Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 41 LISTIR BÆKUR Ramabók BARNAPÍUBÓFINN, BýKOLLA OG BOKARRANIÐ eftir Yrsu Sigurðardóttur. Mynd- skreytingar: Arngunnur Yr Gylfa- dóttir. Utgefandi Mál og menning, Reykjavík, 2000. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. 209 bls. FYRIR allmörgum árum var raunsæi ríkjandi í barna- og ungl- ingabókmenntum á íslandi. Þá fjöll- uðu sögur um erfið kjör fjölskyldna, um einstæðar mæður og börn þeirra og þessum sögum var ætlað að varpa Ijósi á lífskjör og tilveru hluta þjóðarinnar. Þessar bækur voru Ærslafull barnasaga ekki allar skemmtilegar og í raun vantaði gleðina og kátínuna í þær bækur til að þær hefðu tilætluð áhrif. Að auka áhuga barna og ungl- inga á að lesa bækur og njóta þeirra. Núna er annar stfll vinsæll. Það eru eins konar farsasögur, sem hafa það að markmiði að lesandinn skemmti sér og söguþráðurinn er afskaplega ótrúverðugur. Barnapíubófinn, Búkolla og bók- arránið er nýútkomin barnabók eftir unga konu, Yrsu Sigurðardóttur. Hún fjallar um einstæða móður, sem fellur ekki alveg að því mynstri sem samfélagið álítur vera hluta af til- veru einstæðra mæðra. Hún er tannlæknir, á fimm börn og þarf þar af leið- andi á aðstoð að halda. Hún auglýsir eftir manneskju til að annast börn sín og árangurinn er heldur lítill. Samt sem áður vekur tilboð Fangelsis- málastofnunar athygli hennar. Þar standa henni til boða sakamenn, sem eiga að vinna í hennar þágu án þess að hún þurfi að greiða laun. Hún velur einn úr hópnum og af Yrsa Sigurðarddttir þessu spinnst vægast sagt ótrúlegur söguþráður. Höfundur hefur mikinn áhuga á að segja sögu. Hún gefur hugmyndafluginu lausan tauminn og semur sögu sem margir hafa án efa gaman af. Óhætt er að segja að ævintýrin sem sögð eru í þessari sögu séu hvorttveggja í senn ótrúleg og fár- ánleg. En þau eru skemmtileg og draga fram bros oftar en ekki. Fjöl- skyldan tengist ráni á stórum hluta dýranna í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Móðirin stendur í deilum við fyrrverandi eiginmann og föður bamanna sem hún er mjög ósátt við. Það er oft þannig að rithöfundar leita að ákveðinni línu, ákveðnum takmörkum sem þeir reyna að fara ekki yfir. Einhvem veginn finnst mér höfundur ekki skynja þessa línu og fyrir bragðið nær hún ekki þeim tökum á lesandanum sem hæfileikar hennar og frásagnargleði gefa tilefni til. Það gætir einhvers konar laus- ungar í textanum, það er eins og „límið“ vanti í samsetningu sögunn- ar. En það má alls ekki draga úr þeirri staðreynd að sagan er skemmtileg, lífleg og að höfundur hefur meira hugmyndaflug en flestir rithöfundar. En hún þarf að temja það dálítið til að auka trúverðug- leika þeirrar sögu sem hún vill án efa og getur skapað. Myndir Am- gunnar Ýrar Gylfadóttur setja skemmtilegan svip á bókina. Sigurður Helgason KyÍkoL<k M R J t M /l J11111 5 L S R Kringluna skaltu hafa augun opin fyrir Jolabíl B&L Þu gætir unnið hann til afnota i heilt ar ef þu fyllir ut happamiða og setur í pottinn. Jólabfllinn er glæsilegur Renault Scénic, fjölnotabíll sem er hlaðinn aukabúnaði. Laugardaginn 16. desember höldum við svo skemmtilega jólahátíð í B&L þar BENSIN Þu getur emmg haft heppmna með þer ef þu kemur og reynsluekur öðrum bílum sem við bjóðum i B&L, Grjóthálsi l. sem dregið verður um hver I hvern viku fær emn heppinn reynsluokumaður 250 lítra af bensíni að gjöf. En ekki nóg með það því einu sinni í mánuði fær einn þeirra sem staðfesta kaup á nýjum bíl hjá B&L 250 þúsund króna innborgun upp i bilinn. við í Kringlunni og hafðu heppnina með þér! J L J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.