Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 'í 11 ...... UMRÆÐAN Sigrún Guðrún Ebba Þorsteinn Grendal Ólafsdúttir Sæberg v Leysið deiluna strax í NÝJU Kennarasambandi ís- lands eru sex félög: Félag fram- haldsskólakennara, Félag grunn- skólakennara, Félag tónlistar- skólakennara, Skólastjórafélag íslands, Félag stjórnenda í fram- haldsskólum og Félag kennara á eftirlaunum. Öll félögin nema það síðasttalda eiga samkvæmt lögum KÍ að gera kjarasamninga fyrir fé- -lagsmenn sína. Sveitarfélögin í landinu eru vinnuveitendur kenn- ara og skólastjóra í grunnskóla og tónlistarskóla en ríkið kennara og stjórnenda í framhaldsskólum. Undirrituð eru formenn félaga sem semja við launanefnd sveitar- félaga en Félag framhaldsskóla- kennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum semja við samn- inganefnd rikisins. Við lýsum yfir vonbrigðum okkar og áhyggjum vegna verkfalls framhaldsskóla- kennara og ráðaleysis stjórnvalda við að leysa deiluna. Menntun á okkar tímum er að verða æ stærri og þýðingarmeiri þáttur i lífi sér- hvers einstaklings og einnig fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Það skýt- ur því skökku við að ráðamenn þjóðar sýni störfum kennara þá lít- ilsvirðingu sem raun ber vitni og geri um leið lítið úr gildi menntun- ar. Þjóðin á rétt á að hér sé stuðl- að að uppbyggilegri þróun menntamála á öllum skólastigum. Verkfall er neyðarúrræði Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið á fjórðu viku og lausn þeirrar kjaradeilu er ekki í sjónmáli. Á meðan bíða um 20.000 námsmenn þess að fá að halda áfram námi sínu og óvissan magn- ast um framvindu og lok yfirstand- andi skólaárs. Viðbrögð ráða- manna hafa helst verið þau að annars vegar hafna kröfum kenn- ara og hins vegar að benda þjóð- inni á að verkfall sé einhverskonar tímaskekkja sem skili ekki tilætl- uðum árangri. Forystumenn þjóð- arinnar hafa á þennan hátt reynt að fría sig ábyrgð á því hvernig komið er, rétt eins og það komi þeim ekki hið minnsta við, og gert sér meira far um að sverta mál- stað kennara sem mest þeir mega. Öllum þorra manna er hins vegar ljós sú staðreynd að verkfall er - neyðarúrræði sem gripið er til þegar allt annað þrýtur og því hefðu bæði fjármála- og menntamálaráðherra átt að gera sér grein fyrir, löngu áður en samningstímabili lauk. ítrekað var reynt að fá fulltrúa ríkisins til við- ræðna um gerð nýs kjarasamnings fyrir framhaldsskólann en áhuginn var ekki meiri en svo að grípa þurfti til neyðarúrræða. Mikilvægi menntunar? Menntamálaráðherra sem talað Jjefur fjálglega um mikilvægi ‘menntunar er í dag upptekinn af því að benda á að þar sem kröfur kennara taki ekki mið af hinni al- mennu stefnu ríkisstjórnarinnar í launamálum sem hún og stuðn- ingsmenn hennar hafi mótað hafi hann ekkert við kennara að tala. Þó hlýtur ráðherra að vita sem al- þjóð veit að það sem helst hefur staðið skólastarfi fyrir þrifum er skortur á kennurum til starfa þar sem skólarnir eru ekki lengur samkeppnishæfir { baráttunni um hæft fólk til starfa. Menntamálaráðherra er upp- teknari af því þessa dagana að velta fyrir sér hvort hann stækki Kennarar Mikilvægi kjaravið- ræðnanna við fram- haldsskólakennara nú, segja Guðrún Ebba Qlafsddttir, Sigrún Grendal og Þorsteinn Sæberg, skal ekki vanmetið. ekki jafnt og þétt, sá hópur sem hafi andúð á málstað og málflutn- ingi forystumanna kennara í stað þess að leggja sitt af mörkum til að leysa deiluna. Flestum er þó ljóst að kennarar og forystumenn þeirra róa nú lífróður til bjargar skólastarfi til framtíðar. Fjármálaráðherra metur kennara ekki Fjármálaráðherra hefur látið þau orð falla að kröfur kennara séu allt of háar og vísar í því sam- bandi stöðugt til heildarlauna kennara. Hann hefur hins vegar ekki haft fyrir því útskýra að þeir kennarar sem haldið hafa tryggð við skóla sína kenna í dag miklu meira en þeir kæra sig um og því eru heildarlaun þeirra í dag ekki sá mælikvarði sem réttlætanlegur er. Kröfurnar snúast nefnilega um það að launakjör kennara verði sambærileg við aðra háskóla- menntaða starfsmenn og ekki síð- ur að framhaldsskólinn verði sam- keppnisfær um vinnuafl. Framtíð í hættu - leysið deiluna Þeir aðilar sem tryggast hafa staðið við bakið á kennurum og þeirra kröfum hafa verið nemend- ur framhaldsskólanna sem framar öðrum hafa gert sér ljóst að úr- bóta er þörf. Mikilvægi góðrar menntunar er það veganesti sem skiptir þá mestu máli í dag og mun skapa þeim þann grunn sem fram- tíð þeirra byggist á framar öðru. Þeir vita að þú býrð lengi að góð- um kennara og því er þeim mikil- vægt að til skólanna ráðist allaf þeir bestu kennarar sem völ er á. Mikilvægi kjaraviðræðnanna við framhaldsskólakennara nú skal ekki vanmetið því í raun snúast þær viðræður ekki einvörðungu um bætt kjör þeirra sem við skól- ana starfa í dag heldur ekki síður um framtíð öflugs skólastarfs í landinu. Guðrún Ebba er formaður Félags grunnakólakennara, Sigrún erfor- rnaður Félaga tóniistarskólakennara og Þorsteinn er formaður Skóla- atjórafélags fslands. Eg er þjóðremba! ÉG ER þjóðremba. Ég viðurkenni það. Þegar kemur að ís- lensku leikhúsi þá er ég þjóðremba. Mér hefur alltaf þótt (og þykir enn) það merki- legri frétt þegar nýtt íslenskt leikverk birt- ist á fjölum leikhús- anna en þegar erlend- ur raimveruleiki - eða óraunveruleiki - er borinn á borð fyrir áhorfendur hér á Fróni. Ég er bara þjóðremba og ég ræð ekki við það. Mér finnst það alltaf stórmerkilegur hlutur þegar íslenskur höfundur kveður sér hljóðs og fær með sér fjölda leikhúslistamanna til að skapa leiksýningu sem fjallar um okkur, Islendinga, að fornu eða nýju, abstr- akt eða raunsætt. Það vita allir sem vilja hvílíkt grettistak það er að koma leikverki í sýningarhæft form en óhætt er að segja að það þyngist um allan helming þegar verkið er nýtt - heitt úr prentaranum, hefur hvergi verið sýnt áður og enginn veit nákvæmlega hver útkoman verður. „Á mörkunum“ Ástæða þess að ég hef þennan pistil með þessum orðum er leiklist- arhátíðin ,Á mörkunum“ sem Sjálf- stæðu leikhúsin og Reykjavík menn- ingarborg standa að. Sjálfur er ég formaður framkvæmdanefndar há- tíðarinnar og finn mig knúinn til að rita þessi orð. Liggja þar nokkrar ástæður að baki. Sú fyrsta er að ég varð að viðurkenna þjóðrembutil- hneigingar mínar. Önnur er sú að ég er svo yfirfullur af þakklæti og gleði fyrir hönd okkar í framkvæmda- stjóminni og Sjálfstæðu leikhús- anna - já og leikhúss almennt, í garð stuðningsaðila okkar og Reykjavík- ur - menningarborgar. Án fjár- hagsstuðnings hennar hefði þessi hátíð aldrei komist á koppinn. Á há- tíðinni voru frumsýnd sex ný íslensk verk sem öll hafa hlotið framúr- skarandi gagnrýni. Viðtökur áhorf- enda hafa einnig farið fram úr björt- ustu vonum. Þessi verk eru: Dóttir skáldsins e. Svein Einarsson, í sýn- ingu Icelandic Take-away Theatre, sem einnig sýnir Háaloft e. Völu Þórsdóttur. Dansleikhús með Ekka samdi dansleikverk ásamt með Sylvíu von Kospoth sem ber nafn- ið Tilvist. Hallgrímur H. Helgason samdi Trúðleik sem Leikfélag Islands sýnir. I Hafn- arfjarðarleikhúsinu eru sýndir Vitleysingarnir e. Ólaf Hauk Símonar- son og loks er það Góð- ar hægðir e. Auði Har- alds sem Drauma- smiðjan sýnir. Aldrei fyrr hafa jafn- mörg ný íslensk leik- verk staðið áhorfend- um til boða og nú á þessu hausti. Þeir taka líka við sér og storma í leikhús. íslendingar vilja sjá íslensk leikrit og því er leiklistar- hátíð eins og ,Á mörkunum“ mjög mikilvæg. Eg og við í Sjálfstæðu leikhúsunum erum ykkur, íslend- ingum, þakklát. íslensk leikritun Nú langar mig aðeins að ræða hvað hefur verið gert til að efla ís- lenska leikritun á síðastliðnum tíu árum eða svo. Á málþingi um ís- lenska leikritun, sem var haldið í Kaffileikhúsinu hinn 30. okt., í tengslum við hátíðina, kom fram hve lítið hefur verið gert á undanförnum árum til að styðja við bakið á ís- lenskum leikskáldum í gegnum tíð- ina. Þjóðleikhúsið hefur mjmdast við að hafa höfunda á launum á þeim áratug sem var að líða og sömuleiðis gengist fyrir leikritasamkeppnum. Hins vegar kom fram á málþinginu hjá höfundunum sjálfum að ekki væri nóg að gert. Leikfélag Reykja- víkur gekkst fyrir höfundasmiðju um miðjan áratuginn sem gerður var góður rómur að en sú smiðja lognaðist út af að tveimur árum liðn- um. Þó er ekki að efa að það sem þessi tvö leikhús hafa gert skilar sér á endanum í því að fleiri rithöfundar skrifa gagngert íyrir leiksviðið. Rétt er einnig að nefna tvö leikhús innan vébanda Sjálfstæðu leikhúsanna sem eingöngu sýna ný íslensk verk. Möguleikhúsið sýnir aðeins ný ís- lensk barnaleikrit og Hafnarfjarðar- leikhúsið hefur sömuleiðis eingöngu ný íslensk leikrit á verkefnaskránni. Það hefur sýnt sig að hægt er að reka þessi leikhús á þessum forsend- um. Ekki má heldur gleyma öllum Leikhús Aldrei fyrr hafa jafn- mörg ný íslensk leik- verk, segir Gunnar Helgason, staðið áhorf- endum til boða og nú á þessu hausti. þeim fjölda sjálfstæðra leikhúsa sem hafa í gegnum tíðina tekið æ fleiri ný íslensk verk til uppsetningar þrátt fyrir lítil fjárráð. Og loks ber að nefna ,Á mörkunum“ sem er stærsta einstaka átakið til að efla nýsköpun á sviði leikritunar hér á landi. En betur má ef duga skal. Við verðum að tryggja það að þessi há- tíð, hátíð íslenskrar leikritunar, sé komin til að vera. Mikið er nú rætt um það hvernig megi halda þeim fjármunum sem fóru í menningar- borgarverkefni Reykjavíkur áfram í listinni. Þau svör sem ráðamenn gefa eru að nú skuli efla Listahátíð í Reykjavík til mikilla muna og þann- ig tryggja það að alltént hluti þess- ara fjármuna haldist innan listageir- ans. Má ég þá leggja til að ,Á mörkunum" verði framtíðarhátíð sem verði haldin annað hvert ár og þá jafnvel í tengslum við dagskrá Listahátíðar. Ég skora einnig á leik- hússtjóra stofnanaleikhúsanna að ljá okkur í Sjálfstæðu leikhúsunum lið í baráttunni fyrir framhaldslífi „Á mörkunum“. Það hlýtur að vera hag- ur allra leikhúsa að efla íslenska leikritun. Það er nefnilega óhrekjan- leg staðreynd að höfundur sem fær leikritin sín sýnd tekur meiri fram- förum og verður betri en sá sem skrifar fyrir skúffuna. Og því fleiri starfandi höfundar, þeim mun meiri líkur eru á að meistarastykki, klass- ík, ódauðlegt listaverk sem mun lifa með Islendingum um ókomin ár líti dagsins ljós. Það er einnig óhrekjan- legt að góð leiksýning, hvar sem hún er sýnd, hjálpar öðrum leiksýning- um, hvar sem þær eru sýndar. Tök- um því höndum saman, leikhúsfólk, leikhúsgestir og ráðamenn, og höld- um áfram ,Á mörkunum". Höfundur er leikari. Gunnar Helgason Auðmenn í fyrirrúmi GÍFURLEG eigna- tilfærsla og misskipt- ing hefur orðið í þjóðfé- laginu í tíð þessarar ríkisstjómar með þeim afleiðingum að sífellt vex bilið milli ríkra og fátækra. Hver stjómvaldsað- gerðin rekur aðra á kjörtímabilinu, þar sem mulið er undir þá sem mest hafa fyrir á sama tíma og þrengt er að tekjulágu fólki í þjóðfé- laginu. Þessa dagana beitir ríkisstjómin sér fyrir aukinni skattbyrði á almennmg sem nem- ur 2,5 milljörðum króna, en lækkar um leið skatta á forríka fjármagn- seigendur um a.m.k. sömu fjárhæð. Stríðsyfirlýsing Fram hefur komið að forysta ASÍ telur að forsendur kjarasamninga séu á mörkum þess að bresta, m.a. vegna fyrirhugaðra ^ skattahækkana ríkisstjómarinnar. í útreikningum þeirra kemur fram að rétt tæplega fjórðungur af almennum launahækk- unum þessa árs hyrfi í skattahækk- un. Jafníramt hefur ASÍ réttilega bent á að verði ekki gripið til hækkunar á skattleysismörkum muni ríkisstjómin ganga á bak orða sinna, en ríkisstjómin gaf fyr- irheit um það í tengslum við kjarasamning að skattleysismörk myndu á næstu þremur áram fylgja launaþróun. Verði skattleysismörk- um ekki breytt hefur það í för með sér að 2-3 þúsund manns í hópi lá- glaunafólks, náms- manna og lífeyrisþega sem nú era skattlaus sökum hungurtekna fara að greiða skatta. Það er hrein stríðsyfirlýsing og blaut tuska framan í launafólk sem er nýbúið að semja um kjör sín til næstu þriggja ára að hrifsa til baka hluta umsaminna launahækkana með skattahækkunum. 636 einstaklingar með 20 milljarða söluhagnað Um leið og þessi skattlagning á launafólk er að ganga yfir leggur rík- isstjómin fram á Alþingi frumvarp um frekari skattívilnanir til auð- Jóhanna Sigurðardóttir Skattar Um leið og þessi skatt- lagning á launafólk er að ganga yfír, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, leggur ríkis- stjórnin fram frumvarp um frekari skattívilnan- ir til auðmanna. manna með fullar hendur fjár. Á áranum 1998 og 1999 fylltu þennan hóp 636 einstaklingar sem á þeim árum gátu frestað 20 milljarða króna söluhagnaði sem átti að bera 38% skatt og gefa ríki og sveitarfé- lögum í tekjur allt að 8,5 milljarða króna. Skattur af þessum söluhagn- aði mun samkvæmt frumvarpi ríkis- stjómarinnar lækka úr 38% í 10%, sem áætla má að þýði í tekjutapi 3^ milijarða hjá ríkissjóði á næsta ári. Það er ástæða til að velta fyrir sér hvort framsóknarmenn líti á það sem hlutverk sitt að þjóna íhaldinu og skjólstæðingum þess í þessari ríkis- stjóm. „Fólk í fyrirrúmi," sögðu framsóknarmenn fyrir kosningar. Það loforð efna þeir með því að setja auðmenn í fyrirrúm eftir kosningar. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.