Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 53 DÓRA JÓHANNESDÓTTIR + Dóra Jóhannes- dóttir fæddist á Stað á Eyrarbakka 2. september 1925. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Safa- mýri 81, Reykjavík, laugardaginn 25. nó- vember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðm- unda Olafsdóttir, f. 28.9. 1902, d. 14.11. 1972, og Jóhannes Sigurjónsson, skipa- smiður og útvegs- bóndi á Eyrarbakka, f. 18.1. 1891, d. 4.4.1968. Bræður hennar voru Ólafur Jóhannes- son, f. 19.3. 1930, d. 8.2. 1993; Jó- hannes Jóhannesson, f. 6.8. 1936, d. 24.10. 1936. Dóra giftist árið 1948 Kristni Hannessyni, verslunarmanni frá Reykjavík, f. 1927, d. 2000, þau slitu hjúskap. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Guðmunda, f. 16.10. 1948, gift Sigurði Ella Guðnasyni. Sonur hennar: Karl Trausti Barkarson, f. 1968. 2) Sigríður Hanna, f. 19.3. 1952, gift Finnboga Finnbogasyni. Börn þeirra: Mörð- ur, f. 1973 og Freyja Dögg, f. 1979. 3) Hannes, f. 7.10. 1956, kvæntur Rósu Sigríði Gunn- arsdóttur. Dóttir þeirra: Beta Dagný, f. 1997. 4) Þóra, f. 21.9. 1960. Dóttir hennar: Dóra Min- ata, f. 1996. Dóra giftist 13.2. 1976 eftirlifandi eiginmanni sínum, Inga Þorbjörnssyni, bifreiðastjóra frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum. Foreldar hans voru Þorbjörn Guðjónsson og Guðleif Helga Þorsteinsdóttir. Dóra fluttist tvítug frá Eyrar- bakka til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Hún lauk prófi frá skólanum að Núpi í Dýrafirði og Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún vann lengst af við ýmis verslunarstörf en hin síðari ár vann hún við umönnun aldraðra. Útför Dóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Við systkinin viljum með nokkrum orðum minnast móður okkar. Orðum sem manni flnnst vera svo fátækleg og ná ósköp stutt þegar kveðjustun- dina ber svona brátt að. Það er erfitt að lýsa tilfinningum sínum og sökn- uði, allt virðist einhvern veginn svo óraunverulegt. Óraunverulegt að mamma, sem var svo sterk og mið- punkturinn í lífi okkar, skuli allt í einu eins og hendi væri veifað vera farin til annars heims. Það er stað- reynd sem mun taka tíma að sætta sig við bæði fyrir fjölskyldu og vini. Því mamma var ekki bara okkar stoð og stytta heldur einnig margra ann- arra. Svo ungleg, glæsileg og manna hressust, sífellt drífandi vinkonur sínar með sér út um hvippinn og hvappinn. Orð sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum um mömmu er fordómaleysi, trygglyndi og hjálp- semi. Hún var alltaf boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd. Má til að mynda nefna allt gamla fólkið og sjúklingana sem hún annaðist og tók að sér að hugsa um af mikilli hlýju og fórnfýsi og sparaði aldrei til þess sporin. Eins og einn vinur hennar komst að orði „Nú eru svo margir sem missa svo mikið“. Alla tíð var hún mjög vinsæl og vinamörg og á heimili hennar var alltaf mikill gestagangur fólks á öllum aldri, höfðum við stundum á orði að þar væri eins og að koma inn á umferð- armiðstöð og þannig vildi hún líka hafa það. Annað sem kemur upp í huga okk- ar er listfengi og bar m.a. heimili hennar og Inga, eftirlifandi eigin- manns hennar, sterklega vott um það, öll handavinnan, bæði útsaumur og aragrúi af peysum sem til eru eft- ir hana, en margar hverjar eru hreinustu listaverk. Eina huggun okkar, mamma, í sorginni er að vita til þess að það eru margir glaðir að hitta þig á þeim stað sem þú ert á núna. Elsku mamma okkar við vorum svo stolt af þér. Vertu bless og Guð geymi þig. Guðmunda, Sigríður, Hannes og Þóra. Mig langar að minnast góðrar og hjartahlýrrar konu, Dóru Jóhannes- dóttur, sem lést á heimili sínu hinn 25, nóvember sl. Eg var svo heppin að fá að kynnast Dóru þegar ég fæddist enda hún og Birna mamma mín bestu vinkonur. Dóra var kraft- mikil og dugleg kona enda sást það á öllu því sem hún tók sér fyrir hendur hvort sem það var í hannyrðum eða garðinum sínum en hann var algjör paradís fyrir okkur systurnar þegar við vorum litlar. Minningarnar streyma fram í hugann og þá ber hæst ferðir til Eyrarbakka með þeim hjónum, Dóra og Inga, þegar ég var barn, og þær fallegu peysur sem hún prjónaði handa drengjun- um mínum þegar þeir fæddust. Allt- af mundi Dóra eftir sínum og var fyrst til að samfagna þegar barn fæddist eða íbúð var keypt. Já, hún var stór hluti af fjölskyldunni enda daglegur samgangur milli hennar og mömmu. Eg vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari yndislegu konu og minning hennar mun lifa í huga mínum um ókomna tíð. Missir mömmu minnar er mikill en enn meiri hjá Inga, Mundu, Siggu, Hannesi, Þóru og barnabörnum, megi guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu Dóru. Áróra H. Skúladóttir. Mín kæra vinkona, Dóra Jóhann- esdóttir, varð bráðkvödd á heimili sínu laugardaginn 25. nóvember. Þeim degi hafði hún varið til að heimsækja og hlúa að góðri vinkonu á Selfossi og enginn vissi annað en að hún sjálf væri vel frísk. Ég vil trúa því að kallið hafi komið henni jafn mikið á óvart og okkur vinum hennar. Dóra, þessi kjarnakona sem hún var, hafði að minnsta kosti ekki sýnt nein merki um annað en að hún ætlaði að taka fullan þátt í lífinu áfram. Var farin að undirbúa komu jólanna og skipuleggja ferð til sólar- landa að þeim loknum. Kynni okkar Dóru hófust fyrir um það bil 40 árum þegar við vorum nágrannar í Hvassaleitinu. Með okk- ur tókst traust og góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Á þessum árum bjó hún með fyrri manni sínum, Kristni Hannessyni, og börnum þeirra, Guðmundu, Sigríði, Hannesi og Þóru, í Hvassaleiti 129. Dóra og Kristinn skildu. Dóra var ákaflega traust og sann- ur vinur vina sinna. Minningar streyma fram þvi það er svo margs að minnast. Síðustu árin leið ekki sá dagur að við töluðum ekki saman eða hittumst. Hún sá um að vinabönd héldust, bæði við gamlar vinkonui- og fjölskylduna. Hún var raungóð og hjálpsöm þegar erfiðleikar steðjuðu að, var jákvæð og hvatti fólk til að líta á björtu hliðarnar. í mörg ár starfaði hún við heimilishjálp og hlúði að öldruðum og sjúkum. I mörg ár starfaði Dóra í Alaska við Miklatorg. Hún var mikil blómakona og bar garðurinn hennar þess glöggt merki. Þá liggur eftir hana margt fallegt handbragðið því hún var mik- il og góð hannyrðakona. Seinni árin stunduðum við saumaskap saman í góðum hópi góðra kvenna. Seinni maður Dóru er Ingi Þor- björnsson frá Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum og bjuggu þau í Safa- mýri 81 hér í Reykjavík. Þar átti ég margar góðar stundir með þeim hjónum, enda Dóra höfðingi heim að sækja. Þeir sem kynntust Dóru eiga nú góðar minningar og eru ríkari en áðui’ eftir að hafa kynnst henni. Barnabörnin eru fimm. Tvö þeirra eru langyngst og þakkaði Dóra oft þann tíma sem hún fékk að vera með þeim litlu, nöfnu sinni Dóru og litlu Betu. Oft rifjuðum við upp ferðir okkar saman til annan’a landa og bar þar hæst ferðirnar til systra minna í Bandaríkjunum. Það voru ánægju- legar stundir. Með brotthvarfi Dóru mun skap- ast stórt tómarúm í lífi mínu sem vart verður fyllt. En minningin um góða og trygga vinkonu lifir og eng- inn getur tekið þá minningu frá mér. Ég er þakklát fyi’ir allai’ samveru- stundirnar okkar og ég trúi því að leiðir okkar muni liggja saman á ný. Blessuð sé minning Dóru. Ég sendi Inga, Mundu, Siggu, Hannesi og Þóru og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hlýjar kveðjur til ykkar frá systrum mínum í Bandaríkjunum. Birna Bjömsdóttir. Kæra vinkona. Mig langar að senda kveðjuorð og þakka þér allar góðai’ stundir. Það eru orðin yfir 60 ár sem við höfum brallað ýmislegt saman. Þú varst ekki alltaf með elskuorð á vörum en þess heitara og hlýrra var þitt hjartalag, að hjálpa og líkna öðrum. Vísurnai’ hans Úlfs Ragnarssonar eiga vel við sem kveðjuorð til þín. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin, sem varla sést. Ástúð í andartaki auga sem góðlega hlær hlýja í handartaki hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til gefþúúrsálarsjóði sakleysi,fegurðogyl. Guð blessi Inga og afkomendur Dói-u. Þín vinkona, Úlfhildur. Dáinn, horfmn. - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En égveit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda - það kemur ekki mál við mig. Flýt þér vinur í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa pðs um geim. (Jónas Hallgr.) Bless elsku Dóra. Laufey Rós. RAKEL GUÐLA UGSDÓTTIR + RakeI Guðlaugs- dóttir fæddist á Húsavík 12. júní 1939. Hún lést á Ak- ureyri 21. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Reykjahlíðar- kirkju 29. nóvember. Elsku amma. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og gert fyrir mig alla mína ævi. Ég vona að þér líði vel og hittir alla ættingja sem áður eru dánir. Amma mín þú vai’st alltaf svo spaugsöm og rosa skemmtileg. Það var svo gaman að vera hjá þér og afa og oft mikið fjör. Þú varst best í heimi hér. Vona að þú eigir gleðileg jól. Ekki hafa áhyggjur af afa. Sveinn Garðarsson. + Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi ÓMAR RAGNARSSON, lést í Noregi miðvikudaginn 22. nóvember. Friðrik Ragnarsson, Erla Víglundsdóttir, Anna Birna Ragnarsdóttir, Hafsteinn Ragnarsson, Steinunn Hjálmarsdóttir og systkinabörn. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMMA SIGFRÍÐ EINARSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, til heimilis á Hrafnistu Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 2. desember sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Erna Kristjánsdóttir, Hrefna Kristjánsdóttir, Kjartan Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og systur okkar, HULDU SIGURLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR frá Minniborg, Grímsnesi. Guð blessi ykkur öll. Stefán Ragnar Jónsson og systkini hinnar látnu. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KRISTÍN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR frá Gilsfjarðarbrekku, Vesturbergi 138, Reykjavík, lést föstudaginn 3. desember. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. mmiuiimm; H H H H H H H H H H H H H H H H a Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 iiimniiiiTTi M M £ + Elskuleg eiginkona mín, HALLDÓRA KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR, Bakkaseli 6, áður Austurbrún 25, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskóg- um 2, föstudaginn 1. desember. Baldur Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.