Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 22

Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lyfja hf, og Lyfjabúðir hf. sameinast til sóknar á erlenda markaði LYFJA hf. og Baugur hf. hafa fyrir milligöngu FBA gengið frá sam- komulagi um sameiningu Lyfju og Lyfjabúða hf., dótturfélags Baugs, sem reka lyfjaverslanir undir nafninu Apótekið. í tilkynningu frá félögunum segir að með sameiningunni náist fram aukið hagræði sem styrki stefnu um smásölu lyfja á lágu verði. Sú mikla reynsla sem fengist hafí af samkeppni á lyfjamarkaði hérlendis verði nýtt til sóknar á erlenda markaði. Félagið verður sjálfstætt dótturfé- lag innan Baugssamstæðunnar en undir stjóm núverandi eigenda og stofnenda Lyfju, þeÚTa Inga Guð- jónssonar og Róberts Melax. Eftir sameininguna mun Baugur eiga 56% hlutafjár í sameinuðu félagi en núver- andi eigendur Lyfju 45%. Áætluð velta félagsins á þessu ári er liðlega þrír milljarðar króna. Félagið mun reka 16 lyfjabúðir um allt land en lyfjabúðir hérlendis eru 56 talsins. Lyfjaverslanir sjúkrahúsanna eru þá ekki taldar með. Starfsmenn samein- aða félagsins verða 210 en ekki mun vera gert ráð íyrir breytingum á mannahaldi. í tilkynningu félganna segir að sameining þeirra sé nauðsynleg til að viðhalda lágu lyfjaverði. Þá muni fé- lagið stefna að opnun smásöluversl- ana með lyf eriendis á næstu misser- um. Lyfjamarkaður á Norðurlöndum taki miklum breytingum á næstu ár- um í kjölfar fyrirhugaðra breytinga á lögum um starfsemi lyfjaverslana, sem lílqa megi við breytingamar hér- lendis fyrir fjórum árum. Við þessar breyttu aðstæður skapist markaðs- tækifæri íyrir sameinað félag sem hafi yfir að ráða einstakri þekkingu og reynslu á samkeppnismarkaði með iyf- Sameiginlegt félag leiðandi í lágu iyfjaverði Róbert Melax, annar fram- kvæmdastjóri hins sameiginlega fé- lags, segir að sameiningin sé nauð- synleg til að halda áfram þeirri hagræðingu sem félögin hafi staðið fyrir undanfarin ár. Þau hafi verið leiðandi í lágu lyfjaverði og verði það áfram. Lyfja hafi verið komin að endapunkti í því sem félagið var að gera og sameining félaganna tveggja Styrkir sölu á lágu verði sé það sem þurfi til að hægt sé að ná fram frekari hagræðingu. „Island hefur ákveðna sérstöðu í lyfjamálum," segir Róbert. „Frelsi kom hér á landi fyrr en í öðrum lönd- um. Breytingar eru hins vegar fram- undan bæði í Noregi og Danmörku en það þarf stórt fyrirtæki tii að takast á við þau tækifæri sem eru í lyfjasölu erlendis." Róbert segir að hægt verði að spara í yfirstjóm hins sameinaða fé- lags og hagræða í rekstri þess á öðr- um sviðum. Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að sameining Lyfju og Lyfjabúða hf. sé fyrst og fremst til að styrkja þau til framtíðar. Tækifæri hafi verið til staðar til að gera betur á lyfjamarkaði en gert hafi verið. „Heildsölugeirinn á þessum markaði er mjög sterkur og við teljum að með sameinuðu félagi verði samningsstað- an betri. Þá teljum við nauðsynlegt að vera með öflugt félag hér á landi til að geta byggt upp sterkt félag erlendis, þar sem tækifæri eru að opnast. Frumathugun á markaðssókn á er- lendum mörkuðum er hafin en nauð- synlegur þáttur í þeirri sókn var að styrkja félagið innanlands, sem nú hefur verið gert,“ segir Jón Ásgeir. Neytendur hafa valkost Karl Wemersson, framkvæmda- stjóri Hagræðis hf„ sem á og rekur Lyfja & heilsu verslanimar, segir að gagnvart neytendum sé samkeppnin að færast frá þremur aðilum yfir á tvo með sameiningu Lyfju og Lyfjabúða. Spuming sé hins vegar hvaða áhrif þetta muni hafa á verðlag og neytend- ur til lengri tíma litið. Erfitt sé þar um að segja á þessu stigi og það eigi eftir að koma í ijós. Lyija & heilsu apótek- in hafi unnið ötullega að því að byggja upp sínar verslanir og neytendur hafi því sem betur fer valkost. Karl segir að á því rúma eina og hálfa ári sem Lyfja & heilsu apótekin hafi starfað hafi markmiðið verið að byggja upp starfsemina hér á landi. Sú stefna hafi jafnframt verið mörkuð að skoða erlenda markaði og sé sú vinna nú hafin. Lyfja & heilsu apótek- in em samtals 17 víða um land auk þriggja lyfjaútibúa. Sameiningin til skoðunar hjá Samkeppnisstofnun Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppnis- stofnunar, segir að stofnunin hafi skrifað viðeigandi aðilum bréf vegna sameiningar Lyfju og Lyfjabúða og óskað eftir gögnum varðandi samein- ingu félaganna. Málið hafi því nú þeg- ar verið tekið til skoðunar hjá stofn- Lyfjaverslun íslands hf. kaupir A. Karlsson hf. Veltan eykst um einn milljarð króna á ári GENGIÐ hefur verið frá samningum um kaup Lyfjaverslunar íslands hf. á öllu hlutafé í A. Karlssyni hf. Við kaupin eykst velta Lyfjaverslunar ís- lands um einn milljarð króna og starfsmönnum fjölgar um 45. Saman- lögð velta félaganna á þessu ári er áætluð ríflega 3,1 milljarður króna. í tilkynningu til Verðbréfaþings Is- lands kemur fram að vegna kaupanna sé fyrirhugað að auka nafnvirði hluta- fjár Lyfjaverslunar um 160 milljónir króna og kaupin séu háð samþykki hluthafafundar félagsins. Aðalsteinn Karlsson, stofnandi A. Karlssonar hf„ mun eiga 72 miHjónir króna af nafn- virði hlutafjár í Lyfjaverslun íslands hf. eða 15,6%, að teknu tilliti til fyrir- hugaðrar hlutafj áraukningar, þegar ákvæði kaupsamningsins eru upp- fyllt, og verður þar með stærsti ein- staki hluthafi félagsins. Með þessum kaupum hyggst Lyfjaverslun íslands hf. vfldca út starfsvettvang sinn og þar með auka sóknartækifæri og renna enn fleiri styrkum stoðum undir rekstur félags- ins. Er þetta í samræmi við stefnu stjómar Lyfjaverslunar íslands hf. um Qölbreyttari þátttöku þess sem ís- lensks almenningshlutafélags í þjón- ustu við heilbrigðiskerfið. Ekki ráðgerðar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi A. Karlsson hf. er umboðs- og heildverslun sem stofnuð var árið 1974 af Aðalsteini Karlssyni og Stein- unni M. Tómasdóttur. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í sölu á lækninga- og hjúkrunarvörum ásamt tækjum og búnaði fyrir stofnanir og veitingahús. Innan fyrirtækisins er einnig starf- andi öflug þjónustudeild og verk- stæði. Áætluð ársvelta A. Karlssonar hf. árið 2000 er einn milljarður króna. A. Karlsson hf. mun halda starfsemi sinni áfram í sömu mynd og ekki eru ráðgerðar breytingar á rekstrarfyrir- komulagi fyrirtækisins við þessa breytingu á eignarhaldi. Aðalsteinn Karlsson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri A. Karlssonar hf. og mun Haraldur Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi markaðsstjóra hjá félaginu, taka við því starfi. PepsiCo kaupir Quaker STJÓRNIR fyru-tækjanna PepsiCo og Quaker Öats, sem framleiðir drykkinn Gatorade, hafa náð sam- komulagi um yfirtöku hins fyrr- nefnda á hinu síðarnefnda. Rúmur mánuður er frá því stjórnendur PepsiCo komu fyrst að máli við Quaker og lýstu áhuga á yfirtöku, en ekkert varð úr samningum í það skipti. Eftir þessar viðræðum reyndi Coca-Cola að taka Quaker yfu- og bauð framkvæmdastjóri þess hærra verð en PepsiCo hafði boðið. Mál fóru hins vegar þannig að stjórn Coca-Cola hafnaði þessum hug- myndum framkvæmdastjórans og ekkert varð af yfirtökunni. Fyrir um viku tóku stjórnendur PepsiCo og Quaker upp þráðinn að nýju og urðu lyktirnar þær sem hér að ofan segir. PepsiCo greiðir sama verð fyrir Quaker Oats og PepsiCo bauð í fyrri samningaviðræðum. Nú er þó í sam- komulaginu gert ráð fyrir að fari verð PepsiCo niður fyrir ákveðið lágmark geti Quaker hætt við kaupin án eftirmála. Áætlað markaðsvirði sameinaðs fyrirtækis er yfir 80 milljarðar bandaríkjadala, sem eru um 7.000 milljarðar íslenskra króna. Gangi það eftir verður fyrirtækið í hópi fimm stærstu framleiðenda á neyslu- vöru í heiminum. Ekki fyrirsjáanleg áhrif á umboðsmenn hér á landi Umboð fyrir Pepsi Cola hér á landi er í höndum Ölgerðarinnar Eg- ils Skallagrímssonar og segir fram- kvæmdastjóri hennar að ekkert liggi fyrir um hvort breytingar verði á umboðum hér á landi. Framkvæmdastjóri Sólar-Vík- ings, sem hefur umboð fyrir vörur Quaker, segist ekki reikna með nein- um breytingum hér á landi vegna þessa. Sól-Víking sé með samning til nokkurra ára við fyrirtæki í Evrópu, sem sé dótturfyrfriæki Quaker, og dreifing í Evrópu sé aðskilin frá dreifingu í Bandaríkjunum. Tap Samvinmiferða- Landsýnar 135 milljónir króna Sérhæfð katlaþjónusta H ö n n u n 7S m í ð i 7 V i ð g e r ö i r / Þ j ó n u s t a Frá hugmynd að fullunnu verki = HÉÐINN = Stórás 6 • IS-210 Garöabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is TAP Samvinnuferða-Landsýnar fyrstu níu mánuði ársins nam 135,1 milljón króna eftir skatta en á sama tímabili í fyrra var hagnaður af starf- seminni upp á 44 milljónir króna. Eigið fé í lok tímabilsins nam 131,8 milljón króna og veltufé frá rekstri var neikvætt um 185,7 milljónir króna á tímabilinu. Rekstramiður- staðan fyrstu níu mánuði ársins er ekki í samræmi við áætlanir og Ijóst að tap félagsins yfir allt árið 2000 verður meira en níu mánaða uppgjör- ið sýnir, að því er fram kemur í til- kynningu félagsins til Verðbréfa- þings íslands. Þegar hefur verið ákveðið að grípa til aðgerða til að bæta rekstur Sam- vinnuferða Landsýnar hf. og til að lækka skuldir félagsins. Innra skipu- lag félagsins verður tekið til endur- skoðunar, en það verður einfaldað og gert skilvirkara. Nýr framkvæmda- stjóri, Guðjón Auðunsson, tók til starfa þann 1. desember síðastliðinn og frá sama tíma hefur Helgi Jó- hannsson látið af starfi framkvæmda- stjóra. „Unnið hefur verið í að laga starf- semina á rekstrarárinu 2001 að sam- drætti í sætaframboði sé miðað við það rekstrarár sem er að líða. Búið er að ganga frá gistisamningum erlend- is og flugáætlunum næsta árs. Stjóm Samvinnuferða-Landsýnar hf. hefur samþykkt að leitað verði eftir sölu á eignarhlutum félagsins í öðmm fyrir- tækjum og fasteignum til að lækka skuldir,“ segir í tilkynningu félagsins. Ákveðið hefur verið að boða til hluthafafundar í Samvinnuferðum- Landsýn hf. þann 16. desember næstkomandi, en á fundinum mun stjóm félagsins leggja fram tillögu um aukningu eiginfjár um allt að 300 milljónir króna. Er það mat stjóm- enda Samvinnuferða-Landsýnar hf. að þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að grípa til muni gera félaginu kleift að að snúa rekstrinum til betri vegar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.