Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afhending nýrrar Norrænu dregst um ár Kaupmannahöfn. Morgimblaöiö. AFHENDINGU nýrrar ferju sem leysa átti færeysku ferjuna Nor- rænu af , hefur verið frestað um ár vegna fjárhagsörðugleika skipa- félagsins Smyril Line sem á og rek- ur Norrænu. Nýja ferjan verður smíðuð í Þýskalandi og átti að af- hendast vorið 2002 en þar sem Færeyingum hefur ekki tekist að greiða útborgun í skipinu, frestast afhendingin fram í apríl 2003, að því er Flensburger Schifíbau- Gesellschaft hefur tilkynnt. Norræna siglir á milli Islands, Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjaltlandseyja og er talinn tími til kominn að endurnýja skipið sem var smíðað árið 1973. Þýska skipa- félagið gerði Færeyingum tilboð sem þeir gengu að en Smyril Line hefur hins vegar ekki tekist að greiða útborgun í skipinu, að sögn Ola Hammer, framkvæmdastjóra útgerðarinnar. Þýska skipasmíðastöðin hafði gefið Færeyingum frest til sl. þriðjudags en ekki tókst að afla fjárins. Hammer segir næstu skref undir Þjóðverjum komin en samn- ingurinn gefur þeim pant í Nor- rænu og geta þeir krafist þess að fá hann út. Hammer telur hins vegar að í versta falli verði samningnum rift þar sem smíði nýju ferjunnar er ekki hafin. Smyril Line reynir hins vegar enn að verða sér úti um út- borgun í hana Nýja ferjan verður glæsi'skip, takist Færeyingum ætlunarverkið. Verður hún með sundlaug, sóldekki, gufubaði, verslunum og káetum með sjónvarpi. Verðið er um 88 milljónir evra, um 6,6 milljarðar ísl kr. sem Hammer fullyrðir að sé gott verð fyrir svo vel búna ferju. Snjófljóð féll í Skútu- dal við Siglufjörð ALLSTÓRT snjóflóð féll í Skútu- dal við Siglufjörð fyrir um viku síðan. Flóðið sem féll í minni dals- ins átti upptök sín í suðvestan- verðum Hestskarðshnjúk. „Miðað við stærstu snjóflóð hér er þetta í stærri kantinum," segir Örlygur Kristfinnsson, snjóeftir- litsmaður Veðurstofunnar á Siglu- firði. Hann segir að menn hafa orðið varir við flóðið á laugardag- inn fyrir viku þegar birti upp eftir nokkuð langvinna norðanátt. Mik- ill snjór hafði fallið í fjöll við aust- anverðan Siglufjörð. Flóðið féll á svo til auða jörð og hreif með sér jarðveg og gróður. Engin eignar- spjöll urðu í flóðinu og fólki var ekki hætta búin. Ein af þeim meginleiðum sem Vegagerðin hefur til athugunar vegna jarðganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar gerir ráð fyrir því að göngin opnist í Skútudal. Sigurbjörg’ Þorvarðardóttir 100 ára Morgunblaðið/Þorkell Nemendur í friðargöngu FÉLAG framhaldsskólanema, Iðn- nemasamband íslands og Bandalag íslenskra sérskólanema efndu í gær til friðargöngu frá Hailgrimskirkju að Ingólfstorgi í Reykjavík. Var hún hugsuð sem hvatning til samnings- aðila í kennaradeilunni um að ná sáttum fyrir jól. f Iokin var haldinn útifundur á Ingólfstorgi. Þar voru flutt ávörp og nokkur skemmtiatriði. Ikveikjufaraldur gengur yfir SVO virðist sem íkveikjufaraldur hafi gengið yfir hérlendis á undanförnum vikum. Slökkviliðið á höfuborgarsvæðinu var kallað út klukkan hálf- fimm í fyrrinótt vegna elds í porti milli veitinga- húsanna Kaffis Reykjavíkur og Gauks á Stöng. Þar hafði verið kveikt í rusli og komst eldur í klæð- ingu á viðbyggingu við Kaffi Reykjavík. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins mátti engu muna að eldurinn næði að breiðast út og valda stórtjóni. Á þessu svæði er mikill eldmatur, enda einhver mesti timburhús- akjami miðbæjanns. Stórbruninn í ísfélagi Vestmannaeyja fyrir viku er eitt af nýxri tilvikunum en lögreglan telur að eldsvoðann megi rekja til íkveikju. Seint í nóvember upplýsti lögreglan í Mos- fellsbæ níu íkveikjur í bænum. íkveikjurnar áttu sér stað á nokkurra vikna tímabili. Eldur var m.a. lagður að strætisvagnaskýlum, kveikt var í þak- skeggi Varmárskóla og í rusli við Bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ. Ungur piltur, búsettur í Mosfellsbæ, gekkst við íkveikjunum. I nóvember handtók lögreglan í Keflavík tvo pilta sem viðriðnir voru margvísleg afbrot, þar á meðal a.m.k. þrjár íkveikjur. Um miðjan nóvember var slökkvilið kvatt að Bústaðakirkju þar sem kveiktur hafði verið eldur sem logaði við dyr kirkjunnar. Slökkvilið var síðan kvatt að Víkinni, félagssvæði Knattspyrnufélags- ins Víkings, þar sem eldur var laus í tveimur skúr- um í eigu tennisdeildar félagsins. Fullvíst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða. Alvarlegasta íkveikjan var þó í fjölbýlishúsi við Flúðasel þar sem bensíni var hellt á teppi á gang- inum og eldur borinn að. Eldurinn náði ekki í 25 lítra bensínbrúsa sem komið hafði verið fyrir á ganginum. Engum varð meint af. Tveir menn voru handteknir í tengslum við íkveikjuna og var annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Olíukynding- in ein mesta byltingina Neskaupstað - Sigurbjörg Þorvarðardóttir hélt upp á 100 ára afmæli sitt í Neskaupstað síðastliðinn fímmtudag ásamt vinum og vandamönnum. Sigur- björg var hress og kát á afmælisdaginn en hún er við ágæta heilsu þó að heyrnin sé farin að daprast. Sigurbjörg er fædd á Þiljuvöllum í Berufirði þann 14. desember árið 1900. Eiginmaður hennar var Kristinn fvarsson sjó- maður. Hann lést árið 1973. Sigurbjörg og Kristinn hófu sinn búskap á Þiljuvöllum í Berufirði en lengst af bjuggu þau í Neskaupstað. Með Kristni eignaðist Sigurbjörg átta börn sem hún segir að hafi nú ekki þótt neitt sérlega mikið á þessum tíma. Fjögur barna hennar eru á lífi í dag, þau Hermann, Kristín, Þór og Jón Kristinsbörn. Afkomendur Sigurbjargar eru i dag vel á annað hundrað og kom stór hluti þeirra á ættarmót f Nes- kaupstað í sumar til að halda upp á aldarafmælið. Frá því Sigurbjörg hóf búskap hefur hún lengst af starfað sem húsmóðir en einnig starfaði hún í Morgunblaðið/Kristín Ágústdóttir Sigurbjörg hélt upp á aldarafmælið sl. fímmtudag. Kaupfélagsíshúsinu í Neskaupstað og við ræstingar í mörg ár. Aðspurð sagði Sigurbjörg þá stund þegar hún fékk olíukyndingu í húsið sitt vera eina þá eftir- minnilegustu á ævi sinni: „Það var allt svo fallegt þegar búið kveikja upp“. Með þessum áfanga Sigurbjargar eru nú tveir íbúar Neskaupstaðar 100 ára og hiýtur það að telj- ast nokkuð hátt hlutfall í rúmlega 1.400 manna bæj- arfélagi. En í sumar sem leið varð Sigurður Jónsson hundrað ára. Gyrðir Elíasson hlaut Laxness- verðlaunin árið 2000 fýrir Gula húsið sem er safn fjölbreyttra og einkar vel skrifaðra smá- sagna. „... sjálfur held ég að það sé far- sælast að henda öllum grelnlng- artilburðum og bókmenntafræð- um til hliðar og gefa sig sögunum á vald, verða ðlvaður af mögnuðu myndmálinu og yppa svo öxlum I þynnkunnl og segja bara við sjátf- an sig. „þetta var helvíti gott tripp“.“ Þórarinn B. Þðrarinsson, strík.is Dömsmálaráðuneytið staðfestir úr- skurð Útlendingaeftirlitsins Aslan Gilaev fær ekki dvalarleyfi DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ staðfesti í gær úrskurð Utlend- ingaeftirlitsins um að Aslan Gila- ev, sem kveðst vera tsjetsjneskur flóttamaður, verði neitað um dval- arleyfi hér á landi. Færð eru þau rök fyrir úrskurðinum að ómögu- legt sé að veita manni dvalarleyfi þegar ekki tekst að færa sönnur á hver hann í raun er. í úrskurð- inum er þó tekið fram að þetta þýði ekki að Aslan verði vísað úr landi að svo stöddu. Ef nýjar upp- lýsingar um hann koma fram getur ráðuneytið tekið mál hans upp að eigin frumkvæði. Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoð- armaður dómsmálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Aslan Gilaev hefði ekki verið sam- vinnuþýður við starfsmenn ráðu- neytisins. Slíkt væri óvenjulegt þar sem Aslan hefði sjálfur kært úr- skurð Útlendingaeftirlitsins til dómsmálaráðuneytisins og því væntanlega í hans þágu að ráðu- neytið fengi sem bestar upplýs- ingar um hann. Aslan hefði hins vegar ekki kom- ið í viðtal hjá ráðuneytinu sem hann hefði verið boðaður í. Reykjanesbraut Matsáætlun á leið til Skipu- lagsstofnunar VEGAGERÐIN mun eftir helgi af- henda Skipulagsstofnun matsáætlun vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Að sögn Jónasar Snæbjömssonar, umdæmis- stjóra Vegagerðarinnar á Reykja- nesi, á eftir að gera nokkrar leiðrétt- ingar á lokadrögum áætlunarinnar. Vegarkaflinn sem um ræðir er frá mörkum Hafnarfjarðar og Vatns- leysustrandarhrepps og suður að Fitjum í Njarðvík. Vonast er eftir að Vegagerðin geti lagt fram skýrslu um mat á umhverf- isáhrifum í febrúar nk. Verkfræði- stofan Hönnun hf. hefur síðan í júlí á þessu ári unnið fýrir Vegagerðina að frumdrögum hönnunar og mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjanesbraut.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.