Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er þriðjudagur 5. desember 340. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd, Verið lítillátir og met- ið aðra meira en sjálfa yður. (Fii.2,3.) Skipin Reylgavíkurhöfn: Arn- arfell og Goðafoss koma í dag. Zuljalal fer í dag. Bókatíðindi 2000. Núm- er þriðjudagsins 5. des- ember er 57783. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimm- tud. frá kl. 14-17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17-18. Mannamót Aflagrandi 40. Leir- kerasmíði kl. 9. Banka- þjónusta kl. 10.15, postulínsmálning kl. 13. Árskógar 4. Kl. 9 búta- saumur og handavinna, kl. 9-12 bókband, kl. 13 opin smíðastofan og brids, kl. 10 bankaþjón- usta, kl. 13.30 opið hús spilað, teflt o.fl. Bólstaðarhlið 43. Kl. 9- 9.45 leikfimi, kl. 9-16 handavinna kl. 9-12 tréskurður, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist. Jólahlað- borðið verður fimmtud. 7. des kl. 18. Salurinn opnaður kl. 17.30. Jóla- hugvekja, söngur og hljóðfæraleikur, jólasög- ur lesnar. Skráning á skrifstofu og í s. 568- 5052. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 14.45 söngstund í borðsal. Félag eldri borgara Garðabæ. Jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli föstud. 8. des., húsið opnað kl. 19. Jólahug- vekja, söngur, hljóð- færaleikur, dansað. Rúta frá Hleinum kl. 19. Miðar afhentir í Kirkju- hvoli þriðjud. 5. des kl. 10-12. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjuhvoli í dag kl. 13.30, spilað í Holtsbúð fimmtudag kl. 13.30. Félag eldri borgara i Hafnarfirði, Hraunseli. Bridge og saumar kl. 13:30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði. Jólavaka FEB verður haldin 9. des. Kór FEB syngur, hugvekju flytur Olöf Ólafsdóttir leildð á horn 12 ára gamal pilt- ur, lesið Ijóð. Bláa lónið og Þingvallaleið- Grindavík bjóða eldri borgurum í Bláa lónið á hálfvirði mánud. til fimmtud. Farið frá Laugardalshöll kl. 13, Hlemmi ki. 13.10 og BSÍ kl. 13.30. Kl. 13. Þriðjud.: Skák kl. 13.30. Alkort kennt og spilað ki. 13.30. Miðvikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Asgarði, kl. 10. Upplís. 588-2111 kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. glerskuður og perlusaumur, kl. 13. boccia. Leiðsögn í vinn- ust fellur niður eftir há- degi á morgun. Mið- vikud. 6. des. verður farið í heimsókn til eldri borgara á Selfossi, fjöl- breytt dagski-á í félags- heimilinu Inghóli. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 ogkl. 10.45, kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 14 boccia, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14, kl. 17 dans og myndlist. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta á þriðjud. og föstud., panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga, kl. 9 postulínsmálun, kl. 10 jóga, handavinnustofan opin kl. 13-16, kl. 18 línudans. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, ki. 13 handa- vinna. Jólahlaðborð verður föstud. 8. des ki. 19. skemmtiatrið. Uppl. og skráning í s. 588. 9335. Hraubær 105. Ki. 9- 16.30 postulínsmálun, kl. 9-12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 verslunar- ferð í Bónus, kl. 13- 16.30 myndlist. Jóla- fagnaðurinn verður 8. des. Jólahlaðborð, söng- ur. Uppl. og skráning í s. 587-2888. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, postulínsmálun, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 10 leik- fimi, ki. 12.45 Bónusferð. Jólafagnaður verður föstud. 8. des. kl. 18.30. Tilkynna þarf þátttöku. Norðurbrún 1. Kl. 10-11 boccia, kl. 9-16.45 opin handavinnustofan, tréskurður. Fimmtud. 7. des. kl. 13, sam- starfsverkefni Olíufé- lagsins hf., Esso og lög- reglunnar. Ekið verður um Sundahöfn og bryggjuhverfið í Grafar- vogi. Helgistund í Laug- arneskirkju, prestur sr. Bjami Karlsson, kaffi- veitingar. Jólagleði verður föstud. 8. des. kl. 14. sr. Árni Bergur Sig- urbjömsson flytur jóla- hugvekju, lesin jólasaga. Inga Bachmann syngur, Reynir Jónasson leikur undir. Hátíðakaffihiað- borð. Uppl. og skráning í síma 568-6960. Vesturgata 7. Ki. 9.15- 12 bútasaumur, kl. 9.15- 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 búta- saumur, kl. 13.30 félags- vist. Jólafagnaðurverð- ur 7. des. Jólahugvekja, söngur, tónlist, upp- lestur. Uppl. ogskrán- ingís. 562-7077. Að- ventuferð. Föstud. 8. des. kl. 13. Sam- starfsverkefni Olíufé- lagsins hf. Essó og lög- reglunnar. Uppl. og skráning í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan kl. 9.30 glerskurður, myndiist og morgun- stund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Háteigskirkja. Opið hús á morgun fyrir 60 ára og eidri í safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 10- 16. Kl. 10-11 morgun- stund með Þórdísi, kl 11-16 samverustund, ýmislegt á prjónunum. Súpa og brauð í hádeg- inu, kaffi og meðlæti kl. 15. Ath. takið með ykkur handavinnnu og inniskó. Vonumst til að sjá sem flesta. Gengið inn Við- eyjarmegin. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552-6644 á fundartíma. ÍAK. íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Eineltissamtökin halda fundi að Túngötu 7 á þriðjud. kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardalshöll, kl. 12. Sjálfsbjörg, féiag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12.1 kvöld kl. 19 brids. ITC-deildin Hai-pa. Fundur kl. 20, að Sóltúni 20. Upplýsingar gefur Guðrún s. 553-9004. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heldur jólafund- inn í kvöld kl. 20 í Safn- aðarheimili Fella- og Hólakirkju. Munið eftir jólapökkunum. Póstmenn eftir- launadeild. Munið að- ventustundina í dag, 5. desember, kl. 14 á Grett- isgötu 89. Hringurinn, Jólafundur Hringsins verður í Akogessalnum við Sig- tún miðvikud. 6. des. og hefst kl. 19. Hana-nú Kópavogi. Fundur hjá Gleðiboltum og grínurum Hana-nú í kvöld kl. 20 í félags- heimilinu, Gullsmára. Frjáls frásögn og sam- ræður um gamanmál og sagnir íyrr og nú. Rætt um dagskrána eftir ára- mót. Áhugahópur um sjö- grens-sjúkdóminn. Hádegispjall frá kl. 12.13 á veitingastaðnum Cafe Victor 2. hæð Hafnarstræti 1-3. Framvegis hittumst við alltaf fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði á Cafe Victor. Hallgrímskirkja. Jóla- fundur Kvenfélags Hall- grímskirkju verður 6. des. kl. 20. Sigríður Hannesdóttir leikkona skemmtir. Sr. Jón Dalbú flytur hugvekju. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áakriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, 7 sérbiöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Víkverja svarað ÁGÆTI Víkverji. Þakka þér hugleiðingarnar frá 29.11.2000 varðandi renni- brautir þær sem settar verða upp í vetur. Það sem kemur fram í Breiðholts- blaðinu er að öllu leyti rétt nema kannski er full sterkt til orða tekið að um risarennibrautir sé að ræða. Brautirnar verða um 6,20 metrar á hæð og um 30 m langar. Til þess að koma þessum brautum fyrir þarf að stækka lóðina í suður. Þetta er löngu tímabær framkvæmd fyrir börnin hér í Breiðholts- hverfum en að sjálfsögðu geta aðrir Reykvíkingar og landsmenn allir komið til okkar í laugina. Það gætir misskilnings í pistli þínum hvað staðsetn- ingu varðar en brautirnar verða settar við suðurenda barnalaugarinnar þannig að fjarlægð frá pottum og stórulaug, þar sem synt er, er eins mikil og kostur er. Þannig að þeir fjölmörgu sem koma í sundlaugarnar VELVAK4NDI Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags til að synda og njóta lands- frægra potta þurfa ekki að hafa áhyggjur af plássi þar vegna rennibrautanna. Leiktæki í sundlaugum eru til þess sett upp að ungir sem aldnir skemmti sé við að koma þangað. Sumir fara að synda, aðrir slappa af í nuddpotti eða heitum pottum, aðrir nýta sér leiktækin sem í boði eru. Markmiðið er að allir skemmti sér saman og finni eitthvað við sitt hæfi. Enn á ný, þakka þér hugleiðingarnar. Gunnar Hauksson, forstöðumaður. Fimm í núllta veldi er einn í grein sinni Núllið (Les- bók Morgunblaðsins, 2 des. 2000) staðhæfir heim- spekingurinn Gunnar Dal að „fimm í núllveldi sé að sjálfsögðu fimm“. Þetta er rangt. Fimm í veldinu núll er einn. Eg mun að öðru leyti ekki fjöl- yrða um þessa löngu grein. Fyrir mér er núllið ein- faldlega vendipunkturinn á milli já- og neikvæðra talna á talnalínunni hvað svo sem öllum heimspeki- legum vangaveltum um það líður. Það hlýtur þó að vera lágmarkskrafa í slík- um skrifum að rétt sé farið með stærðfræðileg grund- vallaratriði. Kær kveðja og þökk. Reynir Eyjólfsson, Eyrarholti 6, Hf. Tapad/fundiö Bindisprjónn með bláum steini týndist LAUGARDAGINN 2. desember sl. týndist gull- bindisprjónn með bláum steini í afmæli í Þjónustu- miðstöð aldraðra að Dal- braut 20. Prjónninn hefur tilfinningalegt gildi fyrir eiganda og er skilvís finn- andi beðinn að hingja í Þórólf í síma 551-9298. Svört mappa tapaðist SVÖRT mappa hvarf úr bíl við Bergstaðastræti. Mappan er af stærðinni A-4 og er full af mynd- skyggnum. Fundarlaun. Skilvís finnandi er vinsa- mlegast beðinn að hafa samband í síma 562-0051. Brúnir strigaskór og svartur rúskinns- frakki töpuðust BRÚNIR strigaskór hurfu frá Álftamýri fimmtudaginn 30. nóvem- ber sl. í skónum eru 7.000 kr. innlegg sem gagnast engum nema eigandanum. Svartur rúskinnsfrakki hvarf úr fatahenginu á Astró laugardagskvöldið 2. desember sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 581-1915. Dýrahald Skógarköttur og hamstur fást gefins á góð heimili VANTAR heimili fyrir mjög blíðan og fallegan 1 1/2 árs fress. Hann er geldur og eyrnamerktur. Einnig fæst gefins hamst- ur. Upplýsingar í síma 694-1753. Krossgáta LÁRÉTT: I lífs, 4 hárs, 7 krækti saman, 8 liíkur, 9 megna, II úrkoma, 13 slægju- land, 14 verur, 15 pat, 17 drasl, 20 öskur, 22 málm- ur, 23 hagnaður, 24 byggja, 25 lifði. LÓÐRÉTT: 1 flögg, 2 sterk, 3 þraut- góð, 4 ávöl hæð, 5 tilfinn- ingalaus, 6 dimma, 10 bál, 12 lærði, 13 bókstafur, 15 hestur, 16 Sami, 18 dysj- ar, 19 tijáviður, 20 nabbi, 21 borgaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 holdmikil, 8 umboð, 9 illan, 10 inn, 11 lóðin, 13 narra, 15 skens, 18 hafís, 21 kýr, 22 metri, 23 önduð, 24 sannindin. Lóðrétt: 2 ofboð, 3 dáðin, 4 iðinn, 5 iglur, 6 kuml, 7 snúa, 12 iðn, 14 aka, 15 sómi, 16 eitra, 17 skinn, 18 hrönn, 19 fæddi, 20 sóði. Víkverji skrifar... SEINT verða allir sammála og reyndar engin ástæða til þess. Allir hafa rétt til að hafa sínar eigin skoðanir og sitt eigið mat á verðmæt- um, hugtökum og hverju sem er. Það er jafnsjálfsagt að lýðræði ríki og meirihlutinn ráði ferðinni en taki jafníramt tillit til minnihlutans. Aðal- atriðið er að með lýðræðinu eru fólki settar ákveðnar skorður. Það verður samkomulag um lög og reglur og fyr- ir þeim eru allir jafnir. Nú er það svo að aldrei verða allir sáttir við þær skorður sem lög og reglur setja fólki en við því er lítið að gera. Það fá aldrei allir sínu framgengt. En hvers vegna er Vflcveiji með þessar vangaveltur? Það er vegna þess að það verður æ algengara að ýmsir hópar grípi til örþrifaráða og lögbrota til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ýmis náttúruvemdarsam- tök eru gott dæmi um þetta, þegar þau vinna skemmdarverk í nafni dýra- vemdar. Þetta þekkjum við Islending- ar frá hendi Pauls Watsons, sjálfskip- aðs vemdara hvala í heimshöfunum. Við fáum líka oft fréttir af því að utan að dýravemdarsinnar bijóta upp loð- dýrabú og hleypa dýrunum út í náttúr- una þar sem þeirra bíður í flestum til- fellum ekkert annað en dauðinn. Vissulega má deila um meðferð dýra á loðdýrabúum og eðlilegt að einhveij- um finnist það ill meðferð á dýrum að ala þau til þess eins að búa til úr þeim dýr klæði. Víkveija grunar hins vegar að margir þeirra, sem beita sér gegn loðdýrarækt, mættu líta í eigin barm og athuga hveiju þeir klæðast og hvað þeir láta ofan í sig. Lfldega er ull í klæðum þeirra af skepnum sem ein- göngu eru aldar til að klippa ull þeirra í fatnað fyrir fólk. Lfldega neytir sama fólk matar af skepnum sem eingöngu eru aldar til þess þess að slátra síðar til matar. Víkverji hefur minna orðið var við aðför þessara hópa að þeim sem ala hænsnfugla og nautgripi til matar í stórum stfl, til dæmis í Bandaríkjun- um. Aðbúnaður hænsnanna er vart til fyrirmyndar og nautgripimir fylltir af hormónum til að auka vöxt þeirra. Svo ættleiðir fólk hvali og seli sem sagðir eru í útrýmingarhættu, sem í mörgum tilfellum er rangt, og borgar fyrir það stórfé. Væri þessu fé ekki betur varið til að bæta úr bágindum óteljandi bama víða um heim? XXX 1" FRAMHALDI af þessu langar Víkverja til að minnast á frétt sem hann las á dögunum. Þar var sagt frá skemmdarverkum sem unnin voru á verzlunum sem vom jólaskreyttar í fyrra fallinu. Þetta gerðist í Montreal í Kanada og voru að verki samtök sem beijast gegn því sem þau kalla ótíma- bærar jólaskreytingar. Segjast sam- tökin munu rífa niður allar skreytingar sem settar eru upp fyrir fyrsta desem- ber og hóta þeim ofbeldi sem skreyta fyrr. Ja, berið þið nú frá mér á spýtu, hefði verið sagt í Svarfaðardal á sínum tíma hefðu tíðindi sem þessi borizt þangað. Vissulega ofbýður Víkveija svona framganga. Að sjálfsögðu getur fólk greint á um það hvenær rétt sé að skreyta fyrir jólin en ljós í skammdeg- inu er það sem við þráum flest og að vera með ljós og jól í hjarta, þótt það væri allan ársins hring, hlýtur að vera af hinu góða. Það hlýtur að vera mikill skuggi í hjarta fólks sem beitir ofbeldi gegn ljósinu. XXX ÍKVERJI sá fyrir tilviljun þátt með sjónvarpskonunni Oprah Winfrey fyrir nokkru. Hún fjallaði þar um gífurlegt vandamál sem sam- kvæmt þættinum setti líf mikils hluta bandarískra kvenna gjörsamlega úr skorðum. Og hvert var svo vandamál- ið? Það var þegar bömin fóru í skóla í fyrsta sinn! Gilti þá einu hvort var um heimavistarskóla fjarri heimili eða leikskóla í nágrenninu að ræða. Hver konan á fætur annarri lýsti þeirri angist sem greip hana þegar bömin fóru að heiman og hve lífið varð tóm- legt og ömurlegt á eftir með alls kyns vandamálum. Víkveija er vandamál af þessu tagi ákaflega fjarlægt enda er hann ekki bandarísk húsmóðir og hefur hann lítinn skilning á því. Ef vandamál bandarískra kvenna eru al- mennt ekki meiri en þetta, getur Vík- verji vissulega glaðzt yfir því. En hon- um finnst jafnframt að þegar gerður er sjónvarpsþáttur um efni af þessu tagi sé kominn tími til fyrir stjórn- andann að velta því alvarlega fyrir sér hvort ekki sé rétt að hætta þáttunum. Efnið verður ekki mikið þynnra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.