Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLADIÐ Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmenni var að venju við athöfn þegar kveikt var á jólaljdsunum. tti.¥ t. y.it 'v. '■fesy % Aðstaðan batnar og biðlistar styttast Morgunblaðið/Kristján Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra heilsaði upp á nokkur holda- naut í skoðunarferð sinni í Hrísey. 100 dýr á ári og sá biti væri ekki til FRAMKVÆMDUM við stækkun einangrunarstöðvar fyrir gæludýr í Hrísey er nú lokið og var viðbótin formlega tekin í notkun í gær, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og fulltrúar úr ráðuneytinu voru á ferð í eynni af þessu tilefni og skoðuðu hina nýju viðbót. Um er að ræða tvöföldun á rými stöðvarinnar og er þar nú aðstaða fyrir 14 hunda og 4 ketti samtímis. Einnig hafa verið gerðar endurbæt- ur á eldra húsnæði stöðvarinnar og aðstaða til þjónustu og umönnunar dýranna bætt. Þess er vænst að í kjölfar þessara framkvæmda muni biðlistar brátt verða úr sögunni. Lágmarksfyrirvari vegna innflutn- ings hunda og katta frá löndum þar sem hundaæðis hefur orðið vart er þó 60 dagar. Betri aðstaða „Aðstaðan hefur mikið verið bætt, bæði fyrir dýr og starfsfólk og við vonum að biðlistar muni styttast til mikilla muna, en þeir hafa verið nokkuð langir fram til þessa, eða allt að einu ári,“ sagði Aðalbjörg Jóns- dóttir sóttvarnadýralæknir. Hún sagði að stærra húsnæði myndi þó ekki eyða biðlistum. „Þetta er mikil breyting til bóta, bæði íyrir menn og dýr og við von- um að þær óánægjuraddir sem kvartað hafa yfir löngum biðlistum muni brátt heyra sögunni til og stöðin muni anna sínu mikilvæga hlutverki," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Hann sagði ásókn í pláss á einangrunarstöð gæludýra sífellt aukast, vaxandi áhugi væri fyrir því að halda gælu- dýr og fólk vildi taka dýr sín með heim við búferlaflutninga frá útlönd- um. „Það er mikilvægt að íslendingar átti sig á því að það er ekki af fanta- skap sem setja þarf dýrin í einangr- un við komuna til landsins, þarna er um að ræða mikilvægt dýravemd- unarmál og við höfum verið afskap- lega heppin að ekki hafa komið upp hér hjá okkur alvarlegir sjúkdóm- ar,“ sagði Guðni. Heppileg staðsetning Hann sagði að starfsemi stöðvar- innar í Hrísey hefði verið farsæl og ekki ástæða til að raska henni, en nokkrar umræður hafa á síðustu misserum verið um að flytja stöðina nær Keflavíkurflugvelli svo ekki þurfi að flytja dýrin um langan veg norður í land. Guðni sagði að flutt væni inn um skiptanna fyrir tvær einangrunar- stöðvar. Staðsetning stöðvarinnar á eyju væri einnig heppileg. „Þessi stækkun mun mæta aukinni eftir- spum og þjóna hagsmunum þess fólks vill flytja gæludýr sín utan úr heimi,“ sagði Guðni. Alls var stöðin stækkuð um tæpa 100 fermetra og var kostnaðurinn um 19 milljónir króna, þar af fóru 3,5 milljónir í endurbætur á eldri hluta stöðvarinnar. Um er að ræða sérhæfða byggingu, þar sem strang- ar öryggiskröfur kölluðu á sérlausn- ir bæði hvað varðar byggingarefni og frágang. Þijár einangrunarstöðvar eru nú starfræktar í eynni, fyrir naut, svín og gæludýr. Héraðsdómur Norðurlands eystra FSA greiði konu um 5 milljónir í bætur FJÓRÐUNGSSJUKRAHUSIÐ á Akureyri hefur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra verið dæmt til að greiða rúmlega sextugri konu tæpar 5 milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum. Konan gekkst undir skurðaðgerð á fæti á sjúkrahúsinu árið 1993 og lýsti því svo að aðgerðin hefði leitt til heilsubrests, en áður hefði hún verið heilsuhraust. Skurðaðgerðin hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir and- lega og líkamlega heilsu hennar og ætti hún erfitt um gang. Taldi konan að þau vinnubrögð sem viðhöfð voru hjá þeim læknum sem að aðgerðinni stóðu hefðu verið óforsvaranleg og að mistök hefðu verið gerð. Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri gerði þær dómkröfur að það yrði sýknað í málinu og til vara að sök yrði skipt. Byggðist sýknukrafan á því að FSA bæri ekki skaðabótaábyrgð á um- ræddu líkamstjóni. Aðgerðin sem konan gekkst undir hefði verið valin þar sem hún hefði verið talin henni fyrir bestu, auk þess að vera talin ör- ugg og líklegust til árangurs svo konan næði heilsu á nýjan leik. Dómurinn kemst að þeirri niður- stöðu að með tilliti til aldurs konunn- ar, þunga hennar, vaxtarlags og þess hversu slit á liðbijóski í vinstra hné hennar var mikið hafi ákvörðun læknisins sem aðgerðina fram- kvæmdi verið vafasöm. Einnig er það álit dómsins að með vafasamri ákvörðun um aðgerðina og óná- kvæmni í framkvæmd hennar og eft- irmeðferð, hafi starfsmenn á FSA gert slík mistök að fella beri bóta- ábyrgð alfarið á sjúkrahúsið. Fundur um framhaldsskóla FUNDUR um málefni framhalds- skóla á Akureyri verður haldinn á Fiðlaranum, 4. hæð, þriðjudaginn 5. desember kl. 20.00. Fulltrúar stjórn- málaflokkanna, Akureyrarbæjar, at- vinnulífsins, foreldra, nemenda og kennara flytja stutt framsöguerindi um hlutverk og þýðingu framhalds- skólanna fyrir Akureyri og ná- grannasveitarfélög. Einnig verður rætt um áhrif verkfalls á starfsemi skólanna. Að því loknu verða pall- borðsumræður þar sem framsögu- menn sitja fyrir svörum. Fundurinn er öllum opinn og áhugafólk um skólamál er hvatt til að mæta. Kennarafélögin i MA og VMA standa að fundinum. Bilvelta á Mývatnsheiði Mývatnssveit - Stór dráttarbíll með frystigám fór á hliðina á Mývatnsheiði í gærmorgun, mánudag, nærri Stangar- afleggjara. Bíllinn skemmdist lítið og með aðstoð kranabíls frá Akureyri tókst að losa hann við gáminn og ná öllu upp á veg- inn aftur. Vegurinn um Mý- vatnsheiði er malarvegur gam- all og afar lélegur og safnar á sig miklum klaka í veðráttu eins og nú er. Mikil þörf er á að vegurinn verði endurbyggður hið fyrsta með bundnu slitlagi þar sem umferðarþungi hefur vaxið mjög mikið eftir að vegur- inn milli Jökulsánna, á Dal og á Fjöllum hefur verið endurbætt- ur svo mikið sem raun ber vitni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jólasveinar heilsuðu upp á börnin. www.raymond-weil.com GENEVE Ljósin kveikt á Randers- trénu JÓLALJÓSIN voru tendruð á jóla- trénu frá Randers, vinabæ Akur- eyrar í Danmörku, siðastliðinn laugardag í blíðskaparveðri og íjöl- menntu bæjarbúar á athöfnina. Dagskráin hófst með því að Lúðrasveit Akureyrar lék nokkur lög og Kór Akureyrarkirkju söng jólalög. Kristján Þór Júliusson bæj- arstjóri Akureyrar og Keld Huttel forseti borgarstjómar Randers fluttu ávörp, en að því loknu vora ljósin kveikt við mikinn fögnuð yngstu kynslóðarinnar og ekki þótti henni leitt að hitta jólasveina sem af þessu tilefni gerðu sér ferð í bæinn og heilsuðu upp á gesti og gangandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Keld Huttel, forseti borgar- sljórnar í Randers, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, við jólatréð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.