Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AP Jean Glavany, landbúnaðarráðherra Frakklands og forseti ráðherraráðs landbúnaðarráð- herra, umkringdur blaðamönnum við upphaf fundarins um kúafárið, í byggingu ráðherra- ráðsins í Brussel síðdegis í gær. Bændur mótmæltu í borginni Nantes í Frakklandi í gær og skoruðu á evrópska ráðamenn að grípa til aðgerða vegna kúafársins. A sama tíma funduðu landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins um málið í Brussel. Landbúnaðarráð- herrar leyfa áfram fískímjöl í dýrafóðri Danir og þjóðir utan Evrópusambandsins börðust hart gegn þeirii tillögu dýralækna- nefndar ESB að banna allt dýramjöl í skepnufóður og höfðu í gær erindi sem erfíði er tókst að fá Frakka til að leggja til að fískimjöl yrði undanþegið, skrifar Urður Gunnarsdóttir frá Brussel. LANDBÚNAÐARRÁDHERRAR Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í gær að undanskilja fiskimjöl frá allsherjarbanni við dýra- mjöli í skepnufóðri. Meirihluti ráð- herranna samþykkti að leyfa fiski- mjöl í svína-, alifugla- og fiskifóður en allt dýramjöl er bannað í nautgripa-, kinda- og geitafóður. Röksemd ESB fyrir því að undanskilja fiskimjöl er sú að það sé ekki hættulegt og að einfalt sé að greina það, ólíkt öðiu dýramjöli. Ritt Bjerregaard, matvælaráðheira Dana, þakkaði ákvörðunina í gær ekki síst stefnubreytingu Frakka en danskir embættismenn segja hana hafa beitt sér mjög í málinu. Islenskir embættismenn í Brussel hafa einnig gert það þótt erfitt sé að segja til um hvað hafi orðið til þess að snúa Frökk- um, sem fyrstir þjóða samþykktu bann við fiskimjöli í skepnufóðri. Fundur landbúnaðarráðherranna hófst kl. 14 í gær og rúmum þremur tímum síðar höfðu ráðherramir sam- þykkt undantekninguna. Áfram var rætt um önnur og umdeild atriði til- lögu dýralæknanefndaiinnar frá síð- asta fimmtudegi, er Morgunblaðið fór í prentun, m.a. um þá kröfu að allt kjöt af nautgripum eldii en 30 mán- aða verði prófað fyrir sölu. Ekki tekist hart á um tillöguna Að sögn Bjerregaard var ekki tek- ist hart á um tillöguna, sem allar að- ildarþjóðimar nema Þýskaland, Finnland og Svíþjóð studdu. „Ég þakka samstarfsmönnum mínum og þá einkum stuðningi Frakka það að fiskimjölið skyldi tekið út en þeir sem forsætisþjóð ESB lögðu fram breyt- ingartillöguna þar sem fiskimjöl er undanþegið. Ég hef rætt við fjöl- marga vegna þessa máls en þetta er ekki aðeins danskur sigur, við höfum notið stuðnings þjóða á borð við ír- lands, Portúgals, Grikklands og Frakka í þessu máli. Um tíma leit út fyrir að alifuglamjöl yrði einnig und- anþegið en ekki tókst að halda því inni,“ sagði Bjerregaard. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi- herra íslands í Brussel, var að vonum létt í gærkvöldi er ljóst var að fiski- mjöl væri undanskilið. Hann hefur lagt mikla áherslu á að kynna sjónar- mið íslendinga og segir ljóst í nokkr- um tilvikum að það hafi opnað augu einstakra ríkja, þótt útilokað sé að segja hvort það hafi haft áhrif þegar til kastanna kom. „Það var greinilegt að Portúgalir og Spánveijar höfðu ekki íhugað þetta til fullnustu og þeir voru afar já- kvæðir. Hins vegar var það áberandi að sumar þjóðir greiddu atkvæði með upprunalegu tillögunni þótt þær hefðu alvarlegar athugasemdir við einstök atriði hennar. Það er greini- legt að svigrúm fulltrúanna var ekk- ert,“ segir Gunnar Snorri. Samkvæmt EES-samningnum á ísland áheymarfulltrúa á fundi emb- ættismannanefnda á borð við dýra- læknanefndina og hafa þeir rétt til að hefja máls á einstökum atriðum, eins og Gunnar Snorri gerði sl. fimmtudag á fundi nefndarinnar. Þá ræddi hann við allmarga sendiherra hjá ESB, auk þess sem utanríkis- og sjávarútvegs- ráðherra höfðu samband við sam- starfsráðherra sína. „Við notuðum þau tæki sem við höfðum. ísland var ekki eina landið utan ESB sem beitti sér í málinu, Norð- menn eiga einnig hagsmuna að gæta og ýttu á embættis- og stjómmála- menn, svo og Perú- og Chile-búar, sem höfðu miklar áhyggjur af bann- inu. Niðurstaðan var sú að allar ESB- þjóðimar vissu hver afstaða okkar var, hún komst skýrt til skila,“ segir Gunnar Snorri og viðurkennir að ekki komi oft til þess að ýta þurfi á eftir málum á þennan hátt þótt það gerist vissulega. „Þetta mál er óvenjulegt vegna þess hve skyndfiega það kom upp og sú skelfing sem greip um sig. Það var afsökunartónn hjá mörgum þjóðum vegna þessa.“ Fleiri undantekningar Auk fiskimjöls er gerð undantekn- ing með gelatín og kalsíum fosfór, en SAMKVÆMT reglugerð um með- ferð og nýtingu á sláturúrgangi og dýraúrgangi, sem gefin var út í ágúst á þessu ári, er heimilt að nota kjöt- mjöl í svína- og hænsnafóður. Þor- varður Hjaltason, stjórnarformaður Kjötmjöls ehf., segir að bann Evrópusambandsins á notkun dýra- mjöls í skepnufóður muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Mestur hluti kjötmjölsins sé fluttur út og að und- anfómu hafi það verið selt til Evrópu og Bandaríkjanna. Kjötmjöl ehf. tók til starfa í haust og hefur verið stefnt að því að vinna um 1.500 tonn af kjötmjöli í verk- smiðjunni á ári. Hráefnið kemur frá sláturhúsum á Suðurlandi. Þorvarður sagði að það kjötmjöl sem flutt hefði verið út færi aðallega í gæludýra- og loðdýrafóður, en gæludýrafóður er undanskilið banni E vr ópusambandsins.V erksmiðj an hefði aðallega framleitt svokallað lambamjöl, sem væri verðmeira en hefðbundið kjötmjöl. Frakkar eiga mikilla hagsmuna að gæta með bæði síðamefndu atriðin og kann þar að vera kominn hluti skýr- ingarinnar á því hvers vegna þeir féU- ust á undantekningar. Eins og áður sagði hlutu alifugla- og svínamjöl hins vegar ekki náð fyrir augum ráðherr- anna, þrátt fyrir að ekki hafi sannast nein hætta af mjölinu. Beate Gmind- er, talskona framkvæmdastjómar- innar í málaflokknum, sagði ástæð- una þá að erfitt væri að greina á mUU t.d. kúa- og alifuglamjöls og því yrði að banna það síðamefnda vegna hættunnar sem stafaði af því fyrr- nefnda. Þá er allt dýramjöl bannað í fóður jórturdýra vegna kúariðu og riðu, að sögn Gminder Bannið á að taka gUdi 1. janúar 2001 og er tU 6 mánaða en á þeim tíma verður kannað hvort reglunum er Þorvarður sagði að búast mætti við að bann Evrópusambandsins ætti eftir að hafa áhrif á heimsmark- aðsverð á kjötmjöli. Þegar markað- urinn í Evrópu lokaðist myndi fram- boðið á kjötmjöU á aðra markaði aukast mikið og það hefði að sjálf- sögðu áhrif á verðið. Reglugerð um sláturúrgang gefín út í haust Notkun á kjötmjöli í skepnufóður hefur verið óheimil hér á landi frá 1978 þegar þáverandi yfirdýralækn- framfylgt í aðUdarlöndunum. Tillagan gerir ráð fyrir að aðgerðir einstakra þjóða tU að banna dýramjöl eða kjöt verði afnumdar, t.d. munu Frakkar verða að aflétta banni við bresku nautakjöti og dýramjöli og þær þjóðir sem bannað hafa franskt nautakjöt verða að láta það niður falla. Einn umdeildasti hluti tUlögunnar er krafa um að aUt kjöt af nautgripum eldri en 30 mánaða verði að prófa en það hefur gríðarlegan kostnað í för með sér. Til að koma til móts við bændur sem ekki geta nýtt kjöt af gripum sínum vegna þess að það sé ekki prófað, leggur framkvæmda- stjómin til að ESB og viðkomandi að- ildarríki greiði þeim bætur. Bæði er deilt um hvort prófa eigi allt kjöt og hlutfall bótanna, nú er rætt um að ESB greiði 70% og aðUdarríkin 30%. Pólitík, ekki vísindarök DeUan um fiskimjöl snerist eins og svo oft áður ekki um vísindaleg rök heldur pólitík og örvænting þjóða á borð við Frakka að endurvinna traust neytenda hefur orðið til þess að þær hafa skipt um skoðun hvað eftir annað síðustu daga og vikur. Svo virtist sem æ fleiri þjóðir hölluðust að því að fóma yrði hagsmunum hinna fáu og banna meira en minna þar sem það væri eina leiðin til þess. Meginástæða þess að fisldmjöl kom upp á borð Evrópusambandsins er ótti manna við svindl með dýrafóð- ur. Bændur og framleiðendur kunni ir tók ákvörðun um að banna notkun á kjötmjöli í fóður jórturdýra. í ágúst gaf landbúnaðarráðherra út reglugerð sem heimilar notkun á kjötmjöli í fóður fyrir „einmaga dýi*“, þ.e.a.s. í fóður svína og hænsna. Áfram er hins vegar bannað að nota mjölið í fóður jórturdýra, þ.e. nautgripa og kinda. I reglugerðinni er slátur- og dýraúrgangur skil- greindur í þrjá flokka, sérlega hættulegan úrgang, hættulegan úr- gang og hættulítinn úrgang. Tekið er fram að afurðir kjötmjölsverk- að blanda fóður, t.d. fiski- og kjöt- og beinamjöl og til að loka öllum mögu- leikum á svindU sé réttast að banna allt dýramjöl, einnig það sem ekki hefur sannast að sé hættulegt neyt- endum, svo sem alifuglamjöl. Ýmsar kenningar eru uppi um hvemig fiskimjöl komst á dagskrá dýralæknanefndarinnar. Líklega spU- ar margt inn í og er femt nefnt; i fyrsta lagi hættan á því að mjölið sé blandað. Ástæðan er m.a. sú að fiski- mjöl er dýrara en annað mjöl og því hafa menn orðið uppvísir að því að blanda öðru dýramjöU í það tU að fá fyrir það hæma verð. Allt það dýra- mjöl sem banna á samkvæmt tillög- unni er í sama tollaflokki og bent hef- ur verið á að einfaldasta lausnin hafi verið að taka inn í heild sinni. Þá hefur verið nefnt að Frakkar, sem eru einir helstu talsmenn tUUög- unnar, era undir gríðarlegum þiýst- ingi frá landbúnaði í heild sinni og hefði sumt mjöl verið bannað en ekki annað, hefði það skaðað hagsmuni sumra mjölframleiðenda, sem hafi krafist allsherjarbanns. Að síðustu hefur verið nefnt að Græningjar í Þýskalandi hafi nýtt sér tækifærið tU að koma fiskimjöh inn þegar málið kom upp þar í landi. Frakkar höfðu þá þegar bannað fiskimjöl, fyrstir þjóða, og fylgdu Þjóðveijar í kjölfarið. Græningjar era sagðir hafa viljað koma því inn í ljósi frekari umræðu um fiskimjöl og aðrar sjávarafurðir, sem hefst innan skamms innan ESB, en það er umræðan um díoxín í sjáv- arafurðum. Svo kann að fara að hún hefjist í næstu viku, í síðasta lagi inn- an tveggja mánaða, og viðurkennir Gunnar Snorri að Islendingar séu i startholunum vegna þess. Dýralæknanefndin mun þar ræða hvort herða eigi reglur um leyfilegt díoxínmagn í sjávarafurðum en sér- fræðingar, t.d. í Danmörku, hafa vai - að við því að það sé of hátt í lýsi og fiskimjöU. Hefur verið lagt tU að herða reglur t.d. um evrópskar físk- afurðir og er óljóst hvort íslenskur fiskur lendir þai- með eður ei. smiðju þar sem sé unnið bæði ur hættulegum og hættulitlum úrgangi megi aldrei nota í fóður fyrir dýr sem ætluð era til manneldis. Hins vegar er heimilað að nota afurðir kjöt- mjölsverksmiðjunnar í svína- og hænsnafóður þegar eingöngu er unnið úr hættuUtlum úrgangi. Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir sagði að bannið frá árinu 1978 hefði falið í sér bann við notkun a kjötmjöli í fóður handa kúm og kind- um. Leyfilegt hefði verið að nota kjötmjöl frá kjötmjölsverksmiðjunm í Borgarnesi, sem nú er hætt start- semi, í fóður handa svínum og hæn- um. Reglugerðin fæli því ekki í sei umtalsverða breytingu á fram- kvæmd bannsins. Ekki hefði hins vegar verið til nein reglugerð um meðferð sláturafurða fram að þessu. í dag verður haldinn fundur hja yfirdýralækni um þessi mál þar sem fyrirhugað væri að fara almennt yiu stöðu mála í framhaldi af ákvörðun- um Evrópusambandsins. Bann ESB á notkun kjötmjöls 1 dýrafóður hefur áhrif á Kjötmjöl ehf. Heimilt að nota kjötmjöl í svína- og hænsnafóður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.