Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Viðburða- ríkur dag- ur í Mos- fellsbæ Halla Oddný Magnúsdóttir, 13 ára gömul dóttir lista- mannsins, var staðgengili hans við athöfnina og flutti þar nokkur orð. Hér má sjá eitt upplýsingaskiltanna sjö við göngustíginn meðfram Varmá, frá Stekkjarflöt að Reykjalundi, en þau hafa að geyma fræðslu um umhverfi stígsins. Mosfellsbær ÞAÐ var mikið um dýrðir í Mosfellsbæ sl. laugardag, 2. desember, en þá var m.a. nýtt útilistaverk eftir Magnús Tómasson vígt á Stekkjarflöt við Alafosskvos við hátíðlega athöfn og síðan opnaður fræðslustígur meðfram Varmá, þar sem búið var að koma fyrir skiltum með upp- lýsingum og fræðslu um um- hverfi og sögu þeirra staða sem liggja þar meðfram. Dagskráin hófst klukkan 14 og stóð fram eftir degi. Karla- kórinn Stefnir söng nokkur lög undir stjórn Atla Guð- laugssonar, milli þess sem nokkrir fulltrúar bæjarins og aðrir sem að málum komu fluttu stutt erindi. í stað lista- mannsins, sem var fjarver- andi, flutti dóttir hans, Halla Oddný Magnúsdóttir, 13 ára gömul, nokkur orð frá honum um listaverkið og tilurð þess. Hið nýja útilistaverk, sem er hið stærsta í Mosfellsbæ, ber heitið „Hús tímans - hús skáldsins". Verkið varð hlutskarpast í samkeppni á síðasta ári um gerð útilista- verks í Mosfellsbæ. Að mati dómnefndar byggist verkið á merki bæjarins í tvennum skilningi. Annars vegar stendur það á stöpli sem er merki Mosfellsbæjar, en upp af grunnfletinum rís hár tum úr málmi sem minnir á gotn- eska boga. Hins vegar hefur verkið vísun í verk Halldórs Laxness, „Hús skáldsins". Sé horft á listaverkið að of- an má aftur greina merki bæjarins, en inni í tuminum hangir stór steinn í keðju sem nemur við sexhyrnt form sem stendur á gmnnfletinum. Þar er um leið fangað andartakið, en formin inni í turninum tákna annars vegar fortíðina og hins vegar framtíðina. Það vom lista- og menningarsjóð- ur Mosfellsbæjar, listskreyt- ingasjóður ríkisins, ístak og Atlanta sem kostuðu gerð verksins. Forseti bæjar- stjómar, Þröstur Karlsson, sá um vígsluþáttinn. Fræðslustígur Það kom svo í hlut Jónasar Sigurðssonar, formanns bæj- arráðs Mosfellsbæjar, að svipta hulunni af einu upplýs- ingaskiltanna, með dyggri að- stoð bæjarstjóra, Jóhanns Sigurjónssonar. En áður en það gerðist, sagði Jónas í kynningarorðum, að í desem- ber 1999 hafi atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæj- ar efnt til samkeppni um hönnun skilta fyrir Mosfells- bæ. Alls hafi 17 tillögur borist og þær verið sendar til um- sagnar umhverfisnefndar, skipulagsnefndar, bygginga- nefndar og menningarmála- nefndar. í þessari samkeppni hafi útlitshönnun Arna Tryggvasonar síðan orðið hlutskörpust. Bjarki Bjarna- son er höfundur alls texta, en fyrirtækið Geislatækni vann sjálf skiltin, Forsteypan á Kjalarnesi steypti undirstöð- ur, og Merking sá um prent- un textanna á skiltunum. „Nú hafa verið sett upp sjö skilti við göngustíginn með- fram Varmá frá Stekkjarflöt að Reykjalundi," sagði Jónas. „Skiltin hafa að geyma upp- lýsingar og fræðslu um um- hverfi og sögu þeirra staða sem stígurinn liggur um, bæði í máli og myndum. Á árunum 1996-1998 var unnið umhverfisskipulag fyr- ir Varmársvæðið sem og deiliskipulag fyrir Álafoss- kvosina sem miðpunkt svæð- isins. Markmið umhverfis- skipulagsins var að tryggja Varmársvæðið sem mikilvæg- asta útivistarsvæði Mosfells- bæjar sem grænan geira frá Varmárósum, meðfram Varmá og upp fyrir Reyki og með Skammadalsá upp í Skammadal, ásamt tenging- um við mikilvæg jaðarsvæði. Með því er markaður sam- felldur útivistarvefur, sem tengir saman byggð, dreifbýli og nátturulegt umhverfi frá ósum að aðliggjandi mörk- um.“ í þróun svæðisins er lögð áhersla á að vernda náttúru- minjar og náttúrulegt um- hverfi Varmár, bæta mögu- leika til umhverfisfræðslu með því að skipuleggja fræðslustíga og tengja svæðið skólalóðinni við Varmá, með það í huga að það gæti nýst sem skólastofa utan dyra. Jafnframt að gera Varmár- svæðið aðgengilegt til útivist- ar með stígagerð og tenging- um við önnur útivistarsvæði og íbúðarsvæði bæjarins. Ahersla er á að svæðið bjóði upp á fjölbreytilega útivistar- möguleika fyrir alla fjölskyld- una árið um kring og margs- konar ferðahætti, s.s. gangandi, skokkandi, hjól- andi, skíðandi, ríðandi sem og að gera það aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða. í framhaldi af gerð um- hverfisskipulagsins og deili- skipulags fyrir Álafosskvos- ina hefur verið unnið að framkvæmdum við upp- græðslu og formun svæða í Ullamesbrekku og Hvömm- um, stígagerð meðfram Varmá að Reykjalundi sem og brúun árinnar. Gerð hefur verið tjörn á Stekkjarflöt og ýmsar framkvæmdir í Ála- fosskvosinni til að styrkja þá starfsemi sem þar fer fram. Opnun fræðslustígsins er því hluti af framkvæmdum á grundvelli umhverfisskipu- lagsins og fyrsti áfanginn í merkingu göngu- og útivist- arstíga í Mosfellsbæ með þessum hætti. Opnar vinnustofur listamanna I tilefni dagsins voru svo opnar vinnustofur hjá lista- mönnunum Þóru Sigurþórs- dóttur, Hildi Margrétardótt- ur, Helgu Jóhannesdóttur, Björgu Örfar og Tolla í Ála- fosskvos. Þá var einnig kynn- ing á Myndlistarskóla Ásdís- ar í Álafosskvos og sýning á verkum nemenda, og sýning á verkum Ólafs Más Guð- mundssonar á Álafossföt- bezt. í Álafossversluninni í kvos- inni var líka opið, en þar er búið að koma fyrir vísi að safni, þar sem hægt er að fá innsýn inn í sögu ullariðnaðar í sveitinni. Klukkan 16 var kveikt á jólatré, fengnu úr Hamrahlíð- arskógi í Mosfellsbæ, og að lokum voru svo jólaaðventu- tónleikar í íþróttahúsinu þar sem fram komu sjö kórar og lúðrasveit. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hið nýja útilistaverk, sem varð hlut skarpast í samkeppni á síðasta ári í Mosfellsbæ, er eftir Magnús Tómasson. Ljósahátíð 1 Neskirkju á Veraldarvefnum Vesturbær í TILEFNI af komu aðvent- unnar nýliðinn sunnudag var haldin Ijdsahátíð í Neskirkju, með þátttöku um 90 fermingarbarna og hún send út á Veraldarvefnum. Var þetta í fyrsta skipti sem athöfn frá Neskirkju var send út með þeim hætti. „Við köllum þetta ljdsa- hátíð, vegna þess að í upp- hafi ganga börnin inn í kirkjuna í prösessíu með kertaljtís í höndum, og leiða þannig aðventuna í húsið,“ sagði Hallddr Reynisson, söknai"prestur í Neskirkju, þegar Morgunblaðið innti hann eftir umræddri at- höfn. „Ég kann nú ekki alveg að skýra upphafið að þessu hérna, en þetta er orðið nokkuð gömul hefð í Nes- kirkju að hafa slíka ljdsahá- tíð, sem að mestu er í hönd- um fermingarbarna. Þetta hefur yfirleitt verið Qöl- menn athöfn og það var eins núna, þétt setinn bekk- urinn.“ Hallddr var spurður að því, hvort eitthvað sam- bærilegt væri að finna í öðrum kirkjum á höfuð- borgarsvæðinu um þessar mundir. „Já, það eru alls konar aðventusamkomur í gangi í kirkjunum, en mismunandi er þd frá einum söfnuði til annars hvernig það mál er annars útfært. Flestir ef ekki allir prestanna nota komu aðventunnar til að vera með einhveijar hátíðir og beina athyglinni þá sér- staklega að táknmáli ljtíss og myrkurs, eins og gefur að skilja. Hjá okkur er þetta meira í ætt við sam- komu heldur en guðsþjdn- ustu; það er t.d. engin formleg prédikun, heldur lesin saga. Við syngjum að- ventulög og fermingarbörn lesa texta úr Gamla og Nýja testamentinu, sem boða komu frelsarans f heiminn, og inni á milli er svo ýmiss konar ttínlistar- flutningur.“ Ilalldtír sagði að lokum að framvegis yrðu guðs- þjtínustur kl. 11 á sunnu- dögum sendar út á vefsltíð- inni strik.is/menn- ing/trumal, auk þess sem guðsþjtínustur á að- fangadag kl. 18 og 23.30 og á jtíladag kl. 14 yrðu sendar um Veraldarvefinn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fermingarbörn og tendruð kerti eru tíaðskiljanlegur hluti Ijósahátíðarinnar í Neskirkju, sem nú er komin hefð á þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.