Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 83 ATH. Man Utd og Snatch eru sýnd í Re Strákarnir á Borginni komnir á geisladisk Strákarnir sívinsælir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Bergþór og Helgi í ham á Borginni. I KVÖLD munu Strákarnir á Borginni, þeir Bergþór Páls- son og Helgi Björnsson, halda útgáfutónleika í Borgar- leikhúsinu í tilefni af nýút- komnum geisladiski með völd- um lögum úr skemmtidagskránni sem hald- in hefur verið fyrir fullu húsi á Hótel Borg undanfarna mánuði. „Við fórum mjög víða í efn- isvali,“ sagði Helgi aðspurður „og blöndum saman ólíkustu sönglögum, - þó grunnlögin séu frá tfma Ragga Bjarna, Hauks Morthens og Sinatra. Við krydd- um það siðan með lögum héðan og þaðan, bæði ftölskum [óperu- [sönglögum og rokklögum." Það hefur verið uppselt á skemmtidagskrána allt frá því hún hófst, 19. ágúst sfðastliðinn. Strákarnir hafa komið fram föstu- daga og laugardaga og haldið uppi stemmningu eftir borðhald. Að sögn Helga er nú svo komið að uppselt er á sýninguna fram í febrúar! Helgi segir efnis- skrána hafa tekið litlum breytingum frá upphafi, „þó hefur eitt og eitt lag dottið inn, þá mest fslensk dægurlög, til dæmis Litla sæta Ijúfan góð a“. Það má með sanni segja að þessi kokteill, þar sem bland- að er saman óperusöngvaran- um Bergþóri og rokkaranum Helga, hafí lukkast með ólík- indum vel. Að loknum út- gáfutónleikunum, sem vafalít- ið munu gera mikla lukku, hyggjast strákarnir skreppa út fyrir borgarmörkin: „Við ætlum fyrst á Borg í Grímsnesi og ætlum helgina þar á eftir að skemmta á [Hótel] KEA ..þar sem við verðum Ifklega Strákarnir frá Borginni." Dudley Moore í opinskáu viðtali Á ekki langt eftir í HJARTNÆMU viðtali í sjónvarpsþætti hjá BBC sagðist Dudley Moore ekki eiga langt eftir ólifað. Leik- arinn, sem er mörgum minn- isstæður sem hinn drykk- felldi auðkýfingur Arthur, í samneíndri kvikmynd, og sem Horton, í kvikmyndinni „Blame it on the Bellboy", hefur um nokkurt skeið þjáðst af sjaldgæfum taugahrömunarsjúk- dómi. „Það er algjörlega á huldu hvemig þessi sjúkdómur ræðst á fólk, étur það upp, og spýtir því síðan út,“ sagði leikarinn. „Ég hugsa oft með mér: „Af hverju varð ég íyrir barðinu á hon- um?“ og get ekki sætt mig við sjúkdóminn því ég veit að hann mun draga mig til dauða.“ Dudley var í sjónvar- psviðtali vegna nýrrar heimildarmyndar sem fjall- ar um leit hans að kammerverki sem hann samdi á námsáram sínum. „Tónlistin er mín eina huggun,“ sagðir leikarinn sem gladdi hjarta svo margra um heim allan á áram áður. VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN A ISLANDI ií ! „ Nr. var vikur; Mynd Útgefandi Tegund 1. NÝ 1 i Gladiator Sam myndbönd Spenna 2. 1. 2 : American Psycho Sam myndbönd Spenna 3. 2. 3 | Three To Tango Sam myndbönd Gaman 4. NY 1 | Frequency Myndform Spenna 5. 3. 2 j The Next Best Thing Hóskólabíó Gaman 6. 8. 2 ; Hanging Up Skífan Gaman 7. 4. 3 ; Reindeer Games Skífan Spenna 8. 5. 5 i Erin Brockovich Sk'rfan Drama 9. 7. 7 : Englar alheimsins Hóskólabíó Drama 10. 6. 4 1 The Skulls Sam myndbönd Spenna 11. 10. 2 1 Maybe Baby Góðar stundir Gaman 12. 9. 7 ; Deuce Bigalow: Male Gigolo Sam myndbönd Gaman 13. NÝ 1 i Ordinary Decent Criminal Skífan Spenna 14. 11. 5 i The Ninth Gate Sam myndbönd Spenna 15. 12. 4 i Superstar Sam myndbönd Gaman 16. 14. 2 i Love and Basketball Myndform Drama 17. 18. 6 : Mission To Mars Myndform Spenna 18. 20. 2 ! What Planet Are You From? Skífan Gaman 19. Al 6 ! Boys Don't Cry Skífan Drama 20. 13. 3 ! Where the Heart Is Myndform Gaman Skylmingaþrællinn rifinn út á myndbandaleigum landsins Að höggva þræl o g annan Reutcrs Skylmingaþrællinn Maximus var á dögunum valinn kynþokkafyllsta bíómyndapersóna allra tíma af lesendum tímaritsins Empire. SKYLMINGAÞRÆLLINN eða Gladiator er sannarlega í hópi mynda sem einkenna munu kvikmyndaárið sem nú er senn á enda. Þessi sögulega hetjusaga af rómverska stríðsforingj- anum sem bolað er frá völdum og hnepptur er í ánauð en vinnur á ný til metorða með því að gera það sem hann gerir best, að höggva mann og annan. Það má svo gott sem fúllyrða að enginn bjóst við því að myndin myndi ganga svo vel upp, en hún hef- ur hvarvetna hlotið prýðis viðtökur, jafnt hjá gagnrýnendum sem almenn- um bíógestum. Hún hefur skotið aðal- leikaranum Russell Crowe hærra upp á stjömuhimininn, þar sem hann situr nú í hæstu hæðum, og, það sem kannski er meira um vert, endurvakið traust í garð leikstjórans Ridleys Scotts, ótvíræðs hæfileikamanns, sem fram að myndinni hafði ekki átt sjö dagana sæla. Vissulega er hér ekki á ferð nein greinargóð söguskýring. Myndin er miklu frekar ævintýri sem á sér stað á sögulegum tímum rómverska heim- sveldisins. Vegna hins ríka skemmt- anagildis sem hún býr yfir hefur hún hinsvegar vakið áhuga margra ung- menna á þessu tímabili í sögunni og jafnvel á mannkynssögunni almennt - nokkuð sem hlýtur að teljastjákvætt. í Qórða sætið kemur inn vísinda- skáldsagan Frequency, eða Bylgju- lengd, með Dennis Quaid í aðalhlut- verki. Myndin, sem leikstýrt er af Gregory Hoblit (Fallen og Primal Fear), fjallar á nýstárlegan máta um tímaflakk og þá möguleika sem fyrir hendi era ef manninum er gert kleift að skreppa um stund aftur í tímann. Dennis Quaid leikur slökkviliðsmann sem lætur lífið við störf árið 1969. Þegar sonur hans nær sambandi við fortíðina með aðstoð gamallar tal-j stöðvar reynir hann hvað hann getur til þess að koma í veg fyrir dauðsfall föður síns og hið eilífa kapphlaup við tímann hefst. BflrNYJWLKHD Keflavik - simi 421 1170 - samfilm.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.