Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 3
Meistara- verk James Joyce Æskumynd listamannsins Bókin sem sumir hafa nefnt mögnuðustu æskulýsingu heimsbókmenntanna, greinir frá uppvexti drengs i hinu rammkaþólska írlandi, þjáningum hans í forstokkuðu skólakerfi, unglingsárum með tilheyrandi sektarkennd og ástarfýsn, baráttu hans við að bijótast undan hömlum umhverfisins, finna sjálfan sig - og komast burt. Áleitið og ógleymanlegt snilldarverk. Sigurður A. Magnússon þýddi. Aleksis Kivi Sjö bræður Mögnuð þjóðlífs- lýsing, í senn raunsæ, glaðvær og Ljóðræn, gjörólík öllu því sem skrifað var í Finnlandi á 19. öld, þegar fáguð rómantík rikti með fegruðum myndum af j_____ landi og þjóð. Hér rífast menn, fljúgast á, drekka frá sér vitið á jólunum, beijast við hungur og kulda, eru hysknir og latir en Líka kappsamir og dugmiklir. Með Sjö bræðrum fæddust finnskar nútímabókmenntir. Aðalsteinn Davíðsson þýddi. SjÖ bt'iVÖi Fjodor Dostojevski Djöflarnir Hinn mikli rússneski meistari gerir upp sakirnar við þær hugmyndir sem umkringdu hann og hann áleit hina raunverulegu djöfla— hugmyndir um sósíalisma, stjórnleysi og guðleysi. En þrátt fyrir lýsingar á iílvirkjum, fláttskap og fólsku er þetta ein fyndnasta saga skáldsins. Með þessu verki hefur Ingibjörg Haraldsdóttir þýtt öll helstu stórverk Dostojevskís á íslensku. „Heimur Dostojevskís er heillandi, framandi og trylltur... Persónurnar eru fyndnar og fjölskrúðugar, uppákomurnar fáránlegar og sagan öll minnir einna helst á magnaða flugeldasýningu. " Steinunn Inga Óttarsdóttir, DV Mál og menning Síðumúla 7-9 • Laugavegi 18 Sígild myndlist "og framsækin Hrafnhildur Schram Reykjavík málaranna Á nýliðinni öld þróaðist Reykjavík úr smábæ í borg, ásýnd hennar og mannlíf allt tók stakkaskiptum og íslensk nútímamyndlist óx og dafnaði að sama skapi. í þessari glæsilegu bók birtast 40 myndverk eftir 34 listamenn sem túlka margvíslegar ásjónur borgarinnar um einnar aldar skeið. Hrafnhildur Schram valdi verkin og fyLgir hveiju þeirra úr hlaði með umsögn á íslensku, ensku og þýsku. Gefið út í samvinnu við Reylg'avík, menningarborg Evrópu árið 2000. „Bráðsnjöll hugmynd sem skilar sér r fallegrí og skemmtilegrí bók sem sýnir ekki aðeins hvemig borgin hefur breyst og stækkað eftir þvi sem áratugimir líða, heldur einnig hve gjörólíkum augum einstakir listamenn hafa litið hana Reykjavík." Elras Snæland Jónsson, Degi | s 1H | Sigurður Guðmundsson Situations Nafn Sigurðar Guðmundssonar er heimsþekkt meðal þeirra sem láta sig listir varða. Fyrir 20-30 árum gerði Sigurður einstök verk í anda flúxus- og hugmyndalistar, áhrifamikLar og ögrandi Ljósmyndir sem vöktu mikla athygli um alLan heim. Þar birtist óvenjulegur húmor Sigurðar og hið frumLega sjónarhorn hans til Lifsins. Þessi listaverkabók kemur út samtímis víða um heim, m.a. í íslenskri útgáfu. Guðbergur Bergsson og Michaela Unterdörfer rita formáLsorð. r Róska TiLefni útgáfunnar er sýning í Nýlistasafninu sem lýsir lífi og list Rósku. Hér eru merkar greinar eftir Guðberg Bergsson, Ólaf Gíslason, Birnu Þórðar- dóttur og Halldór Björn Runólfsson, einnig umræður um pólitiska List og möguleika hennar, svo og viðtöl við Hrein Friðfinnsson og Einar Má Guðmundsson. SannköLluð lífslistarbók. Hjálmar Sveinsson ritstýrði verkinu. „Stórfalleg og fróðleg/ Aðalsteinn Ingðlfsson, DV „Með þessarí forvitnilegu bók hefur tekistfurðu vel að magna fram úr þoku hins liðna raunsæja mynd af þessarí listrænu byltingarkonu." Elías Snæland Jónsson, Degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.