Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 66
86 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 HESTAR MORGUNBLADIÐ Er fullkomn- un fólgin í tíunum? Tían er toppurinn í kynbótadómum. Hún á að undirstrika fullkomleika eiginleikans sem um ræðir hverju sinni. Valdimar Krist- insson rifjar hér upp eftirminnilegar tíur sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina. Hin geðprúða Blika frá Árgerði og Sigvaldi Ægis- son á fjórðungsmóti á Melgerðismelum en síðar um sumarið tókst þeim að sannfæra dómara um að Blika hefði hið fullkomna geðslag. Hrímnir frá Hrafnagili, sem Björn Sveinsson situr, hefur verið talinn ímynd hins besta í frambyggingu íslenskra hrossa en þessi fagri hestur hefur aldrei í dóm komið. Morgunblaðið/Valdimar Rauðhetta frá Kirkjubæ hlaut 10 fyrir tölt og virðast hestamenn al- mennt sáttir við þann dóm enda hryssan forkunnar fögur og góð. Þórð- ur Þorgeirsson situr hryssuna á landsmóti 1994. EITT af mörgum vinsælum og áhugaverðum umræðuefnum hesta- manna er það hvort einstök hross hafi verðskuldað að fá tíu í einkunn fyrir einhvem eiginleikanna sem metnir eru í kynbótadómi. Eftir að ljóst varð að auka þyrfti teygni í einkunnagjöf kynbótamatsins og tölvunnar vegna hafa tíumar orðið mun algengaii en var hér áður fyrr. En það er eins og gjamt er þá velta menn þessum hlut- 4 'im mikið fyrir sér. Það hvort hross í'ær þessa topp einkunn eða 9,5 skipt- ekki höfuð máli um kynbótagildi -ripsins en í hörðum slag á kynbóta- ýningu getur þessi hálfi í einkunn áðið hvort hross er í 1. eða 2. sæti og íst er að oft er hart slegist um sætin. Þama geta líka verið um umtalsverð- ;ir fjárupphæðir að ræða þótt ein- kunn fyrir eitt einstakt atriði ráði kannski ekki öllu. Þó má segja að tvö dómsatriðanna í hæfileikum, tölt og fegurð í reið vigti býsna þungt í verð- < mati á gripnum. Sem dæmi má nefna að ef hross fengi 10,0 fyrir báða þessa eiginleika myndi verð þess að líkind- um rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel þó að veilur væm í öðram eiginleikum. Allir geta verið sammála um að gefa beri vel fyrir úrvals góða eigin- leika en dásamleiki hestamennskunn- ar felst kannski ekki síst í því hversu ósammála eða kannski réttara að segja hversu skiptar skoðanir geta verið um mat á hrossum og sýningum þeiira. Við lauslega talningu má gera ráð fyrir að í ríflega 20 tilfellum hafi hross fengið 10,0 í einkunn í kynbótadóm- um hér á landi. I nokkrum þessara til- fella virðist ríkja fullkomin sátt en flestum þeirra er meiri eða minni ágreiningur um. Skeiðeinkunn Náttfara frá Ytra- Dalsgerði virðast flestir ef ekki allir sáttir við. Hann hlaut þessa einkunn á landsmóti á Skógarhólum 1978 þar sem hann var tvímælalaust stjarna mótsins. Hann sló fyrst í gegn fjög- urra vetra á landsmóti fjórum áram áður með skeiðsprettum í algjöram sérflokki. Náttfari kom fram all- nokki’um sinnum eftir það og undir- strikaði vel sína toppeinkunn með það sem kalla mætti fullkomið skeið. Hann hafði frábært skeiðsnið, gott svif, hárrétta stillingu bæði á baki, hálsi og höfði og mikinn hraða. Það er kannski kaldhæðnislegt að segja það en staðreynd er sú að þegar þessi frá- bæri vekringur fékk tíuna vora sprettir hans hvað lakastir. Má þar um kenna því að klárinn var vel þyngdur en þá voru engar hömlur á þyngd fótabúnaðar kynbótahrossa og hinu að skeiðbrautin á Skógarhólum var ekki eins og best varð á kosið. Margar góðar myndir af skeiðsprett- um Náttfara gegnum tíðina sýna vel að hann verðskuldar þessa einkunn en hins vegar era eðli málsins sam- kvæmt engar góðar skeiðmyndir til af honum frá landsmótinu á Skógar- hólum. Þar var hann fjórtaktaður og oft hálfskondrandi þótt yfírferðina og kraftinn vantaði ekki. En þrátt fyrir þetta virðast menn almennt sáttir við tíuna hans Náttfara. Fundið að háls- og höfuðburði Annar vekringur Hjörvar frá Ket- ilsstöðum fékk í tvígang 10 fyrir skeið og virðist hann fá góðan frið með hana. Skeiðlag hans er ekki ósvipað og Náttfara, helst var að hann felldi hálsinn meira en Náttfari gerði þegar hann var lagður á léttum fótabúnaði. í gæðingakeppni var skeiðið hjá Hjörvari fallegra enda virtist henta honum vel að fá hóflega aukvigt á framfætur. Þeir feðgar Svartur frá Unalæk og sonur hans Númi frá Þóroddsstöðum hafa báðir fengið 10,0 fyrir skeið en aðeins hefur borið á efasemdum um réttmæti þeirra einkunna. Ekki er um deilt að báðir era þeir feiknamikl- ir vekringar, rúmir og gripamiklir. Það sem er hins vegar sett út á er háls- og höfuðburður þeirra sem þyk- ir full hár og samanborið við Náttfara ná þeir ekki þeirri fullkomnun sem sumum finnst að þurfi aðyera til stað- ar til að fá toppeinkunn. í þessari um- ræðu verður sumum tíðrætt um að hestar þurfi að vera í réttri stillingu fyrir gangtegundina til að fá hæstu einkunn. Gott dæmi um þessa skoðun er sú gagnrýni sem fram kom þegar Gustur frá Grand fékk 10,0 fyrir brokk. Þá var klárinn mjög reistur og höfuðburður ekki fullkomnu í jafn- vægi. Slík stillingu á hesti er ekki sú sem talin er eðlileg fyrir brokk og rökin þau að ef Gustur verðskuldaði 10 fyrir brokk ætti hestur sem brokk- ar jafn vel og Gustur en væri með felldan háls og höfuð því sem næst í lóð að fá 10,5 eða jafnvel 11,0. En kostir brokksins hjá Gusti og það sem heillaði dómara var mikið svif, gott framgrip og kraftur. Aðeins eitt hross, Blika frá Árgerði hefur hlotið 10,0 fyrir geðslag áður en farið var að dæma það með viljanum. Hún hlaut þessa einkunn á landbún- aðarsýningu 1987 en hafði áður hlotið 8,5 á fjórðungsmóti á Melgerðismel- um fyrr um sumarið. Rökstuðningur fyrir þessari einkunn var fyrst og fremst sá að hryssan hefði komið nokkrum sinnum í dóm og ávallt lagt sig alla fram um að þóknast knapan- um í hvívetna. Ekki hafa heyrst efa- semdir um þessa einkunnagjöf enda bauð hryssan af sér mjög góðan þokka og féll fólki mjög vel í geð. Það sem hins vegar er athyglisvert við þessa einkunn er sú staðreynd að mat á geðslagi þótti og þykir enn mjög erfitt og því vora einkunnir mjög mið- lægar. Þóttu dómarar því sýna mik- inn kjark að stíga þetta skref en kannski ósanngjamt að ekki skuli fleiri hross hafa komist út úr hinni ríkjandi miðlægni í mati á geðslagi. A þessu ári fékk einn hestur Hug- inn frá Haga 10,0 fyrir vilja og geðs- lag eftir nýja fyrirkomulaginu og var þar lagður grannur að hæfileikaein- kunn yfir 9,0 sem er fágætur árang- ur. Um Huginn hefur verið óti-úlega hljótt þrátt fyrir þessar háu einkunn- ir, hann virðist hafa fengið góðan frið með þessa tíu sína og má því ætla að fjöldinn samþykki hana. Hesturinn er afar þjáll og meðfærilegur en um leið mjög viljugur sem er það sem leitað er eftir samkvæmt ræktunarstaðlin- um. Nokkur hross hafa hlotið 10 fyrir vilja samkvæmt gamla fyrirkomulag- inu og er þar fyrst að nefna Kolbrúnu frá Hólum. Þessa einkunn hlaut hún fyrir rúmlega þijátíu árum þegar menn töluðu um fjör í hrossum og tamningaraðferðir og reiðmennska var með þeim hætti að margir hlutir vora mjög yfirskilvitlegir og óræðir. í dag myndi slíkur vilji vera kenndur viðspennu og/eða ofríki og að líkind- um dregin niður í einkunn. Sömu sögu er að segja um Perlu frá Kaðal- stöðum sem efst stóð í flokki sex vetra hryssna og eldri á landsmóti á Vindheimamelum 1982. Hamdist hún illa fyrir fjörofsa eða ofríki hvað sem menn kjósa að kalla það. Skilgreining á því hvað væri ákjósanlegur vilji stóð lengi vel í mönnum en í dag virðist þetta komið allnokkuð á hreint og má þar nefna einkunn Gusts frá Hóli á landsmótinu á Gaddstaðaflötum 1994 fyrir vilja. Gustur hefur komið fram nokkram sinnum eftir landsmótið og þá sýnt mjög ásækinn vilja án þess þó að sýna nokkur merki um ofríki eða tOhneigingu til að taka völdin af knap- anum. Rauðhetta á friðarstól Þá er röðin komin að töltinu sem óumdeilanlega er dýrasti eiginleiki ís- lenska hestsins. Þar hafa þijú hross komist í hæstu hæðir og fer þar lík- lega fremst Rauðhetta frá Kirkjubæ en hún hlaut þessa vegtyllu á lands- mótinu á Gaddstaðaflötum 1994 ásamt Mjölni frá Sandhólaferju en fjórar af þessum tíum sem hér eru nefndar til sögunnar vora einmitt gefnar á þessu móti. Tían hennar Rauðhettu hefur verið til þess að gera laus við gagnrýni enda hryssan feiknagóð, taktur, rými, mýkt og fóta- burður eins og best var á kosið. Sér- staklega komu yfirburðir hennar á tölti vel í ljós á yfirlitssýningu þegar hún var með öðrum hryssum í braut- inni. Hið sama verður ekki sagt um einkunn Mjölnis frá Sandhólaferju en strax á mótinu mátti heyra gagnrýn- israddir á þessa einkunnagjöf og fannst sumum sem mikil einkunna- gleði hefði ríkt í dómshúsinu. Ekki deildu menn um hvort Mjölnir tölti vel eða illa heldur hitt hvort hann ætti skilið 10,0 eða ekki. Þótti sumum tölt- ið hjá honum of gróft og stórkallalegt tU að fara í hæstu hæðir. Afburða yfirferð A þessu móti gaf Víkingur frá Voðmúlastöðum tóninn að því sem koma skyldi aðeins fjögra vetra fékk hann 9,5 fyrir tölt og tveimur áram síðar var verkið fullkomnað á fjórð- ungsmóti á Gaddstaðaflötum þegar hann tryggði sér tíuna. Um réttmæti einkunnar Víkings virðist all góð sátt, þetta er geysUegur yfirferðarhestur og efamál hvort nokkur standi honum þar á sporði. í hæga töltinu stendur hann lakara að vígi og væri frekar þar sem mætti reyta af honum kommur. Þá hafa nokkur hross hlotið 10,0 fyrir atriði sköpulags og era það helst hófamir sem verða þess aðnjótandi. í það minnsta tveir stóðhestar hafa hlotið 10,0 fyrir hófa þeir bræður Stefnir frá KetUsstöðum og Sindri frá Högnastöðum. Þá hlaut Katla frá Dallandi slíka einkunn fyrir hófa fyrir nokkram áram og fleiri hross hafa náð þessu marki. Nú þegar prúðleikinn er kominn inn í myndina er ánægjulegt að geta þess að einn stóðhestur á landsmót- inu Stirnir frá Þóroddsstöðum hlaut þessa einkunn fyrir sitt fagra fax og tagl og heyrðust ekki efasemdar hljóð um þá einkunnagjöf. Að því er næst verður komist hafa hross ekki fengið 10 fyrir önnur atriði sköpulags. Þó má geta þess að Frami frá Ragnheið- arstöðum hlaut 9,8 fyrir fótagerð á þeim áram sem dómarar dæmdu hver fyrir sig. Hafa því tveir af þrem- ur dómuram gefið honum 10 en sá þriðji 9,5. Ætla má að sterkar líkur séu fyrir því að hann hefði fengið tíuna ef dómarar hefðu dæmt með núverandi fyrirkomulagi. Hrímnir fyrirmynd í frambyggingu Frambyggin íslenskra hrossa hef- ur þótt veikur punktur í stofninum. Hæst hafa hross komist þar í 9,5, lík- lega ein þijú hross, en sjálfsagt bíða margir spenntir eftir tíunni þar. Það er reyndar til hestur á íslandi sem orðaður hefur verið við tíu fyrir háls, herðar og bóga en gallinn er sá að hann hefur aldrei farið í kynbótadóm. Hér er að sjálfsögðu átt við glæsi- hestinn Hrímni frá Hrafnagili sem hefur þótt með öðrum hestum betri frambyggingu. A það ber að líta að þegar velt er vöngum yfir einkunnum hrossa að dómurinn stendur aðeins fyrir frammistöðu eða útliti á þeirri stundu sem dómurinn fór fram. í þeirri um- ræðu sem hér er verið að vitna í era menn einnig að meta hvort hrossin standa undir merkjum almennt eftir að þau hafa hlotið þennan vegsauka. Skoðanir era skiptar eins og að fram- an sagði og í sjálfu sér ekki verið að kasta rýrð á hross þótt velt sé vöng- um yfir hvort það eigi skUið 9,5 eða 10,0. Svo fremi sem umræðan sé mál- efnaleg og fagleg er hún gagnleg og ekki verður deilt um skemmtanagild- ið. Ávallí ílciðinni ogferðcirvirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.