastu ekki boðið
þeim heim til þín eins oft og þú vildir
því þú varst í einu litlu herbergi á
sama stað og vinnan þín.
í febrúar ’99 fluttir þú svo inn á
heimili okkar og bjóst hjá okkur um
nokkum tíma. Það varð mikil breyt-
ing á þér. Þú varst svo niðurdreginn
og einmana og stundum í eigin heimi
þegar þú komst í heimsókn. En eftir
að þú fluttir til okkar fór lífið að
breytast hjá þér.
Það fór að verða aftur eins og allir
eiga að venjast, venjulegt heimilislíf.
Og þú tókst þátt í því eins og hver
annar.
Þú sinntir börnunum okkar eins og
þau væra þín eigin. Þú sagðir þeim
sögur og ævintýri. Stundum teiknað-
ir þú myndir með ævintýranum og
fannst þeim það mjög gaman. Sakna
þau þín sárlega eins og við öll.
Þú áttir draum sem varð að vera-
leika þegar þú ákvaðst að flytja út til
Noregs. Þú sást bjartari framtíð þar
en hér á Islandi. Þú hafðir samband
við okkur síðastliðið vor og þá gekk
aUt vel og framtíðin blasti við þér.
Elsku Sigmar minn, við söknum
þín sárt og sendum við foreldram þín-
um, sonum og barnabömum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hafðu þökk fyrir allt og hvfl þú í
friði.
Sigrún Kjæmested og fjölskylda.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinai’ til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfm Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
aS.HELGASONHF
STEINSMIÐJA
Skemmuveqi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone@vortex.is
er meitluð
ístein.
Varanleg
minning