Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 4
t ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Megináhersla lögð á launaleiðréttingu Morgunblaðið/Kristinn Fjölmargir nemendur komu á fund með skðlastjómendum í Mcnntaskólanum í Kópavogi í gær. FUNDUR samninganefnda fram- haldsskólakennara og ríkisins hjá sáttasemjara sl. sunnudag var ár- angurslaus. Nýr fundur hefur verið boðaður kl. 14 í dag. Hjördís Þor- geirsdóttir, sem á sæti í samninga- nefnd framhaldsskólakennara, segir að reynt hafi verið að finna nýja samningafleti á fundinum, t.d. með því að ræða um mögulega markmiðssetningu með samningun- um. Lítið hafi hins vegar þokast á fundinum. Hjördís segir að megináhersla sé lögð á það núna að ná fram launa- leiðréttingu miðað við meðaltals- hækkanir hjá Bandalagi háskóla- manna. Einnig sé lögð áhersla á leiðréttingu vegna endurskoðunar á aðalnámskrá. „Við höfum rætt um að sameina þessar tvær kröfur í eina leiðréttingu," segir Hjördís. Hún segir að formlegt tilboð hafi ekki komið frá samninganefnd ríkis- ins en látið hafi verið skína í 5,22% launahækkun vegna leiðréttingar í tengslum við aðalnámskrá. Viðsemj- endur hafi lýst vilja sínum að flytja yfirvinnustundir, sem framhalds- skólakennarar fengu í fyrra vegna endurskoðunar aðalnámskrár, inn í grunnlaunin. Hjördís segir að þetta vegi ekki nógu þungt til að fleyta viðræðum áfram. Kennarar hafi hins vegar aldrei sett fram kröfu um rúmlega 70% launahækkun heldur sé þar um túlkun annarra að ræða. Þó sé hægt að reikna sig upp í 70% sé miðað við hækkun byrjunar- launa framhaldsskólakennara með BA/BS próf og kennsluréttindi upp í 190.000 á mánuði á tveggja ára samningstíma. „Við höfum aldrei lit- ið á þetta sem hreina taxtahækkun heldur leggjum við til að gerðar verði breytingar á þann veg að hluti af hækkuninni verði yfirfærsla úr yfirvinnu í dagvinnu," segir Hjördís. Fundur var haldinn með nemend- um og skólastjórnendum í Mennta- skólanum í Hamrahlíð, Menntaskól- anum í Kópavogi og Borgarholts- skóla í gær. Á milli 600 og 700 manns mættu til fundarins í MH. Lárus H. Bjarnason, rektor skólans, segir að tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið sá að stappa stálinu í nemendur. Hann sagði að þess yrði freistað að ljúka önninni með ein- hverjum hætti þegar verkfall kenn- ara leystist. Lárus kveðst telja að önnin sé orðin einhverjum ónýt en ekki öllum. „Ég sé fyrir mér að önn- in standi eitthvað fram á næsta ár og þess vegna orðið þröngt um vor- önnina," segir Lárus. Hann kveðst ekki telja óhugsandi að skóli standi lengur fram á sumar vegna þem-ar röskunar sem orðið hafi á skólastarfinu. Ljóst sé þó að það sem gert verður verði að rúm- ast innan þess ramma sem samið verði um. Éinnig kunni að fara svo að yfirvöld menntamála komi með innlegg sem þurfi að hafa hliðsjón af. Eðlilegt sé jafnframt að kennar- ar hafi eitthvað um þetta að segja. Af þessum sökum sé erfitt að leggja fram fullbúna áætlun fyrirfram. Lárus segir hætt við því að minna pláss verði fyrir nýja nemendur á vorönn ef mál æxlast þannig að færri ljúki námi í vetur heldur en til stóð. Hann telur Ijóst að einhverjir taki þá afstöðu að hætta námi en líklegt sé að þeir leiti inn í skólann á ný. Lárus sagði á fundinum í gær að illskárra verði þegar skólahald hefst á ný að ljúka haustönninni með ein- hverri kennslu og prófum fremur en að kasta á glæ þeirri vinnu og námi sem fram fór þær ellefu kennsluvik- ur sem búnar voru er verkfallið hófst. Hann kvaðst telja fremur ólíklegt að almennt verði samið um kennslu á laugardögum. Hins vegar sé það borin von að eftir langt verkfall verði kennt í rúmlega þijár vikur eins og eftir var miðað við almanak annarinnar. Þeim mun mikilvægara sé að nemendur geri það sem hægt er til að búa í haginn fyrir stutta og snarpa kennslulotu. Rafmagnsleysi í Reykjavik á laugardag Skamm- hlaup eftir bilun í há- spennuskáp RAFMAGN fór af stórum hluta Reykjavíkur og Kópavogs á laugar- dag. Ástæða rafmagnsleysins var bilun í 11.000 volta háspennustreng sem liggur milli aðveitustöðvar við Elliðaár og spennustöðvar í Blesu- gróf. Bilunin olli því að aðveitustöðin við Elliðaár varð straumlaus. Bilunin leiddi til þess að útsendingar Stöðv- ar 2 féllu niður um tíma og útsend- ingar Ríkissjónvarpsins út um land féllu einnig niður. Rafmagnsleysið var mjög víðtækt. Rafmagnsleysi varð í Breiðholts- hverfum, Árbæjarhverfi, Bústaða- hverfi og Háaleitishverfi ásamt hluta Kópavogs. Bilunin varð kl. 18:45 og var straumur kominn á hjá um 90% notenda kl. 19:07 utan nokkurra spennistöðva í Árbæ sem fengu straum um kl. 20:00. Síðasta spennu- stöðin í Blesugróf fékk straum kl. 20:30. Útsendingar Ríkisútvarpsins út á land féllu niður við rafmagnsleysið. Guðbjörg Gunnarsdóttir, kynningar- fulltrúi Landssímans, sagði að þegar rafmagnið fór af hefði Múlastöð sím- ans orðið rafmagnslaus. í stöðinni væru tvær varaaflsstöðvar. Önnur hefði átt að fara sjálfvirkt af stað, en hún hefði hins vegar bilað. Hin, sem er nýlega búið að setja upp, hefði ekki verið búin sjálívirkum búnaði. Útsendingar RÚV út á land lágu niðri í eina og hálfa klukkustund. Út- sending Stöðvar 2 lá niðri meðan raf- magnsleysið í Árbæjarhverfi varði. Mikið álag varð á Neyðarlínunni þegar rafmagnið fór. Bergsveinn Al- fonsson varðstjóri sagði að mjög margir hefðu hringt til að afla upp- lýsinga um ástæðu bilunarinnar. Þeir hefðu hins vegar ekki getað gef- ið miklar upplýsingar því að Orku- veitan hefði ekki verið komin með upplýsingar um orsakir bilunarinn- ar. Þurrasti nóvember frá upphafi mælinga Morgunblaðið/Golli Minnismerki um leiðtoga- fund stórveldanna afhjúpað ÓVENJU þurrt var í Reykjavík í nóvember á þessu ári og var úrkoma sú minnsta sem mælst hefur frá upp- hafi mælinga árið 1920. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar mæld- ist úrkoman í höfuðborginni 10,1 mm, en í nóvember í fyrra mældist hún 72,1 mm og var meðalúrkoman í nóvember 1996-1999 73,9 mm. Á Akureyri reyndist úrkoman í nóvember vera tvöföld meðalúrkoma og mældist 114,2 mm. í fyrra var úr- koman 59,6 mm og meðalúrkoman í nóvember 1996-1999 var 57,5 mm. Sólskinsstundir voru talsvert fleiri en í meðallagi, alls 75,5 í Reykjavík og eru það 36,5 stundir umfram með- allag. I fyi-ra voru aðeins 35,4 sól- skinsstundir í nóvember og voru sólskinsstundir 46,5 að meðaltali ár- in 1996-1999. Sólskinsstundir á Akureyri voru 10,1 í nóvember, sem er 4,9 stundum færra en venja er. Meðalfjöldi stunda í nóvember 1996-1999 var 13,8. Þurrt og bjart haust sunnanlands Nóvembermánuður var hagstæð- ur víðast hvar á landinu, og hefur tíð- arfar verið gott í Reykjavík í haust, það er að segja í október og nóvem- ber. Úrkoma þessara mánaða mæld- ist 113,6 mm, sem er rúmlega fjórð- ungi minna en venja er, og sólskinsstundir voru 152,7, sem er 30 stundum umfram meðallag. Meðal- hitinn var 2,8 gráður, sem er í meðal- lagi, en haustin 1999 og 1997 voru þó mun hlýrri. Meðalhiti á Akureyri þessa tvo mánuði var 2,0 gráður, en það er 0,7 gráðum yfir meðallagi. Hins vegar mældist úrkoman í 174,9 mm, og er það rúmlega hálf önnur meðalúr- koma á þessu tímabili. Ekki hefur verið svo mikil úrkoma á Akureyri síðan haustið 1991. Sólskinsstundir voru 63,6, og er það 9,4 stundum minna en venja er á Akureyri á haustin. MINNISMERKI um Reykjavíkur- fund leiðtoga stórveldanna í Höfða árið 1986 var afhjúpað af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra fyrir utan Höfða í gærdag. Minnismerkið saman- stendur af þremur steinplötum sem eru úr berggrunni þeirra landa sem tengdust undirbúningi fundarins, íslands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna fyrrverandi, ís- lenskum grásteini, hvítu banda- rísku graníti og rauðu rússnesku graníti. Á hverja plötu er letrað- ur texti á móðurmáli viðkomandi þjóðar þar sem leiðtogafundarins er minnst. Á íslenska grásteininn er ritað: „Dagana 11.-12. október 1986 fór fram í þessu sögufræga húsi Reykjavíkurfundur leiðtoga stór- veldanna, Ronalds Reagans for- seta Bandaríkjanna og Mikhafls Sergejevítsj Gorbatsjovs, aðal- ritara miðstjórnar kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Leiðtoga- fundurinn er talinn hafa markað upphaf endaloka Kalda stríðsins." Ingibjörg Sólrún sagði að þar sem Höfði væri látlaust hús hefði verið leitast við að hafa minnis- merkið látlaust, en það stendur við vegginn sem markar lóð húss- ins gagnvart aðkomu og bfla- stæði. Steinplötunum er stillt upp með þeim hætti að svo virðist að þeim hafi verið lyft upp úr stein- hleðslunni aftan við. Það voru þau Hildur Kjartans- dóttir, móttökufulltrúi Reykjavík- urborgar og Pétur H. Ármanns- son, arkitekt og starfsmaður Listasafns Reykjavíkur, sem sáu um undirbúning og uppsetningu minnismerkisins, en Pétur hann- aði merkið. Þjónusta númer eitt! MMC Pajero stuttur, 3.0 bensín, f. skrd 19.05.1998, ekinn 26 þ km, grænn, ssk., 3 dyra, 32“ breyting, spoiler, varadekkshlíf, verð 2.360. Nánari uppl. hjá Bflaþingi Hekiu, sími 569 5500 Opnunartimar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 laugardagar kl. 10-14 BÍLAÞING HEKLU _ _ Nifrncr c-ítt f notvJvivi bfhnif Laugavegi 174,105 Reykjavík, sfmi 569 5500 'j'jyjyj,bíMhín'jj-j j WimbíláiJiJjjsjJsiJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.